Fleiri fréttir Hugo Viana: Ronaldo fer til Spánar í sumar Portúgalski miðjumaðurinn Hugo Viana hjá Valencia fullyrðir að landi hans Cristiano Ronaldo hjá Manchester United muni ganga í raðir Barcelona eða Real Madrid í sumar. 13.2.2007 14:40 Stjörnufans í hátíðarleik á Old Trafford Manchester United mun halda sérstakan hátíðarleik á Old Trafford þann 13. mars nk. þar sem haldið verður upp á 50 ára afmæli fyrsta Evrópuleiks félagsins. Manchester United mætir þar sérstöku Evrópuúrvali sem þjálfað verður af Marcelo Lippi, fyrrum landsliðsþjálfara Ítala. 13.2.2007 14:34 Úrvalsdeildarfélög sektuð Tottenham og Middlesbrough voru í dag sektuð og áminnt af aganefnd enska knattspyrnusambandsins eftir að uppúr sauð í leik liðanna í desember síðastliðinn. Didier Zokora og George Boateng voru þá reknir af velli og fékk Tottenham 8.000 punda sekt og Boro 4.000 punda sekt vegna handalögmála leikmanna. 13.2.2007 14:27 Milan Mandaric kaupir Leicester Milan Mandaric, fyrrum eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, festi í dag kaup á Leicester City. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en Mandaric segir stefnuna setta á að koma liðinu í úrvalsdeildina innan þriggja ára. 13.2.2007 14:21 Dean Olsen á leið til Íslands Hinn þekkti motocross þjálfari hjá MX skóla Gary Semics, Dean Olsen, hefur staðfest komu sína til Íslands nú í sumar. Hann mun þjálfa íslenska motocross ökumenn í allt sumar, alla flokka, og einnig taka þátt í sumum mótum. Þetta er gífurleg lyftistöng fyrir sportið og sennilega hefur jafn þekktur þjálfari á heimsvísu ekki komið áður til Íslands til að þjálfa. 13.2.2007 13:12 Jewell ákærður fyrir ummæli sín Paul Jewell knattspyrnustjóri Wigan hefur verið ákærður fyrir ósæmileg ummæli í garð dómarans Phil Dowd eftir tap Wigan gegn Arsenal á dögunum og hefur til 28. febrúar til að svara fyrir sig hjá aganefndinni. Jewell sagðist sjálfur eiga von á því að verða sektaður fyrir ummæli sín og hefur nú er útlit fyrir að svo verði. 13.2.2007 12:58 Fram tefldi fram ólöglegum leikmanni Það verða Víkingur og Fylkir en ekki Valur og Fylkir sem leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu eftir að Fram tefldi fram ólöglegum leikmanni í leik sínum gegn Víkingi í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Fram vann leikinn 2-1 en Hjálmar Þórarinsson var ekki orðinn löglegur og því vann Víkingur leikinn 3-0. Víkingur fór þar með upp fyrir Val í riðlinum og leikur til úrslita þann 1. mars. 13.2.2007 12:53 Supercross úrslit í Houston 13.2.2007 12:00 Sjöundi sigur Detroit í röð Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og unnust þeir allir á heimavelli. Detroit vann sjöunda sigurinn í röð með því að leggja LA Clippers, Denver skellti Golden State og þá vann Utah fimmta sigurinn í röð þegar það burstaði Atlanta. 13.2.2007 04:27 Pat Riley ætlar að snúa aftur eftir stjörnuleikinn Harðjaxlinn Pat Riley mun snúa aftur í þjálfarastólinn hjá NBA meisturum Miami strax eftir stjörnuhelgi ef marka má fréttir sem láku út í gærkvöldi. Þetta mun verða formlega tilkynnt á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Riley hefur verið frá keppni síðan í byrjun janúar þegar hann gekkst undir aðgerð á hné og mjöðm, en engum datt í hug að hann kæmi til baka fyrr en í fyrsta lagi undir vorið. 13.2.2007 02:11 Lites Houston úrslit Enn og aftur kom sá og sigraði Ryan Villopoto í Houston. Ekkert lát virðist vera á því að Kawasaki/Monster ökumaðurinn Ryan Villopoto hætti að vinna í minni flokknum og virðist enginn geta tekið fram úr undrabarninu. 12.2.2007 23:19 Steve Nash verður ekki með í stjörnuleiknum Kanadamaðurinn Steve Nash hjá Phoenix Suns verður ekki með í stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Las Vegas á sunnudaginn. Nash er meiddur á öxl og verður honum því gefið algjört frí frá því að spila þangað til 20. febrúar. 12.2.2007 21:35 Sanngjarn sigur ÍR á Keflavík ÍR-ingar hituðu upp fyrir úrslitaleikinn í bikarnum um helgina með því að leggja Keflvíkinga nokkuð örugglega í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld 97-81. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið lengst af í leiknum og náðu að standa af sér mikið áhlaup gestanna í síðari hálfleik. ÍR er nú í 7. sæti deildarinnar með 12 stig en Keflavík situr í 5. sætinu með 20 stig. Nánari umfjöllun um leikinn verður á Vísi snemma í fyrramálið. 12.2.2007 21:24 Eins og að horfa á U2 tónleika með 10 áhorfendum Blaðamaður Sports Illustrated sem fylgdist með leik Chievo og Inter Milan í ítölsku A-deildinni í gær segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að horfa á margar af skærustu knattspyrnustjörnum heimsins spila leik fyrir luktum dyrum. 12.2.2007 19:15 Detroit - LA Clippers í beinni í kvöld Leikur Detroit Pistons og LA Clippers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf eitt í nótt. Þar gefst NBA áhugamönnum fyrst tækifæri til að sjá Chris Webber spila með Detroit, en liðið hefur unnið sex leiki í röð og tíu af tólf síðan Webber gekk í raðir liðsins. Clippers hefur ekki unnið Detroit síðan árið 2002. 12.2.2007 17:37 Owen byrjaður að hlaupa Enski framherjinn Michael Owen hjá Newcastle er nú farinn að hlaupa á ný eftir löng og erfið meiðsli. Bjartsýnustu menn í herbúðum Newcastle vonast til þess að Owen muni geta spilað á ný í apríl, en leikmaðurinn sjálfur segist ekki ætla að taka neina áhættu með hnéð á sér og útilokar ekki að bíða með endurkomuna fram á næsta haust. 12.2.2007 17:12 Jón Arnór til Rómar Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson sem leikið hefur með Valencia á Spáni í vetur hefur náð samningi við ítalska körfuboltaliðið Lottomatica Roma á Ítalíu og vonir standa til um að hann verði klár í slaginn með liðinu í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. 12.2.2007 16:28 Parlour æfir með Arsenal Gamla brýnið Ray Parlour, sem nýverið gekk í raðir Hull City, ætlar að æfa með gamla liðinu sínu Arsenal á næstu vikum á meðan hann nær sér af meiðslum. Parlour er nú að spila utan efstu deildar í fyrsta sinn á ferlinum og fær aðeins borgað hjá Hull ef hann nær að spila leiki með félaginu. 12.2.2007 16:01 Sögur af árásum stuðningsmanna ýktar Forráðamenn West Ham gáfu það út í dag að sögur sem gengu í bresku blöðunum í dag um að stuðningsmenn liðsins hefðu ráðist að Marlon Harewood eftir leik liðsins um helgina væru stórlega ýktar. Sagt var að 15 manns hefðu ráðist að Harewood og hreytt í hann fúkyrðum voru dregnar til baka og sagði talsmaður West Ham að félagið hefði engar áhyggjur af þessu meinta atviki. 12.2.2007 15:57 Kanchelskis leggur skóna á hilluna Rússneski kantmaðurinn Andrei Kanchelskis hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 38 ára að aldri. Kanchelskis gerði garðinn frægan með Manchester United snemma á síðasta áratug og varð tvisvar Englandsmeistari með liðinu. 