Fleiri fréttir

Darri fær heiðursverðlaun

Stóðhesturinn Darri 1021 frá Kampholti fékk heiðursverðlauná kynbótasýningu í Hedeland í Danmörku nú fyrir stuttu. Í Damörku er dæmt ennþá eftir gömlu íslensku reglunum sem voru í gildi til ársins 1989, þar sem skilyrðin fyrir því að fá heiðursverðlaun eru meðaleinkunn upp á 8,10 fyrir 12 bestu afkvæmin. Darri fékk meðaleinkunn 8,11 fyrir 12 bestu afkvæmi sín.

Folatollar til styrktar landsliðinu

Undirbúningurinn fyrir heimsmeistaramótið er nú í fullum gangi. Nú þegar er búið er að velja fimm knapa til fararinnar auk heimsmeistaranna frá því síðast og enn eiga eftir að bætast í hópinn fjórir íþróttaknapar, eitt ungmenni og sex kynbótahestar.

Byrjunarlið Íslendinga gegn Serbum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið kvennalandsliðsins er mætir Serbum. Leikurinn er liður í undankeppni EM og hefur íslenska liðið unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum. Serbneska liðið hefur spilað einn leik og vann hann.

Á námskeiði hjá Tommy Svensson

Tveir efnilegustu markverðir landsins, Pálmar Pétursson úr Val og Björgvin Páll Gústavsson úr Fram, fara á sunnudaginn til Svíþjóðar þar sem þeir verða á vikulöngu markvarðanámskeiði hjá sænsku markvarðagoðsögnunum Tommy Svensson og Claes Hellgren.

FH lagði Blika í frábærum leik

Íslandsmeistarar FH hafa aukið forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu í fimm stig eftir góðan 2-1 sigur á Breiðablik í hörkuleik í kvöld. Blikar komust yfir í leiknum á 50. mínútu með marki frá Nenad Petrovic en Tryggvi Guðmundsson jafnaði skömmu síðar fyrir heimamenn. Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmark FH þegar 20 mínútur voru til leiksloka.

Enn tapar KR

KR-ingar sitja enn fastir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir nýliðum HK í Kópavogi í kvöld. Keflvíkingar unnu góðan 2-1 útisigur á Víkingi þar sem Guðmundur Steinarsson skoraði sigurmark Keflvíkinga úr vítaspyrnu þegar rúmar 2 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Áfram Alfreð

Vísir.is hefur hrundið af stað áskorunarlista til Alfreðs Gíslasonar um að halda áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. Árangur Alfreðs með landsliðinu frá því hann tók við því fyrir rúmu ári hefur vakið athygli og aðdáun landsmanna. Undir hans stjórn hafa leikgleði, baráttuhugur og samheldni verið aðalsmerki landsliðshópsins.

Robert Kovac til Þýskalands á ný

Króatíski varnarjaxlinn Robert Kovac hefur ákveðið að snúa aftur í þýsku úrvalsdeildina en í dag gekk hann frá samningi við Dortmund. Kovac lék með Juventus á síðustu leiktíð en var með lausa samninga þar í sumar. Hann hafði upprunalega ætlað að ganga í raðir Dinamo Zagreb í heimalandinu, en ákvað að fara til Þýskalands þar sem hann er öllum hnútum kunnugur eftir að hafa spilað með Leverkusen og Bayern á árum áður.

Englendingar úr leik á EM

Enska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri féll í kvöld úr leik í undanúrslitaleik Evrópumótsins þegar liðið tapaði 13-12 fyrir heimamönnum Hollendingum. Leikurinn var framlengdur og réðust úrslitin eftir langa og dramatíska vítakeppni þar sem Anton Ferdinand skaut í slá úr síðustu spyrnu enska liðsins.

Villa að undirbúa risatilboð í Forlan?

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa er sagt muni bjóða allt að 15 milljónir punda í framherjann Diego Forlan hjá Villarreal. Forlan spilaði með Manchester United fyrir nokkrum árum með misjöfnum árangri en hefur skoraði 54 mörk í 103 leikjum fyrir spænska liðið. Ef þessi tíðindi reynast rétt er ljóst að þetta yrði langhæsta upphæð sem Villa hefur greitt fyrir leikmann í sögu félagsins.

Fenerbahce: Við erum að kaupa Ronaldo

Stjórnarformaður Fenerbahce í Tyrklandi segir að félagið sé við það að ganga frá kaupum á brasilíska framherjanum Ronaldo frá AC Milan. Félagið gekk frá kaupum á landa hans Roberto Carlos frá Real Madrid á dögunum og segir stjórnarformaðurinn það ekkert leyndarmál lengur að félagið sé að landa Ronaldo.

Mætir Hamilton Schumacher í keppni?

Svo gæti farið að breska ungstirnið Lewis Hamilton fái tækifæri til að reyna sig gegn goðsögninni Michael Schumacher eftir allt saman. Stofnandi kappakstursins árlega, Race of Champions, segir báða kappa hafa tekið vel í að taka þátt í keppninni næsta vetur.

Lyon: Malouda er ekki að fara til Chelsea

Forráðamenn Lyon vísa þeim tíðindum alfarið á bug að franski landsliðsmaðurinn Florent Malouda sé á leið til Chelsea í sumar. Vitað er af áhuga Jose Mourinho á vængmanninum knáa og talið er að Rafa Benitez hjá Liverpool hafi einnig augastað á honum.

Camoranesi ósáttur hjá Juventus

Svo gæti farið að ítalski landsliðsmaðurinn Mauro Camoranesi færi frá Juventus í sumar eftir að slitnaði upp úr viðræðum umboðsmanns hans við félagið varðandi framlengingu á samningi leikmannsins. Leikmaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum en vildi bættari kjör eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr B-deildinni í vor.

Þrír leikir í Landsbankadeildinni í kvöld

Sjöundu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með þremur leikjum. Íslandsmeistarar FH taka á móti Blikum í sjónvarpsleiknum á Sýn klukkan 20. Víkingur mætir Keflavík á Víkingsvelli og þá verður mjög áhugaverður leikur á Kópavogsvelli þar sem nýliðar HK taka á móti botnliði KR en þessir tveir leikir hefjast 19:15.

Slúðrið á Englandi í dag

Breska slúðurpressan sefur aldrei á verðinum og í dag eru margar áhugaverðar fréttir á síðum blaðanna. Flest þeirra eru á því í dag að Tottenham sé við það að landa Darren Bent frá Charlton fyrir 12-14 milljónir punda.

Reggie Theus tekur við Sacramento Kings

NBA lið Sacramento Kings hefur ráðið fyrrum leikmann liðsins Reggie Theus sem næsta þjálfara félagsins. Theus spilaði með Kings þegar liðið var í Kansas City á sínum tíma en er nú að taka við þjálfun NBA liðs í fyrsta sinn á ferlinum. Hann var áður þjálfari New Mexico State í Háskólaboltanum og leysir Eric Musselman af hólmi eftir að hann vann aðeins 33 leiki með Sacramento í vetur.

Getafe íhugar að kæra Real Madrid

Forráðamenn spænska knattspyrnufélagsins Getafe eru að íhuga að kæra Real Madrid til knattspyrnusambandsins þar í landi ef það sannast að stórliðið hafi gert drög að samningi við þjálfarann Bernd Schuster um að taka við stórliðinu á næstu leiktíð.

Laporta: Rijkaard verður áfram

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að þjálfarinn Frank Rijkaard verði áfram í starfi út næstu leiktíð. Þessa yfirlýsingu gaf hann út í dag í kjölfar sögusagna sem fóru á kreik í gær um að félagið ætlaði að reyna að fá til sín Arsene Wenger frá Arsenal.

70% stuðningsmanna City vilja ekki sjá Eriksson

Í könnun sem gerð var meðal stuðningsmanna Manchester City á Englandi fer ekki á milli mála hvaða skoðun þeir hafa á þeim fregnum að Sven-Göran Eriksson gæti orðið næstu stjóri liðsins. 70% aðspurðra vildu þannig ekki sjá Svíann taka við liðinu eftir störf hans hjá enska landsliðinu.

Hatton vill bara stóra andstæðinga framvegis

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton segist aðeins vilja berjast við "stóra" andstæðinga framvegis á ferli sínum, en hann mætir einum slíkum í Jose Luis Castillo í Las Vegas aðfararnótt sunnudagsins. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn.

Alonso líður betur í herbúðum McLaren

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að sér líði betur í herbúðum McLaren nú en honum gerði fyrir kappaksturinn í Bandaríkjunum á dögunum. Ástæðuna segir hann vera þá að liðið hafi tekið betur á smáatriðunum í umgengni sinni við ökumennina.

Charlton: Verðmiðinn á Bent stendur

Forráðamenn Charlton hafa sent út þau skilaboð að 17 milljón punda verðmiðinn sem félagið setti á framherjann Darren Bent muni standa. Bent neitaði á dögunum að ganga í raðir West Ham sem er eina félagið til þessa sem samþykkt hefur að greiða fyrir hann uppsett verð. Bent hefur verið orðaður mest við Liverpool og Tottenham, en ólíklegt þykir að þau séu reiðubúin að greiða fyrir hann 17 milljónir punda.

