Enski boltinn

Benitez íhugaði að hætta

AFP

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa íhugað að hætta störfum hjá félaginu áður en hann skrifaði undir nýja samninginn sinn á dögunum.

"Ég hef stundum hugsað um að hætta. Á tíma var óvissa um framtíð félagsins, en ég var viss um að liðið gæti náð lengra og því vildi ég halda áfram. Þetta verður auðveldara nú þegar ég er búinn að framlengja, því það hefði verið erfitt að eltast við leikmenn ef óvissa hefði ríkt um framtíð mína," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×