Sport

Fyrstur til að ná þrisvar sinnum fullkomnum leik

Hafþór Harðarson úr Lærlingum varð í gær fyrsti Íslendingurinn til þess að ná þrisvar sinnum fullkomnum leik í keilu, eða 300 stigum, þegar hann sigraði á Sjóvámótinu sem fram fór í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.

Hafþór hafði fyrir daginn í gær tvisvar náð fullkomnum leik en bætti um betur og kom sér þannig í sögubækur keilunnar. Hafþór, sem er tvítugur, hyggur á atvinnumennsku í keilunni á næstunni en þá gengur hann til liðs við sænska liðið Pergamon sem tekur þátt í Evrópumótaröðinni í keilu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×