Fleiri fréttir

Nick Bradford hitti allstaðar í gær - skotkort kappans

Nick Bradford átti frábæran leik með Grindavík í 3. leik lokaúrslita Iceland Express deildar karla í DHL-Höllinni í gær. Grindavík vann leikinn 107-94 og þarf nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Lassana Diarra: Ég lærði ekkert hjá Wenger

Lassana Diarra ber ekki sömu virðingu fyrir Arsene Wenger, stjóra Arsenal og margir aðrir. Diarra tjáði sig um samskiptin fyrir franska stjórann í viðtali við spænska blaðið El Pais.

Guðbjörg harkaði af sér og spilaði tognuð á ökkla

Guðbjörg Gunnarsdóttir er búin að halda marki Djurgården hreinu fyrstu 180 mínútur sem hún hefur spilað í sænsku úrvalsdeildinni og lið hennar og Guðrúnar Sóleyju Gunnarsdóttur er á toppnum eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Ferguson nefnir Mourinho sem mögulegan arftaka

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að sér líkar vel við Jose Mourinho en er feginn því að þurfa ekki að ákveða hver eigi að taka við af sér þegar hann hættir.

Los Angeles Lakers búið að vinna 63 leiki eins og Cleveland

Það stefnir í spennandi keppni milli Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers um besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta á þessu tímabili og þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Lakers-liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt og er því búið að vinna jafnmarga leiki og Cleveland.

Loftið hreinsað hjá Sunderland

Craig Gordon, markvörður Sunderland, segir að leikmenn hafi hreinsað það slæma andrúmsloft sem ríkti á milli sumra þeirra eftir 2-0 tap liðsins fyrir West Ham um síðustu helgi.

Átti ekki von á þessu

Alan Shearer segist ekki hafa búist við því að hann hefði tekið við starfi knattspyrnustjóra hjá Newcastle svo snemma eftir að ferli hans sem leikmaður lauk.

Sousa rekinn frá QPR

Enska B-deildarliðið QPR hefur rekið knattspyrnustjórann Paulo Sousa úr starfi en undir hans stjórn vann liðið aðeins sjö leiki af 26.

Alfreð trúir á sakleysi Schwenker

Alfreð Gíslason sagði í viðtali við Kieler Nachrichten í gær að hann telur að Uwe Schwenker sé saklaus af ásökunum um að hann hafi mútað dómurum leikja Kiel í gegnum tíðina.

Kinnear fær grænt ljós

Joe Kinnear hefur fengið grænt ljós á að hann megi snúa aftur til starfa hjá Newcastle eftir jákvæðar niðurstöður úr læknisrannsóknum hans.

Campbell í forystu á Augusta

Bandaríkjamaðurinn Chad Campbell hefur tveggja högga forystu á næstu menn á fyrsta degi Masters mótsins í golfi sem fram fer á Augusta vellinum.

Mourinho ekki kærður

Ekkert verður aðhafst frekar í máli Jose Mourinho og stuðningsmanns Manchester United sem sakaði Mourinho um að hafa ráðist á sig eftir leik United og Inter í Meistaradeildinni.

Barcelona með besta lið Evrópu

Yaya Toure, leikmaður Barcelona, segir að hann sé í besta liði í Evrópu í dag. Börsungar unnu 4-0 sigur á Bayern München í Meistaradeildinni nú í vikunni og eru í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Bradford: Líklega minn besti leikur á Íslandi

Nick Bradford átti eftirminnilegan stórleik í kvöld þegar Grindavík tók KR í kennslustund á útivelli 107-94 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar.

Stefán kom einn við sögu

Stefán Þórðarson var eini Íslendingurinn sem kom við sögu er Vaduz tapaði, 3-1, fyrir Luzern í svissnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Zaki loksins mættur

Amr Zaki er loksins mættur til vinnu sinnar hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Wigan. Þetta er í fimmta sinn sem hann mætir einhverjum dögum of seint til baka úr landsliðsfríi.

Bröndby lagði meistarana

Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby sem vann 2-0 sigur á Danmerkurumeisturum Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Shakhtar Donetsk í ágætum málum

Einum leik er lokið í fjórðungsúrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Shakhtar Donetsk vann 2-0 sigur á Marseille frá Frakklandi á heimavelli sínum í Úkraínu.

