Handbolti

Íslendingaliðin stóðu sig vel um helgina á æfingamóti

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson í leik gegn Flensborg í undanúrslitunum.
Snorri Steinn Guðjónsson í leik gegn Flensborg í undanúrslitunum. Mynd/Viktor Hólm

Leikið var í Hummel Charity Cup um helgina í Þýskalandi, en mótið er sex liða æfingamót. Þrjú úrvalsdeildarlið frá Þýskalandi, eitt frá Danmörku og tvö þýsk neðrideildarlið tóku þátt. Flensborg-Handewitt, lið Alexander Petterson og Einars Hólmgeirssonar, vann mótið eftir að hafa sigrað Lemgo, lið Loga Geirssonar, í úrslitaleiknum, 21-15.

Alexander þreytti frumraun sína með Flensborg-Handewitt í mótinu og stóð sig mjög vel, en hann lék í stöðu skyttu vegna mikilla meiðsla innan liðsins. Einar Hólmgeirsson lék ekki með vegna meiðsla og heldur ekki Logi Geirsson sem einnig er meiddur.

Danska liðið GOG, sem að Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson leika með, hafnaði í 4. sætinu eftir að hafa tapað fyrir THW Kiel í leiknum um þriðja sætið, en Kiel eru bæði þýskir meistarar og Evrópumeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×