Handbolti

Góður sigur hjá Gummersbach

Guðjón Valur skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach í kvöld
Guðjón Valur skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Gummersbach styrkti stöðu sína í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld með góðum útisigri á Grosswallstadt 33-26. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir gestina og Róbert Gunnarsson 4, en Alexander Petersson skoraði 5 fyrir Grosswallstadt. Alls voru fjórir leikir á dagskrá í kvöld.

Lemgo tapaði naumlega á útivelli fyrir Magdeburg 30-28 eftir að hafa verið undir 12-11 í hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 3 mörk fyrir Lemgo, en Logi Geirsson gat ekki leikið með liðinu vegna bakmeiðsla sem væntanlega halda honum frá keppni í um tvær vikur.

Kiel valtaði yfir Melsungen 46-31 og Hamburg vann auðveldan útisigur á Dusseldorf 36-27.

Kiel er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig, Hamburg og Gummersbach eru í 2. og 3. sæti með 36 stig og Flensburg í 4. með 35 stig og á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×