Fleiri fréttir

Tölvuleikur gerður í kjölfar atviksins á Parken

Eftir að atvikið í leik Danmerkur og Svíþjóðar á Parken varð eitt vinsælasta umræðuefni í Evrópu hefur danskt fyrirtæki ákveðið að nýta sér tækifærið og búið til leik sem er í anda atviksins. Sá er spilar leikinn er í hlutverki dómarans, Herbert Fandel.

Gerrard segir sig og Lampard spila vel saman

Steven Gerrard segir að hann og félagi hans í Enska landsliðinu, Frank Lampard, hafi sannað það fyrir öllum í vináttuleiknum gegn Brasilíu á föstudag að þeir geti vel spilað saman.

16 kylfingar hafa farið holu í höggi í ár

Þótt ekki sé langt liðið á golfvertíðina 2007 eru þegar komnar til skrifstofu GSÍ 16 tilkynningar um holu í höggi. Einhverjir fleiri en þeir sem eru á listanum hér fyrir neðan hafa náð draumahögginu í ár, en ekki tilkynnt það á réttu eyðublaði til GSÍ. Á meðan að svo er, þá er afrekið ekki viðurkennt af Einherjaklúbbnum.

Ramos orðaður við Manchester City

Eftir að Claudio Ranieri samdi við Juventus í gær hafa forráðamenn Manchester City snúið sér að að Juande Ramos, stjóra Sevilla, til að fylla í skarð Stuart Pearce. Ramos hefur stjórnað Sevilla í næstum því sex ár.

Úrtökumót fyrir Fjórðungsmót um helgina

Úrtökumót fyrir Fjórðungsmót á Austurlandi fara fram í allmörgum aðildarfélögum að mótinu um næstu helgi, þar á meðal stærstu félögunum á Austurlandi: Freyfaxa, Hornfirðingi og Blæ á Norðfirði. Einnig fara héraðssýningar kynbótahrossa á svæðinu fram á næstu dögum: Þann 6. Og 7. Júní á Fljótsdalshéraði, 8. Júní á Hornafirði og 12. – 14 júní í Eyjafirði.

Jafnt í Kópavogi

Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í gær. Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni yfir í Kópavoginum gegn Blikastúlkum en Greta Mjöll Samúelsdóttir jafnaði metin í fyrri hálfleik. Greta misnotaði svo vítaspyrnu þegar skot hennar small í stönginni og hvorugt liðið náði að bæta við marki í litlausum síðari hálfleik.

Án Eiðs Smára í þriðja sinn

Íslenska landsliðið hefur aðeins tvisvar sinnum verið án Eiðs Smára í keppnisleik undanfarin átta ár en stjarna íslenska landsliðið verður fjarri góðu gammni í næsta landsleik. Eiður Smári átti mjög slakan leik gegn Liechtenstein og hefur nú leikið í yfir 500 mínútur án þess að skora með landsliðinu.

Næ kannski hálftíma

Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic vísaði því á bug á blaðamannafundi í gær að hann yrði í byrjunarliði Svíþjóðar gegn Íslandi á morgun. Hann hefur átt við meiðsli að stríða.

KR á toppinn

KR komst á topp Landsbankadeildar kvenna í kvöld. KR sigraði Fylki í Árbænum í kvöld 2-4. Þar með er KR með 9 stig eftir 3 leiki og situr á toppi deildarinnar. Keflavík burstaði ÍR á heimavelli, 7-0. Á Kópavogsvelli skildu Breiðablik og Stjarnan jöfn 1-1.

U19: Ísland 5-2 Azerbaijan

Íslenska U19 ára landslið Íslands lauk í dag keppni í milliriðli í Noregi fyrir EM með sigri á Azerbajian 5-2. Ísland hafði áður tapað fyrir Noregi og Spáni með litlum mun. Íslendingar enda því í öðru sæti riðilsins með 3 stig.

Wigan fær Sibierski

Antoine Sibierski skrifaði í dag undir 2 ára samning við Wigan. Þetta er annar leikmaðurinn sem að Wigan semur við í dag, en Titus Bramble skrifaði undir samning við félagið í morgun.

Birkir Ívar með gegn Serbum

Birkir Ívar Guðmundsson landsliðsmarkvörður í handbolta leikur með íslenska landsliðinu gegn Serbum. Málið var leyst síðdegis í dag. Vafi lék á hvort að Birkir Ívar gæti verið með þar sem lið hans í þýska handboltanum lenti í umspili um sæti í úrvalsdeildinni.

UEFA: Málið tekið fyrir á föstudaginn

Aganefnd UEFA mun taka málið úr leik Danmerkur og Svíþjóðar fyrir á föstudaginn. Leikurinn var spilaður á Parken í Danmörku og upp úr sauð á lokamínútunum þegar reiður áhorfandi slapp inn á völlinn og réðst að dómara leiksins, Herbert Fandel.

