Fleiri fréttir Shay Given missir af byrjun tímabilsins Shay Given, markvörður Newcastle, mun missa af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar vegna meiðsla. Given meiddist í vináttuleik við Sampdoria um síðustu helgi en ekki er enn vitað hversu slæm meiðslin eru, en talið er að meiðslin séu svipuð og hann átti í erfiðleikum með á síðustu leiktíð. 8.8.2007 14:51 Keane keypti dýrasta markvörð Bretlands Skotinn Craig Gordon varð í gær dýrasti markmaður Bretlandseyja og þriðji dýrasti markmaður í heimi þegar hann gekk til liðs við Sunderland frá Hearts í Skotlandi. 8.8.2007 13:30 Mikið í húfi fyrir KR og Val Tólfta umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld með sannkölluðum stórleik. Þá tekur KR á móti Val en gríðarlega mikið er í húfi fyrir bæði lið. 8.8.2007 13:21 Fótboltamenn fluttir á sjúkrahús með niðurgang Fjórir leikmenn Norwich voru fluttir á sjúkrahús í gær eftir að fengið heiftarlega matareitrun í grillveislu sem eigandi liðsins, stjörnukokkurinn Delia Smith, stóð fyrir. 8.8.2007 11:43 Liverpool á eftir Brassa Spænskir fjölmiðlar segja frá því í dag að Liverpool hafi bæst í kapphlaupið um að klófesta brasilíska bakvörðinn Cicinho 8.8.2007 10:08 Robben færist nær Real Svo virðist sem félagaskipti Arjen Robben frá Chelsea til Real Madrid gangi í gegn eftir allt saman. Samkvæmt The Daily Telegraph hefur Real nú lagt 22.5 milljón punda tilboð á borðið. 8.8.2007 09:26 Sunderland kaupir markvörð fyrir metfé Sunderland hefur náð samkomulagi við skoska landsliðsmarkvörðinn Craig Gordon. Sunderland borgar Hearts níu milljónir punda fyrir leikmanninn sem er hæsta upphæð sem að lið á Bretlandseyjum hefur borgað fyrir markvörð. Þetta er einnig hæsta upphæð sem að Sunderland hefur borgað fyrir leikmann í sögu félagsins. 7.8.2007 21:49 Playboystúlka á Anfield Búlgarski U21 landsliðsmaðurinn Nikolay Mihaylov sem gekk til liðs við Liverpool í síðasta mánuði er kannski ekki þekktur fyrir að skora hjá andstæðingunum enda er hann markvörður. Hann er hins vegar mest þekktur fyrir að skora hjá kærustu sinni, Nikoleta Lozanova, enda var hún Leikfélagi ársins hjá Playboy í Búlgaríu árið 2006. 7.8.2007 21:25 Dario Franchitti slapp ómeiddur eftir að bíll hans hófst á loft Ökuþórinn Dario Franchitti slapp ótrúlega vel þegar bíll hans bókstaflega tókst á loft í kappaksturskeppni í Michigan um helgina. Franchitti leiðir Indycar keppnina í Bandaríkjunum en íþróttin nýtur mikilla vinsælda. Franchitti var á 350 kílómetra hraða þegar hann lenti í óhappinu. Það er kraftaverki líkast að Franchitti steig úr bílnum nánast án meiðsla. 7.8.2007 20:21 Pesic hættur hjá Fram Stjórn Fram og Igor Pesic hafa komist að þeirri niðurstöðu að rifta samningi leikmannsins. Pesic hefur því lokið leik með Fram en hann kom til liðsins frá ÍA fyrir þetta leiktímabil. Hann lék níu leiki fyrir Fram í sumar og klúðraði meðal annars tveimur vítaspyrnum. Fram er í næstneðsta sæti Landsbankadeildarinnar með átta stig eftir 11 leiki. Félagið hefur fengið til sín tvo útlendinga á síðustu dögum, Nígeríumann og Dana. 7.8.2007 20:14 Solskjær ánægður með að fá Tevez til United Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær, framherji Manchester United, segir að leikmenn liðsins séu mjög spenntir fyrir að fá Argentínumanninn Carlos Tevez til liðsins. Tevez bíður nú eftir að hann verði löglegur með liðinu og vonast er til að hann geti spilað gegn Reading á sunnudaginn. 