Formúla 1

Hamilton vísar kvörtunum Alonso á bug

Nú ólgar spennan í herbúðum McLaren
Nú ólgar spennan í herbúðum McLaren AFP

Lewis Hamilton segir kvartanir félaga síns Fernando Alonso um hlutdrægni forráðamanna McLaren liðsins ekki á rökum reistar, en segir ástandið í herbúðum erfitt í augnablikinu. Í vikunni sagði Alonso liðið hampa Hamilton frekar en sér af því hann sé Englendingur.

"Mér finnst undarlegt að Alonso hafi látið hafa þetta eftir sér. Liðið vill gera sitt besta til að ná því besta út úr okkur báðum, en það er auðvitað erfitt," sagði Hamilton. Fyrir nokkrum dögum lét Alonso hafa eftir sér að McLaren liðið vildi frekar greiða leið Englendingsins unga en sína eigin. "Mér leið ekki vel frá byrjun þegar ég kom til McLaren af því ég var með enskan liðsfélaga sem gekk vel hjá ensku liði," sagði Alonso.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×