Fleiri fréttir Stutt gaman hjá Henry Framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal átti fremur nöturlega endurkomu með liði sínu í leiknum gegn PSV í gær. Arsenal féll úr keppni í Meistaradeildinni eftir 1-1 jafnteflið og Henry meiddist fljótlega í leiknum og í ljós kom að hann reif vöðva í nára og maga. Hann fer í frekari rannsóknir í dag, en ljóst er að hann verður frá keppni um óákveðinn tíma vegna þessa. 8.3.2007 03:16 Ferguson hrósaði Larsson Sir Alex Ferguson notaði tækifærið og hrósaði framherjanum Henrik Larsson eftir sigur Manchester United á Lille í Meistaradeildinni í gærkvöldi. United hefur oft spilað betur en í gær, en eins og oft vill verða þegar mest liggur við, var það Svíinn magnaði sem gerði gæfumuninn. 8.3.2007 03:08 Newcastle leiðir 4-1 í hálfleik Newcastle hefur farið á kostum í fyrri hálfleik gegn AZ Alkmaar í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Grétar Rafn Steinsson varð fyrir því óláni að koma heimamönnum yfir með sjálfsmarki í byrjun leiks og síðan hafa þeir Obafemi Martins (2) og Kieron Dyer komið Newcastle í 4-1 eftir að Shota Arveladze minnkaði muninn í 3-1 með glæsilegu marki. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 8.3.2007 20:19 Newcastle að sundurspila AZ Alkmaar Newcastle er komið í 3-0 eftir aðeins 23 mínútur gegn AZ Alkmaar í Evrópukeppni félagsliða. Leikmenn Newcastle fara á kostum í leiknum sem sýndur er beint á Sýn. Grétar Rafn Steinsson skoraði sjálfsmark eftir 8 mínútur og þeir Kieron Dyer og Obafemi Martins skoruðu svo annað og þriðja markið með stuttu millibili. 8.3.2007 19:54 Hjóli var stolið !. Aðfaranótt 8 Mars var brotist inn í Bernhard ehf / Honda á Íslandi og þaðan tekið Honda CRF 450X árg 2007 enduro hjól. Hjólið er glænýtt og er eins og segir í eigu Bernhards ehf.Númerið á hjólinu er ZV-138 og stellnúmer þess JH2PE06AX7K200194 8.3.2007 09:32 Alex stal senunni - Arsenal úr leik Varnarmaðurinn Alex hjá PSV Eindhoven var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði bæði mörkin í 1-1 jafntefli Arsenal og PSV í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alex skoraði sjálfsmark á 58. mínútu en tryggði PSV svo áfram í keppninni með glæsilegu skallamarki á þeirri 83. 7.3.2007 21:33 Makaay skoraði eftir 10 sekúndur og setti met Hollenski framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen setti nýtt met í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fyrsta mark liðsins eftir aðeins 10 sekúndur. Hér fyrir neðan er listi yfir þá sem hafa verið fljótastir að skora í sögu Meistaradeildarinnar. 7.3.2007 20:28 Wembley afhentur á föstudaginn? Svo gæti farið að verktakarnir sem staðið hafa að byggingu nýja Wembley leikvangsins í Lundúnum afhendi lyklana að nýju byggingunni á föstudag. Breska sjónvarpið greinir frá þessu í kvöld. 7.3.2007 23:30 Góður sigur hjá Gummersbach Gummersbach styrkti stöðu sína í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld með góðum útisigri á Grosswallstadt 33-26. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir gestina og Róbert Gunnarsson 4, en Alexander Petersson skoraði 5 fyrir Grosswallstadt. Alls voru fjórir leikir á dagskrá í kvöld. 7.3.2007 22:28 Fram lagði Val Valsstúlkum mistókst að komast á toppinn í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld þegar liðið lá 24-20 fyrir Fram. Valur er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni. Haukar eru í þriðja sæti með 24 stig eftir sigur á Akureyri í kvöld 27-22 og þá vann HK sigur á ÍBV 33-30. 7.3.2007 22:20 Tap fyrir Ítalíu Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 2-1 fyrir því ítalska í fyrsta leik sínum í Algarve bikarnum sem fram fer í Portúgal. Ítalska liðið skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, en áður hafði Margrét Lára Viðarsdóttir jafnað leikinn úr vítaspyrnu. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar. 7.3.2007 19:59 Houllier: Ég fer hvergi Knattspyrnustjórinn Gerard Houllier segist ekki ætla að segja starfi sínu hjá Lyon lausu þrátt fyrir að lið hans hafi verið illa leikið af Roma á heimavelli sínum í gær. Margir spáðu því að Lyon færi langt í Meistaradeildinni þetta árið, en liðið var arfaslakt gegn Rómverjunum í gær og steinlá 2-0 í fyrsta tapi sínu á heimavelli síðan 2002 í keppninni. 7.3.2007 19:28 Henry á bekknum hjá Arsenal Thierry Henry verður á varamannabekk Arsenal þegar liðið tekur á móti PSV í Meistaradeildinni í kvöld. Þá verður Ryan Giggs á bekknum hjá Manchester United sem tekur á móti Lille. Bæði lið verða í eldlínunni í beinum útsendingum sjónvarpsstöðva Sýnar. 7.3.2007 19:06 Ótti og trú Gordon Strachan, þjálfari Celtic, segir sýna menn verða að hafa rétta blöndu af ótta og trú á sjálfa sig í kvöld þegar þeir sækja AC Milan heim í Meistaradeildinni. Fyrri leiknum í Skotlandi lauk með markalausu jafntefli. 7.3.2007 18:30 Benitez: Carragher á að vera í byrjunarliði Englendinga Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að frammistaða varnarmannsins Jamie Carragher í leikjunum gegn Barcelona í Meistaradeildinni hafi undirstrikað að hann eigi að vera fastamaður í vörn enska landsliðsins. 7.3.2007 17:45 Kobe Bryant aftur í bann? Svo gæti farið að Kobe Bryant hjá LA Lakers yrði í leikbanni í kvöld þegar liðið mætir Milwaukee Bucks á útivelli. Bryant fékk dæmda á sig sóknarvillu í leiknum sem var mjög lík þeirri sem hann fékk í leik gegn San Antonio í janúar og kostaði hann leikbann. 7.3.2007 17:16 Gerrard fær skaðabætur Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, fékk í dag óuppgefna peningaupphæð frá London Sport Magazine í kjölfar skaðabótamáls sem hann höfðaði á hendur vefsíðu þess vegna fréttar sem það birti um hann á sínum tíma. 7.3.2007 17:00 Cannavaro verður ekki með Real í kvöld Miðvörðurinn Fabio Cannavaro getur ekki leikið með Real Madrid í kvöld þegar liðið sækir Bayern Munchen heim í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Cannavaro meiddist á nára á æfingu í gær og þetta þýðir að þeir Ivan Helguera og Sergio Ramos munu líklega standa í hjarta varnarinnar og hinn ungi Miguel Torres tekur bakvarðarstöðu Ramos. 7.3.2007 16:47 Veron aftur í argentínska landsliðið Miðjumaðurinn Juan Sebastian Veron hefur verið kallaður aftur inn í landslið Argentínu í fyrsta skipti síðan árið 2003. Veron fer fyrir sérstöku liði sem fer í æfingabúðir í Argentínu í vikunni en það er aðeins skipað leikmönnum sem spila í heimalandinu. 7.3.2007 16:30 Mancini: Navarro er skræfa Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, segir að David Navarro hjá Valencia sé skræfa. Þetta sé eina orðið sem hægt sé að nota til að lýsa manni sem hagar sér eins og Navarro gerði í gær. 7.3.2007 16:02 Valencia og Inter kærð vegna ólátanna í gær Evrópska knattspyrnusambandið hefur kært Valencia og Inter Milan vegna slagsmálanna sem brutust út eftir leik liðanna í gær. Þá hafa fimm leikmenn úr liðunum verið kærðir sérstaklega fyrir alvarleg agabrot. 7.3.2007 15:51 Platini ráðalaus þegar kemur að óeirðum í knattspyrnu Michel Platini, nýkjörinn forseti evrópska knattspyrnusambandsins, segst ráðþrota þegar kemur að bulluskap og óeirðum sem verið hafa mjög áberandi í knattspyrnuheiminum á síðustu vikum. Hann segir málið að stórum hluta í höndum lögregluyfirvalda. 7.3.2007 15:30 Ole Gunnar ætlar að snúa aftur í þessum mánuði Norski markahrókurinn Ole Gunnar Solskjær segist viss um að hann verði klár í slaginn á ný með Manchester United í lok þessa mánaðar eftir að hann fór í lítinn hnéuppskurð á dögunum. United-liðið er fáliðað í framlínunni þessa dagana. 7.3.2007 15:15 Stuðningsmaður Celtic lést í Mílanó Stuðningsmaður skoska liðsins Glasgow Celtic lét lífið í Mílanó í gærkvöldi eftir að leigubíll ók á hann á götu skammt frá San Siro leikvangnum. Maðurinn var 36 ára gamall og ælað ásamt fjölda landa sinna að fylgja liði Celtic á síðari leikinn gegn AC Milan í meistaradeildinni í kvöld. 