7.8.2007 19:53 Landsliðshópurinn klár fyrir komandi leikjahrinu í körfunni Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, hefur valið þá 14 leikmenn sem verða í hópnum í leikjahrinu sem er framundan hjá liðinu. Liðið spilar fjóra leiki á næstu vikum, meðal annars við lið Georgíu en Zaza Pacchulia, leikmaður Atlanta Hawks, verður þar fremstur í flokki. 7.8.2007 18:23 Ferrari ætlar að lokka Hamilton frá McLaren Formúlulið Ferrari ætlar að reyna að „stela" Lewis Hamilton frá McLaren eftir að yfirstandandi keppnistímabili lýkur með að bjóða honum 20 milljónir punda á ári í laun. Hamilton er núna með eina milljón punda á ári hjá McLaren. Þetta kemur fram á vef Daily Mail. 7.8.2007 17:28 Aston Villa hefur viðræður við Gordon á morgun Skoska liðið Hearts hefur samþykkt tilboð frá Aston Villa í markvörðinn Craig Gordon og mun leikmaðurinn hefja samningsviðræður við Martin O´Neill, framkvæmdastjóra Aston Villa á morgun. Kaupverðið er talið vera um sjö milljónir punda. 7.8.2007 16:40 Mido: Þrjú lið á eftir mér Framherjinn sterki hjá Tottenham, Mido, segir í viðtali við The Daily Mail í dag að þrjú lið séu á höttunum eftir honum. 7.8.2007 16:37 Biðlar til stuðningsmanna um að hætta að syngja níðvísur Þjálfari skoska liðsins Glagow Rangers, Ally McCoist, biðlaði í dag til stuðningsmanna liðsins um að hætta að syngja níðvísur um kaþólikka. 7.8.2007 16:12 Erikson setur Mills, Dabo og Dickov á sölulista Sven-Göran Eriksson, framkvæmdastjóri Manchester City, segist vera tilbúinn að skoða tilboð sem berast í leikmennina Danny Mills, Ousmane Dabo og Paul Dickov. Erikson hefur fengið átta leikmenn til liðsins síðan hann tók við stjórn liðsins í júlí og ætlar losa sig við þremenningana þar sem hann telur þá ekki hafa það sem þarf til að koma liðinu í fremstu röð. 7.8.2007 16:09 Settu þitt mark á 4 4 2 4 4 2 með Guðna Bergs er ekkert minna en bylting í umfjöllun um enska boltann á Íslandi. Þátturinn verður á dagskrá öll laugardagskvöld og hefst skömmu eftir að flautað er til leiksloka í síðasta laugardagsleiknum. 7.8.2007 16:00 Máli Tevez seinkar enn Enn dragast félagaskipti Carlos Tevez í Manchester United á langinn. Talið var að frá þeim yrði gengið í dag og að Tevez gæti leikið með sínu nýja liði gegn Reading í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag. Sky Sports greindi frá því rétt í þessu að af því verði ekki og Tevez verði ekki löglegur með United um næstu helgi. 7.8.2007 15:07 Birgir Leifur í 20. sæti yfir hittnar flatir á evrópsku mótaröðinni Birgir Leifur Hafþórsson hefur verið að slá boltann nokkuð vel á evrópsku mótaröðinni og sést það vel þegar skoðuð er tölfræðisíða mótaraðarinnar. Hann er í 20. sæti á listanum yfir þá sem hafa hitt flestar flatir að meðaltali í réttum höggafjölda með 13,1 flöt hitta að meðaltali. 7.8.2007 14:44 Heinze ákveðinn í að komast frá United - Fer fyrir úrskurðarnefnd Argentínski bakvörðurinn Gabriel Heinze hefur farið fram á það að hann fái að flytja mál sitt frammi fyrir úrskurðarnefnd ensku úrvalsdeildarinnar, en Heinze vill komast frá Manchester United og ganga til liðs við Liverpool. 7.8.2007 14:38 Leroy Lita meiddist í rúminu Leroy Lita, framherji Reading, er nú í kapphlaupi við tímann svo að hann geti spilað fyrsta leik félagsins á tímabilinu gegn Manchester United á sunnudaginn. Lita er meiddur á fæti, en það er ekki vitað hvað er að honum. Hann vaknaði í rúminu sínu á sunnudaginn og var þá sárkvalinn. 7.8.2007 14:29 West Bromwich Albion kaupir Morrison frá Middlesbrough West Bromwich Albion hefur keypt miðjumanninn James Morrison frá Middlesbrough á 1,5 milljónir punda, en kaupverðið gæti hækkað í 2,2 milljónir punda. Morrison, sem er 21 árs gamall, skrifaði undir fjögurra ára samning við West Bromwich. 7.8.2007 14:18 Heimsmeistarar frá árinu 1999 Hver varð heimsmeistari í tölti 2001?, eða í fimmgangi 1999?, eða í fjórgangi 2003?. Það er alltaf gaman að skoða og spá og spekúlera og rifja upp hverjir voru heimsmeistarar hverju sinni. Á meðfylgjandi lista eru allir heimsmeistarar frá árinu 1999 í hestaíþróttum og eru nokkrir á honum sem eru með áskrift á heimsmeistaratitlum. 7.8.2007 13:51 Hæfileikadómum hryssna lokið á HM Hæfileikadómum hryssna er lokið á HM í Hollandi og stendur Urður frá Gunnarsholti efst í flokki 7 vetra og eldri með 8.54, en hún er sýnd af Þórði Þorgeirssyni fyrir Ísland. Jolly Schrenk sýndi Broka frá Wiesenhof í flokki 6 vetra og stendur hún efst þar með 8,27, en Jolly keppir fyrir Þýskaland. 7.8.2007 13:49 Eggert Magnússon í viðtali við Guardian Eggert Magnússon, stjórnarformaður knattspyrnuliðsins West Ham, segir að þær tölur sem hafi verið nefndar varðandi launagreiðslur liðsins til leikmanna hafi verið slitnar úr öllu samhengi. Í viðtali við breska blaðið Gurdian hafnar hann þeirri gagnrýni að leikmenn fái of mikið greitt. 7.8.2007 11:04 750 þúsund krónur söfnuðust í einvíginu á Nesinu 750 þúsund krónur söfnuðust til samtakanna „einstök börn“ þegar hið árlega góðgerðarmót í golfi, einvígið á Nesinu fór fram í dag. Venju samkvæmt er 10 sterkum kylfingum boðið til leiks og er leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Einn kylfingur dettur út á hverri holu þar til tveir berjast um sigurinn. 6.8.2007 20:22 Newcastle kaupir Enrique frá Villareal Newcastle hefur tryggt sér þjónustu spænska U21 árs landsliðsmannsins Jose Enrique frá Villareal. Newcastle borgar 6,3 milljónir punda fyrir leikmanninn en hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið. Enrique er sjöundi leikmaðurinn sem Newcastle fær í sumar. 6.8.2007 18:08 McClaren ætlar að fljúga til Bandaríkjanna til að hitta Beckham Steve McClaren, knattspyrnustjóri enska landsliðsins, ætlar að fljúga til Bandaríkjanna á fimmtudaginn til að hitta David Beckham og meta styrkleika bandarísku deildarinnar. Beckham hefur ekki ennþá spilað í deildinni vegna meiðsla og er ekki líklegt að hann verði tilbúinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi í næstu viku. 6.8.2007 17:33 Ballack: Ég er ekki á leiðinni til Madrid Miðjumaðurinn Michael Ballack hefur sagt að hann sé ánægður hjá Chelsea og að það sé ekkert til í þeim sögum að hann sé á leiðinni til Real Madrid. Ballack gekk til liðs við Chelsea síðasta sumar en fjölmiðlar á Spáni segja Real Madrid ætla að kaupa bæði Ballack og Arjen Robben frá Chelsea. 6.8.2007 16:25 Allardyce ver ákvörðun Newcastle um selja ekki Dyer Sam Allardyce, framkvæmdastjóri Newcastle, ver ákvörðun klúbbsins um að hætta við að selja Kieron Dyer til West Ham. Allt leit út fyrir að vera frágengið þegar Newcastle hætti skyndilega við að selja leikmanninn. Allardyce segist vera óánægður með vinnubrögð West Ham og Alan Curbishley, framkvæmdastjóra West Ham. 6.8.2007 15:47 Byggingadómum kynbótahrossa lokið á HM 07 Byggingadómum allra kynbótahrossa var að ljúka á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi en dómar hafa staðið yfir í allan dag. Hæfileikadómar kynbótahrossa hefjast á morgun og verður spennandi að fylgjast með hvernig hross og knapar standa sig. 6.8.2007 15:11 Gæðingurinn Dalvar lækkar í byggingadómi á HM 07 Byggingadómum kynbótahrossa íslensku keppendanna var að ljúka á HM í Hollandi nú rétt í þessu, en dómstörfum er ekki endanlega lokið. Dalvar frá Auðholtshjáleigu lækkaði í byggingadómi úr 8,40 í 8,36 en hann lækkaði fyrir bak og lend úr 8,5 í 8,0. 6.8.2007 15:09 Aston Villa og Sunderland á eftir markverði skoska landsliðsins Markvörður Celtic, Craig Gordon, verður ekki með liði sínu á mánudaginn í vináttuleik þar sem hann verður í Englandi að ræða við forráðamenn ensku Úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Sunderland. Gordon er fyrirliði Celtic og einnig aðalmarkvörður skoska landsliðsins. Talið er að markvörðurinn kosti allt að tíu milljónum punda. 6.8.2007 14:58 Enska knattspyrnusambandið breytir reglum sem að lúta að leikmannaviðskiptum Deilan um Carlos Tevez varð til þess að enska knattspyrnusambandið hefur breytt reglum í tengslum við sölu á leikmönnum. 6.8.2007 14:48 John Terry verður frá í að minnsta kosti mánuð Það blæs ekki byrlega fyrir Chelsea í upphafi tímabils í enska boltanum. Komið hefur í ljós að fyrirliðinn John Terry verður frá keppni í að minnsta kosti mánuð en hann meiddist illa á hné á æfingu fyrir helgi. Alls eru níu leikmenn á sjúkralista Chelsea. Auk John Terry eru það Didier Drogba, Paulo Ferreira, Wayne Bridge, Salmon Kalou, Andriy Shevchenko, Claude Makalele, Michael Ballack og Arjen Robben. 6.8.2007 14:44 Lyon hóf titilvörnina með sigri Frakklandsmeistararnir í knattspyrnu, Olympique Lyon hófu titilvörnina í gær á sigri en keppni í frönsku úrvalsdeildinni hófst um helgina að loknu sumarfríi. 6.8.2007 14:40 Tiger Woods sigraði örugglega í Ohio í gær Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. 6.8.2007 14:34 Everton kaupir Baines fyrir fimm milljónir punda Enska Úrvalsdeildarliðið Wigan hefur staðfest að varnarmaðurinn Leighton Baines hafi ákveðið að ganga til liðs við Everton og fær Wigan 5 milljónir punda í sinn hlut fyrir leikmanninn. Baines fékk leyfi til að ræða við Davis Moyes, framkvæmdastjóra Everton, um helgina og þá náðust samningar þeirra á milli. 6.8.2007 14:28 HM í hestaíþróttum hafið í Hollandi Heimsmeistaramót íslenska hestsins hófst í morgun í Oirschot í Hollandi. Landsliðseinvaldurinn Sigurður Sæmundsson sagði í samtali við blaðamann hestafrétta nú rétt í þessu að allir íslensku hestarnir hafi farið í læknis- og fótaskoðun í morgun og hafi þeir allir staðist hana. 6.8.2007 09:45 Mark Hannesar dugði skammt Hannes Sigurðsson skoraði fyrir Viking í Stafangri þegar liðið mætti Sandefjörd í norsku úrvalsdeildinni í dag. Hannes kom Vikingi yfir á 9. mínútu en Sandefjörd skoraði síðan 4 mörk og vann leikinn 4-1. 5.8.2007 18:44 AC Milan vann í vítaspyrnukeppni. Evrópumeistarar AC Milan unnu rússneska liðið Lokomotiv í Moskvu í leik um þriðja sætið á knattspyrnumóti í Moskvu í dag. 5.8.2007 17:54 Gummersbach sigraði á handboltamóti um helgina Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk þegar Gummersbach sigraði svissneska liðið Kadetten Schaffhausen 34-27 í dag. Leikurinn var úrslitaviðureign á móti fór fram í Ilsenburg í Þýskalandi. 5.8.2007 17:47 Héðinn Steingrímsson stórmeistari í skák Héðinn Steingrímsson (2470) gerði jafntefli við Sebastian Plischki (2397) í níundu og síðustu umferð alþjóðlega mótsins í Mladá Boleslva í Tékklandi. Með árangrinum tryggði Héðinn sér sinn þriðja og síðasta stórmeistaraáfanga og hefur þegar náð tilskyldum skákstigum. Héðinn Steingrímsson er því orðinn stórmeistari í skák. 5.8.2007 15:51 Alan Smith byrjar vel Alan Smith byrjar vel með nýja liðinu sínu Newcastle United. Newcastle er nú að spila við Sampdoria og staðan er 1-0. Smith skoraði markið á 59. mínútu. Fyrir helgi var Smith seldur frá Manchester United til Newcastle á 6 milljónir punda. 5.8.2007 15:38 Sjá næstu 50 fréttir
Shay Given missir af byrjun tímabilsins Shay Given, markvörður Newcastle, mun missa af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar vegna meiðsla. Given meiddist í vináttuleik við Sampdoria um síðustu helgi en ekki er enn vitað hversu slæm meiðslin eru, en talið er að meiðslin séu svipuð og hann átti í erfiðleikum með á síðustu leiktíð. 8.8.2007 14:51
Keane keypti dýrasta markvörð Bretlands Skotinn Craig Gordon varð í gær dýrasti markmaður Bretlandseyja og þriðji dýrasti markmaður í heimi þegar hann gekk til liðs við Sunderland frá Hearts í Skotlandi. 8.8.2007 13:30
Mikið í húfi fyrir KR og Val Tólfta umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld með sannkölluðum stórleik. Þá tekur KR á móti Val en gríðarlega mikið er í húfi fyrir bæði lið. 8.8.2007 13:21
Fótboltamenn fluttir á sjúkrahús með niðurgang Fjórir leikmenn Norwich voru fluttir á sjúkrahús í gær eftir að fengið heiftarlega matareitrun í grillveislu sem eigandi liðsins, stjörnukokkurinn Delia Smith, stóð fyrir. 8.8.2007 11:43
Liverpool á eftir Brassa Spænskir fjölmiðlar segja frá því í dag að Liverpool hafi bæst í kapphlaupið um að klófesta brasilíska bakvörðinn Cicinho 8.8.2007 10:08
Robben færist nær Real Svo virðist sem félagaskipti Arjen Robben frá Chelsea til Real Madrid gangi í gegn eftir allt saman. Samkvæmt The Daily Telegraph hefur Real nú lagt 22.5 milljón punda tilboð á borðið. 8.8.2007 09:26
Sunderland kaupir markvörð fyrir metfé Sunderland hefur náð samkomulagi við skoska landsliðsmarkvörðinn Craig Gordon. Sunderland borgar Hearts níu milljónir punda fyrir leikmanninn sem er hæsta upphæð sem að lið á Bretlandseyjum hefur borgað fyrir markvörð. Þetta er einnig hæsta upphæð sem að Sunderland hefur borgað fyrir leikmann í sögu félagsins. 7.8.2007 21:49
Playboystúlka á Anfield Búlgarski U21 landsliðsmaðurinn Nikolay Mihaylov sem gekk til liðs við Liverpool í síðasta mánuði er kannski ekki þekktur fyrir að skora hjá andstæðingunum enda er hann markvörður. Hann er hins vegar mest þekktur fyrir að skora hjá kærustu sinni, Nikoleta Lozanova, enda var hún Leikfélagi ársins hjá Playboy í Búlgaríu árið 2006. 7.8.2007 21:25
Dario Franchitti slapp ómeiddur eftir að bíll hans hófst á loft Ökuþórinn Dario Franchitti slapp ótrúlega vel þegar bíll hans bókstaflega tókst á loft í kappaksturskeppni í Michigan um helgina. Franchitti leiðir Indycar keppnina í Bandaríkjunum en íþróttin nýtur mikilla vinsælda. Franchitti var á 350 kílómetra hraða þegar hann lenti í óhappinu. Það er kraftaverki líkast að Franchitti steig úr bílnum nánast án meiðsla. 7.8.2007 20:21
Pesic hættur hjá Fram Stjórn Fram og Igor Pesic hafa komist að þeirri niðurstöðu að rifta samningi leikmannsins. Pesic hefur því lokið leik með Fram en hann kom til liðsins frá ÍA fyrir þetta leiktímabil. Hann lék níu leiki fyrir Fram í sumar og klúðraði meðal annars tveimur vítaspyrnum. Fram er í næstneðsta sæti Landsbankadeildarinnar með átta stig eftir 11 leiki. Félagið hefur fengið til sín tvo útlendinga á síðustu dögum, Nígeríumann og Dana. 7.8.2007 20:14
Solskjær ánægður með að fá Tevez til United Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær, framherji Manchester United, segir að leikmenn liðsins séu mjög spenntir fyrir að fá Argentínumanninn Carlos Tevez til liðsins. Tevez bíður nú eftir að hann verði löglegur með liðinu og vonast er til að hann geti spilað gegn Reading á sunnudaginn. 7.8.2007 19:53
Landsliðshópurinn klár fyrir komandi leikjahrinu í körfunni Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, hefur valið þá 14 leikmenn sem verða í hópnum í leikjahrinu sem er framundan hjá liðinu. Liðið spilar fjóra leiki á næstu vikum, meðal annars við lið Georgíu en Zaza Pacchulia, leikmaður Atlanta Hawks, verður þar fremstur í flokki. 7.8.2007 18:23
Ferrari ætlar að lokka Hamilton frá McLaren Formúlulið Ferrari ætlar að reyna að „stela" Lewis Hamilton frá McLaren eftir að yfirstandandi keppnistímabili lýkur með að bjóða honum 20 milljónir punda á ári í laun. Hamilton er núna með eina milljón punda á ári hjá McLaren. Þetta kemur fram á vef Daily Mail. 7.8.2007 17:28
Aston Villa hefur viðræður við Gordon á morgun Skoska liðið Hearts hefur samþykkt tilboð frá Aston Villa í markvörðinn Craig Gordon og mun leikmaðurinn hefja samningsviðræður við Martin O´Neill, framkvæmdastjóra Aston Villa á morgun. Kaupverðið er talið vera um sjö milljónir punda. 7.8.2007 16:40
Mido: Þrjú lið á eftir mér Framherjinn sterki hjá Tottenham, Mido, segir í viðtali við The Daily Mail í dag að þrjú lið séu á höttunum eftir honum. 7.8.2007 16:37
Biðlar til stuðningsmanna um að hætta að syngja níðvísur Þjálfari skoska liðsins Glagow Rangers, Ally McCoist, biðlaði í dag til stuðningsmanna liðsins um að hætta að syngja níðvísur um kaþólikka. 7.8.2007 16:12
Erikson setur Mills, Dabo og Dickov á sölulista Sven-Göran Eriksson, framkvæmdastjóri Manchester City, segist vera tilbúinn að skoða tilboð sem berast í leikmennina Danny Mills, Ousmane Dabo og Paul Dickov. Erikson hefur fengið átta leikmenn til liðsins síðan hann tók við stjórn liðsins í júlí og ætlar losa sig við þremenningana þar sem hann telur þá ekki hafa það sem þarf til að koma liðinu í fremstu röð. 7.8.2007 16:09
Settu þitt mark á 4 4 2 4 4 2 með Guðna Bergs er ekkert minna en bylting í umfjöllun um enska boltann á Íslandi. Þátturinn verður á dagskrá öll laugardagskvöld og hefst skömmu eftir að flautað er til leiksloka í síðasta laugardagsleiknum. 7.8.2007 16:00
Máli Tevez seinkar enn Enn dragast félagaskipti Carlos Tevez í Manchester United á langinn. Talið var að frá þeim yrði gengið í dag og að Tevez gæti leikið með sínu nýja liði gegn Reading í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag. Sky Sports greindi frá því rétt í þessu að af því verði ekki og Tevez verði ekki löglegur með United um næstu helgi. 7.8.2007 15:07
Birgir Leifur í 20. sæti yfir hittnar flatir á evrópsku mótaröðinni Birgir Leifur Hafþórsson hefur verið að slá boltann nokkuð vel á evrópsku mótaröðinni og sést það vel þegar skoðuð er tölfræðisíða mótaraðarinnar. Hann er í 20. sæti á listanum yfir þá sem hafa hitt flestar flatir að meðaltali í réttum höggafjölda með 13,1 flöt hitta að meðaltali. 7.8.2007 14:44
Heinze ákveðinn í að komast frá United - Fer fyrir úrskurðarnefnd Argentínski bakvörðurinn Gabriel Heinze hefur farið fram á það að hann fái að flytja mál sitt frammi fyrir úrskurðarnefnd ensku úrvalsdeildarinnar, en Heinze vill komast frá Manchester United og ganga til liðs við Liverpool. 7.8.2007 14:38
Leroy Lita meiddist í rúminu Leroy Lita, framherji Reading, er nú í kapphlaupi við tímann svo að hann geti spilað fyrsta leik félagsins á tímabilinu gegn Manchester United á sunnudaginn. Lita er meiddur á fæti, en það er ekki vitað hvað er að honum. Hann vaknaði í rúminu sínu á sunnudaginn og var þá sárkvalinn. 7.8.2007 14:29
West Bromwich Albion kaupir Morrison frá Middlesbrough West Bromwich Albion hefur keypt miðjumanninn James Morrison frá Middlesbrough á 1,5 milljónir punda, en kaupverðið gæti hækkað í 2,2 milljónir punda. Morrison, sem er 21 árs gamall, skrifaði undir fjögurra ára samning við West Bromwich. 7.8.2007 14:18
Heimsmeistarar frá árinu 1999 Hver varð heimsmeistari í tölti 2001?, eða í fimmgangi 1999?, eða í fjórgangi 2003?. Það er alltaf gaman að skoða og spá og spekúlera og rifja upp hverjir voru heimsmeistarar hverju sinni. Á meðfylgjandi lista eru allir heimsmeistarar frá árinu 1999 í hestaíþróttum og eru nokkrir á honum sem eru með áskrift á heimsmeistaratitlum. 7.8.2007 13:51
Hæfileikadómum hryssna lokið á HM Hæfileikadómum hryssna er lokið á HM í Hollandi og stendur Urður frá Gunnarsholti efst í flokki 7 vetra og eldri með 8.54, en hún er sýnd af Þórði Þorgeirssyni fyrir Ísland. Jolly Schrenk sýndi Broka frá Wiesenhof í flokki 6 vetra og stendur hún efst þar með 8,27, en Jolly keppir fyrir Þýskaland. 7.8.2007 13:49
Eggert Magnússon í viðtali við Guardian Eggert Magnússon, stjórnarformaður knattspyrnuliðsins West Ham, segir að þær tölur sem hafi verið nefndar varðandi launagreiðslur liðsins til leikmanna hafi verið slitnar úr öllu samhengi. Í viðtali við breska blaðið Gurdian hafnar hann þeirri gagnrýni að leikmenn fái of mikið greitt. 7.8.2007 11:04
750 þúsund krónur söfnuðust í einvíginu á Nesinu 750 þúsund krónur söfnuðust til samtakanna „einstök börn“ þegar hið árlega góðgerðarmót í golfi, einvígið á Nesinu fór fram í dag. Venju samkvæmt er 10 sterkum kylfingum boðið til leiks og er leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Einn kylfingur dettur út á hverri holu þar til tveir berjast um sigurinn. 6.8.2007 20:22
Newcastle kaupir Enrique frá Villareal Newcastle hefur tryggt sér þjónustu spænska U21 árs landsliðsmannsins Jose Enrique frá Villareal. Newcastle borgar 6,3 milljónir punda fyrir leikmanninn en hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið. Enrique er sjöundi leikmaðurinn sem Newcastle fær í sumar. 6.8.2007 18:08
McClaren ætlar að fljúga til Bandaríkjanna til að hitta Beckham Steve McClaren, knattspyrnustjóri enska landsliðsins, ætlar að fljúga til Bandaríkjanna á fimmtudaginn til að hitta David Beckham og meta styrkleika bandarísku deildarinnar. Beckham hefur ekki ennþá spilað í deildinni vegna meiðsla og er ekki líklegt að hann verði tilbúinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi í næstu viku. 6.8.2007 17:33
Ballack: Ég er ekki á leiðinni til Madrid Miðjumaðurinn Michael Ballack hefur sagt að hann sé ánægður hjá Chelsea og að það sé ekkert til í þeim sögum að hann sé á leiðinni til Real Madrid. Ballack gekk til liðs við Chelsea síðasta sumar en fjölmiðlar á Spáni segja Real Madrid ætla að kaupa bæði Ballack og Arjen Robben frá Chelsea. 6.8.2007 16:25
Allardyce ver ákvörðun Newcastle um selja ekki Dyer Sam Allardyce, framkvæmdastjóri Newcastle, ver ákvörðun klúbbsins um að hætta við að selja Kieron Dyer til West Ham. Allt leit út fyrir að vera frágengið þegar Newcastle hætti skyndilega við að selja leikmanninn. Allardyce segist vera óánægður með vinnubrögð West Ham og Alan Curbishley, framkvæmdastjóra West Ham. 6.8.2007 15:47
Byggingadómum kynbótahrossa lokið á HM 07 Byggingadómum allra kynbótahrossa var að ljúka á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi en dómar hafa staðið yfir í allan dag. Hæfileikadómar kynbótahrossa hefjast á morgun og verður spennandi að fylgjast með hvernig hross og knapar standa sig. 6.8.2007 15:11
Gæðingurinn Dalvar lækkar í byggingadómi á HM 07 Byggingadómum kynbótahrossa íslensku keppendanna var að ljúka á HM í Hollandi nú rétt í þessu, en dómstörfum er ekki endanlega lokið. Dalvar frá Auðholtshjáleigu lækkaði í byggingadómi úr 8,40 í 8,36 en hann lækkaði fyrir bak og lend úr 8,5 í 8,0. 6.8.2007 15:09
Aston Villa og Sunderland á eftir markverði skoska landsliðsins Markvörður Celtic, Craig Gordon, verður ekki með liði sínu á mánudaginn í vináttuleik þar sem hann verður í Englandi að ræða við forráðamenn ensku Úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Sunderland. Gordon er fyrirliði Celtic og einnig aðalmarkvörður skoska landsliðsins. Talið er að markvörðurinn kosti allt að tíu milljónum punda. 6.8.2007 14:58
Enska knattspyrnusambandið breytir reglum sem að lúta að leikmannaviðskiptum Deilan um Carlos Tevez varð til þess að enska knattspyrnusambandið hefur breytt reglum í tengslum við sölu á leikmönnum. 6.8.2007 14:48
John Terry verður frá í að minnsta kosti mánuð Það blæs ekki byrlega fyrir Chelsea í upphafi tímabils í enska boltanum. Komið hefur í ljós að fyrirliðinn John Terry verður frá keppni í að minnsta kosti mánuð en hann meiddist illa á hné á æfingu fyrir helgi. Alls eru níu leikmenn á sjúkralista Chelsea. Auk John Terry eru það Didier Drogba, Paulo Ferreira, Wayne Bridge, Salmon Kalou, Andriy Shevchenko, Claude Makalele, Michael Ballack og Arjen Robben. 6.8.2007 14:44
Lyon hóf titilvörnina með sigri Frakklandsmeistararnir í knattspyrnu, Olympique Lyon hófu titilvörnina í gær á sigri en keppni í frönsku úrvalsdeildinni hófst um helgina að loknu sumarfríi. 6.8.2007 14:40
Tiger Woods sigraði örugglega í Ohio í gær Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. 6.8.2007 14:34
Everton kaupir Baines fyrir fimm milljónir punda Enska Úrvalsdeildarliðið Wigan hefur staðfest að varnarmaðurinn Leighton Baines hafi ákveðið að ganga til liðs við Everton og fær Wigan 5 milljónir punda í sinn hlut fyrir leikmanninn. Baines fékk leyfi til að ræða við Davis Moyes, framkvæmdastjóra Everton, um helgina og þá náðust samningar þeirra á milli. 6.8.2007 14:28
HM í hestaíþróttum hafið í Hollandi Heimsmeistaramót íslenska hestsins hófst í morgun í Oirschot í Hollandi. Landsliðseinvaldurinn Sigurður Sæmundsson sagði í samtali við blaðamann hestafrétta nú rétt í þessu að allir íslensku hestarnir hafi farið í læknis- og fótaskoðun í morgun og hafi þeir allir staðist hana. 6.8.2007 09:45
Mark Hannesar dugði skammt Hannes Sigurðsson skoraði fyrir Viking í Stafangri þegar liðið mætti Sandefjörd í norsku úrvalsdeildinni í dag. Hannes kom Vikingi yfir á 9. mínútu en Sandefjörd skoraði síðan 4 mörk og vann leikinn 4-1. 5.8.2007 18:44
AC Milan vann í vítaspyrnukeppni. Evrópumeistarar AC Milan unnu rússneska liðið Lokomotiv í Moskvu í leik um þriðja sætið á knattspyrnumóti í Moskvu í dag. 5.8.2007 17:54
Gummersbach sigraði á handboltamóti um helgina Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk þegar Gummersbach sigraði svissneska liðið Kadetten Schaffhausen 34-27 í dag. Leikurinn var úrslitaviðureign á móti fór fram í Ilsenburg í Þýskalandi. 5.8.2007 17:47
Héðinn Steingrímsson stórmeistari í skák Héðinn Steingrímsson (2470) gerði jafntefli við Sebastian Plischki (2397) í níundu og síðustu umferð alþjóðlega mótsins í Mladá Boleslva í Tékklandi. Með árangrinum tryggði Héðinn sér sinn þriðja og síðasta stórmeistaraáfanga og hefur þegar náð tilskyldum skákstigum. Héðinn Steingrímsson er því orðinn stórmeistari í skák. 5.8.2007 15:51
Alan Smith byrjar vel Alan Smith byrjar vel með nýja liðinu sínu Newcastle United. Newcastle er nú að spila við Sampdoria og staðan er 1-0. Smith skoraði markið á 59. mínútu. Fyrir helgi var Smith seldur frá Manchester United til Newcastle á 6 milljónir punda. 5.8.2007 15:38