Körfubolti

Jón Halldór verður áfram með kvennalið Keflavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Mynd/Daníel

Jón Halldór Eðvaldsson hefur gert nýjan tveggja ára samning um að þjálfa áfram meistaraflokk kvenna hjá Keflavík. Þetta kemur fram á karfan.is.

Jón Halldór Eðvaldsson hefur þjálfað lið Keflavíkur undanfarin þrjú ár og gerði liðið að Íslandsmeisturum 2008 og fyrirtækjabikar-meisturum 2007 og 2008. Jón Halldór hefur að auki farið með Keflavíkurliðið tvisvar í bikarúrslit og einu sinni í lokaúrslit.

Keflavík hefur hefur unnið 49 af 64 deildarleikjum (76,6 prósent) og 10 af 17 leikjum í úrslitakeppni (58,8 prósent) undir hans stjórn.

Jón Halldór verður með þessu fyrsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur siðan árið 1996 til þess að vera með liðið í meira en þrjú tímabil í röð. Sigurður Ingimundarson þjálfaði liðið fimm tímabil í röð frá 1991 til 1996.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.