Fleiri fréttir

Góðborgarinn reyndist þjófur

Nú virðist sem hinu furðulega sakamáli í kring um þjófnaðinn á reiðhjóli goðsagnarinnar Lance Armstrong sé loksins að ljúka.

Grant reyndi að fá Torres til Chelsea

Avram Grant, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, hefur gefið það upp að hann hafi mikið reynt að krækja í framherjann Fernando Torres þegar hann var við stjórnvölinn hjá enska liðinu.

Markasúpa á Camp Nou í kvöld? - tvö markahæstu liðin mætast

Þótt að margir bíði spenntir eftir leik Liverpool og Chelsea í 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar í kvöld þá er bendir allt til þess að hinn leikur kvöldsins verði mikil skemmtun með fullt af mörkum þegar tvö markahæstu lið Meistaradeildarinnar mætast.

Sonur Jordan er búinn að velja sér háskóla

Yngsti sonur Michael Jordan hefur ákveðið að spila háskólaferill sinn hjá Central Florida en ekki hjá Norður-Karólínu skólann þar sem faðir hans gerði garðinn frægan á sínum tíma. Þar með hefur hvorugur sonur Michael Jordan valið UNC en Jeff Jordan spilar með University of Illinois.

Tiltekt hjá Tékkum

Nóg hefur verið að gera á skrifstofu tékkneska knattspyrnusambandsins í dag. Sambandið hefur rekið landsliðsþjálfarann Petr Rada og sett sex leikmenn í bann vegna agabrota.

Fyrsti heimsmeistaratitillinn í augsýn hjá Khan

Breska vonarstjarnan Amir Khan fær stærsta tækifæri sitt á ferlinum þann 27. júní í sumar þegar hann mætir heimsmeistaranum Andreas Kotelnik í veltivigt, en Úkraínumaðurinn er handhafi heimsmeistaratitilsins hjá WBC sambandinu.

Adriano: Ég hef það fínt

Brasilíumaðurinn Adriano hjá Inter Milan segist hafa það fínt í heimalandi sínu og blæs á kjaftasögur sem sagðar hafa verið af honum í brasilísku pressunni undanfarna daga.

Belgar reka Vandereycken

Belgíska knattspyrnusambandið hefur sagt upp samningi við landsliðsþjálfarann Rene Vandereycken eftir lélegt gengi liðsins í síðustu tveimur leikjum.

Milan og Barcelona spila góðgerðaleik

Forráðamenn Barcelona á Spáni hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum vegna hamfaranna í L´Aguila á Ítalíu og ætla að koma á góðgerðaleik við AC Milan til að safna fé handa fórnarlömbum jarðskjálftanna. Yfir 250 manns hafa týnt lífi í náttúruhamförunum.

Galaxy finnur staðgengil Beckham

Bandaríska knattspyrnufélagið LA Galaxy hefur fundið mann til að leysa David Beckham af hólmi á meðan hann er að spila með AC Milan á Ítalíu eftir því sem fram kemur á BBC.

Woods er bjartsýnn

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er fullur sjálfstrausts fyrir US Masters mótið í golfi þó hann sé rétt að komast af stað eftir langt hlé eftir hnéuppskurð.

Hiddink lofar sóknarleik á Anfield

Guus Hiddink knattspyrnustjóri Chelsea ætlar ekki að leggjast í skotgrafirnar með sínum mönnum þegar þeir sækja Liverpool heim á Anfield í kvöld.

Benitez ögrar fyrirliða sínum

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur verið í fantaformi með liði sínu að undanförnu. Rafa Benitez knattspyrnustjóri liðsins segir að miðjumaðurinn standi frammi fyrir mikilli áskorun í einvíginu við Chelsea í Meistaradeildinni sem hefst í kvöld.

Porto hefur ekki tapað heima fyrir ensku liði

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gerir sér fulla grein fyrir því erfiða verkefni sem bíður hans manna í síðari leiknum við Porto á Estadio de Dragao í næstu viku.

Adriano hættur?

Brasilískir fjölmiðlar baða sig nú í fréttum af framherjanum Adriano hjá Inter Milan. Dagblaðið Lance heldur því fram í dag að Adriano hafi tilkynnt Dunga landsliðsþjálfara að hann ætlaði að hætta að spila fótbolta eftir landsleik Brasilíumanna við Perú á dögunum.

Terry hefur ekki áhyggjur af leikbanni

Varnarjaxlinn John Terry hjá Chelsea segist ekki hafa áhyggjur af því að lenda í leikbanni í kvöld þegar Chelsea sækir Liverpool heim á Anfield í Meistaradeildinni í kvöld.

Embla biður stuðningsmenn Vals afsökunar

Embla Grétarsdóttir ætlar greinilega að gæta þess að byrja með hreint borð hjá stuðningsmönnum Vals eftir að hún skipti yfir á Hlíðarenda úr KR á dögunum.