Gerrard og Carragher búnir að gera nýjan samning

Steven Gerrard og Jamie Carragher skrifuðu undir nýjan samning við Liverpool í dag. Gerrard og Carragher hafa verið lykilmenn í liði Liverpool síðastliðin ár og hjálpuðu liðinu meðal annars að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði.

Þrír leikir í Landsbankadeild kvenna í kvöld

Þrír leikir eru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni, KR mætir Fylki í Árbænum og Keflavík mætir ÍR á heimavelli og hefjast allir leikirnir klukkan 19:15.

Ranieri búinn að taka við Juventus

Claudio Ranieri, sem sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Parma í síðustu viku hefur verið ráðinn þjálfari Juventus. Þessi fyrrverandi stjóri Chelsea var sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City eftir að Stuart Pearce var sagt upp störfum.

West Ham ætla að reyna að fá Barton

Samkvæmt SkySports.com ætlar West Ham að veita Newcastle samkeppni um að fá Joey Barton til liðs við sig. West Ham, sem að öllum líkindum festir kaup á leikmanni Newcastle í dag, Scott Parker, er sagt ætla að bjóða 5.5 milljónir punda í leikmanninn.

Ranieri gæti verið á leiðinni til Juventus

Claudio Ranieri, sem nýlega sagði upp starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Parma er núna sterklega inni í myndinni sem arftaki Didier Deschamps hjá Juventus ef eitthvað er að marka orð Giovanni Cobolli Gigli, forseti Juventus.

Vanden Borre að ganga til liðs við Fiorentina

Leikmaður Anderlecht í Hollandi, Anthony Vanden Borre hefur skrifað undir 5 ára samning við Fiorentina á Ítalíu. Vanden Borre er gríðarlega efnilegur varnarmaður og spilaði meðal annars 6 leiki fyrir Anderlecht Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili.

Búist við að Parker og Barton færi sig um set á morgun

Búist er við að Joey Barton skrifi undir samning hjá Newcastle á morgun en það fer þó eftir því að leikmaður Newcastle, Scott Parker, skrifi undir hjá West Ham áður. Joey Barton, sem hefur vakið mikla athygli fyrir hegðun sína spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England í vetur.

Garðar Gunnlaugsson skoraði fyrir Norrköping

Norrköping styrkti stöðu sína á toppi annarar deildar í Svíþjóð með góðum 1-3 útisigri á Landskrona í dag en með liðinu spila íslendingarnir Garðar B. Gunnlaugsson og Stefán Þórðarson.

Juventus tapaði fyrir Bari

Juventus töpuðu fyrir Bari í dag 0-1 í næstsíðasta leik liðsins í Serie B. Það var Carrus sem skoraði markið fyrir heimamenn í Bari á 57. mínútu. Bari voru óheppnir að bæta ekki við öðru marki því að Ganci misnotaði vítaspyrnu á 87. mínútu eftir að Legrottaglie leikmaður Juventus var vikið af velli.

Jón Arnór með 6 stig í tapleik

Jón Arnór Stefánsson skoraði sex stig fyrir Lottomatica Roma gegn deildarmeisturunum í Montepaschi Siena. Jón Arnór og félagar töpuðu leiknum 76-84. Jón Arnór spilaði í 12 mínútur og skoraði sex stig, þar af tvö úr vítaskotum.

Mourinho: Ég er ósnertanlegur

José Mourinho segir að honum finnist hann vera ósnertanlegur á Stamford Bridge. Hann segir að hann sé mjög ánægður með samstarfið á milli hans og eigandans Roman Abramovich, en margar sögur hafa verið þess efnis að slæmt sé á milli þeirra.

United ekki hættir að kaupa?

Þrátt fyrir að David Gill, stjórnarformaður Manchester United, hafi sagt fyrir stuttu að United myndi sennilega ekki fá fleiri leikmenn til liðsins í sumar hafa margir leikmenn verið sterklega orðaðir við félagið.

Cleveland í úrslit NBA

Cleveland tryggði sér í nótt rétt til að leika í úrslitum NBA í fyrsta sinn í sögu félagsins. Cleveland vann sjöttu viðureignina gegn Detroit Pistons í nótt og vann þar með einvígið 4-2.

Danmörk 30-30 Úkraína

Fyrri leik Danmerkur og Úkraínu í umspil um sæti á HM í handknattleik kvenna var að ljúka og var lokastaðan 30-30. Það er margt í húfi fyrir dönsku stelpurnar því að ef að þær vinna ekki þetta einvígi þá falla þær um styrkleikaflokk og komast ekki á ólympíuleikana í Peking.

EM: Úrslit leikja

Í dag var leikið í undankeppni EM í knattspyrnu karla. Nokkrar leikir voru að klárast og helstu úrslit eru:

EM: Ótrúlegur leikur á Parken

Leikur Danmerkur og Svíðjóðar í F-riðli undankeppni EM var flautaður af eftir að danskur áhorfandi hljóp inn á völlinn og réðist að dómaranum eftir að vítaspyrna var dæmd á Christian Poulsen á lokamínútunni.

Casper Jacobsen semur við Breiðablik

Casper Jacobsen, varamarkvörður AaB í Danmörku hefur samið við Breiðablik og mun standa á milli stanganna hjá Breiðablik í fjarveru Hjörvars Hafliðasonar sem þarf að gangast undir aðgerð á hné.

Alfreð, Ottó og Sigmundur deila efsta sæti

Alfreð Brynjar Kristinsson úr GR og þeir Ottó Sigurðsson og Sigmundur Einar Másson úr GKG deila efsta sæti eftir fyrsta hring af þremur á 2. stigamótinu á Kaupþings mótaröðinni sem fram fer á Korpúlfsstaðavelli. Þeir léku allir á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari. Mjög hvasst var í dag og þá gekk á með skúrum fyrir hádegi.

EM: Pólland lagði Azerbaijan

Pólland lagði Azerbaijan í dag 3-1 á A-riðli á heimavelli. Pólverjar þurftu þó að hafa fyrir sigrinum þar sem azerar komust yfir eftir aðeins sex mínútna leik og voru yfir í hálfleik. Það var ekki fyrr en á 63. mínútu sem að Ebi Smolarek jafnaði fyrir pólverja. Það var svo Jacek Krzynowec sem tryggði pólverjum sigur með tveimur mörkum fyrir leikslok.

Jafntefli gegn Liechtenstein

Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli við smáríkið Liechtenstein. Leikurinn fór 1-1 og íslenska liðið spilaði langt undir getu í dag. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði mark íslendinga á 27. mínútu en Raphael Rohrer jafnaði fyrir Liechtenstein á 69. mínútu.

Ísland - Liechtenstein: 1-0 í hálfleik

Það er komið hlé í leik íslands og Liechtenstein. Staðan er 1-0 og var það Brynjar Björn Gunnarsson sem skoraði markið með skalla á 27. mínútu eftir aukaspyrnu frá Emil Hallfreðssyni. Íslenska liðið var þó ekki sannfærandi eftir markið og skapaði lítið af færum.

Brynjar Björn búinn að koma íslendingum yfir

Brynjar Björn er búinn að skora fyrsta markið í leiknum á milli Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Brynjar skoraði markið með skalla eftir aukaspyrnu frá Emil Hallfreðssyni. Markið kom á 27. mínútu og staðan því orðin 1-0.

Kaká ósáttur við dómarann

Kaka segir að sitt lið hafi skilið að ná jafntefli í vináttuleiknum gen Englandi í gær. Hann segir að dómarinn hafi ekki verið sanngjarn og til dæmis dæmt löglegt mark af Gilberto í fyrri hálfleik. "Englendingar brutu oft illa af sér og komust upp með það," sagði Kaka.

Guðjón Valur næstmarkahæstur í Þýskalandi

Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Gümmersbach í Þýskalandi, var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar en lokaumferðin var leikin í dag. Guðjón Valur skoraði 221 mark og þar af aðeins fjögur af vítalínunni.

Roy Keane ætlar að kaupa Scholes

Roy Keane er greinilega hrifinn af fyrrverandi liðsfélugum sínum í Manchester United. Nýjustu fréttir segja að hann ætli að bjóða 2 milljónir punda í Paul Scholes á næstu dögum.

Kiel Þýskalandsmeistari í handbolta

Lokaumferð í þýska handboltanum fór fram í dag. Kiel tryggði sér sigur í deildinni með því að sigra Nordhorn 34:28. Kiel komst þá í 58 stig eins og Hamburg en með betri markatölu.

José Mourinho líður vel með að eyða litlu

José Mourinho er sannfærður um að hann geti styrkt Chelsea liðið mikið án þess að eyða miklum peningum. Hann hefur nú fengið Steve Sidwell, Claudio Pizzaro og Alex frítt til liðsins. Hann býst ekki við að borga fyrir neinn leikmann í sumar.

Undankeppni EM: Leikir dagsins

Ísland mætir Liechtenstein í dag klukkan 16:00 í F-riðli undankeppni EM. Fleiri leikir munu fara fram í dag út um alla evrópu. Leikir dagsins eru:

Sjá næstu 50 fréttir