Handbolti

Alfreð trúir á sakleysi Schwenker

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts

Alfreð Gíslason sagði í viðtali við Kieler Nachrichten í gær að hann telur að Uwe Schwenker sé saklaus af ásökunum um að hann hafi mútað dómurum leikja Kiel í gegnum tíðina.

Schwenker er gefið að sök að hafa mútað dómurum handboltaleikja í minnst tíu skipti. Hann hætti í starfi sínu hjá félaginu nú í vikunni eftir að hann gat ekki útskýrt í hvað hann notaði 152 þúsund evrur í reiðufé.

Sjálfur vill Alfreð meina að það séu eðlilegar skýringar á því. „Þegar félög vilja semja við unga og efnilega leikmenn í útlöndum verður að greiða viðkomandi í reiðufé fyrir undirskriftina. Fleiri félög hafa stundað þessa starfssemi," sagði Alfreð.

„Það er ekki búið að sanna neitt í þessum mútumálum. Hneykslið sjálft er hvernig fjölmiðlarnir hafa komið fram í þessu máli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×