7.3.2007 14:45 Koeman hleður pressu á Arsenal Ronald Koeman, þjálfari PSV Eindhoven, segir að ekkert megi útaf bera hjá Arsenal í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hollenska liðið hefur 1-0 forystu fyrir leikinn á Emirates í kvöld. 7.3.2007 14:31 Navarro biðst afsökunar David Navarro, leikmaður Valencia, hefur beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn Inter í Meistaradeildinni í gær þar sem hann hljóp inn á völlinn og kýldi Nicolas Burdisso hjá Inter. Völlurinn logaði í slagsmálum eftir að flautað var af þar sem spænska liðið fór áfram í keppninni. 7.3.2007 14:07 Dallas öruggt í úrslitakeppnina Dallas Mavericks varð í nótt fyrsta liðið í NBA deildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þó enn sé langt eftir af deildarkeppninni. Dallas bætti enn félagsmet sitt og vann 16. leikinn í röð og 22. heimaleikinn í röð þegar liðið skellti New Jersey 102-89. Jason Terry skoraði 24 stig fyrir Dallas en Vince Carter 32 fyrir New Jersey. 7.3.2007 13:40 United og Bayern í góðum málum Manchester United og Bayern Munchen eru í mjög góðum málum í Meistaradeildinni. Henrik Larsson er búinn að koma United í 1-0 gegn Lille á Old Trafford og þá var Brasilíumaðurinn Lucio að koma Bayern í 2-0 gegn Real Madrid. Liðin eru því í afar vænlegri stöðu þegar aðeins 15 mínútur eru til leiksloka. 7.3.2007 21:16 Arsenal leiðir á sjálfsmarki Arsenal er komið í 1-0 gegn PSV á Emirates í Meistaradeildinni. Markið var sjálfsmark frá varnarmanninum Alex, en það var einmitt hann sem skoraði sjálfsmark og sendi lið sitt úr keppni síðast þegar liðin mættust í keppninni. Staðan í rimmunni er því orðin 1-1. Enn er ekkert mark komið í öðrum leikjum kvöldsins síðan Roy Makaay kom Bayern í 1-0 gegn Real Madrid. 7.3.2007 21:10 Martröð í byrjun hjá Real Madrid Keppni í Meistaradeild Evrópu hefst með látum í kvöld, en framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen hefur eflaust farið langt með að setja nýtt met í keppninni þegar hann kom Bayern í 1-0 gegn Real Madrid eftir aðeins um 10 sekúndna leik. Eins og staðan er núna er Bayern því á leið áfram í keppninni á útimörkum. 7.3.2007 19:48 Æskan og hesturinn um næstu helgi Hin frábæra sýning Æskan og Hesturinn verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal um næstu helgi. Sýningar eru á laugardag og sunnudag klukkan 13 og 16 og er ókeypis aðgangur fyrir alla fjölskylduna. Það eru hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni en alls munu um 250 börn á aldrinum 3- 18 ára taka þátt. 7.3.2007 18:13 Rijkaard: Liverpool átti skilið að fara áfram Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var auðmjúkur eftir að hans menn féllu úr keppni í Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Anfield. Hann sagði Liverpool eiga skilið að fara áfram og hrósaði enska liðinu fyrir gott skipulag og baráttu. 6.3.2007 22:51 Carragher: Við slógum besta lið í heimi úr keppni Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool var í góðum anda í kvöld eftir að Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni þrátt fyrir tap á heimavelli. Hann sagði þessa niðurstöðu líklega besta afrek Liverpool í Meistaradeildinni fyrir utan það að lyfta sjálfum bikarnum. 6.3.2007 22:45 Liverpool og Chelsea í 8-liða úrslit Liverpool og Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona lagði Liverpool 1-0 á Anfield með marki Eiðs Smára Guðjohnsen, en enska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Chelsea lagði Porto 2-1 með mörkum frá Arjen Robben og Michael Ballack. 6.3.2007 21:36 Troðslan kostaði 70 þúsund krónur C.J. Miles, tvítugur leikmaður Utah Jazz, átti heldur bitra innkomu með liði sínu í sigri á Charlotte Hornets í gærkvöld. Miles lék aðeins tvær mínútur í blálokin á stórsigri Utah, en uppskar lítið annað en 70 þúsund króna sekt. 6.3.2007 23:15 Shaquille O´Neal kennir börnum að léttast Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat er nýjasti NBA leikmaðurinn sem tekur þátt í raunveruleikasjónvarpi. O´Neal verður gestur í þætti á ABC sjónvarpsstöðinni sem fjallar um offituvandamál barna í Bandaríkjunum. Þar mun hann ráðleggja börnum hvernig á að ná af sér aukakílóum, en svo má deila hvort hinn íturvaxni miðherji er rétti maðurinn í það verkefni, enda hefur hann oft verið full þéttur á velli í NBA deildinni. 6.3.2007 18:56 Ecclestone: Massa verður meistari Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segir að Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sé að sínu mati líklegasti ökuþórinn til að verða heimsmeistari á komandi keppnistímabili í Formúlu 1. 6.3.2007 18:37 Kiel mætir Portland Í dag var dregið í undanúrslit Evrópumótanna í handbolta en þar verða fyrri leikir spilaðir dagana 24. og 25. mars næstkomandi. Þýskalandsmeistarar Kiel mæta Portland San Antonio í Meistaradeildinni og spútniklið Valladolid, sem sló Gummersbach úr keppni um helgina, mætir Flensburg. 6.3.2007 17:18 Cannavaro: Dauðadæmdir ef við dettum í vörn Miðvörðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid segir sína menn ekki ætla að falla í þá gryfju að verja forskot sitt þegar þeir sækja Bayern Munchen heim annað kvöld. Real hefur 3-2 forystu eftir fyrri leikinn á Spáni en liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá síðustu viðureignum sínum í Munchen. 6.3.2007 16:39 Ekkert hrísgrjónarusl Kínverskir knattspyrnumenn verða að hætta að lifa á eintómum kolvetnum og fara að borða nautakjöt og drekka mjólk ef þeir ætla sér að vera samkeppnishæfir á knattspyrnuvellinum. Þetta er niðurstaða vísindalegrar rannsóknar sem ráðgjafar kínverska þingsins létu gera á dögunum, en fjölmiðlafár hefur verið þar í landi síðan Ólympíulið Kínverja var leikið grátt í slagsmálum við leikmenn QPR í vináttuleik fyrir nokkru. 6.3.2007 16:17 Mourinho: Hvaða pressa? Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki finna fyrir pressu í starfi frá neinum nema sjálfum sér og segir að ef hann yrði rekinn frá Chelsea myndi hann taka að sér nýtt starf eftir tvær vikur - og ríkur í þokkabót. 6.3.2007 16:04 Henry hugsanlega í byrjunarliði Arsenal Thierry Henry verður líklega í byrjunarliði Arsenal þegar það tekur á móti PSV í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld. Henry hefur verið mjög tæpur vegna meiðsla en Arsene Wenger upplýsti í dag að hann væri klár í byrjunarliðið. Hann segir þó nokkra áhættu fólgna í því að láta Henry spila og hefur enn ekki gert upp hug sinn. 6.3.2007 15:45 Saha verður ekki með gegn Lille Franski framherjinn Louis Saha verður ekki með liði Manchester United þegar það mætir Lille öðru sinni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Félagi hans Wayne Rooney hefur hinsvegar fengið grænt ljós á að spila leikinn. Ole Gunnar Solskjær verður frá í þrjár vikur og Patrice Evra er talinn mjög tæpur eftir að hann gat ekki tekið þátt í lokaæfingu liðsins. 6.3.2007 15:15 Artest settur út úr liði Sacramento Ron Artest hefur verið settur út úr liði Sacramento Kings um óákveðinn tíma eftir að hann var handtekinn fyrir heimilisofbeldi í gær. Kona hringdi í neyðarlínuna af heimili hans og hélt því fram að hann hefði ítrekað hrint sér í gólfið og hindrað hana í að hafa samband við lögreglu. 6.3.2007 14:55 Rijkaard: Það er gott að vera alvitur Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, brást hinn versti við þegar hann heyrði að Rafa Benitez kollegi sinn hjá Liverpool væri þegar búinn að spá því hvaða leikmenn yrðu í byrjunarliði Barcelona í leik þeirra í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 6.3.2007 14:27 Sjá næstu 50 fréttir
Stutt gaman hjá Henry Framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal átti fremur nöturlega endurkomu með liði sínu í leiknum gegn PSV í gær. Arsenal féll úr keppni í Meistaradeildinni eftir 1-1 jafnteflið og Henry meiddist fljótlega í leiknum og í ljós kom að hann reif vöðva í nára og maga. Hann fer í frekari rannsóknir í dag, en ljóst er að hann verður frá keppni um óákveðinn tíma vegna þessa. 8.3.2007 03:16
Ferguson hrósaði Larsson Sir Alex Ferguson notaði tækifærið og hrósaði framherjanum Henrik Larsson eftir sigur Manchester United á Lille í Meistaradeildinni í gærkvöldi. United hefur oft spilað betur en í gær, en eins og oft vill verða þegar mest liggur við, var það Svíinn magnaði sem gerði gæfumuninn. 8.3.2007 03:08
Newcastle leiðir 4-1 í hálfleik Newcastle hefur farið á kostum í fyrri hálfleik gegn AZ Alkmaar í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Grétar Rafn Steinsson varð fyrir því óláni að koma heimamönnum yfir með sjálfsmarki í byrjun leiks og síðan hafa þeir Obafemi Martins (2) og Kieron Dyer komið Newcastle í 4-1 eftir að Shota Arveladze minnkaði muninn í 3-1 með glæsilegu marki. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 8.3.2007 20:19
Newcastle að sundurspila AZ Alkmaar Newcastle er komið í 3-0 eftir aðeins 23 mínútur gegn AZ Alkmaar í Evrópukeppni félagsliða. Leikmenn Newcastle fara á kostum í leiknum sem sýndur er beint á Sýn. Grétar Rafn Steinsson skoraði sjálfsmark eftir 8 mínútur og þeir Kieron Dyer og Obafemi Martins skoruðu svo annað og þriðja markið með stuttu millibili. 8.3.2007 19:54
Hjóli var stolið !. Aðfaranótt 8 Mars var brotist inn í Bernhard ehf / Honda á Íslandi og þaðan tekið Honda CRF 450X árg 2007 enduro hjól. Hjólið er glænýtt og er eins og segir í eigu Bernhards ehf.Númerið á hjólinu er ZV-138 og stellnúmer þess JH2PE06AX7K200194 8.3.2007 09:32
Alex stal senunni - Arsenal úr leik Varnarmaðurinn Alex hjá PSV Eindhoven var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði bæði mörkin í 1-1 jafntefli Arsenal og PSV í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alex skoraði sjálfsmark á 58. mínútu en tryggði PSV svo áfram í keppninni með glæsilegu skallamarki á þeirri 83. 7.3.2007 21:33
Makaay skoraði eftir 10 sekúndur og setti met Hollenski framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen setti nýtt met í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann skoraði fyrsta mark liðsins eftir aðeins 10 sekúndur. Hér fyrir neðan er listi yfir þá sem hafa verið fljótastir að skora í sögu Meistaradeildarinnar. 7.3.2007 20:28
Wembley afhentur á föstudaginn? Svo gæti farið að verktakarnir sem staðið hafa að byggingu nýja Wembley leikvangsins í Lundúnum afhendi lyklana að nýju byggingunni á föstudag. Breska sjónvarpið greinir frá þessu í kvöld. 7.3.2007 23:30
Góður sigur hjá Gummersbach Gummersbach styrkti stöðu sína í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld með góðum útisigri á Grosswallstadt 33-26. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir gestina og Róbert Gunnarsson 4, en Alexander Petersson skoraði 5 fyrir Grosswallstadt. Alls voru fjórir leikir á dagskrá í kvöld. 7.3.2007 22:28
Fram lagði Val Valsstúlkum mistókst að komast á toppinn í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld þegar liðið lá 24-20 fyrir Fram. Valur er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni. Haukar eru í þriðja sæti með 24 stig eftir sigur á Akureyri í kvöld 27-22 og þá vann HK sigur á ÍBV 33-30. 7.3.2007 22:20
Tap fyrir Ítalíu Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 2-1 fyrir því ítalska í fyrsta leik sínum í Algarve bikarnum sem fram fer í Portúgal. Ítalska liðið skoraði sigurmarkið í uppbótartíma, en áður hafði Margrét Lára Viðarsdóttir jafnað leikinn úr vítaspyrnu. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar. 7.3.2007 19:59
