Fleiri fréttir

Tiger Woods orðinn pabbi

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er nú orðinn pabbi í fyrsta sinn eftir að kona hans Elin fæddi litla stúlku í nótt. Woods náði fæðingunni skömmu eftir að hann lauk keppni í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu og hefur lýst því yfir að fæðingin kunni að hafa áhrif á þáttöku sína í næstu mótum. Hann á næst að keppa á Buick Open í Michigan þann 28. júní.

Mourinho: Chelsea mun eyða litlu í sumar

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að félagið verði sannarlega ekki á meðal þeirra sem eyða mestu fé til leikmannakaupa í sumar. Hann vill meina að þetta muni aðeins hjálpa liðinu í baráttunni um titilinn á næstu leiktíð, því þá verði minni pressa á liðinu.

Reyes grátbiður um að fá að vera áfram í Madrid

Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hefur nú enn á ný farið þess á leit við forráðamenn Real Madrid að þeir geri lánssamning hans að varanlegum samningi. Reyes var á lánssamningi hjá spænsku meisturunum í vetur frá Arsenal á Englandi, en vill alls ekki snúa aftur til Englands. Hann gegndi lykilhlutverki í leik liðsins um helgina þar sem það tryggði sér meistaratitilinn.

Réttarhöldum vegna Tevez lýkur í dag

Enska knattspyrnufélagið Sheffield United mun væntanlega komast að því í dag hvort áfrýjun félagsins á úrskurði ensku úrvalsdeildarinnar standi og félagið falli úr deildinni. Í dag fer fram síðari dagur réttarhalda vegna Argentínumannsins Carlos Tevez hjá West Ham. Forráðamenn Sheffield United heimta að liðið haldi sæti sínu í úrvalsdeildinni á þeim forsendum að West Ham hafi teflt fram ólöglegum leikmanni.

Amerískur auðjöfur í viðræðum við Blackburn

Ameríski auðjöfurinn Daniel Williams hefur staðfest að hann sé í viðræðum við forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn með hugsanlega yfirtöku í huga. Williams segir þó viðræður allar á frumstigi og allt of snemmt sé að tala um að verið sé að taka yfir félagið að svo stöddu - viðræður séu ekki komnar á það alvarlegt stig enn. Williams fer fyrir hópi fjárfesta sem hafa verið inni í myndinni með að taka yfir félagið síðan í mars sl.

Horfði á landsleikinn úr sjúkrarúminu

Það ráku margir upp stór augu í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld þegar þeir sáu að Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, var kominn á varamannabekk íslenska liðsins við hlið Alfreðs en aðstoðarþjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, var víðs fjarri. Það átti sínar eðlilegu skýringar.

Alfreð leggst undir feld

Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, segir það skýran vilja sambandsins að hafa Alfreð Gíslason áfram sem þjálfara handknattleikslandsliðsins.

Jafnt í hálfleik á Skaganum

Staðan í leik ÍA og Vals á Skaganum er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Valsmenn hafa verið heldur sterkari fyrstu 45 mínúturnar og Dennis Bo Mortensen kom liðinu yfir eftir aðeins fimm mínútur. Króatinn Dario Cingel jafnaði hinsvegar metin fyrir heimamenn skömmu fyrir leikhlé með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar. Áður höfðu Valsmenn átt stangarskot að marki heimamanna.

ÍA - Valur í beinni á Sýn í kvöld

Einn leikur er á dagskrá í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þar sem Skagamenn taka á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar með 12 stig eftir 6 leiki en Skagamenn hafa 6 stig í 8. sætinu.

Markalaust í hálfleik

Það er kominn hálfleikur í leik Fram og Fylkis. Staðan er 0-0. Fram fékk vítaspyrnu fimm mínútum fyrir hlé, en Fjalar Þorgeirsson varði vel frá Igor Pesic. Víðir Leifsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir um stundarfjórðungs leik vegna meiðsla, og var það Albert Brynjar Ingason sem tók hans stað.

Eyjólfur skoraði fyrir GAIS

Eyjólfur Héðinsson skoraði fyrir GAIS í 1-1 jafnteflisleik við Helsingborg í dag í efstu deild Svíþjóðar í dag. Jóhann Guðmundsson var einnig í byrjunarliði GAIS en var skipt út af í seinni hálfleik.

McCabe bjartsýnn

Kevin McCabe, stjórnarformaður Sheffield United, segir málið gegn West Ham gangi vel. Fyrsti dagurinn fyrir úrskurðarnefnd úrvalsdeildarinnar hefur gert hann mjög bjartsýnan og er hann viss um að Sheffield United verði í úrvalsdeildinni að ári.

Totti fær gullskó Evrópu

Ítalinn Francesco Totti hlaut gullskó Evrópu fyrir nýafstaðið tímabil. Totti skoraði 26 mörk fyrir Roma á tímabilinu, einu marki meira en Ruud Van Nistelrooy skoraði fyrir Real Madrid.

Capello óviss með framtíð sína

Fabio Capello veit ekki ennþá hvort að hann verði áfram hjá Real Madrid á næsta tímabili, þrátt fyrri að hafa unnið deildina með liðinu í gær. Það var í fyrsta sinn sem sem stórveldið frá Madrid vinnur deildina í fjögur ár.

Ísland í öðrum styrkleikaflokk á EM

Ísland verður í öðrum styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Noregi á næsta ári. Í fyrsta styrkleikaflokk verða Frakkar, Spánverjar, Danir og Króatar.

West Ham hafnar tilboði í Harewood

West Ham hefur hafnað 3,5 milljón punda boði Birmingham í framherjann Marlon Harewood. West Ham er talið vilja fá 5 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er eftirsóttur af öðrum liðum í úrvalsdeildinni.

Enska knattspyrnusambandið kvartar vegna kynþáttahaturs

Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér formlega kvörtun til UEFA, þar sem fram kemur að sambandið sé óánægt með framkomu áhorfenda Serbíu í leik Englands og Serbíu á EM U21. Áhorfendur öskruðu að varnarmanni Englands, Nedum Onuoha, með niðrandi hætti um hörundslit hans.

Cabrera: „Ég trúi þessu ekki.“

Angel Cabrera, nýkrýndur sigurvegari Opna Bandaríska Meistaramótsins í golfi, á erfitt með að átta sig á því að hann hafi virkilega sigrað á mótinu. „Mér líður frábærlega, þetta er frábær stund fyrir mig. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Cabrera.

Slúðrið í enska í dag

Oft sem áður er ýmislegt á seyði í enska boltanum í dag. Benni McCarthy, Suður-afríski framherji Blackburn er á óskalista Chelsea, Shearer segir Allardyce þurfa nýja varnarmenn og Craig Bellamy gæti farið til Roma í skiptum fyrir Mancini. Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið sem BBC tók saman í morgun.

Stjórn Arsenal mun ekki koma í veg fyrir að Henry verði seldur

Stjórn Arsenal mun ekki koma í veg fyrir að Thierry Henry verði seldur frá félaginu fari það svo að Arsene Wenger ákveði að selja hann. Sterkur orðrómur hefur verið um að Wenger hafi hitt menn frá Barcelona á fundi í Paris í síðustu viku.

Flugeldasýning á þjóðhátíðardaginn

Serbar unnu fyrri leikinn ytra með einu marki og því var ljóst að Íslendingar urðu að vinna með tveimur mörkum til þess að komast á EM sem fram fer í Noregi í janúar.

Þrír efstir og jafnir með 7

Að loknum sex umferðum í Landsbankadeild karla eru Íslandsmeistarar FH á toppi deildarinnar. Einn leikmaður þeirra er efstur ásamt tveimur öðrum í einkunnagjöf Fréttablaðsins en það kemur kannski á óvart að það er Daði Lárusson markmaður. Taflan hér til hægri sýnir lista yfir 50 efstu leikmenn í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Skilyrði var að leikmennirnir hefðu spilað fjóra leiki eða fleiri.

Endaði á fjórum yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson fær um 450 þúsund krónur í verðlaunafé á Saint-Omer mótinu í Frakklandi sem lauk í gær. Birgir lék hringina fjóra á fjórum höggum yfir pari, þann síðasta í gær einn yfir pari vallarsins. Birgir lauk keppni í 26. sæti á mótinu og vann sig upp um tvö sæti á peningalista mótaraðarinnar.

Tölurnar tala

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Íslandsmeistarar FH hafa hæstu meðal­einkunn liða í deildinni, FH er með 6,22 í meðaleinkunn en aðeins FH og Keflavík er með yfir 6 í einkunn. Valur og Keflavík hafa sætaskipti sé einkunnagjöfin miðuð við stöðuna í deildinni.

Cabrera vann á U.S. Open

Angel Cabrera sigraði í kvöld Opna Bandaríska Meistaramótið. Cabrera lék síðasta hringinn á 69 höggum, og lék því alla fjóra hringina á 285 höggum, eða fimm yfir pari. Tiger Woods og Jim Furyk enduðu í 2-3 sæti með sex yfir pari. Þetta er í fyrsta sinn sem að Cabrera sigrar stórmót.

Angel Cabrera með yfirhöndina á US Open

Angel Cabrera er nú með bestan árangur á Opna Bandaríska Meistaramótinu en hann er búinn með 15 holur og er á þremur undir pari. Hann var með bestan árangur eftir tvo hringi en missteig sig í gær og fór hringinn á sex yfir pari.

Ísland sigraði Serba

Íslendingar tryggðu sér þáttökurétt á Evrópumótinu í Noregi í kvöld. Ísland sigraði Serbíu 42 - 40 í spennandi leik þar sem liðsheildin skóp sigur. Ísland þurfti að sigra með tveimur mörkum eftir að hafa tapað 30 - 29 í Serbíu um síðustu helgi.

Real Madrid Spánarmeistari

Real Madrid tryggði sér Spánartitilinn í kvöld með góðum sigri á Mallorca 3-1. José Antonio Reyes skoraði tvö mörk fyrir meistarana og Diarra eitt. Í hálfleik var staðan 0-1 fyrir Mallorca.

Ísland - Serbía að hefjast

Leikur Ísland og Serbíu fer að hefjast. Leikurinn er úrslitaleikur um hvort liðið tryggir sér sæti á Evrópumótinu í Noregi næstkomandi janúar. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og fer fram í laugardalshöllinni.

Barcelona með aðra höndina á titlinum

Eins og staðan er í hálfleik í síðustu umferð La Liga, verður það Barcelona sem hampar Spánartiltlinum í kvöld. Barcelona er að vinna Gimnastic 3-0 á meðan Real Madrid er að tapa gegn Mallorca 1-0. Carlos Pyuol, Lionel Messi og Ronaldinho skoruðu mörk Barcelona. Staðan í leik Sevilla og Villareal er 0-0.

Úrtöku fyrir HM 2007 lokið

Í dag lauk úrtöku fyrir HM í hestaíþróttum sem haldin var á félagssvæði Fáks. Sigurður Sæmundsson landsliðseinvaldur boðaði til fréttafundar eftir úrtöku til að kynna fyrstu knapa í landsliðið. Upptökur af kynningu Sigurðar, sýningu Þórarinns og skeiðspretts Sigursteins eru komnar á Vef TV Hestafrétta.

Spánn: Síðustu leikirnir að hefjast

Síðustu leikir La Liga á Spáni eru að hefjast. Þrjú lið eiga möguleika á titlinum þetta árið. Real Madrid nægir að sigra Mallorca á heimavelli til að hreppa titilinn. Barcelona þarf að treysta á að Madrid tapi stigum á meðan þeir vinna Gimastic á útilvelli.

Hamilton sigrar í Indianapolis

Lewis Hamilton sigraði kappaksturinn í Indianapolis í dag. Þar með styrkti hann stöðu sína á toppnum í einstaklingskeppninni. Fernando Alonso, félagi Hamilton hjá McClaren kom annar í mark.

Garðar með þrennu í stórsigri Norrköping

Garðar B. Gunnlaugsson skoraði í dag þrennu fyrir lið sitt, Norrköping, í 6-2 sigri á Bunkeflo IF í næstefstu deild í Svíþjóð. Garðar skorað mörkin á 15 mínútna kafla, það fyrsta á 39. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir Bunkeflo IF.

Real Sociedad og Celta Vigo falla ásamt Gimnastic

Real Sociedad og Celta Vigo eru fallin úr efstu deild á Spáni. Mikil spenna var á botninum og voru fimm lið sem gátu fallið í dag. Real Sociedad gerði 3-3 jafntefli við Valencia á útivelli en það dugði ekki til.

Tiger Woods: „Reynslan mun nýtast mér.“

Tiger Woods er sannfærður um að reynslan muni nýtast honum þegar hann leikur lokahring sinn í dag á Opna Bandaríska Meistaramótinu. Woods er tveimur höggum á eftir Aaron Baddeley, sem er með bestu stöðuna eftir þrjá hringi.

Vieira segir vanta stöðugleika hjá Arsenal

Patrick Vieira, leikmaður Inter og fyrrverandi leikmaður Arsenal segir að Arsenal vanti stöðugleika og að leikmenn liðsins þurfi að vita hver framtíð liðsins er. Mikið hefur verið rætt og skrifað um að Aresene Wenger hætti með liðið, en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum.

Tevez áfram hjá West Ham?

Talið er að Carlos Tevez sé alveg við það að skrifa undir nýjan samning við West Ham. Sagt er á erlendum netmiðlum að Eggert Magnússon ætli sér að gera allt til að halda Argentínumanninum hjá West Ham.

Kanoute til Newcastle?

Sam Allardyce er sagður vera að undirbúa tilboð í framherjann Fredi Kanoute hjá Sevilla. Með kaupunum er talið að Allardyce sé að finna staðgengil fyrir Michael Owen en Allardyce býst við að Owen yfirgefi félagið í sumar.

Aaron Baddeley efstur eftir 3 hringi

Ástralinn Aaron Baddeley hefur staðið sig best á Opna Bandaríska Meistaramótinu. Eftir þrjá hringi hefur hann spilað á 212 höggum, eða 2 yfir pari. Tiger Woods átti góðan hring og spilaði á 1 undir pari og komst í annað sætið, með samtals 4 yfir pari.

Sjá næstu 50 fréttir