Fleiri fréttir

Ferguson: Við verðum að stöðva Totti

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að hans menn verði að finna leið til að halda aftur af Francesco Totti ef þeir ætli sér að leggja Roma í Meistaradeildinni annað kvöld. Þetta er fyrri leikur liðanna í 8-liða úrslitunum og verður hann að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn klukkan 18:30.

Agbonlahor fær nýjan samning

Enski ungmennalandsliðsmaðurinn Gabriel Agbonlahor hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Aston Villa. Hann er tvítugur og skoraði jöfnunarmark liðsins í 1-1 jafntefli við Everton í gærkvöldi. Agbonlahor er vængmaður og hefur hann komið mjög á óvart með aðalliði Villa í vetur.

Mourinho: Þetta er búið að vera frábært tímabil

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að hann muni alltaf líta til baka á keppnistímabilið sem frábæra leiktíð, jafnvel þó liðið vinni ekki fleiri titla í ár. Hann segist afar stoltur af frammistöðu leikmanna sinna í vetur þar sem meiðsli lykilmanna hafa sett stórt strik í reikninginn hjá tvöföldum Englandsmeisturunum.

Tottenham ekki refsað

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham mun ekki þurfa að blæða fyrir atvikið sem varð á leik liðsins gegn Chelsea í enska bikarnum á dögunum, þegar áhorfandi hljóp inn á völlinn og reyndi að kýla Frank Lampard. Enska knattspyrnusambandið lét rannsaka atvikið og ákvað að refsa félaginu ekki fyrir slaka öryggisgæslu.

Evrópublak lesbía á Íslandi í fyrsta sinn

Um páskahelgina verður Evrópublakmót lesbía haldið á Íslandi í fyrsta sinn. Mótið fer fram í íþróttahöll Fylkis dagana 7.-8. apríl og þar munu etja kappi um 100 konur frá löndum eins og Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Íslandi. Það er blaklið KMK sem stendur fyrir mótinu sem er nú haldið í 19. sinn.

Florida háskólameistari annað árið í röð

Florida-skólinn varð í gærkvöld háskólameistari í körfubolta annað árið í röð eftir sigur á Ohio State í úrslitaleik 84-75. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 1992 sem lið vinnur tvö ár í röð í keppninni og í fyrsta sinn í sögunni sem lið vinnur tvö ár í röð með sama byrjunarlið.

Stórveldin slást í beinni á Sýn Extra

Evrópustórveldin AC Milan og Bayern Munchen mætast í kvöld í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fer leikurinn fram á San Siro í Mílanó. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30. Þetta eru tvö af sigursælustu liðum Evrópuknattspyrnunnar og hafa unnið titilinn tíu sínum samtals.

PSV - Liverpool í beinni á Sýn í kvöld

Fyrri leikur PSV Eindhoven og Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 18:30. Þetta verður þriðja viðureign liðanna í vetur þar sem þau léku saman í riðlakeppninni. Liverpool ætti að vera klárt í slaginn eftir frábæran sigur á Arsenal um helgina, en hollenska liðinu hefur ekki gengið sérlega vel í deildinni undanfarið.

Flamini vill fara frá Arsenal

Miðjumaðurinn Mathieu Flamini, sem verið hefur í herbúðum Arsenal frá árinu 2004, segist vilja fara frá félaginu. Leikmaðurinn sagði blaðamönnum í heimalandi sínu að hann vildi reyna fyrir sér hjá öðru liði því hann væri þreyttur á að halda ekki föstu sæti í liði Arsenal.

Benitez fær að versla vel í sumar

Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, muni fá allt að 40 milljónir punda til að kaupa leikmenn í sumar. Hann fundaði með eigendum félagsins um síðustu helgi og kom brosandi út af þeim fundi þar sem honum var lofað fjármunum til að styrkja liðið verulega.

Kaka kemur Milan yfir á ný

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka er búinn að koma AC Milan yfir á ný gegn Bayern 2-1 í leik liðanna á San Siro. Markið var það sjöunda hjá Kaka í Meistaradeildinni í vetur, en það skoraði hann úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Vítaspyrnudómurinn var afar strangur og hætt við að Þjóðverjarnir eigi eftir að láta í sér heyra eftir leikinn, enda óttuðust þeir mjög reynsluleysi rússneska dómarans fyrir viðureignina í kvöld.

Bayern jafnar í Mílanó

Bayern Munchen er búið að jafna metin í 1-1 gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Daniel van Buyten sem skoraði þetta gríðarlega þýðingarmikla mark fyrir þýska liðið og ljóst að heimamenn verða að sækja stíft síðustu 10 mínúturnar í leiknum.

Crouch klárar dæmið fyrir Liverpool

Liverpool er komið í 3-0 gegn PSV í Meistaradeildinni. Markið skoraði Peter Crouch með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Steve Finnan frá hægri og nú er útlitið orðið mjög dökkt hjá hollenska liðinu, sem á útileikinn eftir á Anfield. Markið kom á 63. mínútu, en staðan í leik AC Milan og Bayern er enn 1-0 fyrir Milan.

Þrumufleygur frá Riise - Liverpool komið í 2-0

Norðmaðurinn John Arne Riise hefur komið Liverpool í 2-0 gegn PSV í Hollandi. Markið kom í upphafi síðari hálfleiks og var þar á ferðinni dæmigert mark fyrir bakvörðinn knáa - bylmingsskot af löngu færi í bláhornið.

Hálfleikur í Meistaradeildinni

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu. Liverpool hefur yfir 1-0 á útvelli gegn PSV Eindhoven með marki Steven Gerrard og Andrea Pirlo kom AC Milan í 1-0 gegn Bayern Munchen í Mílanó. Leikirnir eru sýndir beint á rásum Sýnar.

Pirlo kemur Milan yfir

Andrea Pirlo hefur komið AC Milan yfir 1-0 gegn Bayern Munchen í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Pirlo skoraði með góðum skalla á 40. mínútu, en skömmu áður hefði Milan líklega átt að fá vítaspyrnu þegar Kaka var brugðið í teignum.

Gerrard kemur Liverpool yfir

Steven Gerrard er búinn að koma Liverpool í 1-0 gegn PSV í Hollandi. Hann skoraði með skalla eftir laglega fyrirgjöf frá Steve Finnan eftir um 27 mínútur. Staðan í leik AC Milan og Bayern er enn 0-0. Báðir leikir eru í beinni útsendingu á rásum Sýnar, en áskrifendur VefTV geta séð leik Liverpool í beinni útsendingu hér á Vísi.

Þrjár breytingar á liði Liverpool

Rafa Benitez hefur gert þrjár breytingar á byrjunarliði Liverpool sem sækir PSV heim í Meistaradeildinni í kvöld. Alvaro Arbeloa, Jermaine Pennant og Mark Gonzalez detta út úr liðinu og í stað þeirra koma inn bakverðirnir John Arne Rise, Steve Finnan og framherjinn Dirk Kuyt. Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Hlynur Bærings: DHL-höllin er okkar heimavöllur

Hlynur Bæringsson átti ágætan leik gegn KR í kvöld en það dugði skammt og því þurfa Snæfellingar að mæta í oddaleik í DHL-höllinni á fimmtudaginn um laust sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Hlynur hefur engar áhyggjur af oddaleiknum og segir DHL-höllina vera heimavöll Snæfells í einvíginu.

Fannar Ólafs: KR vantar pening í kassann

Fannar Ólafsson, miðherji KR, var að vonum kátur með sigur hans manna á Snæfelli í fjórða leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Hann sagði KR-liðið loksins hafa sýnt sitt rétta andlit í einvíginu og hlakkar til að spila oddaleikinn á fimmtudaginn.

Friðrik Stefáns: Er hægt að hafa þetta betra?

Friðrik Stefánsson, leikmaður Njarðvíkur, sagði einbeitingarleysi hafa kostað liðið sigur í fjórða leiknum gegn Grindavík í kvöld. Liðin verða að mætast í oddaleik á fimmtudaginn og mæta þar annað hvort Snæfelli eða KR.

Grindavík knúði fram oddaleik

Grindvíkingar tryggðu sér í kvöld oddaleik gegn Njarðvík í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar með 81-71 sigri í fjórða leik liðanna í Grindavík. Staðan er jöfn í einvíginu 2-2 og því verða þau að mætast í hreinum úrslitaleik í Njarðvík á fimmtudaginn.

KR burstaði Snæfell

KR-ingar völtuðu yfir Snæfellinga 104-80 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í Stykkishólmi í kvöld. Ef undan er skilin smá rispa heimamanna í upphafi leiks var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti í kvöld og ljóst að liðin verða nú að mætast í oddaleik í vesturbænum um sæti í úrslitum.

Jackson flaug inn í heiðurshöllina

Þjálfarinn Phil Jackson hjá LA Lakers var í dag tekinn inn í heiðurshöllina í NBA deildinni. Hann vann sex meistaratitla með Chicago Bulls á tíunda áratug síðustu aldar og aðra þrjá með liði LA Lakers í byrjun aldarinnar. Aldrei var spurning hvort Jackson færi inn í heiðurshöllina heldur aðeins hvenær og hann hefur nú fengið þar sæti á fyrsta árinu sem hann kom til greina.

Páll Kristins: Við erum ekki hræddir við neitt

Páll Kristinsson átti fínan leik í kvöld þegar hans menn í Grindavík lögðu Njarðvík öðru sinni og knúðu fram oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Hann segir Grindvíkinga klára í verkefnið á fimmtudaginn.

Jafnt hjá Villa og Everton

Einn leikur var á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Aston Villa og Everton skildu jöfn 1-1 á Villa Park. Joleon Lescott kom gestunum yfir í upphafi leiks en Gabriel Agbonlahor jafnaði fyrir Villa í lokin. Heimamenn hafa ekki unnið leik síðan í byrjun febrúar en eru að mestu sloppnir við falldrauginn. Everton situr í sjöunda sætinu.

Cole stefnir á endurkomu á miðvikudaginn

Miðjumaðurinn Joe Cole hjá Chelsea hefur sett stefnuna á að vera með liði sínu á ný í Meistaradeildarleiknum gegn Valencia á miðvikudagskvöldið. Cole hefur verið frá keppni í fjóra mánuði og vonast til að fá að spila nokkrar mínútur sem varamaður í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitunum. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra.

Hetja Snæfellinga spilar ekki í kvöld

Fjórði leikur Snæfells og KR er nú að hefjast í undanúrslitum Iceland Express deildinni í körfubolta. Snæfellingar geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í kvöld, en þeir verða að gera það án hetju sinnar Martin Thuesen sem er meiddur. Thuesen skoraði sigurkörfu Snæfells í öðrum leiknum í Stykkishólmi. Leikur Grindavíkur og Njarðvíkur verður sýndur beint á Sýn klukkan 20 í kvöld.

Federer íþróttamaður ársins þriðja árið í röð

Tenniskappinn Roger Federer var í dag kjörinn íþróttamaður ársins þriðja árið í röð á Laureus hátíðinni. Stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva var kjörin íþróttakona ársins. Það er nefnd íþróttafréttamanna frá 128 löndum sem stendur að valinu ár hvert.

Rooney hefur ekki áhyggjur af markaskorun

Wayne Rooney hjá Manchester United segist ekki hafa stórar áhyggjur af því þó hann hafi aðeins skorað 3 mörk í síðustu 13 leikjum sínum í öllum keppnum. Hann segir mestu máli skipta að liði sínu gangi vel og að það sé í toppsætinu.

Rafa: Vanmetum ekki PSV

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur komið þeim skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna að láta ekki blekkjast af slöku gengi PSV Eindhoven í hollensku deildinni undanfarið. Liverpool sækir PSV heim í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:30.

Enginn þorði í framboð gegn Blatter

Í dag varð ljóst að Sepp Blatter verður forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins næstu fjögur árin, en þá rann út frestur til mótframboðs til forseta hjá sambandinu. Blatter hefur verið í forsetastóli hjá FIFA síðan 1998 og verður þetta því þriðja kjörtímabil hans í valdastóli.

Vidic er viðbeinsbrotinn

Nú hefur verið staðfest endanlega að varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United er viðbeinsbrotinn eins og óttast var í fyrstu. Þetta þýðir að leikmaðurinn verður frá keppni í að minnsta kosti 4-5 vikur og því verður að teljast ólíklegt að hann geti hjálpað liði sínu mikið á lokasprettinum í vor.

Villa: Mitt hlutverk að nýta færin

Spænski landsliðsframherjinn David Villa hjá Valencia segir að hann og hans menn séu meira en klárir í slaginn við Chelsea í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 18:30.

Rummenigge ósáttur við dómaraval

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, hefur lýst yfir áhyggjum sínum í kjölfar þess að lítt reyndur rússneskur dómari var settur á leik liðsins gegn AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinna. Rummenigge segir rússneska dómara ekki hafa reynst liði sínu vel í keppninni til þessa.

Fyrstur til að ná þrisvar sinnum fullkomnum leik

Hafþór Harðarson úr Lærlingum varð í gær fyrsti Íslendingurinn til þess að ná þrisvar sinnum fullkomnum leik í keilu, eða 300 stigum, þegar hann sigraði á Sjóvámótinu sem fram fór í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.

Inter setur stefnuna á 100 stig

Inter Milan hefur 20 stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu og ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að liðið lyfti bikarnum á ný. Varnarmaðurinn Marco Materazzi segir liðið setja stefnuna á nýtt met í deildinni - 100 stig og ekkert tap.

Enn hefur Zidane ekki samband við Materazzi

Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Materazzi segist enn vera að bíða eftir því að Zinedine Zidane biðji sig afsökunar á að hafa skallað sig í úrslitaleik HM í Þýskalandi síðasta sumar. Hann er þó bjartsýnn á að Frakkinn geri það einn daginn.

Finnan með annað augað á úrslitaleiknum

Varnarmaðurinn Steve Finnan hjá Liverpool segist ekki geta neitað því að hann sé kominn með annað augað á úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool mætir PSV Eindoven í fjórðungsúrslitum keppninnar annað kvöld í leik sem sýndur verður beint á Sýn klukkan 18:30.

Van Gaal framlengir við AZ Alkmaar

Þjálfarinn Luis van Gaal hefur framlengt samning sinn við hollenska liðið AZ Alkmaar um tvö ár eða til ársins 2010. Van Gaal hefur náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við fyrir tveimur árum. Liðið náði öðru sæti í deildinni í fyrra og er sem stendur í því þriðja. Þá er liðið komið í fjórðungsúrslit UEFA keppninnar þar sem það mætir fyrnasterku liði Bremen á fimmtudag. Grétar Rafn Steinsson leikur með AZ Alkmaar.

Breska pressan slúðrar enn um brottför Mourinho

Nokkur af bresku slúðurblöðunum eru uppfull af því í dag að dagar Jose Mourinho séu taldir hjá Chelsea. Roman Abramovic eigandi átti í gær 15 mínútna fund með öllum helstu forráðamönnum félagsins og hafa bresku blöðin slegið því upp á síðum sínum í dag að efni fundarins hafi verið að ráða nýjan þjálfara og að jafnvel verði fleiri en einn maður ráðinn í verkefnið.

Rómverjar segja Ronaldo vera leikara

Þeir Amantino Mancini og Christian Panucci hjá ítalska liðinu Roma hafa nú sent út fyrstu kyndingarna fyrir leik Roma og Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Þeir félagar segja að Cristiano Ronaldo megi ekki búast við neinni sérmeðferð frá dómurum leiksins og segja hann leikara.

Jón Arnór með 12 stig í sigri Roma

Jón Arnór Stefánsson skoraði 12 stig fyrir ítalska liðið Lottomatica Roma í gær þegar liðið skellti Benetton Treviso 73-61 á útivelli í A-deildinni í gær. Roma er í fjórða sæti deildarinnar.

Adam Scott sigraði í Houston

Ástralski kylfingurinn Adam Scott vann góðan sigur á Opna Houston mótinu í golfi sem lauk í Texas í gærkvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn var með beina útsendingu frá lokahringnum. Scott lauk keppni á 17 höggum undir pari og var með þriggja högga forystu á næstu menn, þá Stuart Appleby og Bubba Watson sem luku keppni á 14 undir pari.

Sjá næstu 50 fréttir