Sport

FH-ingar með fimm stiga forskot eftir sigur á Keflavíkingum

Frá leik FH og Víkings fyrr í sumar.
Frá leik FH og Víkings fyrr í sumar. MYND/AB

FH-ingar juku forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu þegar þeir sigruðu Keflvíkinga í Kaplakrika í dag með þremur mörkum gegn tveimur. FH er nú með fimm stiga forskot á Val sem er í öðru sæti. Keflvíkingar eru í fjórða sæti með 18 stig.

Baldur Sigurðsson, leikmaður Keflvíkinga, kom sínum mönnum yfir eftir aðeins 6 mínútna leik. Tveimur mínútum síðar jöfnuðu FH-ingar með marki Sigurvins Ólafssonar. Matthías Vilhjálmsson kom FH síðan yfir á 19. mínútu.

Keflvíkingar jöfnuðu leikinn á 41. mínútu úr víti og leikurinn því jafn í hálfleik. Það var síðan á 73. mínútu sem Freyr Bjarnason tryggði FH ingum sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×