Rétt hjá mér að gefa Terry gult

Danski dómarinn Claus Bo Larsen segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að gefa John Terry, fyrirliða Chelsea, áminningu í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær.

Jón Arnór með 23 stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum

Jón Arnór Stefánsson hefur oft verið meira áberandi í stigaskorun KR-liðsins en í fyrstu tveimur leikjunum á móti Grindavík í lokaúrslitum Iceland Express deild karla. Þriðji leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í kvöld.

Verður Nick Bradford kannski bara rólegur í kvöld?

Nick Bradford hefur farinn mikinn í báðum leikjum sínum í DHL-Höllinni í vetur, var með 27 stig í undanúrslitaleik Subwaybikarsins og skoraði 38 stig í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitunum. Það hefur þó ekki dugað því Grindavík hefur tapað báðum leikjunum. Þriðji leikur lokaúrslita KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í kvöld.

Grindvíkingar hafa lítið ráðið við Fannar í DHL-Höllinni

Fannar Ólafsson, fyrirliði KR-inga, hefur leikið mjög vel í heimaleikjunum í Grindavík í vetur en KR-liðið hefur unnið þá alla. Þriðji leikur lokaúrslita KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í kvöld.

Benedikt: Jakob verður flottur í kvöld

Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, segir að liðið sé ekki með áskrift að sigri á heimavelli sínum þar sem liðið mætir Grindavík í kvöld.

Friðrik: Allir með og engar afsakanir

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, segir að allir helstu leikmenn liðsins verði með gegn KR í kvöld og að það dugi nú engar afsakanir.

Skoska drykkjumálinu lokið

Skoska knattspyrnusambandið mun ekki aðhafast meira í málinu sem varð til þess að Barry Ferguson og Allan McGregor voru settir í ævilangt bann hjá landsliðinu.

Gunnar Heiðar og Kári ekki með

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Kári Árnason voru ekki í leikmannahópi Esbjerg sem tapaði, 2-1, fyrir OB á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Óttast að nárameiðsli Gerrard hafi tekið sig upp

Svo gæti farið að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verði frá í einhvern tíma vegna meiðsla en óttast er að nárameiðsli hans hafi tekið sig upp í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu í gær.

Masters-mótið hafið

Nú þegar eru fyrstu kylfingarnir farnir af stað á fyrsta keppnisdegi Masters-mótsins sem fer fram í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum.

Tímabilið búið hjá Gallas

William Gallas mun ekki koma meira við sögu í leikjum Arsenal á þessu tímabili en hann meiddist á hné í leik liðsins gegn Villarreal í Meistaradeildinni á þrijðudagskvöldið.

Lövenkrands lofar Malouda

Daninn Peter Lövenkrands, leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segir að Florent Malouda, leikmaður Chelsea, sé mikill fagmaður og lofaði hann í hástert.

Staða Klinsmann í hættu

Þýskir fjölmiðlar spá því að staða Jürgen Klinsmann, knattspyrnustjóra Bayern München, sé í mikilli hættu eftir að liðið beið afhroð í Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gær.

Kaka lofar því að vera áfram hjá Milan

Brasilíumaðurinn Kaka segir þær fregnir ekki rétta að hann sé á leiðinni til Real Madrid nú í sumar. Þetta kom fram í viðtali við hann í Gazzetta dello Sport í dag.

Sven-Göran hafnaði Portsmouth

Tord Grip, aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson, segir að þeir hafi hafnað boði um að taka við knattspyrnustjórn Portsmouth.

Forráðamenn City neita fréttum um Mourinho

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City hafa þverneitað þeim fregnum sem birtust í morgun þess efnis að félagið hafi reynt að fá Jose Mourinho til að taka við knattspyrnustjórn liðsins.

Guardiola: Erum ekki komnir áfram

Pep Guardiola hefur varað leikmenn sína við því að þeir eru ekki enn komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 sigur Barcelona á Bayern München í kvöld.

Úrslitin komu Hiddink á óvart

Guus Hiddink sagði að sigur sinna manna í Chelsea á Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld hafi verið sanngjarn en úrslitin hafi komið sér á óvart.

Benitez: Chelsea átti skilið að vinna

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, sagði Chelsea hafa verðskuldað sigurinn í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea vann leikinn, 3-1, eftir að Liverpool komst 1-0 yfir.

Guðjón Valur með tíu mörk

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tíu mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann átta marka sigur á Minden, 28-20, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir