Fleiri fréttir

Keane: Mörkin munu koma

Robbie Keane segir að umræðan um framtíð sína hjá Liverpool hafi ekki áhrif á sig og er viss um að hann fari bráðum að skora mörk.

Atvinnumennirnir okkar á Spáni

Nú standa yfir tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Atvinnumennirnir okkar. Tökulið þáttanna er á Spáni og mun næstu daga vinna að þáttum um handboltahetjuna Ólaf Stefánsson og fremsta fótboltamann Íslands, Eið Smára Guðjohnsen.

Aron tekur tilboði Kiel

Aron Pálmarsson mun á næstu dögum skrifa undir fjögurra ára samning við þýska stórliðið Kiel. Þetta staðfestir hann í samtali við Morgunblaðið og segir ákvörðunina alls ekki hafa verið erfiða.

Ekkert sæti laust í kvöld

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld. Spennan er þó í lágmarki þar sem þegar er ljóst hvaða lið eru komin áfram í sextán liða úrslitin. Aðeins er óljóst um sigurvegara í einhverjum riðlum.

Innanfélagsslagur hjá Grindavík

Sextán liða úrslit Subway-bikarsins í karla- og kvennaflokki hefjast í kvöld. Í Grindavík er boðið upp á tvo leiki, kvennalið félagsins tekur á móti Val klukkan 19 og svo klukkan 21 verður innanfélagsslagur Grindavíkur og Grindavíkur B í karlaflokki.

NBA í nótt: Sacramento vann Lakers

Það urðu athyglisverð úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Sacramento Kings sigaði Los Angeles Lakers 113-101. Kobe Bryant fékk ekki stundarfrið frá áhorfendum en skoraði samt sem áður 28 stig fyrir Lakers.

Mourinho: Eigum skilið það versta

Jose Mourinho, þjálfari Inter, segir að hans menn eigi ekkert betra skilið en að mæta Barcelona eða Manchester United í næstu umferð Meistaradeildarinnar.

Guðjón Valur skoraði fjögur

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk þegar Rhein Neckar Löwen burstaði hans fyrrum samherja í Essen 41-24 í þýska handboltanum.

Carragher: Gott kvöld fyrir Liverpool

Liverpool tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri á PSV Eindhoven í kvöld. Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, segir að kvöldið hafi verið frábært fyrir félagið.

Ívar með sigurmark Reading

Íslendingarnir í Reading halda áfram að skora sigurmörk fyrir félagið. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði sigurmark liðsins um síðustu helgi en í kvöld skoraði Ívar Ingimarsson sigurmarkið gegn Blackpool.

Chelsea áfram - Liverpool tók efsta sætið

Í kvöld lauk keppni í fjórum riðlum í Meistaradeild Evrópu. Didier Drogba kom inn sem varamaður og tryggði Chelsea 2-1 sigur á rúmenska liðinu Cluj í A-riðli. Enska liðið var þó ekki sannfærandi í leiknum.

Haukastúlkur unnu HK

Þrír leikir voru í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld. Topplið Hauka vann heimasigur á HK í miklum markaleik, 40-35. Haukastúlkur hafa nú fjögurra stiga forskot á Stjörnuna sem reyndar á tvo leiki til góða.

Pogrebnyak til Everton?

Everton hefur gert tilboð í sóknarmanninn Pavel Pogrebnyak hjá Zenit í Pétursborg. Þetta lét umboðsmaður leikmannsins hafa eftir sér.

Di Canio dreymir um England

Paolo Di Canio segist eiga sér þann draum að verða knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni. Hans æðsta ósk er að taka við West Ham en sem leikmaður gerði hann garðinn frægan hjá liðinu.

Ferguson furðar sig á leikbanni Evra

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er allt annað en sáttur við leikbannið sem enska knattspyrnusambandið dæmdi franska bakvörðinn Patrice Evra í.

Hægt að gera athugasemdir við brottvísanir

Á fundi stjórnar KSÍ á dögunum voru gerðar nokkrar breytingar á reglugerðum sambandsins. Þar á meðal verður hægt að gera athugasemdir við rauð spjöld á Íslandsmótinu næsta sumar.

Tímabilinu lokið hjá Gattuso

Allt bendir til þess að tímabilinu sé lokið hjá Gennaro Gattuso, miðjumanni AC Milan. Hann meiddist illa á hné í leik gegn Catania og talið er að hann verði frá keppni í sex mánuði.

Ishmael Miller frá út tímabilið

Botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, West Bromwich Albion, varð fyrir miklu áfalli í dag þegar í ljós kom að sóknarmaðurinn Ismael Miller spilar ekki meira á tímabilinu.

Ronaldo í Corinthians

Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo hefur komist að samkomulagi við lið Corinthians í heimalandi sínu. Corinthians er í Sao Paulo og er eitt af stærstu félögum Brasilíu en liðið vann sér inn sæti í efstu deild á dögunum eftir eins árs fjarveru.

Íslendingur ráðinn til Ljungskile

Sænska knattspyrnufélagið Ljungskile tilkynnti í dag um ráðningu á nýjum þjálfara. Guðmundur Ingi Magnússon var ráðinn í starfið en Ljungskile féll úr sænsku úrvalsdeildinni fyrir skömmu.

Sameiginleg yfirlýsing frá FH og Haukum

Hafnarfjarðarfélögin FH og Haukar sendu í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna slagsmála sem brutust út eftir bikarslag þessara liða um síðustu helgi. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.

Harrington er kylfingur ársins í Evrópu

Írinn Padraig Harrington hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Evrópumótaröðinni annað árið í röð eftir að hann vann sigur á tveimur stórmótum á árinu.

Sautján mánaða bölvun Bale

Velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale hefur gert það nokkuð gott hjá Tottenham síðan hann var keyptur frá Southampton á sínum tíma.

Nancy bauð aftur í Veigar Pál

Enn er ekki loku fyrir það skotið að knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson gangi í raðir Nancy í Frakklandi frá norska liðinu Stabæk.

Van Persie treystir súkkulaðifætinum

Hollenski framherjinn Robin Van Persie hjá Arsenal segist handviss um að aukin áhersla hans á skotæfingar með súkkulaðifætinum séu farnar að skila tilætluðum árangri.

Ballesteros laus af sjúkrahúsi

Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros losnaði í dag af sjúkrahúsi þar sem hann hefur meira og minna verið á gjörgæslu síðustu vikur eftir fjölda skurðaðgerða vegna heilaæxlis.

Ferguson fer með sitt sterkasta lið til Japan

Sir Alex Ferguson mun ekki skilja neinar af stórstjörnum sínum eftir heima á Englandi þegar Manchester United fer til Japan í næstu viku til að taka þátt í HM félagsliða.

Mijatovic staðfestir ráðningu Ramos

Predrag Mijatovic framkvæmdastjóri Real Madrid hefur staðfest fréttir spænskra miðla eftir hádegið þar sem fram kom að Juande Ramos hefði verið fenginn til að taka við starfi Bernd Schuster þjálfara liðsins sem var rekinn í dag.

Schuster rekinn frá Real - Ramos tekur við

Spænskir fjölmiðlar fullyrða að stjórn Real Madrid hafi ákveðið að reka Bernd Schuster þjálfara liðsins og ætli sér að ráða Juande Ramos fyrrum stjóra Tottenham og Sevilla í hans stað.

Schumacher hlakkar til meistaramótsins

Þjóðverjianum Michael Schumacher hlakkar til að takast á við marga af bestu ökumönnum heims á Wembley um næstu helgi. Frá því hann keppti í Formúlu 1 hefur hann tekið þátt í mótinu, sem kallast Race of Champions, auk þess að keppa í mótorhjólakappakstri annað slagið.

Vona að drengirnir finni neistann

"Að sjálfssögðu er þetta leiðinlegt, því auðvitað vill maður reyna að snúa þessu við, en þeir vildu ekki gefa tækifæri til þess," sagði Bragi Magnússon sem var í gærkvöld leystur undan samningi við Stjörnuna.

Bragi rekinn frá Stjörnunni

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar.

Carroll í tveggja vikna bann

Markvörðurinn Roy Carroll hjá Derby County hefur verið dæmdur í tveggja vikna bann hjá félaginu í kjölfar atviks sem átti sér stað í búningsklefa liðsins eftir tap þess gegn Crystal Palace um helgina.

Benitez segist ekki heimta ofurlaun

Rafa Benitez stjóri Liverpool segir ekkert hæft í fréttum enskra blaða um að hann fari fram á himinháa launahækkun í samningaviðræðum sínum við félagið.

Brotthvarf Honda öðrum viðvörun

David Richards fyrrum framkvæmdarstjóri BAR Honda liðsins segir brotthvarf Honda úr Formúlu 1 öðrum liðum viðvörun. Richards var á sínum tíma bolað frá starfi sínu og eftir það gekk hvorki né rak hjá BAR Honda sem breyttist í lið í eigu Honda.

Chelsea yfir gegn Cluj í hálfleik

Chelsea er á leið áfram í Meistaradeild Evrópu eins og staðan er í hálfleik í leikjum kvöldsins. Chelsea er að vinna Cluj 1-0 með marki frá Salomon Kalou þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks.

Cech býst við keppni við United um titlinn

Markvörðurinn Petr Cech lítur á Manchester United sem helsta keppinaut Chelsea um enska meistaratitilinn. Samt trjónir Liverpool á toppi deildarinnar og ýmis tákn á lofti um að 18 ára bið félagsins eftir titlinum gæti senn lokið.

Þjálfaraskipti hjá Torino

Torino hefur rekið þjálfarann Gianni De Biasi og ráðið Walter Novellino á nýjan leik. Liðinu hefur gengið illa á leiktíðinni og situr í fjórða neðsta sæti eftir 4-1 tap gegn Fiorentina á sunnudag.

Veigar að færast nær Nancy?

Íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson sagði í samtali við Ríkissjónvarpið að Stabæk væri enn í viðræðum við franska úrvalsdeildarliðið Nancy um kaup á sér.

Tottenham sótti þrjú stig á Upton Park

Tottenham komst upp að hlið West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld með 2-0 útisigri á Hömrunum. Ledley King og Jamie O'Hara skoruðu mörkin í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir