Fleiri fréttir

Jankovic úr leik í Ástralíu

Jelena Jankovic, stigahæsta tenniskona heims, féll úr leik í tveimur settum gegn frönsku stúlkunni Marion Bartoli á opna ástralska í dag 6-1 og 6-4.

Federer slapp fyrir horn

Roger Federer vann nauman sigur á Tomas Berdych í fimm settum á opna ástralska meistaramótinu í tennis og vann sér sæti í fjórðungsúrslitum.

Stórleikur James tryggði Cleveland sigur

Cleveland hefur bestan árangur allra liða í NBA deildinni og í gærkvöld lauk liðið fjögurra leikja ferðalagi um Vesturdeildina með góðum 102-97 sigri á Utah.

Ákvörðun Kaka var sigur fyrir knattspyrnuna

Arsene Wenger stjóri Arsenal segir að ákvörðun Brasilíumannsins Kaka að ganga ekki í raðir Manchester City á dögunum sé afar þýðingarmikil fyrir knattspyrnuheiminn.

Bradford: Engar afsakanir

"Mig langar að óska KR til hamingju með sigurinn í dag. Liðið var vel að sigrinum komið og var betri aðilinn í þessum leik - það er ekki spurning," sagði auðmjúkur Nick Bradford hjá Grindavík eftir tapið gegn KR í bikarnum í gær.

Given fengi 100 þúsund pund á viku hjá City

Breska blaðið Daily Star fullyrðir að írski markvörðurinn Shay Given hjá Newcastle hafi samþykkt að ganga í raðir Manchester City og því eigi félagið aðeins eftir að semja um kaupverð á honum frá Newcastle.

Jackson ætlar að hætta eftir næsta tímabil

Phil Jackson þjálfari LA Lakers ætlar að hætta þjálfun eftir næsta keppnistímabil með LA Lakers. Þetta segir hann í viðtali við Magic Johnson sem sýnt verður á ABC sjónvarpsstöðinni í kvöld.

Kominn tími á að lyfta bikar í Höllinni

"Ég held að við höfum sýnt það hér í kvöld hverjir eru með besta lið á Íslandi," sagði Fannar Ólafsson miðherji KR eftir sigurinn á Grindavík í undanúrslitum Subway bikarsins í dag.

Auðvelt hjá Barcelona

Topplið Barcelona var nokkuð lengi í gang gegn Numancia í kvöld en vann að lokum nokkuð auðveldan 4-1 sigur á liðinu sem það tapaði fyrir í fyrstu umferðinni í sumar.

Juventus upp að hlið Inter á toppnum

Gamla stórveldið Juventus skaust upp að hlið Inter á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Fiorentina. Inter á leik til góða á morgun og hefur betra markahlutfall.

Sjúkralisti United lengist

Ungliðarnir Danny Welbeck og Fabio bættust í kvöld á langan meiðslalista Manchester United í sigri liðsins á Tottenham í enska bikarnum.

Ólæti settu svip sinn á sigur Hull

Lögregla þurfti að skerast í leikinn í dag þegar stuðningsmenn Hull og Milwall lentu í átökum á KC vellinum. Hull vann leikinn 2-0 en stuðningsmenn Milwall efndu til óláta áður en flautað var til leiks og á meðan leikurinn stóð yfir.

Berbatov sá um sína gömlu félaga

Dimitar Berbatov gerði fyrrum félögum sínum í Tottenham litla greiða í dag þegar hann tryggði nýja liðinu sínu Manchester United 2-1 sigur og sæti í fimmtu umferð enska bikarsins.

Crewe steinlá gegn Northampton

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Crewe fengu skell í ensku C-deildinni í dag þegar þeir lágu 5-1 fyrir Northampton á útivelli.

HM: Serbar náðu jafntefli gegn Þjóðverjum

Óvænt úrslit urðu í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta í Króatíu í dag en heimsmeistarar Þjóðverja urðu að sætta sig við jafntefli, 35-35, gegn Serbum.

Swansea vann Portsmouth

Fjölmörgum leikjum í fjórðu umferð ensku FA bikarkeppninnar var að ljúka. Óvæntustu úrslitin voru í viðureign Portsmouth og Swansea þar sem Swansea vann 2-0 útisigur.

Deco þarf meiri tíma

Ray Wilkins, aðstoðarmaður Luis Felipe Scolari hjá Chelsea, segir að portúgalski miðjumaðurinn Deco þurfi meiri tíma til að aðlagast. Eftir lofandi byrjun þá hefur Deco ekki staðið undir væntingum að undanförnu.

Dirk Kuyt ekki á förum

Umboðsmaður Dirk Kuyt neitar þeim sögusögnum að hollenski sóknarmaðurinn sé á leið til Juventus á Ítalíu. Ítalskir fjölmiðlar hafa greint frá áhuga Juventus.

West Ham áfram í bikarnum

West Ham er komið í fimmtu umferð enska bikarsins eftir 2-0 baráttusigur á Hartlepool á útivelli í fyrsta leik dagsins í bikarnum.

Það botnar enginn í Benitez

Jermaine Pennant virðist vera feginn að vera laus frá knattspyrnustjóranum Rafa Benitez hjá Liverpool ef marka má orð hans í viðtali við Sun í dag.

Hélt að Rooney talaði þýsku

Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic skildi hvorki upp né niður í því sem félagi hans Wayne Rooney var að segja við hann þegar hann gekk í raðir Manchester United árið 2006.

Gascoigne á batavegi

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne er sagður vera á batavegi eftir að hafa verið þrjár vikur á meðferðarheimili Tony Adams í Hampshire, Sporting Chance.

Nadal í fjórðu umferð eftir sigur á Haas

Spánverjinn Rafael Nadal hefur enn ekki lent í teljandi vandræðum á opna ástralska og er kominn í fjórðu umferð. Í dag vann hann góðan sigur á Þjóðverjanum Tommy Haas 6-4, 6-2 og 6-2.

Williams í fjórðu umferðina

Serene Williams hefur oft leikið betur en í dag en það nægði henni þó til sigurs gegn kínversku stúlkunni Peng Shuai í þriðju umferðinni á opna ástralska meistaramótinu í tennis.

Nú eða aldrei með Arshavin

Forráðamenn Zenit í Pétursborg hafa nú fengið nóg af hringlinu í kring um leikmann sinn Andrei Arshavin og hafa gefið Arsenal frest fram á kvöld til að klára að kaupa hann - ella verði ekkert af því.

Úrslitaleikurinn á Wembley 2011

Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu árið 2011 fer fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga.

Buffon hefði tekið tilboði City

Einn besti markvörður í heimi, Ítalinn Gianluigi Buffon hjá Juventus gefur til kynna að hann sé til í að ganga til liðs við Man City.

James tryggði Cleveland sigur með flautukörfu

Fjöldi leikja var á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James var hetja Cleveland þegar hann skoraði sigurkröfu liðsins um leið og lokaflautið gall í 106-105 útisigri á Golden State.

Allardyce gefst upp á Eiði

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Blackburn, hefur gefist upp á tilraunum sínum að fá Eið Smára Guðjohnsen til félagsins frá Barcelona.

Zenit sagt hafna lokatilboði Arsenal

Samkvæmt rússneskum fréttamiðlum mun Zenit St. Pétursborg hafnað nýjasta og lokatilboði Arsenal í Andrei Arshavin. Viðræður munu þó eiga sér enn stað, samkvæmt öðrum heimildum í Rússlandi.

Gerrard einbeittur að bikarnum

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann hafi engar áhyggjur af Steven Gerrard fyrir leik Liverpool gegn Everton í ensku bikarkeppninni á sunnudag.

Heskey kominn til Aston Villa

Emile Heskey hefur gengið til liðs við Aston Villa sem keypti hann frá Wigan fyrir 3,5 milljónir punda.

Deildinni skipt í tvo riðla

Nú hefur Iceland Express deild kvenna verið skipt í tvo riðla og er búið að raða niður leikjunum í fyrstu umferðinni í báðum riðlum.

Allt pakkað og mikill hiti

„Ég reikna frekar með því að þetta verði stál í stál," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR þegar Vísir spurði hann út í undanúrslitaleik hans manna við Grindvíkinga í bikarnum á morgun.

Barcelona er besta lið heims frá 1991

Barcelona er besta knattspyrnulið heims frá árinu 1991 samkvæmt tölfræðiúttekt IFFHS, Alþjóðasambandi knattspyrnusögu og tölfræði.

Ferguson virðir ákvörðun Redknapp

Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United segist skilja vel kollega sinn Harry Redknapp hjá Tottenham mun ekki tefla fram sínu sterkasta liði á morgun þegar liðin mætast í enska bikarnum.

Sjá næstu 50 fréttir