Shearer: Ekki kaupa Bellamy

Alan Shearer hefur gefið Sam Allardyce knattspyrnustjóra Newcastle heilræði og hefur skorað á hann að reyna ekki að kaupa framherjann Craig Bellamy aftur til félagsins. Shearer segir tíma til kominn að menn fari að horfa á staðreyndir þegar kemur að hinum skapheita framherja.

Martins slapp ómeiddur eftir skotárás

Nígeríumaðurinn Obafemi Martins hjá Newcastle slapp ómeiddur á mánudagskvöldið þegar skotið var á hann í bifreið sinni í Lagos í heimalandi sínu. Grímuklæddir menn réðust að bifreið hans og létu skothríðina dynja á bílnum. Vinur Martins meiddist lítillega í árásinni. "Ég hélt að ég myndi deyja," sagði Martins og bætti við að árásarmennirnir hafi viljað sig dauðan því þetta hafi ekki verið ræningjar.

Þrjú félög á Spáni vilja Reyes

Umboðsmaður spænska landsliðsmannsins Jose Antonio Reyes hjá Arsenal segir að þrjú félög á Spáni séu búin að setja sig í samband við sig með það fyrir augum að kaupa leikmanninn. Framtíðin er mjög óljós hjá Reyes, sem helst vill vera áfram hjá Real Madrid þar sem hann lék sem lánsmaður í vetur. Hann vill alls ekki snúa aftur til Englands þar sem hann er samningsbundinn Arsenal.

Vieira óttast að Henry fari frá Arsenal

Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að félagi sinn Thierry Henry muni að öllum líkindum fara frá félaginu í sumar ef því tekst ekki að landa nokkrum heimsklassa leikmönnum í sumar.

Eriksson boðin stjórastaðan hjá City?

Breska ríkissjónvarpið fullyrðir í dag að Thaksin Shinawatra hafi boðið Sven-Göran Eriksson að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Manchester City ef honum tekst að klára yfirtökutilboð sitt í félagið. Umboðsmaður Eriksson hefur vísað þessum fregnum á bug.

Vilja losna við Eið Smára

Eiður Smári Guðjohnsen nýtur lítils trausts á meðal stuðningsmanna Barcelona í spænska boltanum. Flestir stuðningsmanna vilja losa sig við landsliðsfyrirliðann. Þetta kemur fram í skoðankönnum á meðal stuðningsmanna liðsins og birtist á spænska netmiðlinum Sport.es í gær.

Kolbeinn semur við AZ Alkmaar

Kolbeinn Sigþórsson, 17 ára gamall knattspyrnukappi frá HK, hefur skrifað undir þriggja ára samning við hollenska úrvalsdeildarliðið AZ Alkmaar. Kolbeinn staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun. Kolbeinn hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir frammistöðu sína með U-17 ára landsliðinu.

Markalaust í hálfleik í Kaplakrika

Staðan í leik FH og Blika er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leiklés í leik liðanna í Kaplakrika sem sýndur er beint á Sýn. Leikurinn hefur verið fjörlegur í byrjun en hvorugu liðinu hefur tekist að skora úr fjölda færa sem litið hafa dagsins ljós. HK hefur yfir 2-0 gegn KR í Kópavogi og þá er staðan 1-1 hjá Víkingi og Keflavík.

KR undir á Kópavogsvelli

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem hófust klukkan 19:15 í Landsbankadeild karla. Útlitið er ekki gott hjá botnliði KR sem er undir 1-0 gegn HK þar sem Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði fyrir heimamenn á 35. mínútu. Markalaust er í leik Víkings og Keflavíkur og sömu sögu er að segja af leik FH og Blika í Hafnarfirði, en sá leikur hófst klukkan 20 og er sýndur beint á Sýn.

Guðjón Þórðarson: Ekki fallegt - en árangursríkt

Við töluðum um það fyrir leikinn að aginn, ástríðan og viljinn til að vinna leikinn yrði að vera til staðar. Við vörðumst vel og vörðumst af krafti, en engu að síður fengum við tvö bestu færin í leiknum þannig að það fer ekki alltaf saman magnið og gæðin," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna eftir sigurinn á Val í kvöld.

Bjarni tryggði Skagamönnum sigur á Val

Valsmenn töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í Landsbankadeild karla þegar þeir töpuðu 2-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Valsmenn voru betri í fyrri hálfleiknum og komust yfir með marki Dennis Bo Mortensen eftir aðeins 5 mínútna leik. Króatinn Dario Cingel jafnaði fyrir ÍA á síðstu augnablikum fyrri hálfleiks og það var svo Bjarni Guðjónsson sem gerði út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu.

Flores verður áfram hjá Valencia

Forráðamenn Valencia tilkynntu í dag að þjálfarinn Quique Sanchez Flores verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. Fyrrum leikmaðurinn Amedeo Carboni mun hinsvegar hætta störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu eftir sífellda árekstra við Flores á síðustu leiktíð. Valencia endaði í fjórða sæti spænsku deildarinnar og tryggði sér sæti í umspili um sæti í Meistaradeildinni.

Margrét Lára neitaði norsku gylliboði

Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Val hefur fengið gylliboð um að leika með norsku úrvalsdeildarfélagi sem tilbúið var að greiða henni á sjöundu milljón króna í árslaun. Margrét neitaði tilboði félagsins og segir það ekki hafa freistað sín. Smelltu á spila til að sjá viðtal Stöðvar 2 við Margréti í kvöld.

Dudek myndi sætta sig við tréverkið hjá Real

Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool segir að tilhugsunin um að sitja á varamannabekk myndi ekki aftra sér í að ganga í raðir Real Madrid á Spáni ef svo færi að félagið vildi fá sig í sínar raðir. Það var einmitt seta hans á varamannabekknum sem gerði það að verkum að hann vildi fara frá Liverpool.

Langt í land í Suður-Afríku

Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, segir að þó vel gangi að reisa knattspyrnuleikvanga fyrir HM 2010 í Suður-Afríku, sé enn mjög langt í land með að landið nái að uppfylla kröfur sambandsins varðandi gistingu og samgöngur til að fá að halda keppnina.

Sheffield United þarf að bíða eftir úrskurði

Sheffield United þarf að bíða þar til í lok júní eftir niðurstöðu frá úrskurðarnefnd, en eins og kunnugt er vill klúbburinn að dregin verði stig af West Ham fyrir að hafa staðið ólöglega að kaupunum á Argentínumönnunum Javier Mascherano og Carlos Tevez.

Aliadiere skrifar undir hjá Boro

Samkvæmt Skysports hefur Frakkinn Jeremie Aliadiere skrifað undir samning hjá Middlesbrough. Middlesbrough náði samkomulagi við Arsenal um kaupverð á kappanum fyrr í sumar.

Hamilton gæti þurft að flytja vegna ágangs fjölmiðla

Ron Dennis, liðsstjóri McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að enska ungstirnið Lewis Hamilton þurfi sérstaka vernd frá ágangi fjölmiðla eftir að honum skaut óvænt upp á stjörnuhimininn. Dennis segist reikna með því að hinn 22 ára gamli Hamilton þurfi að flytja búferlum í kjölfar velgengni sinnar.

Slúðrið á Englandi í dag

Ensku slúðurblöðin eru full af góðum fréttum í dag eins og endranær og þar er m.a. að finna slúður um enska landsliðsmanninn Darren Bent hjá Charlton og að Chelsea og Arsenal séu að berjast um leikmann Valencia. Þá er sagt frá því að ensku landsliðsmennirnir sem giftu sig um helgina hafi allir tekið hlé frá hátíðarhöldunum til að sinna ákveðnu máli.

Baron Davis er liðtækur rappari

Þeir eru ekki ófáir NBA-leikmennirnir sem hafa reynt fyrir sér í rappinu með misgóðum árangri. Menn á borð við Shaquille O´Neal, Allen Iverson, Tony Parker og Ron Artest hafa sent frá sér lög og skífur sem hafa fengið vægast sagt misjafna dóma. Í myndbandinu sem sjá má með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan má heyra framlag Baron Davis til rappsins, en þar er hann að ríma með vini sínum Mr Drastick.

Real Madrid - Þrír leikmenn á leiðinni

Forráðamenn Real Madrid tilkynntu í dag að félagið væri búið að ganga frá kaupum á þýska landsliðsmanninum Christoph Metzelder frá Dortmund þar sem hann er með lausa samninga í sumar. Þá segir forseti spænska félagsins að þrír aðrir leikmenn séu á leið til Real í sumar.

Suazo snerist hugur - Eto´o út úr myndinni

Framherjinn David Suazo skipti heldur betur um skoðun í gær þegar hann gerði samning við AC Milan. Suazo, sem er landsliðsmaður Hondúras, var fyrir helgina sagður hafa gengið í raðir Inter Milan frá Cagliari eftir frábært tímabil í vetur þar sem hann skoraði 14 mörk. Forráðamenn Cagliari tilkynntu fyrir helgi að Inter væri þegar búið að kaupa hann, en nú hefur hann gengið í raðir erkifjendanna.

Sjá næstu 50 fréttir