Flugeldasýning á þjóðhátíðardaginn 18. júní 2007 07:00 fréttablaðið/valli Serbar unnu fyrri leikinn ytra með einu marki og því var ljóst að Íslendingar urðu að vinna með tveimur mörkum til þess að komast á EM sem fram fer í Noregi í janúar. Það var boðið upp á hreint ótrúlega skotsýningu í fyrri hálfleik þar sem alls voru skoruð 46 mörk á 30 mínútum. Varnarleikur og markvarsla var engin hjá báðum liðum og allt lak inn í sókninni. Ísland byrjaði leikinn hræðilega illa og var komið undir 1-4 áður en áhorfendur voru búnir að syngja 17. júní lagið. Serbarnir komu svolítið á óvart með því að spila 6/0 vörn en Alfreð reiknaði með því að þeir myndu klippa Ólaf út úr sóknarleiknum. Þeir byrjuðu á því síðar í hálfleiknum en ekki með neinum árangri. Serbarnir keyrðu auk þess hraða miðju sem íslenska liðið réði ekki við en varnarleikurinn í heildina var til skammar. Serbar fengu auðveld skot í nánast hverri einustu sókn og höfðu lítið fyrir því að opna íslensku vörnina. Þrátt fyrir það gerði Alfreð engar breytingar á vörninni. Markvarðaskipti breyttu engu þar sem Serbar fengu að skjóta án pressu og þá er markvörðunum vorkunn. Liðin héldust í hendur nánast allan fyrri hálfleik. Ísland komst fyrst tveimur mörkum yfir þegar Serbar höfðu skorað 14 mörk en Serbar jöfnuðu strax. Lokakafli hálfleiksins var frábær hjá Íslandi þar sem vörnin datt aðeins í gang og í kjölfarið komu hraðaupphlaupin en Ísland skoraði úr níu slíkum í fyrri hálfleik. Ísland komst í 24-21 en Serbar minnkuðu muninn í 24-22 rétt fyrir hlé og mikil vinna eftir í síðari hálfleik. Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og það byrjaði þann fyrri illa. Birkir Ívar datt í gírinn og hraðaupphlaupin komu á færibandi. Fyrr en varði var Ísland komið með fimm marka forystu, 28-23. Sá munur hélst lengstum en mest náðu Íslendingar sjö marka forystu snemma í síðari hálfleik. Serbar söxuðu á forystuna eftir því sem leið á hálfleikinn og náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar um 6 mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem hver sókn og nánast hver einasta sending skipti öllu máli. Serbar minnkuðu muninn í tvö mörk, 42-40, og eitt mark í viðbót hefði komið þeim á EM. Guðjón Valur sýndi þá afburðaskynsemi og hélt boltanum allt til enda og þakið bókstaflega lyftist í fagnaðarlátunum. Íslenska liðið sýndi enn eina ferðina þann ótrúlega karakter sem einkennir liðið. Liðið stóðst áhlaup Serbanna, sýndi útsjónarsemi og fór ekki á taugum þótt sigurinn hafi verið ansi tæpur undir lokin. Held það sé ekki á neinn hallað þegar Alexander Petersson er sérstaklega hrósað. Hann sannaði enn og aftur hvílíkur afburðaíþróttamaður hann er og Ísland er ríkt að hafa slíkan mann í sínu landsliði. Guðjón Valur var einnig ótrúlegur sem fyrr, skoraði mikilvæg mörk og reif vagninn bókstaflega áfram á köflum. Ólafur var útsjónarsamur og Snorri stýrði spilinu vel. Svo má ekki gleyma Birki Ívari markverði sem var eins og gömul díselvél og keyrði á öllum hestöflum í síðari hálfleik. Liðið er komið á EM þar sem það hefur getuna til að gera ótrúlega hluti. Það er óskandi að hershöfðinginn Alfreð Gíslason verði áfram við stjórnvölinn á því móti. Íslenski handboltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Sjá meira
Serbar unnu fyrri leikinn ytra með einu marki og því var ljóst að Íslendingar urðu að vinna með tveimur mörkum til þess að komast á EM sem fram fer í Noregi í janúar. Það var boðið upp á hreint ótrúlega skotsýningu í fyrri hálfleik þar sem alls voru skoruð 46 mörk á 30 mínútum. Varnarleikur og markvarsla var engin hjá báðum liðum og allt lak inn í sókninni. Ísland byrjaði leikinn hræðilega illa og var komið undir 1-4 áður en áhorfendur voru búnir að syngja 17. júní lagið. Serbarnir komu svolítið á óvart með því að spila 6/0 vörn en Alfreð reiknaði með því að þeir myndu klippa Ólaf út úr sóknarleiknum. Þeir byrjuðu á því síðar í hálfleiknum en ekki með neinum árangri. Serbarnir keyrðu auk þess hraða miðju sem íslenska liðið réði ekki við en varnarleikurinn í heildina var til skammar. Serbar fengu auðveld skot í nánast hverri einustu sókn og höfðu lítið fyrir því að opna íslensku vörnina. Þrátt fyrir það gerði Alfreð engar breytingar á vörninni. Markvarðaskipti breyttu engu þar sem Serbar fengu að skjóta án pressu og þá er markvörðunum vorkunn. Liðin héldust í hendur nánast allan fyrri hálfleik. Ísland komst fyrst tveimur mörkum yfir þegar Serbar höfðu skorað 14 mörk en Serbar jöfnuðu strax. Lokakafli hálfleiksins var frábær hjá Íslandi þar sem vörnin datt aðeins í gang og í kjölfarið komu hraðaupphlaupin en Ísland skoraði úr níu slíkum í fyrri hálfleik. Ísland komst í 24-21 en Serbar minnkuðu muninn í 24-22 rétt fyrir hlé og mikil vinna eftir í síðari hálfleik. Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og það byrjaði þann fyrri illa. Birkir Ívar datt í gírinn og hraðaupphlaupin komu á færibandi. Fyrr en varði var Ísland komið með fimm marka forystu, 28-23. Sá munur hélst lengstum en mest náðu Íslendingar sjö marka forystu snemma í síðari hálfleik. Serbar söxuðu á forystuna eftir því sem leið á hálfleikinn og náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar um 6 mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem hver sókn og nánast hver einasta sending skipti öllu máli. Serbar minnkuðu muninn í tvö mörk, 42-40, og eitt mark í viðbót hefði komið þeim á EM. Guðjón Valur sýndi þá afburðaskynsemi og hélt boltanum allt til enda og þakið bókstaflega lyftist í fagnaðarlátunum. Íslenska liðið sýndi enn eina ferðina þann ótrúlega karakter sem einkennir liðið. Liðið stóðst áhlaup Serbanna, sýndi útsjónarsemi og fór ekki á taugum þótt sigurinn hafi verið ansi tæpur undir lokin. Held það sé ekki á neinn hallað þegar Alexander Petersson er sérstaklega hrósað. Hann sannaði enn og aftur hvílíkur afburðaíþróttamaður hann er og Ísland er ríkt að hafa slíkan mann í sínu landsliði. Guðjón Valur var einnig ótrúlegur sem fyrr, skoraði mikilvæg mörk og reif vagninn bókstaflega áfram á köflum. Ólafur var útsjónarsamur og Snorri stýrði spilinu vel. Svo má ekki gleyma Birki Ívari markverði sem var eins og gömul díselvél og keyrði á öllum hestöflum í síðari hálfleik. Liðið er komið á EM þar sem það hefur getuna til að gera ótrúlega hluti. Það er óskandi að hershöfðinginn Alfreð Gíslason verði áfram við stjórnvölinn á því móti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Sjá meira