Fleiri fréttir

Skagamenn sigruðu HK á Akranesi

Skagamenn sigruðu í kvöld HK á heimavell í landsbankadeild karla, 4-1. Þórður Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir ÍA og þeir Andri Júlíusson og Vjekoslav Svadumovic sitt markið hvor. Finnur Ólafsson skoraði fyrir HK. Með sigrinum er ÍA komið í 4. sæti með 18 stig eins og Keflavík, en lakara markahlutfall. HK er áfram í 8. sæti með 11 stig.

Newcastle sigraði Celtic í vináttuleik

Newcastle sigraði í kvöld Celtic í vináttuleik, 4-1. Albert Luque skoraði tvö mörk fyrir Newcastle, Obafemi Martins eitt og James Milner eitt. Scott Brown skoraði fyrir Celtic. Varamarkvörður Newcastle, Steve Harper, spilaði síðustu 11 mínúturnar sem framherji vegna þess að Nicky Butt meiddist og Newcastle voru búnir með útileikmenn sína.

Anna Jódís og Valdís efstar í kvennaflokki

Anna Jódís Sigurbergsdóttir úr GK og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL deila efsta sæti eftir fyrsta hring í kvennaflokki á Íslandsmótinu á Hvaleyrinni. Þær léku báðar hringinn í dag á 75 höggum, eða 4 höggum yfir pari.

Þrír deila efsta sæti í karlaflokki

Þeir sem voru ræstir út eftir hádegi í karlaflokki á fyrsta hring á Íslandsmótinu á Hvaleyrinni hafa ekki verið að ógna skori þeirra bestu sem kláruðu hringinn fyrr í dag. Ástæðan fyrir því er að hluta til sú að nokkur vindur hefur verið á vellinum eftir hádegi, en þeir sem fóru út í morgun fengu logn eða hæga norðan golu.

Ferguson reiðubúinn að bíða í ár eftir Tevez

Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, segist vera tilbúinn að bíða í allt að ár eftir að fá Argentínumanninn Carlos Tevez frá West Ham. United þarf að klára kaupin á Tevez fyrir 31. ágúst ef þeir ætla að nota hann fyrir áramót, en kaupin stranda á Kia Joorabchian, umboðsmanni Tevez.

Einn leikur í Landsbankadeild karla í kvöld

Einn leikur verður í Landsbankadeild karla í kvöld. Skagamenn taka á móti HK-ingum á Akranesi. Sigri skagamenn leikinn komast þeir upp að hlið Keflavíkur í bili með 18 stig í þriðja sæti en með lélegra markahlutfall. HK getur með sigri komið sér upp fyrir Víking og í sjöunda sæti. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Evrópsk dagblöð vilja stöðva Tour de France

Dagblöð víðs vegar um Evrópu vilja flauta Tour de France keppninna af vegna mikils hneykslis sem við kemur lyfjanotkun hjólreiðkappa. Þrír keppendur hafa verið dæmdir úr leik vegna þessa, tveir féllu á lyfjaprófi og einn mætti ekki í lyfjapróf. Michael Rasmussen, Cristian Moreni og Alexandre Vinokourov hafa verið dæmdir úr leik.

Rasmussen niðurbrotinn vegna brottvísunar úr Tour de France

Danski hjólreiðakappinn Michael Rasmussen segist vera niðurbrotinn eftir að honum var vísað úr Tour de France fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Rasmussen var fremstur í keppninni þegar honum var vísað úr keppni. Mikið hneyksli hefur verið vegna lyfjamála keppenda og er Rasmussen þriðji keppandinn sem dæmdur hefur verið úr leik.

Moore með þrennu fyrir Aston Villa

Aston Villa spilaði sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í gær gegn Toronto FC. Villa sigraði leikinn 4-2. Luke Moore skoraði þrennu fyrir Villa og John Carew eitt. Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa segir að Moore gæti orðið goðsögn hjá félaginu, en hann hann var meiddur stóran hluta síðasta tímabils eftir að hafa byrjað mjög vel.

Partizan dæmt úr leik í Evrópukeppni félagsliða

Knattspyrnusamband Evrópu hefur vísað serbneska knattspyrnuliðinu Partizan úr Evrópukeppni félagsliða vegna óláta sem urðu á meðal áhorfenda í fyrsta leik liðsins í keppninni gegn NK Zrinjski frá Bosníu. Liðið þarf að auki að borga tvær og hálfa milljón króna í sekt. Partizan, sem sigraði leikinn 6-1, hefur þrjá daga til að áfrýja ákvörðun sambandsins.

Líney Rut nýr framkvæmdastjóri ÍSÍ

Líney Rut Halldórsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri ÍSÍ. Þetta samþykkti framkvæmdastjórn sambandsins einróma á fundi sínum í hádeginu í dag. Líney tekur við starfinu af Stefáni Konráðssyni sem ráðið hefur sig sem framkvæmdastjóra Íslenskrar Getspár.

Verður Gallas næsti fyrirliði Arsenal?

Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, segir að honum liggi ekkert á að velja nýjan fyrirliða. En talið er að William Gallas sé efstur á lista hjá Wenger þar sem Gallas bar fyrirliðabandið í vináttuleik gegn Salzburg í gær. Eins og margir vita þá bar Thierry Henry fyrirliðabandið fyrir Arsenal en hann er nú fluttur til Spánar.

Petrov valdi City frekar en Tottenham

Búlgarski vængmaðurinn Martin Petrov hefur samþykkt að ganga til liðs við Manchester City frá Atletico Madrid. City borgar 4,7 milljónir punda fyrir leikmanninn. Leikmaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Talið var líklegast að hann væri á leið til Tottenham, en hann segist hafa valið City vegna Sven Göran Eriksson.

Middlesbrough fær Young

Middlesbrough hefur gengið frá kaupunum á enska landsliðsbakverðinum Luke Young frá Charlton. Middlesbrough borgar 2,5 milljónir punda fyrir kappann. Young stóðst læknisskoðun í gær og verður kynntur formlega hjá félaginu í dag. Charlton keypti Young fyrir sex árum á 3 milljónir punda og lék hann yfir 200 leiki fyrir félagið.

Blikar sáu eftir færunum og stigunum

KR-ingar voru nálægt því að vinna fyrsta útisigurinn í Kópavogi í gær. Blikar náðu að jafna í lokin en þeir áttu öll stigin skilin. KR-ingar sitja enn sem fastast á botni Landsbankadeildar karla.

Kóngurinn Sinisa Kekic gekk frá Frömurum

Víkingar stigu stríðsdans fyrir framan stuðningsmenn í gærkvöldi og fögnuðu, því sem gæti á endanum orðið ómetanlegur sigur, sigri á Frömurum.

FH komið áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu

FH er komið áfram í aðra umferð Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa gert marklaust jafntefli við HB í Færeyjum. FH vann fyrri leikinn 4-1. FH mætir FC Bate frá Hvíta-Rússlandi í næstu umferð.

O´Neill ætlar ekki að reyna að fá Wright-Phillips

Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, segir að hann ætli sér ekki að reyna að fá Shaun Wright-Phillips til liðsins. O´Neill reyndi að klófesta hann í janúar frá Chelsea án árangurs og fjölmiðlar ytra hafa verið duglegir að bendla leikmanninn við Aston Villa í sumar.

Seinni leikur FH og HB í dag

Íslandsmeistarar FH mæta HB í Færeyjum í dag í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. FH sigraði fyrri leikinn 4-1 síðastliðinn miðvikudag þar sem Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk og Freyr Bjarnason og Sigurvin Ólafsson sitt markið hvor.

Mido ósáttur með samningstilboð Birmingham

Félagsskipti Egyptans Mido frá Tottenham til Birmingham gætu verið í hættu vegna óánægju leikmannsins við klásúlur í samningnum sem Birmingham hefur boðið honum. Félögin samþykktu sex milljóna kaupverð á kappanum í síðustu viku.

Annar hjólreiðakappi fellur á lyfjaprófi í Frakklandi

Skipuleggjendur Tour de France hafa staðfest að ítalski hjólreiðamaðurinn Cristian Moreni hafi fallið á lyfjaprófi sem framkvæmt var síðastliðinn fimmtudag. Testersteron sterar fundist í blóði Moreni, sem er 34 ára gamall. Moreni er annar hjólreiðamaðurinn til að vera dæmdur úr leik í ár, en Alexander Vinokourov var dæmdur úr leik í gær eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Yallop: Beckham ekki enn tilbúinn

Frank Yallop, þjálfari LA Galaxy, segir að hann muni ekki taka neina áhættu með ökklameiðsli David Beckham. Stefnt var að því að Beckham myndi spila um helgina gegn Chivas Guadalajara í Super Liga um helgina en Yallop segir að Beckham verði sennilega hvíldur áfram.

Tveir leikir í Landsbankadeild karla í kvöld

Tveir leikir fara fram í kvöld í 11. umferð Landsbankadeildar karla. Breiðablik tekur á móti KR í Kópavoginum á meðan Víkingur mætir Fram á heimavelli. KR situr á botninum með sex stig, Fram er í 9. sæti með átta stig, Víkingur er í 8. sæti með níu stig og þessir leikir því gríðarlega mikilvægir í botnbaráttunni. Breiðablik er í 6. sæti með 13 stig. Leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Mourinho: Benítez er undir mikilli pressu

José Mourinho segir að Rafael Benítez sé undir meiri pressu en áður að stjórna Liverpool til sigurs í ensku Úrvalsdeildinni. Benítez hefur þegar eytt um 40 milljónum punda í Fernando Torres, Ryan Babel og Yossi Benayoun og Mourinho segir að væntingar til sigurs í deildinni verði mjög miklar hjá aðdáendum liðsins.

Southgate biður um leyfi til að ræða við Smith

Samkvæmt SkySports hefur Gareth Southgate, framkvæmastjóri Middlesbrough beðið Manchester United um leyfi til að ræða við framherjann Alan Smith. Þetta staðfestir Alex Ferguson framkvæmdastjóri United.

Bolton kaupir Wilhelmsson

Sænski landsliðsmaðurinn Christian Wilhelmsson hefur gengið til liðs við Bolton frá Nantes fyrir 2,1 milljónir punda. Wilhelmsson, sem hefur spilað 40 leiki fyrir hönd Svía, skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Leikmaðurinn hafði einnig verið orðaður við Manchester City og Tottenham.

Danska bullan gæti átt þriggja ára fangelsi yfir höfði sér

Danska bullan sem að réðst að dómaranum í leik Dana og Svía í undankeppni EM gæti átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og þunga sekt fyrir athæfið. Krafa danska knattspyrnusambandsins á hendur bullunni nemur að minnsta kosti 110 milljónum króna.

Valur tapaði fyrir Fylki á heimavelli

Valur tapaði í kvöld gegn Fylki á heimavelli með tveimur mörkum gegn fjórum. Leikurinn var bráðskemmtilegur og voru Valsmenn yfir í hálfleik eftir að hafa lent undir snemma leiks. Valsmenn misstu þar með af tækifærinu til að komast á topp deildarinnar og sitja áfram í öðru sæti með 21 stig. Fylkir komst með sigrinum upp í fimmta sætið með 15 stig.

Valur yfir gegn Fylki á Laugardalsvellinum

Valur er 2-1 yfir í hálfleik gegn Fylki í Laugardalnum í fyrsta leik 11 umferðar Landsbankadeildar karla. Fylkismenn komust yfir á 16. mínútu þegar Peter Gravesen skoraði örugglega úr vítaspyrnu sem var dæmd á Kjartan Sturluson, markvörð Vals. Mínútu seinna jafnaði Daníel Hjaltason fyrir Valsmenn. Það var svo Helgi Sigurðsson sem kom Val yfir með marki á 35. mínútu eftir hornspyrnu.

City og Tottenham á eftir Petrov

Manchester City og Tottenham eru bæði á eftir hinum búlgarska Martin Petrov hjá Atletico Madrid og er leikmaðurinn talinn falur fyrir 6,2 milljónir punda. Petrov, sem hefur ekki náð að aðlagast leik Atletico Madrid, er sagður hafa mikinn áhuga á að ganga til liðs við Tottenham. Madrid hafnaði 7,5 milljóna pundi boði frá Tottenham í Petrov síðasta sumar.

Shepherd hættir sem stjórnarformaður Newcastle

Freddy Shepherd er hættur sem stjórnarformaður Newcastle og hefur Chris Mort tekið við starfi hans. Þetta gerist í kjölfar þess að nýjir eigendur eru tóku við liðinu fyrr í sumar. Shepherd, sem hafði verið stjórnarformaður liðsins síðan 1997, seldi sinn hlut í félaginu til St. James Holdings Limited.

Alexander Vinokourov féll á lyfjaprófi

Hjólreiðakappinn Alexander Vinokourov frá Kasakstan féll á lyfjaprófi eftir að hafa sigrað dagleið laugardagsins á Tour de France. Astana, lið Vinokourov, hefur dregið sig úr keppni í kjölfarið. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir en liðið staðfesti við AFP fréttastofuna að Vinokourov hafi fallið á lyfjaprófinu.

Einn leikur í Landsbankadeild karla í kvöld

Valur og Fylkir mætast í kvöld í fyrsta leik 11. umferðar í Landsbankadeild karla. Með sigri kemst Valur á topp deildarinnar í bili með 24 stig. FH er á toppnum núna með 23 stig og mæta Keflvíkingum í toppslag á laugardaginn. Fylkir er í sjötta sæti með 12 stig. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Liverpool og Portsmouth leika til úrslita í Asíubikarnum

Ensku Úrvalsdeildarliðin Liverpool og Portsmouth munu leika til úrslita í Asíubikarnum á laugardaginn. Liverpool sigraði lið Suður-Kína í dag 3-1 með mörkum frá John Arne Riise, Xabi Alonso og Daniel Agger og Portsmouth sigraði Fulham í morgun 1-0 með marki frá Benjani. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í lið Portsmouth.

Harrington hefði líklega hætt í golfi ef hann hefði ekki unnið Opna breska

Írinn Padraig Harrington sigraði 136. Opna breska meistaramótið um helgina þegar hann vann Sergio Garcia í fjögurra holu umspili eftir einna mest spennandi lokaholur síðustu ára. „Ef ég hefði tapað eftir það sem gerðist á átjándu þá veit ég ekki hvort að ég hefði áhuga á því að spila golf aftur,” sagði Harrington.

Sagan um Carlos Tevez heldur áfram

FIFA hefur vísað máli Carlos Tevez, leikmanni West Ham aftur til íþróttagerðardóms. West Ham og Manchester United höfðu biðlað til FIFA um að yfirfara samningsmál Tevez vegna hugsanlegra kaupa United á leikmanninum. Flutningur Tevez til United frá West Ham hefur ekki getað gengið í gegn vegna þess að MSI, fyrirtæki Kia Joorabchian umboðsmanns Tevez, segist eiga fjárhagslegan rétt á leikmanninum.

Stjarnan mætir Tenax Dobele frá Lettlandi

Handknattleikslið Stjörnurnar í karlaflokki mætir Tenax Dobele frá Lettlandi í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa. Dregið var fyrir leikina í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í morgun. Fyrri leikurinn fer fram á Íslandi þann 1. eða 2. september og seinni leikurinn fer fram 8. eða 9. september.

West Ham á eftir Dyer

Eggert Magnússon og félagar í West Ham eru ekki hættir að hugsa um leikmannakaup þrátt fyrir að hafa fengið til sín fimm leikmenn í sumar. Núna hafa þeir beint athygli sinni að Kieron Dyer hjá Newcastle. Ástæðan fyrir þessum skyndilega áhuga er sú að Julien Faubert sem að West Ham keypti fyrr í sumar verður frá vegna meiðsla næsta hálfa árið.

Berlusconi neitar að gefast upp á Shevchenko

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, neitar að gefast upp á að fá Andriy Shevchenko aftur til liðsins. Shevchenko fór til Chelsea frá Milan fyrir síðasta tímabil en náði ekki að standa undir væntingum þar. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað hvað verði um leikmanninn og hefur hann verið orðaður við endurkomu til Milan.

Stefán Þórðarson skoraði í tapi gegn Ljungskile

Norrkoping tapaði í dag sínum fyrsta leik í næstefstu deild Svíþjóðar. Þrátt fyrir að vera tveimur fleiri síðustu 20 mínúturnar bað liðið lægri hlut fyrir Ljungskilde, 2-1. Stefán Þórðarson kom Norrkoping yfir á 64. mínútu en Andreas Kristoffersson tryggði Ljungskilde sigurinn með tveimur mörkum.

U19: Ísland tapaði gegn Þjóðverjum

Íslenska U19 ára kvennalandsliðið tapaði í dag síðasta leik sínum á Evrópumótinu. Landsliðið tapaði 4-2 fyrir núverandi meisturum frá Þýskalandi á Grindavíkurvelli. Fanndís Friðriksdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum. Stelpurnar voru 2-0 undir í hálfleik.

Shinawatra nær fullri stjórn yfir Manchester City

Fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, er nú búinn að ná fullri stjórn yfir Manchester City eftir að hafa keypt að minnsta kosti 75% hlut í félaginu. Shinawatra hefur byggt upp sinn hlut smám saman og hefur nú náð takmarkinu.

Scholes gæti misst af byrjun tímabilsins

Sir Alex Ferguson hefur greint frá því að Paul Scholes gæti misst af byrjun næsta tímabils vegna meiðsla á hné í leik gegn FC Seoul á föstudaginn. Scholes var sendur heim frá Asíu til að fá bót meina sinna og verður hann líklega frá í fjórar vikur vegna aðgerðar sem hann mun gangast undir.

Sjá næstu 50 fréttir