Houllier: Ég fer hvergi Knattspyrnustjórinn Gerard Houllier segist ekki ætla að segja starfi sínu hjá Lyon lausu þrátt fyrir að lið hans hafi verið illa leikið af Roma á heimavelli sínum í gær. Margir spáðu því að Lyon færi langt í Meistaradeildinni þetta árið, en liðið var arfaslakt gegn Rómverjunum í gær og steinlá 2-0 í fyrsta tapi sínu á heimavelli síðan 2002 í keppninni. 7.3.2007 19:28
Henry á bekknum hjá Arsenal Thierry Henry verður á varamannabekk Arsenal þegar liðið tekur á móti PSV í Meistaradeildinni í kvöld. Þá verður Ryan Giggs á bekknum hjá Manchester United sem tekur á móti Lille. Bæði lið verða í eldlínunni í beinum útsendingum sjónvarpsstöðva Sýnar. 7.3.2007 19:06
Ótti og trú Gordon Strachan, þjálfari Celtic, segir sýna menn verða að hafa rétta blöndu af ótta og trú á sjálfa sig í kvöld þegar þeir sækja AC Milan heim í Meistaradeildinni. Fyrri leiknum í Skotlandi lauk með markalausu jafntefli. 7.3.2007 18:30
Benitez: Carragher á að vera í byrjunarliði Englendinga Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að frammistaða varnarmannsins Jamie Carragher í leikjunum gegn Barcelona í Meistaradeildinni hafi undirstrikað að hann eigi að vera fastamaður í vörn enska landsliðsins. 7.3.2007 17:45
Kobe Bryant aftur í bann? Svo gæti farið að Kobe Bryant hjá LA Lakers yrði í leikbanni í kvöld þegar liðið mætir Milwaukee Bucks á útivelli. Bryant fékk dæmda á sig sóknarvillu í leiknum sem var mjög lík þeirri sem hann fékk í leik gegn San Antonio í janúar og kostaði hann leikbann. 7.3.2007 17:16
Gerrard fær skaðabætur Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, fékk í dag óuppgefna peningaupphæð frá London Sport Magazine í kjölfar skaðabótamáls sem hann höfðaði á hendur vefsíðu þess vegna fréttar sem það birti um hann á sínum tíma. 7.3.2007 17:00
Cannavaro verður ekki með Real í kvöld Miðvörðurinn Fabio Cannavaro getur ekki leikið með Real Madrid í kvöld þegar liðið sækir Bayern Munchen heim í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Cannavaro meiddist á nára á æfingu í gær og þetta þýðir að þeir Ivan Helguera og Sergio Ramos munu líklega standa í hjarta varnarinnar og hinn ungi Miguel Torres tekur bakvarðarstöðu Ramos. 7.3.2007 16:47
Veron aftur í argentínska landsliðið Miðjumaðurinn Juan Sebastian Veron hefur verið kallaður aftur inn í landslið Argentínu í fyrsta skipti síðan árið 2003. Veron fer fyrir sérstöku liði sem fer í æfingabúðir í Argentínu í vikunni en það er aðeins skipað leikmönnum sem spila í heimalandinu. 7.3.2007 16:30
Mancini: Navarro er skræfa Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, segir að David Navarro hjá Valencia sé skræfa. Þetta sé eina orðið sem hægt sé að nota til að lýsa manni sem hagar sér eins og Navarro gerði í gær. 7.3.2007 16:02
Valencia og Inter kærð vegna ólátanna í gær Evrópska knattspyrnusambandið hefur kært Valencia og Inter Milan vegna slagsmálanna sem brutust út eftir leik liðanna í gær. Þá hafa fimm leikmenn úr liðunum verið kærðir sérstaklega fyrir alvarleg agabrot. 7.3.2007 15:51
Platini ráðalaus þegar kemur að óeirðum í knattspyrnu Michel Platini, nýkjörinn forseti evrópska knattspyrnusambandsins, segst ráðþrota þegar kemur að bulluskap og óeirðum sem verið hafa mjög áberandi í knattspyrnuheiminum á síðustu vikum. Hann segir málið að stórum hluta í höndum lögregluyfirvalda. 7.3.2007 15:30
Ole Gunnar ætlar að snúa aftur í þessum mánuði Norski markahrókurinn Ole Gunnar Solskjær segist viss um að hann verði klár í slaginn á ný með Manchester United í lok þessa mánaðar eftir að hann fór í lítinn hnéuppskurð á dögunum. United-liðið er fáliðað í framlínunni þessa dagana. 7.3.2007 15:15
Stuðningsmaður Celtic lést í Mílanó Stuðningsmaður skoska liðsins Glasgow Celtic lét lífið í Mílanó í gærkvöldi eftir að leigubíll ók á hann á götu skammt frá San Siro leikvangnum. Maðurinn var 36 ára gamall og ælað ásamt fjölda landa sinna að fylgja liði Celtic á síðari leikinn gegn AC Milan í meistaradeildinni í kvöld. 7.3.2007 14:45
Koeman hleður pressu á Arsenal Ronald Koeman, þjálfari PSV Eindhoven, segir að ekkert megi útaf bera hjá Arsenal í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hollenska liðið hefur 1-0 forystu fyrir leikinn á Emirates í kvöld. 7.3.2007 14:31
Navarro biðst afsökunar David Navarro, leikmaður Valencia, hefur beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn Inter í Meistaradeildinni í gær þar sem hann hljóp inn á völlinn og kýldi Nicolas Burdisso hjá Inter. Völlurinn logaði í slagsmálum eftir að flautað var af þar sem spænska liðið fór áfram í keppninni. 7.3.2007 14:07
Dallas öruggt í úrslitakeppnina Dallas Mavericks varð í nótt fyrsta liðið í NBA deildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þó enn sé langt eftir af deildarkeppninni. Dallas bætti enn félagsmet sitt og vann 16. leikinn í röð og 22. heimaleikinn í röð þegar liðið skellti New Jersey 102-89. Jason Terry skoraði 24 stig fyrir Dallas en Vince Carter 32 fyrir New Jersey. 7.3.2007 13:40
United og Bayern í góðum málum Manchester United og Bayern Munchen eru í mjög góðum málum í Meistaradeildinni. Henrik Larsson er búinn að koma United í 1-0 gegn Lille á Old Trafford og þá var Brasilíumaðurinn Lucio að koma Bayern í 2-0 gegn Real Madrid. Liðin eru því í afar vænlegri stöðu þegar aðeins 15 mínútur eru til leiksloka. 7.3.2007 21:16
Arsenal leiðir á sjálfsmarki Arsenal er komið í 1-0 gegn PSV á Emirates í Meistaradeildinni. Markið var sjálfsmark frá varnarmanninum Alex, en það var einmitt hann sem skoraði sjálfsmark og sendi lið sitt úr keppni síðast þegar liðin mættust í keppninni. Staðan í rimmunni er því orðin 1-1. Enn er ekkert mark komið í öðrum leikjum kvöldsins síðan Roy Makaay kom Bayern í 1-0 gegn Real Madrid. 7.3.2007 21:10
Martröð í byrjun hjá Real Madrid Keppni í Meistaradeild Evrópu hefst með látum í kvöld, en framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen hefur eflaust farið langt með að setja nýtt met í keppninni þegar hann kom Bayern í 1-0 gegn Real Madrid eftir aðeins um 10 sekúndna leik. Eins og staðan er núna er Bayern því á leið áfram í keppninni á útimörkum. 7.3.2007 19:48
Æskan og hesturinn um næstu helgi Hin frábæra sýning Æskan og Hesturinn verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal um næstu helgi. Sýningar eru á laugardag og sunnudag klukkan 13 og 16 og er ókeypis aðgangur fyrir alla fjölskylduna. Það eru hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni en alls munu um 250 börn á aldrinum 3- 18 ára taka þátt. 7.3.2007 18:13
Rijkaard: Liverpool átti skilið að fara áfram Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var auðmjúkur eftir að hans menn féllu úr keppni í Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Anfield. Hann sagði Liverpool eiga skilið að fara áfram og hrósaði enska liðinu fyrir gott skipulag og baráttu. 6.3.2007 22:51
Carragher: Við slógum besta lið í heimi úr keppni Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool var í góðum anda í kvöld eftir að Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni þrátt fyrir tap á heimavelli. Hann sagði þessa niðurstöðu líklega besta afrek Liverpool í Meistaradeildinni fyrir utan það að lyfta sjálfum bikarnum. 6.3.2007 22:45
Liverpool og Chelsea í 8-liða úrslit Liverpool og Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona lagði Liverpool 1-0 á Anfield með marki Eiðs Smára Guðjohnsen, en enska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Chelsea lagði Porto 2-1 með mörkum frá Arjen Robben og Michael Ballack. 6.3.2007 21:36
Troðslan kostaði 70 þúsund krónur C.J. Miles, tvítugur leikmaður Utah Jazz, átti heldur bitra innkomu með liði sínu í sigri á Charlotte Hornets í gærkvöld. Miles lék aðeins tvær mínútur í blálokin á stórsigri Utah, en uppskar lítið annað en 70 þúsund króna sekt. 6.3.2007 23:15
Shaquille O´Neal kennir börnum að léttast Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat er nýjasti NBA leikmaðurinn sem tekur þátt í raunveruleikasjónvarpi. O´Neal verður gestur í þætti á ABC sjónvarpsstöðinni sem fjallar um offituvandamál barna í Bandaríkjunum. Þar mun hann ráðleggja börnum hvernig á að ná af sér aukakílóum, en svo má deila hvort hinn íturvaxni miðherji er rétti maðurinn í það verkefni, enda hefur hann oft verið full þéttur á velli í NBA deildinni. 6.3.2007 18:56
Ecclestone: Massa verður meistari Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segir að Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sé að sínu mati líklegasti ökuþórinn til að verða heimsmeistari á komandi keppnistímabili í Formúlu 1. 6.3.2007 18:37
Kiel mætir Portland Í dag var dregið í undanúrslit Evrópumótanna í handbolta en þar verða fyrri leikir spilaðir dagana 24. og 25. mars næstkomandi. Þýskalandsmeistarar Kiel mæta Portland San Antonio í Meistaradeildinni og spútniklið Valladolid, sem sló Gummersbach úr keppni um helgina, mætir Flensburg. 6.3.2007 17:18
Cannavaro: Dauðadæmdir ef við dettum í vörn Miðvörðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid segir sína menn ekki ætla að falla í þá gryfju að verja forskot sitt þegar þeir sækja Bayern Munchen heim annað kvöld. Real hefur 3-2 forystu eftir fyrri leikinn á Spáni en liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá síðustu viðureignum sínum í Munchen. 6.3.2007 16:39
Ekkert hrísgrjónarusl Kínverskir knattspyrnumenn verða að hætta að lifa á eintómum kolvetnum og fara að borða nautakjöt og drekka mjólk ef þeir ætla sér að vera samkeppnishæfir á knattspyrnuvellinum. Þetta er niðurstaða vísindalegrar rannsóknar sem ráðgjafar kínverska þingsins létu gera á dögunum, en fjölmiðlafár hefur verið þar í landi síðan Ólympíulið Kínverja var leikið grátt í slagsmálum við leikmenn QPR í vináttuleik fyrir nokkru. 6.3.2007 16:17
Mourinho: Hvaða pressa? Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki finna fyrir pressu í starfi frá neinum nema sjálfum sér og segir að ef hann yrði rekinn frá Chelsea myndi hann taka að sér nýtt starf eftir tvær vikur - og ríkur í þokkabót. 6.3.2007 16:04
Henry hugsanlega í byrjunarliði Arsenal Thierry Henry verður líklega í byrjunarliði Arsenal þegar það tekur á móti PSV í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld. Henry hefur verið mjög tæpur vegna meiðsla en Arsene Wenger upplýsti í dag að hann væri klár í byrjunarliðið. Hann segir þó nokkra áhættu fólgna í því að láta Henry spila og hefur enn ekki gert upp hug sinn. 6.3.2007 15:45
Saha verður ekki með gegn Lille Franski framherjinn Louis Saha verður ekki með liði Manchester United þegar það mætir Lille öðru sinni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Félagi hans Wayne Rooney hefur hinsvegar fengið grænt ljós á að spila leikinn. Ole Gunnar Solskjær verður frá í þrjár vikur og Patrice Evra er talinn mjög tæpur eftir að hann gat ekki tekið þátt í lokaæfingu liðsins. 6.3.2007 15:15
Artest settur út úr liði Sacramento Ron Artest hefur verið settur út úr liði Sacramento Kings um óákveðinn tíma eftir að hann var handtekinn fyrir heimilisofbeldi í gær. Kona hringdi í neyðarlínuna af heimili hans og hélt því fram að hann hefði ítrekað hrint sér í gólfið og hindrað hana í að hafa samband við lögreglu. 6.3.2007 14:55
Rijkaard: Það er gott að vera alvitur Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, brást hinn versti við þegar hann heyrði að Rafa Benitez kollegi sinn hjá Liverpool væri þegar búinn að spá því hvaða leikmenn yrðu í byrjunarliði Barcelona í leik þeirra í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 6.3.2007 14:27