Fleiri fréttir

Ísland hefur yfir í hálfleik

Íslenska landsliðið hefur 1-0 forystu gegn Færeyingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Það var Jónas Guðni Sævarsson sem kom íslenska liðinu yfir með skalla rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Ferguson hrósaði Ronaldo

Sir Alex Ferguson fór fögrum orðum um Cristiano Ronaldo í dag eftir að sá portúgalski tryggði Manchester United sigur á Derby í baráttuleik á útivelli.

Fjórða jafnteflið í röð hjá Arsenal

Arsenal slapp með skrekkinn á heimavelli sínum Emirates í dag þegar það náði aðeins 1-1 jafntefli gegn Middlesbrough í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Keflavík lagði Hauka í framlengdum leik

Keflavíkurstúlkur sýndu mikla seiglu þegar þær lögðu Hauka 94-89 í framlengdum háspennuleik í Keflavík í dag. Þetta var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

Arnór lék með FCK á ný

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason lék með liði sínu FCK á ný eftir langvarandi meiðsli í dag þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum EHF keppninnar í handbolta með öruggum sigri á franska liðinu Dunkerque 37-26.

Haukar í vænlegri stöðu

Haukar náðu í dag sex stiga forskoti á toppi N1 deildar karla í handbolta eftir góðan sigur á HK á Ásvöllum 30-25. Liðið hefur nú sex stiga forskot á Fram sem er í öðru sætinu og sjö á Íslandsmeistara Vals sem eru í þriðja sætinu.

Hamilton ánægður með nýja útfærslu Formúlu 1

Bretinn Lewis Hamilton er ánægður gang mála hjá sér fyrir kappaksturinn í Ástralíu á morgun. Hann er fremstur á ráslinu og mjög sáttur við nýjar reglur um útbúnað bílanna. Hamilton keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu í nótt.

Ronaldo tryggði United öll stigin

Cristiano Ronaldo var enn og aftur hetja Manchester United í dag þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á botnliði Derby á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Fernando Torres hélt uppteknum hætti og skoraði sitt 20. mark í deildinni þegar hann tryggði Liverpool sigur á Reading.

Maðurinn er puttabrotinn

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver fann sig knúinn til að leiðrétta fjölmiðlamann í nótt þegar hann var að tala um meiðsli bakvarðarins Allen Iverson.

Fyrsti leikur Keflavíkur og Hauka í dag

Fyrsta viðureign Keflavíkur og Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna verður í Keflavík í dag klukkan 17. Ljóst er að hart verður barist enda eru Haukar Íslandsmeistarar og lið Keflavíkur tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum.

Jafnt í hálfleik á Anfield

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan í leik Liverpool og Reading er jöfn 1-1.

TCU tapaði í undanúrslitum

Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í bandaríska háskólaliðinu TCU þurftu að sætta sig við tap gegn San Diego í undanúrslitum Mountain West deildarinnar í nótt 69-67 í hörkuleik.

Meiðsli Allen koma á slæmum tíma fyrir Boston

Stórskyttan Ray Allen hjá Boston þurfti að fara meiddur af velli í fyrsta leikhlutanum í tapleik liðsins gegn Utah á heimavelli í nótt. Hann er tæpur fyrir næsta leik Boston og segja má að meiðsli hans komi á slæmum tíma fyrir þá grænklæddu.

Gasol missir af næstu þremur leikjum

Spánverjinn Pau Gasol getur ekki spilað með liði LA Lakers næstu þrjá leikina í það minnsta eftir að hann sneri sig á ökkla í tapinu gegn New Orleans í nótt. Þetta þýðir að þrír af miðherjum Lakers-liðsins eru á meiðslalista.

Hermann er miðvörður

Fimm leikir eru nú byrjaðir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann Hreiðarsson spilar stöðu miðvarðar í liði Portsmouth í dag þegar liðið tekur á móti Aston Villa. Ívar Ingimarsson er á sínum stað í vörn Reading sem sækir Liverpool heim.

Roma er erfiður andstæðingur

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að Roma verði sýnd veiði en ekki gefin gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Hann segir að það henti fyrrum lærisveinum sínum ágætlega að mæta United.

21 sigur í röð hjá Houston

Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar.

Hamilton fremstur á ráslínu í Melbourne

Bretinn Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma í fyrstu tímatöku ársins í Formúlu 1. Hún fór fram á götum Melborune í Ástralíu, en Finninn Kimi Raikkönen, heimsmeistarinn hjá Ferrari varð sextándi eftir að bíll hans bilaði í tímatökunni. Fernando Alonso á Renault er þrettándi á ráslínu.

Tímamótasamningur undirritaður

Í gær var undirritaður tímamótasamningur vegna kostunar á sýningum frá Formúlu 1 kappaksturinn á sjónvarpstöðinni Stöð 2 Sport.

KR vann Grindavík

KR vann í kvöld sigur á Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna, 81-68.

