Handbolti

Gummersbach sigraði á handboltamóti um helgina

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk þegar Gummersbach sigraði svissneska liðið Kadetten Schaffhausen 34-27 í dag. Leikurinn var úrslitaviðureign á móti fór fram í Ilsenburg í Þýskalandi.



Markahæstur í liði Gummersbach var Momir Ilic en han skoraði 11 mörk. Hann var valinn maður mótsins. Gummersbach vann alla þrjá leiki sína í mótinu.

Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst síðar í þessum mánuði en Gummersbach mætir Rhein-Neckar-Löwen í 1. umferðinni 29. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×