Masters-mótið hafið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2009 13:45 Tiger Woods og Robert Karlsson á góðri stundu er þeir tóku æfingahring á Augusta-vellinum í gær. Nordic Photos / AFP Nú þegar eru fyrstu kylfingarnir farnir af stað á fyrsta keppnisdegi Masters-mótsins sem fer fram í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Það var Ian Woosnam sem sló fyrsta höggið á mótinu en hann er í holli með þeim Chaz Reavie og Briny Baird. Augu flestra munu beinast að Tiger Woods sem hefur keppni rétt fyrir sex í dag að íslenskum tíma. Þetta er hans fyrsta risamót í átta mánuði en hann hefur verið að jafna sig á aðgerð á hné. Með sigri á mótinu vinnur hann sinn fimmta græna jakka en síðast vann Tiger þetta mót árið 2005. Það er Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman sem á titil að verja á mótinu. Það er búist við því að þeir Phil Mickelson og Padraig Harrington munu veita Tiger harða samkeppni. Ekki má gleyma Ástralinum Gerg Norman - hvíta hákarlinum - sem vann sér þátttökurétt á mótinu með því að ná þriðja sæti á opna breska meistaramótinu í fyrra. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót í golfi á sínum ferli. „Endurhæfingin hefur tekið smá tíma en í raun hefur það komið mér á óvart hversu fljótt sama gamla tilfinningin kom aftur hjá mér. Mér líður nú eins og alltaf fyrir stórmót," sagði Woods í gær. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Sport klukkan 21 í kvöld, eða strax að loknum leik KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla. Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Nú þegar eru fyrstu kylfingarnir farnir af stað á fyrsta keppnisdegi Masters-mótsins sem fer fram í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Það var Ian Woosnam sem sló fyrsta höggið á mótinu en hann er í holli með þeim Chaz Reavie og Briny Baird. Augu flestra munu beinast að Tiger Woods sem hefur keppni rétt fyrir sex í dag að íslenskum tíma. Þetta er hans fyrsta risamót í átta mánuði en hann hefur verið að jafna sig á aðgerð á hné. Með sigri á mótinu vinnur hann sinn fimmta græna jakka en síðast vann Tiger þetta mót árið 2005. Það er Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman sem á titil að verja á mótinu. Það er búist við því að þeir Phil Mickelson og Padraig Harrington munu veita Tiger harða samkeppni. Ekki má gleyma Ástralinum Gerg Norman - hvíta hákarlinum - sem vann sér þátttökurétt á mótinu með því að ná þriðja sæti á opna breska meistaramótinu í fyrra. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risamót í golfi á sínum ferli. „Endurhæfingin hefur tekið smá tíma en í raun hefur það komið mér á óvart hversu fljótt sama gamla tilfinningin kom aftur hjá mér. Mér líður nú eins og alltaf fyrir stórmót," sagði Woods í gær. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Sport klukkan 21 í kvöld, eða strax að loknum leik KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla.
Golf Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira