Handbolti

Haukastúlkur unnu HK

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik í N1-deild kvenna fyrr í vetur.
Úr leik í N1-deild kvenna fyrr í vetur.

Þrír leikir voru í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld. Topplið Hauka vann heimasigur á HK í miklum markaleik, 40-35. Haukastúlkur hafa nú fjögurra stiga forskot á Stjörnuna sem reyndar á tvo leiki til góða.

FH vann nauman sigur á Fylki 26-25. Fimleikafélagið situr í 6. sæti með átta stig en Árbæjarliðið er sem fyrr á botninum, situr í áttunda sæti með tvö stig.

Þá fetaði kvennalið Vals í fótspor karlaliðsins og vann sannfærandi sigur á Fram á útivelli. Leikurinn endaði 29-21 fyrir Val sem er með 14 stig í þriðja sæti, sex stigum á undan Fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×