Ísland fellur á lista FIFA

Íslenska landsliðið hefur fallið niður um 18 sæti á nýjasta styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Liðið situr í 93. sæti listans, en Evrópumeistararnir frá Spáni verma áfram toppsætið.

New Orleans í úrslitakeppnina

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með góðum útisigri á Miami í framlengdum leik 93-87.

Tomkins og Noble framlengja

Íslendingafélagið West Ham hefur framlengt samninga sína við þá Mark Noble og James Tomkins sem báðir eru uppaldir hjá félaginu.

Wenger vongóður fyrir seinni leikinn

Arsene Wenger segist vongóður um að Arsenal komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að liðið náði 1-1 jafntefli við Villarreal á útivelli í kvöld.

Viggó í bann

Viggó Sigurðsson var í dag úrskurðaður í eins leiks bann og missir hann því af fyrsta leik Fram í úrslitakeppninni.

Drogba klár í slaginn

Didier Drogba er leikfær fyrir leik sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Gallas frá út tímabilið?

Svo gæti farið að tímabilinu sé lokið hjá William Gallas, leikmanni Arsenal, sem meiddist í leiknum gegn Villarreal í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Adebayor: Veit ekki hvernig ég skoraði

Emmanuel Adebayor tryggði sínum mönnum í Arsenal 1-1 jafntefli gegn Villarreal í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld með glæsimarki.

Ferguson: Sanngjörn úrslit

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að úrslitin í leik sinna manna gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld hafi verið sanngjörn.

Ágúst tekur við Levanger í Noregi

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari karlaliðs Gróttu, hefur samþykkt að taka að sér þjálfun norska kvennaliðsins Levanger nú í sumar.

Aron Einar skoraði fyrir Coventry

Aron Einar Gunnarsson skoraði mark Coventry sem gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace á útivelli í ensku B-deildinni í kvöld.

Grikkir til rannsóknar hjá FIFA

Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, hefur tekið til skoðunar atvik sem á að hafa átt sér stað í leik Ísraela og Grikkja í undankeppni HM í síðustu viku.

Larry Bird: Garnett er farinn að slitna

Goðsögnin Larry Bird sem áður lék með Boston Celtics segir að framherjinn Kevin Garnett sé farinn að láta á sjá eftir langan feril í NBA deildinni þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gamall.

Adriano þarf á hjálp að halda

Fyrrum unnusta vandræðagemsans Adriano hjá Inter Milan segir að leikmaðurinn þurfi nauðsynlega á hjálp að halda og segist vera orðin hundleið á því að hugsa um hann.

Friedrich úr leik hjá Hertha

Lið Hertha Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur orðið fyrir miklu áfalli. Fyrirliðinn og þýski landsliðsmaðurinn Arne Friedrich verður frá keppni næstu fjórar til sex vikurnar vegna hnémeiðsla sem hann hlaut um síðustu helgi.

Klitschko og Haye berjast í Gelsenkirchen

Ákveðið hefur verið að bardagi þeirra Vladimir Klitschko og David Haye í þungavigt þann 20. júní í sumar muni fara fram á Veltins-Arena í Gelsenkirchen, heimavelli knattspyrnuliðsins Schalke í Þýskalandi.

Benitez: Ferguson er smeykur

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að Alex Ferguson sé að tjá sig um leiki Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni af því hann sé smeykur við andstæðinga sína.

Klinsmann getur sofið rólegur

Stjórnarformaður Bayern Munchen segir að Jurgen Klinsmann þjálfari þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að verða rekinn þó liðið falli úr leik gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu.

Þorgrímur aðstoðar Willum

Þorgrímur Þráinsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Vals út næstu leiktíð. Þetta staðfesti Þorgrímur í samtali við netsíðuna fotbolti.net í dag.

Betis rekur þjálfarann

Spænska knattspyrnufélagið Real Betis hefur rekið þjálfarann Paco Chaparro úr starfi vegna lélegs gengis og fengið aðstoðarmanni hans Jose Maria Nogues starf hans til loka leiktíðar.

Allir heilir hjá Barcelona

Pep Guardiola þjálfari mun hafa alla sína bestu menn til taks þegar liðið mætir Bayern Munchen í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Grindvíkingar fá franskan leikmann

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert samning við franskan vængmann sem verið hefur á reynslu hjá félaginu síðustu tvær vikurnar.

Southampton til rannsóknar

Enska B-deildarfélagið Southampton er nú til rannsóknar þar sem skoðað verður hvort draga eigi tíu stig af félaginu eftir að móðurfélag þess fór í greiðslustöðvun.

Pires ætlar að leggja gömlu félagana

Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Villarreal er vongóður um að spænska liðið geti slegið fyrrum félaga hans í Arsenal út úr Meistaradeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir