HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2009 21:31 Danir máttu horfa upp á tap hjá sínum mönnum í dag. Nordic Photos / AFP Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. Fyrsta umferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta í Króatíu fór fram í dag og urðu nokkur óvænt úrslit. Þó áttu fáir von á því að Danir myndu liggja flatir fyrir Pólverjum sem hafa átt fremur erfitt uppdráttar á mótinu til þessa. Þessi lið leika í milliriðli 2 en fyrr í dag í sama riðli gerðu heimsmeistarar Þjóðverja og Serbar jafntefli, 35-35. Úrslitin í milliriðli 1 voru meira eftir bókinni og Frakkar og Króatar enn með fullt hús stiga þar. Fyrst að Frakkar unnu öruggan sigur á Svíum í dag er ljóst að þessi tvö lið eru í algjörum sérflokki í þeim riðli og nánast örugg með að komast í undanúrslit mótsins. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins en tvö efstu liðin úr hvorum riðli komast áfram í undanúrslit mótsins. Milliriðill 1: Úrslit: Slóvakía - Suður-Kórea 23-20 Frakkland - Svíþjóð 28-21 Ungverjaland - Króatía 22-27 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Svíþjóð 2 (-5) Ungverjaland 1 (-10) Suður-Kórea 0 (-10) Frakkar hreinlega slátruðu Svíum á fyrsta korteri leiksins og kláruðu leikinn í lausagangi eftir það. Frakkar komu sér í níu marka forystu, 13-4, og var þá strax ljóst að Svíar ættu enga möguleika gegn hinum geysisterku Ólympíumeisturum. Króatar unnu að sama skapi nokkuð öruggan sigur á Ungverjum í dag, 27-22. Þess lið geta bæði tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins með því að ná sér í stig á morgun. Ungverjar og Suður-Kóreumenn eiga enga möguleika lengur að ná í undanúrslitin. Það verður því að teljast afar, afar líklegt að Frakkar og Króatar tryggi sig áfram á morgun og að leikur liðanna á þriðjudag verði í raun hálf þýðingarlaus. Næstu leikir: Svíþjóð - Ungverjaland Suður-Kórea - Frakkland Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Makedónía - Noregur 27-29 Þýskaland - Serbía 35-35 Pólland - Danmörk 32-28 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Serbía 3 (0) Noregur 2 (-3) Pólland 2 (-4) Makedónía 2 (-11) Ólíkt fyrri milliriðlinum er þessi riðill galopinn. Þjóðverjar eru í bestu stöðunni þrátt fyrir að heimsmeistararnir gerðu óvænt jafntefli við Serba í dag. Ljóst er að sigur á Norðmönnum mun fara langt með að tryggja Þjóðverjum sæti í undanúrslitunum. En Norðmenn minntu á sig í dag með sigri á Makedóníu og eiga því enn, ásamt Pólverjum og Makedónum, einhverja möguleika á því að koma sér í undanúrslitin. Tap Dana í dag var þeim væntanlega mjög sárt en þeir fara langt með tryggja sig í undanúrslitin með sigri á Makedónum á morgun. En miðað við gengi liðanna hingað til á mótinu er ómögulegt að spá fyrir framhaldinu. Næstu leikir: Serbía - Pólland Noregur - Þýskaland Danmörk - Makedónía Handbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. Fyrsta umferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta í Króatíu fór fram í dag og urðu nokkur óvænt úrslit. Þó áttu fáir von á því að Danir myndu liggja flatir fyrir Pólverjum sem hafa átt fremur erfitt uppdráttar á mótinu til þessa. Þessi lið leika í milliriðli 2 en fyrr í dag í sama riðli gerðu heimsmeistarar Þjóðverja og Serbar jafntefli, 35-35. Úrslitin í milliriðli 1 voru meira eftir bókinni og Frakkar og Króatar enn með fullt hús stiga þar. Fyrst að Frakkar unnu öruggan sigur á Svíum í dag er ljóst að þessi tvö lið eru í algjörum sérflokki í þeim riðli og nánast örugg með að komast í undanúrslit mótsins. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins en tvö efstu liðin úr hvorum riðli komast áfram í undanúrslit mótsins. Milliriðill 1: Úrslit: Slóvakía - Suður-Kórea 23-20 Frakkland - Svíþjóð 28-21 Ungverjaland - Króatía 22-27 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Svíþjóð 2 (-5) Ungverjaland 1 (-10) Suður-Kórea 0 (-10) Frakkar hreinlega slátruðu Svíum á fyrsta korteri leiksins og kláruðu leikinn í lausagangi eftir það. Frakkar komu sér í níu marka forystu, 13-4, og var þá strax ljóst að Svíar ættu enga möguleika gegn hinum geysisterku Ólympíumeisturum. Króatar unnu að sama skapi nokkuð öruggan sigur á Ungverjum í dag, 27-22. Þess lið geta bæði tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins með því að ná sér í stig á morgun. Ungverjar og Suður-Kóreumenn eiga enga möguleika lengur að ná í undanúrslitin. Það verður því að teljast afar, afar líklegt að Frakkar og Króatar tryggi sig áfram á morgun og að leikur liðanna á þriðjudag verði í raun hálf þýðingarlaus. Næstu leikir: Svíþjóð - Ungverjaland Suður-Kórea - Frakkland Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Makedónía - Noregur 27-29 Þýskaland - Serbía 35-35 Pólland - Danmörk 32-28 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Serbía 3 (0) Noregur 2 (-3) Pólland 2 (-4) Makedónía 2 (-11) Ólíkt fyrri milliriðlinum er þessi riðill galopinn. Þjóðverjar eru í bestu stöðunni þrátt fyrir að heimsmeistararnir gerðu óvænt jafntefli við Serba í dag. Ljóst er að sigur á Norðmönnum mun fara langt með að tryggja Þjóðverjum sæti í undanúrslitunum. En Norðmenn minntu á sig í dag með sigri á Makedóníu og eiga því enn, ásamt Pólverjum og Makedónum, einhverja möguleika á því að koma sér í undanúrslitin. Tap Dana í dag var þeim væntanlega mjög sárt en þeir fara langt með tryggja sig í undanúrslitin með sigri á Makedónum á morgun. En miðað við gengi liðanna hingað til á mótinu er ómögulegt að spá fyrir framhaldinu. Næstu leikir: Serbía - Pólland Noregur - Þýskaland Danmörk - Makedónía
Handbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira