Fleiri fréttir Benítez á leið til Real Madrid? Real Madrid vilja fá Rafael Benítez sem næsta þjálfara frekar en José Mourinho. Þeir munu nú reyna að lokka Benítez frá Liverpool með boði sem hann getur ekki hafnað. Frá þessu segir í The Times í dag. Benítez hafnaði boði frá Real fyrir um ári síðan en síðan þá hafa aðstæður breyst, bæði á Bernabau og Anfield. 21.3.2007 08:52 Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn gegn uppgangi akstursíþrótta. Framsýn tillaga Guðjóns Arnars Kristjánssonar um að breyta umferðarlögum með þeim hætti að skilgreina hvað akstursíþróttabraut væri fékk ekki náð fyrir augum stjórnarmeirihlutans. Atkvæðagreiðslan á Alþingi var nokkuð eftirminnileg þar sem að formaður samgöngunefndar Guðmundur Hallvarðsson studdi tillgöuna þegar hún var í fyrstu borin upp til atkvæða og sömuleiðis nokkrir stjórnarliðar til viðbótar. Þetta varð til þess að tillagan var samþykkt. 21.3.2007 19:18 Valur Ingimundarson íhugar að hætta Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms reiknar ekki með að þjálfa lið Skallagríms á næsta keppnistímabili í Iceland Express deildinni. Valur var súr í bragði í samtali við Arnar Björnsson á Sýn eftir tap hans manna fyrir Grindavík í kvöld og sagði dómara hafa leikið lið sitt illa. 20.3.2007 22:00 Friðrik Ragnars: Ég var orðinn skíthræddur Friðrik Ragnarsson sagði sína menn í Grindavík hafa spilað sinn besta bolta í vetur í fyrri hálfleiknum gegn Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Hann sagðist gríðarlega stoltur af strákunum og hlakkar til að mæta sínum gömlu félögum í Njarðvík í undanúrslitunum. 20.3.2007 22:38 Benedikt Guðmunds: Eigum enn eftir að springa út Benedikt Guðmundsson þjálfari var mjög sáttur við leik sinna manna í KR í kvöld eftir frækinn sigur liðsins á ÍR. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik gerði þar útslagið og Benedikt á von á öðru jöfnu einvígi gegn Snæfelli í undanúrslitunum. 20.3.2007 22:25 Frábær sigur hjá Grindavík Grindvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum með frábærum sigri á Skallagrími í Borgarnesi 97-81 í oddaleik. Grindvíkingar komu gríðarlega einbeittir til leiks og þó heimamenn hafi komist inn í leikinn í síðari hálfleik og náð að komast yfir, sýndu gestirnir mikla seiglu og tryggðu sér sigur. 20.3.2007 21:47 KR í undanúrslit - Patterson með þrennu KR-ingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta með sigri á ÍR í oddaleik 91-78. Gestirnir úr Breiðholtinu höfðu yfir í hálfleik, en heimamenn skelltu í lás í vörninni í þeim síðari og völtuðu yfir gestina, eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 25-5. 20.3.2007 21:22 Deildarleik Chelsea og Man Utd frestað Síðari deildarleik Chelsea og Manchester United á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni hefur nú verið frestað til miðvikudagsins 9. maí eftir að bæði lið komust áfram í enska bikarnum. Leikurinn átti að fara fram 14 apríl en nú er ljóst að liðin mætast í næstsíðustu umferð deildarkeppninnar. 20.3.2007 23:07 Þeir voru lélegri en ég hélt Sevilla komst í kvöld loksins í undanúrslitin í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir að hafa slegið út granna sína í Real Betis. Liðin léku það sem eftir var leiks þeirra frá því í lok síðasta mánaðar, en honum var frestað eftir að þjálfari Sevilla fékk flösku í höfuðið og rotaðist. Hann gat ekki stillt sig um að senda andstæðingum sínum smá skot eftir leikinn. 20.3.2007 22:54 Stjarnan jók forskotið á toppnum Stjarnan og Grótta skildu jöfn 21-21 í toppslag DHL deildar kvenna í kvöld eftir að Grótta hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik 12-9. Alina Petrache skoraði 6 mörk fyrir Stjörnuna og Rakel Bragadóttir 5. Florentina Grecu varði 23 skot í markinu. Natasha Damljanovic skoraði 6 mörk fyrir Gróttu og Íris Björk Símonardóttir varði 18 skot í markinu. 20.3.2007 21:42 Sjöundi oddaleikurinn hjá Axeli Kárasyni Körfuboltamaðurinn Axel Kárason ætti að þekkja það vel að spila upp oddaleiki í úrslitakeppninni. Hann hefur tekið þátt í sex oddaleikjum frá árinu 2001, fimm með Tindastóli og einum með Skallagrími. Axel hefur unnið fjóra af þessum sex leikjum, en hann verður í sviðsljósinu með Skallagrími gegn Grindavík í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld klukkan 20 í beinni á Sýn. 20.3.2007 18:50 Byrjar Skarphéðinn í kvöld? KR-ingar hafa unnið alla sjö leiki sína í Iceland Express deildinni í ár þar sem Skarphéðinn Ingason hefur verið í byrjunarliðinu. Skarphéðinn byrjaði sex leiki í deildarkeppninni og var í byrjunarliðinu í Seljaskóla á laugardaginn þegar KR-ingar tryggðu sér oddaleik í kvöld. 20.3.2007 18:03 Framtíð Reyes óljós Jose Antonio Reyes segist ekkert hafa rætt við forráðamenn Arsenal og Real Madrid um framtíð sína en hann er nú á eins árs lánssamningi hjá spænska liðinu frá Arsenal. Reyes hefur oft undirstrikað að hann sé ánægður hjá Real og vilji aldrei aftur spila á Englandi. 20.3.2007 17:30 Ronaldo: Capello er djöfullinn Framherjinn Ronaldo hjá AC Milan segir að fyrrum þjálfari hans Fabio Capello hjá Real Madrid eigi ekki skilið að vinna Spánarmeistaratitilinn. Hann gekk svo langt að kalla vist sína hjá Real "helvíti" og kallaði Capello sjálfan djöfulinn. "Ég vona að liðinu gangi vel vegna félaga minna þar - en Capello á ekki skilið að vinna neitt," sagði Brasilíumaðurinn í samtali við spænska sjónvarpsstöð. 20.3.2007 16:30 Formúla 1 í opinni dagskrá á Sýn 2008 Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér þriggja ára sýningarrétt á Formúlu 1 frá og með næsta keppnistímabili. Formúla 1 hefur verið eitt vinsælasta íþróttaefni í íslensku sjónvarpi um árabil og verða beinar útsendingar frá tímatökum og keppnum í opinni dagskrá. Sýn hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá og með næsta keppnistímabili. 20.3.2007 16:00 Benitez vill varaliðin í deildarkeppnina Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur nú enn á ný áréttað að hann vilji sjá varalið stóru liðanna í úrvalsdeildinni skráð til keppni í neðri deildunum á Englandi. Hann segir þetta nauðsynlegt til að byggja upp betra landslið. Þetta fyrirkomulag segir hann hafa dugað vel í Frakklandi, Spáni og í Þýskalandi. 20.3.2007 15:30 Adriano lenti í slagsmálum Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter Milan lenti í slagsmálum á næturklúbbi á Ítalíu á sunnudagskvöldið. Andstæðingurinn var engin smásmíði, en það var bandaríski körfuboltamaðurinn Rolando Howell hjá Varese sem er vel yfir tveir metrar á hæð. Slagsmálin áttu sér stað á og fyrir utan næturklúbbinn Hollywood. Landi Adriano, Ronaldo hjá AC Milan, náði að stöðva slagsmálin og róa félaga sinn niður. 20.3.2007 14:18 Árásarmaðurinn í lífstíðarbann Ljótt atvik átti sér stað eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum í gærkvöld þegar áhorfandi hljóp inn á völlinn og reyndi að kýla Frank Lampard. Hér er myndband af atvikinu. Málið er í rannsókn hjá enska knattspyrnusambandinu, en maðurinn sem réðist inn á völlinn hefur verið dæmdur í lífstíðarbann. Hann er stuðningsmaður Tottenham, en hinn maðurinn sem hljóp inn á völlinn var stuðningsmaður Chelsea. 20.3.2007 14:01 Barcelona vill semja við Ronaldinho til 2014 Varaforeti Barcelona segir félagið hafa mikinn hug á að halda Brasilíumanninum Ronaldinho eins lengi og mögulegt er. Hann segir samning í smíðum sem gilda muni til ársins 2014 og segir Barcelona heldur ekki vilja selja menn eins og Deco og Leo Messi. 20.3.2007 12:43 Valencia og Inter áfrýja Knattspyrnufélögin Valencia á Spáni og Inter Milan á Ítalíu hafa bæði áfrýjað dómi Knattspyrnusambands Evrópu í dögunum þar sem leikmönnum liðanna var refsað harðlega fyrir slagsmálin sem urðu eftir leik þeirra í Meistaradeildinni þann 6. mars. 20.3.2007 12:23 Ronaldo: Ég er of góður Christiano Ronaldo var ekki sáttur við að vera enn á ný sakaður um leikaraskap í gærkvöld þegar hann skoraði sigurmark Manchester United í sigrinum á Middlesbrough í enska bikarnum. Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði úr henni sjálfur - og Boro-menn sökuðu hann um leikaraskap. 20.3.2007 12:07 Kidd og Bryant leikmenn vikunnar Jason Kidd hjá New Jersey og Kobe Bryant hjá LA Lakers voru útnefndir leikmenn vikunnar í NBA deildinni í gær. Kidd leiddi New Jersey til sigurs í þremur af fjórum leikjum sínum og skoraði 14,5 stig, gaf 12,8 stoðsendingar og hirti 7,5 fráköst. Kobe Bryant fór fyrir liði Lakers og skoraði að meðaltali 46,7 stig að meðaltali í þremur leikjum með LA Lakers, en liðið vann tvo af þremur leikjum sínum í vikunni. 20.3.2007 12:02 Boston steinlá fyrir New Orleans Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans vann auðveldan sigur á Boston í Oklahoma City 106-88 og Atlanta burstaði Sacramento 99-76. Leikur New Jersey og Denver verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan 23 í kvöld. 20.3.2007 11:52 Áhorfandi reyndi að ráðast á Lampard Enska knattspyrnusambandið er nú að rannsaka atvik sem átti sér stað eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum í gærkvöldi þegar áhorfandi á White Hart Lane réðist að Frank Lampard hjá Chelsea. "Ég hélt að hann myndi ná að kýla mig - ég beygði mig bara," sagði Lampard. 20.3.2007 11:41 Grindvíkingar grimmir í fyrri hálfleik Grindvíkingar mættu mjög grimmir til leiks í viðureign sinni gegn Skallagrímsmönnum í Borgarnesi og hafa yfir í hálfleik 50-38. Heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna fyrir lok hálfleiksins eftir að hafa lent meira en 20 stigum undir. Darrell Flake hefur haldið Skallagrími á floti í fyrri hálfleik og er kominn með 22 stig, en Jonathan Griffin var líka frábær í liði Grindavíkur. 20.3.2007 20:53 ÍR yfir í vesturbænum ÍR hefur 43-39 gegn KR í hálfleik í oddaleik liðanna um sæti í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Grindvíkingar byrja betur í leiknum gegn Skallagrími í Borgarnesi og komust í 16-6 snemma leiks. 20.3.2007 20:10 Grótta yfir í hálfleik Grótta hefur yfir 12-9 í hálfleik gegn Stjörnunni í toppleik kvöldsins í DHL-deild kvenna í handbolta. Alina Petrace er komin með 3 mörk í liði Stjörnunnar og Kristín Clausen og Rakel Bragadóttir með 2 hvor. Sandra Paegle og Natasha Damlianovic eru komnar með 3 mörk hvor hjá Gróttu. 20.3.2007 19:52 Skallagrímur - Grindavík í beinni á Sýn Í kvöld verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. KR tekur þá á móti ÍR í DHL-höllinni klukkan 19:15 og Skallagrímur á móti Grindavík í Fjósinu í Borgarnesi, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn klukkan 20. Þetta eru oddaleikir liðanna um sæti í undanúrslitum, þar sem Snæfell og Njarðvík hafa þegar tryggt sér sæti. 20.3.2007 15:17 Supercross Lites úrslit Gríðarleg spenna var í lites flokknum þegar það kom að aðalkeppninni í Orlando. Bjuggust menn við svipuðum úrslitum líkt og í síðustu keppnum, þar sem þeir sömu jafnan raða sér upp á verðlauna pall. 20.3.2007 10:08 Orlando Supercross, síðasta keppni Carmichaels (Engin úrslit ) Já það er óhætt að segja að þetta hafi verið margþrunginn helgi hjá Ricky Carmichael þar sem hann keppti sína síðustu keppni í Orlando, sem auk þess er heimavöllur kappanns. 20.3.2007 09:34 Chelsea og Man Utd kláruðu dæmið Chelsea og Manchester United eru komin í undanúrslit enska bikarsins eftir góða sigra í kvöld. Chelsea lagði granna sína í Tottenham 2-1 á útivelli og Manchester United kláraði Middlesbrough 1-0 á Old Trafford. 19.3.2007 22:06 Emre sleppur í bili Miðjumaðurinn Emre hjá Newcastle var í dag hreinsaður af ásökunum um kynþáttaníð á knattspyrnuvellinum eftir að leikmenn Everton kvörtuðu undan honum eftir leik þann 30. desember í fyrra. Ekki þóttu nægar sannanir liggja fyrir svo hægt væri að aðhafast gegn leikmanninum, en hann á annað mál af svipuðum toga yfir höfði sér eftir að viðlíka kvartanir bárust undan honum frá liði Watford. 19.3.2007 20:30 Boris og félagar óvinsælir í Íran Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta. 19.3.2007 20:00 Beckham hefur engar áhyggjur af félögum sínum Fyrrum landsliðsfyrirliðinn David Beckham hjá Real Madrid segist ekki hafa neinar áhyggjur af fyrrum félögum sínum í enska landsliðinu fyrir leikina gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM á næstu dögum. 19.3.2007 19:46 Warnock sendir Southgate tóninn Neil Warnock, knattspyrnustjóri Sheffield United, sendi kollega sínum hjá Middlesbrough tóninn í fjölmiðlum í dag og sagði vinnubrögð Gareth Southgate bera vott um vanvirðingu í garð andstæðinga Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni. 19.3.2007 19:27 David Nugent kallaður inn í enska landsliðið Framherjinn David Nugent hjá Preston var í dag kallaður inn í enska landsliðið og leysir þar af Darren Bent hjá Charlton sem er meiddur. Ef Nugent fær að spila með Englendingum gegn Ísraelum á laugardaginn, yrði það í fyrsta skipti á öldinni sem enskur landsliðsmaður sem leikur utan efstu deildar fær að spreyta sig með liðinu. Nugent á að baki leiki með U-21 árs liði Englendinga. 19.3.2007 18:52 Einar Hólmgeirsson úr leik á ný Einar Hólmgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, meiddist í leik með liði sínu, Grosswalsstadt, í þýska handboltanum um helgina. Einar var nýbúinn að ná sér af meiðslum sem hann varð fyrir í lok desember og urðu þess valdandi að hann missti af HM. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. 19.3.2007 18:37 Sebastian Pourcel leiðir franska meistara mótið. Sebastien Pourcel vann fyrstu umferðina í franska meistaramótinu sem var haldið nú um helgina í La Chapelle st Aubins. Rigning og drulla einkenndi mótið og voru allir í stökustu vandræðum og duttu eiginlega allir einu sinni eða oftar. 19.3.2007 17:09 Jermaine Jenas: Við getum lagt Chelsea Miðjumaðurinn Jermaine Jenas hjá Tottenham segir sína menn hafa fulla trú á því að geta slegið Chelsea út úr enska bikarnum í kvöld þegar liðin mætast í aukaleik á White Hart Lane um sæti í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og leikur Man Utd og Middlesbrough á Sýn - en þeir hefjast báðir um klukkan 20. 19.3.2007 17:02 Kobe Bryant orðinn stigahæstur á ný Kobe Bryant er nú kominn með hæsta meðaltalið í stigaskorun í NBA deildinni í fyrsta skipti í vetur eftir að hann skoraði 115 stig í síðustu tveimur leikjum. Carmelo Anthony hjá Denver hafði verið stigahæstur í deildinni síðan 18. nóvember, en nú er Bryant kominn upp í 30 stig að meðaltali í leik á meðan Anthony er með 29,8 stig að meðaltali. 19.3.2007 16:33 Stjörnuleikur FIBA í beinni á netinu annað kvöld Árlegur Stjörnuleikur í Evrópukörfuboltanum fer fram í Lemesos á Kýpur annað kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu á heimasíðu evrópska körfuknattleikssambandsins www.fibaeurope.com. Nokkrir áhugaverðir leikmenn verða þar á meðal keppenda og má þar nefna danska landsliðsmanninn Christian Drejer og Marc Gasol, bróðir Pau Gasol sem spilar í NBA deildinni. 19.3.2007 16:16 Carragher: United og Chelsea eru betri en við Jamie Carragher leikmaður Liverpool viðurkennir að Manchester United og Chelsea séu talsvert sterkari lið en Liverpool og segir liðið ætla að einbeita sér að því að reyna að ná þriðja sætinu í úrvalsdeildinni. 19.3.2007 16:07 Jón Arnór skoraði sigurkörfu Roma Jón Arnór Stefánsson var hetja liðs síns Lottomatica Roma í gærkvöld þegar hann tryggði liði sínu sigurinn á Montepaschi Siena í framlengdum leik í ítölsku úrvalsdeildinni. Roma sigraði 84-82 með körfu Jóns í lok framlengingar, en hann skoraði aðeins 4 stig í leiknum. 19.3.2007 16:02 Tveir nýliðar í íslenska landsliðinu Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag 18 manna hóp sinn sem mætir Spánverjum miðvikudaginn 28. mars. Tveir nýliðar eru í hópnum - þeir Atli Jóhannsson úr KR og Gunnar Þór Gunnarsson frá Hammarby. 19.3.2007 15:51 Lampard vill ekki fara frá Chelsea Frank Lampard segist vera orðinn leiður á sífelldum orðrómi um að hann sé að fara frá Chelsea og segist alls ekki vilja fara eitt eða neitt. "Ég hef ekki verið að tala um framtíð mína því nú er í gangi mikilvægur kafli á leiktímabilinu, en ég get fullvissað alla um að ég hef engan áhuga á að fara frá félaginu og hef aldrei hugleitt það," sagði Lampard í samtali við The Sun. 19.3.2007 15:00 Sjá næstu 50 fréttir
Benítez á leið til Real Madrid? Real Madrid vilja fá Rafael Benítez sem næsta þjálfara frekar en José Mourinho. Þeir munu nú reyna að lokka Benítez frá Liverpool með boði sem hann getur ekki hafnað. Frá þessu segir í The Times í dag. Benítez hafnaði boði frá Real fyrir um ári síðan en síðan þá hafa aðstæður breyst, bæði á Bernabau og Anfield. 21.3.2007 08:52
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn gegn uppgangi akstursíþrótta. Framsýn tillaga Guðjóns Arnars Kristjánssonar um að breyta umferðarlögum með þeim hætti að skilgreina hvað akstursíþróttabraut væri fékk ekki náð fyrir augum stjórnarmeirihlutans. Atkvæðagreiðslan á Alþingi var nokkuð eftirminnileg þar sem að formaður samgöngunefndar Guðmundur Hallvarðsson studdi tillgöuna þegar hún var í fyrstu borin upp til atkvæða og sömuleiðis nokkrir stjórnarliðar til viðbótar. Þetta varð til þess að tillagan var samþykkt. 21.3.2007 19:18
Valur Ingimundarson íhugar að hætta Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms reiknar ekki með að þjálfa lið Skallagríms á næsta keppnistímabili í Iceland Express deildinni. Valur var súr í bragði í samtali við Arnar Björnsson á Sýn eftir tap hans manna fyrir Grindavík í kvöld og sagði dómara hafa leikið lið sitt illa. 20.3.2007 22:00
Friðrik Ragnars: Ég var orðinn skíthræddur Friðrik Ragnarsson sagði sína menn í Grindavík hafa spilað sinn besta bolta í vetur í fyrri hálfleiknum gegn Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Hann sagðist gríðarlega stoltur af strákunum og hlakkar til að mæta sínum gömlu félögum í Njarðvík í undanúrslitunum. 20.3.2007 22:38
Benedikt Guðmunds: Eigum enn eftir að springa út Benedikt Guðmundsson þjálfari var mjög sáttur við leik sinna manna í KR í kvöld eftir frækinn sigur liðsins á ÍR. Varnarleikur liðsins í síðari hálfleik gerði þar útslagið og Benedikt á von á öðru jöfnu einvígi gegn Snæfelli í undanúrslitunum. 20.3.2007 22:25
Frábær sigur hjá Grindavík Grindvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum með frábærum sigri á Skallagrími í Borgarnesi 97-81 í oddaleik. Grindvíkingar komu gríðarlega einbeittir til leiks og þó heimamenn hafi komist inn í leikinn í síðari hálfleik og náð að komast yfir, sýndu gestirnir mikla seiglu og tryggðu sér sigur. 20.3.2007 21:47
KR í undanúrslit - Patterson með þrennu KR-ingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta með sigri á ÍR í oddaleik 91-78. Gestirnir úr Breiðholtinu höfðu yfir í hálfleik, en heimamenn skelltu í lás í vörninni í þeim síðari og völtuðu yfir gestina, eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 25-5. 20.3.2007 21:22
Deildarleik Chelsea og Man Utd frestað Síðari deildarleik Chelsea og Manchester United á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni hefur nú verið frestað til miðvikudagsins 9. maí eftir að bæði lið komust áfram í enska bikarnum. Leikurinn átti að fara fram 14 apríl en nú er ljóst að liðin mætast í næstsíðustu umferð deildarkeppninnar. 20.3.2007 23:07
Þeir voru lélegri en ég hélt Sevilla komst í kvöld loksins í undanúrslitin í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir að hafa slegið út granna sína í Real Betis. Liðin léku það sem eftir var leiks þeirra frá því í lok síðasta mánaðar, en honum var frestað eftir að þjálfari Sevilla fékk flösku í höfuðið og rotaðist. Hann gat ekki stillt sig um að senda andstæðingum sínum smá skot eftir leikinn. 20.3.2007 22:54
Stjarnan jók forskotið á toppnum Stjarnan og Grótta skildu jöfn 21-21 í toppslag DHL deildar kvenna í kvöld eftir að Grótta hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik 12-9. Alina Petrache skoraði 6 mörk fyrir Stjörnuna og Rakel Bragadóttir 5. Florentina Grecu varði 23 skot í markinu. Natasha Damljanovic skoraði 6 mörk fyrir Gróttu og Íris Björk Símonardóttir varði 18 skot í markinu. 20.3.2007 21:42
Sjöundi oddaleikurinn hjá Axeli Kárasyni Körfuboltamaðurinn Axel Kárason ætti að þekkja það vel að spila upp oddaleiki í úrslitakeppninni. Hann hefur tekið þátt í sex oddaleikjum frá árinu 2001, fimm með Tindastóli og einum með Skallagrími. Axel hefur unnið fjóra af þessum sex leikjum, en hann verður í sviðsljósinu með Skallagrími gegn Grindavík í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld klukkan 20 í beinni á Sýn. 20.3.2007 18:50
Byrjar Skarphéðinn í kvöld? KR-ingar hafa unnið alla sjö leiki sína í Iceland Express deildinni í ár þar sem Skarphéðinn Ingason hefur verið í byrjunarliðinu. Skarphéðinn byrjaði sex leiki í deildarkeppninni og var í byrjunarliðinu í Seljaskóla á laugardaginn þegar KR-ingar tryggðu sér oddaleik í kvöld. 20.3.2007 18:03
Framtíð Reyes óljós Jose Antonio Reyes segist ekkert hafa rætt við forráðamenn Arsenal og Real Madrid um framtíð sína en hann er nú á eins árs lánssamningi hjá spænska liðinu frá Arsenal. Reyes hefur oft undirstrikað að hann sé ánægður hjá Real og vilji aldrei aftur spila á Englandi. 20.3.2007 17:30
Ronaldo: Capello er djöfullinn Framherjinn Ronaldo hjá AC Milan segir að fyrrum þjálfari hans Fabio Capello hjá Real Madrid eigi ekki skilið að vinna Spánarmeistaratitilinn. Hann gekk svo langt að kalla vist sína hjá Real "helvíti" og kallaði Capello sjálfan djöfulinn. "Ég vona að liðinu gangi vel vegna félaga minna þar - en Capello á ekki skilið að vinna neitt," sagði Brasilíumaðurinn í samtali við spænska sjónvarpsstöð. 20.3.2007 16:30
Formúla 1 í opinni dagskrá á Sýn 2008 Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér þriggja ára sýningarrétt á Formúlu 1 frá og með næsta keppnistímabili. Formúla 1 hefur verið eitt vinsælasta íþróttaefni í íslensku sjónvarpi um árabil og verða beinar útsendingar frá tímatökum og keppnum í opinni dagskrá. Sýn hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá og með næsta keppnistímabili. 20.3.2007 16:00
Benitez vill varaliðin í deildarkeppnina Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur nú enn á ný áréttað að hann vilji sjá varalið stóru liðanna í úrvalsdeildinni skráð til keppni í neðri deildunum á Englandi. Hann segir þetta nauðsynlegt til að byggja upp betra landslið. Þetta fyrirkomulag segir hann hafa dugað vel í Frakklandi, Spáni og í Þýskalandi. 20.3.2007 15:30
Adriano lenti í slagsmálum Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter Milan lenti í slagsmálum á næturklúbbi á Ítalíu á sunnudagskvöldið. Andstæðingurinn var engin smásmíði, en það var bandaríski körfuboltamaðurinn Rolando Howell hjá Varese sem er vel yfir tveir metrar á hæð. Slagsmálin áttu sér stað á og fyrir utan næturklúbbinn Hollywood. Landi Adriano, Ronaldo hjá AC Milan, náði að stöðva slagsmálin og róa félaga sinn niður. 20.3.2007 14:18
Árásarmaðurinn í lífstíðarbann Ljótt atvik átti sér stað eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum í gærkvöld þegar áhorfandi hljóp inn á völlinn og reyndi að kýla Frank Lampard. Hér er myndband af atvikinu. Málið er í rannsókn hjá enska knattspyrnusambandinu, en maðurinn sem réðist inn á völlinn hefur verið dæmdur í lífstíðarbann. Hann er stuðningsmaður Tottenham, en hinn maðurinn sem hljóp inn á völlinn var stuðningsmaður Chelsea. 20.3.2007 14:01
Barcelona vill semja við Ronaldinho til 2014 Varaforeti Barcelona segir félagið hafa mikinn hug á að halda Brasilíumanninum Ronaldinho eins lengi og mögulegt er. Hann segir samning í smíðum sem gilda muni til ársins 2014 og segir Barcelona heldur ekki vilja selja menn eins og Deco og Leo Messi. 20.3.2007 12:43
Valencia og Inter áfrýja Knattspyrnufélögin Valencia á Spáni og Inter Milan á Ítalíu hafa bæði áfrýjað dómi Knattspyrnusambands Evrópu í dögunum þar sem leikmönnum liðanna var refsað harðlega fyrir slagsmálin sem urðu eftir leik þeirra í Meistaradeildinni þann 6. mars. 20.3.2007 12:23
Ronaldo: Ég er of góður Christiano Ronaldo var ekki sáttur við að vera enn á ný sakaður um leikaraskap í gærkvöld þegar hann skoraði sigurmark Manchester United í sigrinum á Middlesbrough í enska bikarnum. Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði úr henni sjálfur - og Boro-menn sökuðu hann um leikaraskap. 20.3.2007 12:07
Kidd og Bryant leikmenn vikunnar Jason Kidd hjá New Jersey og Kobe Bryant hjá LA Lakers voru útnefndir leikmenn vikunnar í NBA deildinni í gær. Kidd leiddi New Jersey til sigurs í þremur af fjórum leikjum sínum og skoraði 14,5 stig, gaf 12,8 stoðsendingar og hirti 7,5 fráköst. Kobe Bryant fór fyrir liði Lakers og skoraði að meðaltali 46,7 stig að meðaltali í þremur leikjum með LA Lakers, en liðið vann tvo af þremur leikjum sínum í vikunni. 20.3.2007 12:02
Boston steinlá fyrir New Orleans Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans vann auðveldan sigur á Boston í Oklahoma City 106-88 og Atlanta burstaði Sacramento 99-76. Leikur New Jersey og Denver verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan 23 í kvöld. 20.3.2007 11:52
Áhorfandi reyndi að ráðast á Lampard Enska knattspyrnusambandið er nú að rannsaka atvik sem átti sér stað eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum í gærkvöldi þegar áhorfandi á White Hart Lane réðist að Frank Lampard hjá Chelsea. "Ég hélt að hann myndi ná að kýla mig - ég beygði mig bara," sagði Lampard. 20.3.2007 11:41
Grindvíkingar grimmir í fyrri hálfleik Grindvíkingar mættu mjög grimmir til leiks í viðureign sinni gegn Skallagrímsmönnum í Borgarnesi og hafa yfir í hálfleik 50-38. Heimamenn náðu aðeins að laga stöðuna fyrir lok hálfleiksins eftir að hafa lent meira en 20 stigum undir. Darrell Flake hefur haldið Skallagrími á floti í fyrri hálfleik og er kominn með 22 stig, en Jonathan Griffin var líka frábær í liði Grindavíkur. 20.3.2007 20:53
ÍR yfir í vesturbænum ÍR hefur 43-39 gegn KR í hálfleik í oddaleik liðanna um sæti í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Grindvíkingar byrja betur í leiknum gegn Skallagrími í Borgarnesi og komust í 16-6 snemma leiks. 20.3.2007 20:10
Grótta yfir í hálfleik Grótta hefur yfir 12-9 í hálfleik gegn Stjörnunni í toppleik kvöldsins í DHL-deild kvenna í handbolta. Alina Petrace er komin með 3 mörk í liði Stjörnunnar og Kristín Clausen og Rakel Bragadóttir með 2 hvor. Sandra Paegle og Natasha Damlianovic eru komnar með 3 mörk hvor hjá Gróttu. 20.3.2007 19:52
Skallagrímur - Grindavík í beinni á Sýn Í kvöld verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. KR tekur þá á móti ÍR í DHL-höllinni klukkan 19:15 og Skallagrímur á móti Grindavík í Fjósinu í Borgarnesi, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn klukkan 20. Þetta eru oddaleikir liðanna um sæti í undanúrslitum, þar sem Snæfell og Njarðvík hafa þegar tryggt sér sæti. 20.3.2007 15:17
Supercross Lites úrslit Gríðarleg spenna var í lites flokknum þegar það kom að aðalkeppninni í Orlando. Bjuggust menn við svipuðum úrslitum líkt og í síðustu keppnum, þar sem þeir sömu jafnan raða sér upp á verðlauna pall. 20.3.2007 10:08
Orlando Supercross, síðasta keppni Carmichaels (Engin úrslit ) Já það er óhætt að segja að þetta hafi verið margþrunginn helgi hjá Ricky Carmichael þar sem hann keppti sína síðustu keppni í Orlando, sem auk þess er heimavöllur kappanns. 20.3.2007 09:34
Chelsea og Man Utd kláruðu dæmið Chelsea og Manchester United eru komin í undanúrslit enska bikarsins eftir góða sigra í kvöld. Chelsea lagði granna sína í Tottenham 2-1 á útivelli og Manchester United kláraði Middlesbrough 1-0 á Old Trafford. 19.3.2007 22:06
Emre sleppur í bili Miðjumaðurinn Emre hjá Newcastle var í dag hreinsaður af ásökunum um kynþáttaníð á knattspyrnuvellinum eftir að leikmenn Everton kvörtuðu undan honum eftir leik þann 30. desember í fyrra. Ekki þóttu nægar sannanir liggja fyrir svo hægt væri að aðhafast gegn leikmanninum, en hann á annað mál af svipuðum toga yfir höfði sér eftir að viðlíka kvartanir bárust undan honum frá liði Watford. 19.3.2007 20:30
Boris og félagar óvinsælir í Íran Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta. 19.3.2007 20:00
Beckham hefur engar áhyggjur af félögum sínum Fyrrum landsliðsfyrirliðinn David Beckham hjá Real Madrid segist ekki hafa neinar áhyggjur af fyrrum félögum sínum í enska landsliðinu fyrir leikina gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM á næstu dögum. 19.3.2007 19:46
Warnock sendir Southgate tóninn Neil Warnock, knattspyrnustjóri Sheffield United, sendi kollega sínum hjá Middlesbrough tóninn í fjölmiðlum í dag og sagði vinnubrögð Gareth Southgate bera vott um vanvirðingu í garð andstæðinga Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni. 19.3.2007 19:27
David Nugent kallaður inn í enska landsliðið Framherjinn David Nugent hjá Preston var í dag kallaður inn í enska landsliðið og leysir þar af Darren Bent hjá Charlton sem er meiddur. Ef Nugent fær að spila með Englendingum gegn Ísraelum á laugardaginn, yrði það í fyrsta skipti á öldinni sem enskur landsliðsmaður sem leikur utan efstu deildar fær að spreyta sig með liðinu. Nugent á að baki leiki með U-21 árs liði Englendinga. 19.3.2007 18:52
Einar Hólmgeirsson úr leik á ný Einar Hólmgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, meiddist í leik með liði sínu, Grosswalsstadt, í þýska handboltanum um helgina. Einar var nýbúinn að ná sér af meiðslum sem hann varð fyrir í lok desember og urðu þess valdandi að hann missti af HM. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. 19.3.2007 18:37
Sebastian Pourcel leiðir franska meistara mótið. Sebastien Pourcel vann fyrstu umferðina í franska meistaramótinu sem var haldið nú um helgina í La Chapelle st Aubins. Rigning og drulla einkenndi mótið og voru allir í stökustu vandræðum og duttu eiginlega allir einu sinni eða oftar. 19.3.2007 17:09
Jermaine Jenas: Við getum lagt Chelsea Miðjumaðurinn Jermaine Jenas hjá Tottenham segir sína menn hafa fulla trú á því að geta slegið Chelsea út úr enska bikarnum í kvöld þegar liðin mætast í aukaleik á White Hart Lane um sæti í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og leikur Man Utd og Middlesbrough á Sýn - en þeir hefjast báðir um klukkan 20. 19.3.2007 17:02
Kobe Bryant orðinn stigahæstur á ný Kobe Bryant er nú kominn með hæsta meðaltalið í stigaskorun í NBA deildinni í fyrsta skipti í vetur eftir að hann skoraði 115 stig í síðustu tveimur leikjum. Carmelo Anthony hjá Denver hafði verið stigahæstur í deildinni síðan 18. nóvember, en nú er Bryant kominn upp í 30 stig að meðaltali í leik á meðan Anthony er með 29,8 stig að meðaltali. 19.3.2007 16:33
Stjörnuleikur FIBA í beinni á netinu annað kvöld Árlegur Stjörnuleikur í Evrópukörfuboltanum fer fram í Lemesos á Kýpur annað kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu á heimasíðu evrópska körfuknattleikssambandsins www.fibaeurope.com. Nokkrir áhugaverðir leikmenn verða þar á meðal keppenda og má þar nefna danska landsliðsmanninn Christian Drejer og Marc Gasol, bróðir Pau Gasol sem spilar í NBA deildinni. 19.3.2007 16:16
Carragher: United og Chelsea eru betri en við Jamie Carragher leikmaður Liverpool viðurkennir að Manchester United og Chelsea séu talsvert sterkari lið en Liverpool og segir liðið ætla að einbeita sér að því að reyna að ná þriðja sætinu í úrvalsdeildinni. 19.3.2007 16:07
Jón Arnór skoraði sigurkörfu Roma Jón Arnór Stefánsson var hetja liðs síns Lottomatica Roma í gærkvöld þegar hann tryggði liði sínu sigurinn á Montepaschi Siena í framlengdum leik í ítölsku úrvalsdeildinni. Roma sigraði 84-82 með körfu Jóns í lok framlengingar, en hann skoraði aðeins 4 stig í leiknum. 19.3.2007 16:02
Tveir nýliðar í íslenska landsliðinu Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag 18 manna hóp sinn sem mætir Spánverjum miðvikudaginn 28. mars. Tveir nýliðar eru í hópnum - þeir Atli Jóhannsson úr KR og Gunnar Þór Gunnarsson frá Hammarby. 19.3.2007 15:51
Lampard vill ekki fara frá Chelsea Frank Lampard segist vera orðinn leiður á sífelldum orðrómi um að hann sé að fara frá Chelsea og segist alls ekki vilja fara eitt eða neitt. "Ég hef ekki verið að tala um framtíð mína því nú er í gangi mikilvægur kafli á leiktímabilinu, en ég get fullvissað alla um að ég hef engan áhuga á að fara frá félaginu og hef aldrei hugleitt það," sagði Lampard í samtali við The Sun. 19.3.2007 15:00