NBA í nótt: Dallas í úrslitakeppnina - Phoenix úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2009 11:15 Steve Nash í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Nú er ljóst að Shaquille O'Neal og félagar í Phoenix Suns komast ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár eftir að Dallas varð síðasta liði í Austurdeildinni til að tryggja sér sæti í keppninni. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem menn eins og Steve Nash og Shaquille O'Neal taka ekki þátt í úrslitakeppninni og ljóst að þeirra verður saknað. Phoenix vann reyndar sigur á New Orleans í nótt, 105-100. Nash var með 24 stig og þrettán stoðsendingar en hann missti síðasta af úrslitakeppninni árið 1999 er hann lék með Dallas. Shaquille O'Neal var með sautján stig og ellefu frákös. Hann hefur aðeins einu sinni ekki komist í úrslitakeppnina og það var þegar hann var nýliði hjá Orlando tímabilið 1992-93. Chris Paul var stigahæstur hjá New Orleans með 29 stig og sextán stoðsendingar. Hann hitti þó aðeins úr þrettán af 29 skotum utan af velli og tapaði boltanum þrívegis. David West var með 28 stig og tólf fráköst. Dallas vann afar mikilvægan sigur á Utah, 130-101. Með sigrinum tryggði Dallas sér sæti í úrslitakeppninni en um leið tók stórt skref í átt að því að koma sér upp í sjöunda sæti Austurdeildarinnar og sleppa þar með við LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir sigurinn eru Utah og Dallas með jafn góðan árangur í 7.-8. sæti deildarinnar. Cleveland vann Washington, 98-86, og þar með sinn 38. sigur í 39 heimaleikjum í vetur. LeBron skoraði 21 stig en hvíldi svo stærstan hluta af fjórða leikhlutanum. Hann naut sín greinilega vel á hliðarlínunni, dansaði og spilaði lúftgítar. Indiana vann Toronto, 130-101. Danny Granger skoraði 29 stig fyrir Indiana en þetta var stærsti sigur Indiana á tímabilinu. Boston vann New Jersey, 106-104. Rajon Rondo var með 31 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar. Portland vann San Antonio, 95-83. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland. Orlando vann Memphis, 81-78. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig og Dwight Howard fjórtán. Detroit vann New York, 113-86, þar sem Richard Hamilton skoraði 22 stig og Rasheed Wallace fjórtán auk þess sem hann tók tólf fráköst. Atlanta vann Milwaukee, 113-105. Joe Johnson skoraði 30 stig fyrir Atlanta sem er nálægt því að tryggja sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Denver vann Oklahoma City, 122-112. Carmelo Anthony skoraði 31 stig en þetta var áttundi sigur Denver í röð. Minnesota vann Golden State, 105-97. Sebastian Telfair skoraði 21 stig fyrir Minnesota og Kevin Love 20 auk þess sem hann tók tólf fráköst. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Sjá meira
Nú er ljóst að Shaquille O'Neal og félagar í Phoenix Suns komast ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár eftir að Dallas varð síðasta liði í Austurdeildinni til að tryggja sér sæti í keppninni. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem menn eins og Steve Nash og Shaquille O'Neal taka ekki þátt í úrslitakeppninni og ljóst að þeirra verður saknað. Phoenix vann reyndar sigur á New Orleans í nótt, 105-100. Nash var með 24 stig og þrettán stoðsendingar en hann missti síðasta af úrslitakeppninni árið 1999 er hann lék með Dallas. Shaquille O'Neal var með sautján stig og ellefu frákös. Hann hefur aðeins einu sinni ekki komist í úrslitakeppnina og það var þegar hann var nýliði hjá Orlando tímabilið 1992-93. Chris Paul var stigahæstur hjá New Orleans með 29 stig og sextán stoðsendingar. Hann hitti þó aðeins úr þrettán af 29 skotum utan af velli og tapaði boltanum þrívegis. David West var með 28 stig og tólf fráköst. Dallas vann afar mikilvægan sigur á Utah, 130-101. Með sigrinum tryggði Dallas sér sæti í úrslitakeppninni en um leið tók stórt skref í átt að því að koma sér upp í sjöunda sæti Austurdeildarinnar og sleppa þar með við LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir sigurinn eru Utah og Dallas með jafn góðan árangur í 7.-8. sæti deildarinnar. Cleveland vann Washington, 98-86, og þar með sinn 38. sigur í 39 heimaleikjum í vetur. LeBron skoraði 21 stig en hvíldi svo stærstan hluta af fjórða leikhlutanum. Hann naut sín greinilega vel á hliðarlínunni, dansaði og spilaði lúftgítar. Indiana vann Toronto, 130-101. Danny Granger skoraði 29 stig fyrir Indiana en þetta var stærsti sigur Indiana á tímabilinu. Boston vann New Jersey, 106-104. Rajon Rondo var með 31 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar. Portland vann San Antonio, 95-83. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland. Orlando vann Memphis, 81-78. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig og Dwight Howard fjórtán. Detroit vann New York, 113-86, þar sem Richard Hamilton skoraði 22 stig og Rasheed Wallace fjórtán auk þess sem hann tók tólf fráköst. Atlanta vann Milwaukee, 113-105. Joe Johnson skoraði 30 stig fyrir Atlanta sem er nálægt því að tryggja sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Denver vann Oklahoma City, 122-112. Carmelo Anthony skoraði 31 stig en þetta var áttundi sigur Denver í röð. Minnesota vann Golden State, 105-97. Sebastian Telfair skoraði 21 stig fyrir Minnesota og Kevin Love 20 auk þess sem hann tók tólf fráköst. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Sjá meira