Keflavík deildarmeistari

Keflavík vann í kvöld sigur á Skallagrími í Borgarnesi, 84-76, og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla.

Evans ekki kærður fyrir nauðgun

Jonny Evans, leikmaður norður-írska landsliðsins og Manchester United, verður ekki kærður fyrir nauðgun sem átti að hafa átt sér stað í jólaveislu United í desember síðastliðnum.

Keflavík getur orðið deildarmeistari í kvöld

Ef Keflavík vinnur Skallagrím í Borgarnesi í kvöld tryggir liðið sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Það er annars nóg um að vera í körfunni í kvöld.

Fjórir keppa á EM í sundi

Ísland mun eiga fjóra fulltrúa á EM í 50 metra laug sem fer fram í Eindhoven nú um páskana.

Söru Björk fagnað við heimkomuna

Sara Björk Gunnarsdóttir sneri í dag heim ásamt íslenska landsliðinu í knattspyrnu eftir vel heppnaða för til Portúgals þar sem liðið vann alla sína leiki á Algarve Cup-mótinu.

Stuðningsmenn beðnir að gæta varúðar

Forráðamenn Manchester United hafa farið þess á leit við stuningsmenn félagsins að þeir fari varlega og sýni stillingu í kring um leikina við Roma í Meistaradeildinni í næsta mánuði.

Grant er sigurviss

Avram Grant stjóri Chelsea er nokkuð sigurviss fyrir leiki liðsins gegn Fenerbache í Meistaradeildinni, en bendir á að tyrkneska liðið sé sýnd veiði en ekki gefin.

Queiroz: Roma er miklu betra núna

Carlos Queiroz, aðstoðarstjóri Manchester United, segir að liði Roma hafi farið mikið fram síðan liðin áttust við í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrr á leiktíðinni.

Benitez hefur trú á sínum mönnum

Rafa Benitez hefur trú á því að hans menn í Liverpool hafi það sem til þarf til að slá Arsenal út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.

Wenger: Við förum áfram

Arsene Wenger segist viss um að hans menn í Arsenal hafi það sem til þarf til að bera sigurorð af Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Agger spilar ekki meira á leiktíðinni

Danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger mun ekki spila með Liverpool það sem eftir er af leiktíðinni eftir að ljóst varð að hann þarf í aðra aðgerð vegna ristarbrotsins sem hann varð fyrir í september.

LeBron James prýðir forsíðu Vogue

Körfuboltastjarnan LeBron James fær þann heiður í næsta mánuði að prýða forsíðu glanstímaritsins Vogue. Hann verður aðeins þriðji karlinn til að prýða forsíðu blaðsins auk þeirra George Clooney og Richard Gere.

Uefa drátturinn: Bayern mætir Getafe

Klukkan eitt í dag var dregið í 8-liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Þýska stórliðið Bayern Munchen tekur þar á móti lærisveinum Michael Laudrup í spænska liðinu Getafe.

Gríðarlega erfitt verkefni hjá Arsenal

Lið Arsenal á ekki auðvelt verkefni fyrir höndum á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hér fyrir neðan gefur að líta leikjaplanið hjá liðinu frá páskum.

Liverpool og Arsenal mætast þrisvar á viku

Stjórnarmaðurinn Rick Parry hjá Liverpool var ekki sérlega sáttur við dráttinn í Meistaradeildinni í hádeginu en hann þýðir að Liverpool mun leika þrjá leiki við Arsenal á einni viku. Stórliðin eiga nefnilega deildarleik helgina á milli leikjanna í 8-liða úrslitunum í Meistaradeildinni.

Kannast ekki við að hafa klikkað fyrir utan

Þorleifur Ólafsson hjá Grindavík fór gjörsamlega hamförum í gærkvöldi þegar Grindvíkingar lögðu Þórsara á heimavelli í Iceland Express deildinni. Hann skoraði 34 af 36 stigum sínum í síðari hálfleik.

Lippi tippar á Arsenal

Ítalski þjálfarinn Marcello Lippi segir að öll ensku liðin í Meistaradeildinni hafi burði til að vinna keppnina, en segir Arsenal líklegat að sínu mati. Dregið verður í 8-liða úrslit keppninnar í hádeginu og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.

Hönnuður McLaren rekinn

McLaren liðið í Formúlu 1 hefur rekið bílahönnuðinn sem var í hringiðu njósnamálsins á síðasta tímabili. Hann heitir Mike Coughlan og það var á heimili hans sem 780 blaðsíðna skýrsla um starfsemi Ferrari fannst á sínum tíma.

Phoenix lagði Golden State

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og voru þeir allir nokkuð spennandi.

Hamilton svaraði spretthörku Ferrari

Bretinn Lewis Hamilton á McLaren reyndist fljótastur á seinni æfingu keppnisliða í Melbourne í nótt. Mark Webber var lengst af með besta tíma, en Hamilton stal þeim heiðri af honum í lokin. Margir ökumenn misstu bíla sína í útaf.

Sjá næstu 50 fréttir