12.2.2007 15:50 Grönholm sigraði í sænska rallinu Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford sigraði í sænska rallinu sem fram fór um helgina. Grönholm kom í mark 53 sekúndum á undan heimsmeistaranum Sebastien Loeb á Citroen sem varð í öðru sæti og Finninn Mikko Hirvonen á Ford varð þriðji. Forysta Loeb í stigakeppninni til heimsmeistara er því aðeins tvö stig og stefnir í jafnara mót en á síðasta ári. 12.2.2007 15:19 Samkynhneigð Amaechi veldur fjaðrafoki í NBA Fyrrum NBA leikmaðurinn John Amaechi olli talsverðu fjaðrafoki í heimspressunni fyrir helgina þegar hann tilkynnti um samkynhneigð sína í ævisögu sinni sem kom í hillur á dögunum. Hann varð um leið fyrsti NBA leikmaðurinn til að opinbera samkynhneigð sína, en ekki eru allir jafn hrifnir af yfirlýsingunni. 12.2.2007 13:57 Diarra var nálægt því að fara frá Chelsea í janúar Lassana Diarra, leikmaður Chelsea, hefur nú upplýst að hann hafi verið kominn á fremsta hlunn með að fara frá félaginu í janúar. Diarra hafði ekki fengið mikið að spreyta sig síðan hann kom til Chelsea árið 2005, en hefur staðið sig vel í þeim þremur leikjum í röð sem hann hefur verið í byrjunarliðinu undanfarið. 12.2.2007 13:38 Eto´o neitaði að spila í gær Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona neitaði að fara inná sem varamaður þegar fimm mínútur voru eftir af leik Barcelona og Santander í gærkvöld. Eto´o er hægt og bítandi að ná heilsu eftir hnémeiðsli, en neitaði að fara að hita upp þegar hann var beðinn um það í gær. 12.2.2007 13:31 Stóðhesta TÖLT veisla á fimmtudaginn! Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra. 12.2.2007 07:22 Dwyane Wade kláraði San Antonio Dwyane Wade átti enn einn stjörnuleikinn í gærkvöldi þegar Miami Heat vann góðan sigur á San Antonio Spurs á heimavelli. Cleveland vann góðan sigur á LA Lakers og Boston tapaði enn eina ferðina. 12.2.2007 01:42 Mancini vill flauta tímabilið af Roberto Mancini vill að keppni í ítölsku A-deildinni verði flautuð af og látin hefjast á ný næsta haust á meðan unnið verður að því að koma öryggismálum í lag á Ítalíu. Lið hans Inter er eitt þeirra sem þarf að spila fyrir luktum dyrum um þessar mundir og því vill Mancini að liðið sem er í efsta sæti i dag verið sæmt meistaratitlinum og mótið flautað af. 12.2.2007 01:16 ÍR tekur á móti Keflavík í kvöld Einn leikur er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld en þar tekur ÍR á móti Keflavík í Seljaskóla. Keflvíkingar hafa verið í vandræðum í vetur og hafa enn ekki fundið taktinn, en ÍR-ingar hafa náð að hrista af sér dapra byrjun og eru nú í baráttu um sæti í úrslitakeppninni í vor. Leikurinn hefst klukkan 19:15. 12.2.2007 17:49 Ancelotti ánægður með Ronaldo Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var mjög ánægður með frammistöðu brasilíska framherjans Ronaldo sem lék sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja lið í dag eftir að hafa komið frá Real Madrid í síðasta mánuði. Ronaldo þótti frískur þann tæpa hálftíma sem hann spilaði og gladdi auga þjálfara síns. 11.2.2007 22:00 Njarðvík vann Snæfell í toppslagnum Njarðvík heldur sínu striki í Iceland Express-deild karla í körfubolta og í toppslag kvöldsins vann liðið góðan sigur á Snæfelli, 77-67, í ljónagryfjunni í Reykjanesbæ. KR og Skallagrímur unnu einnig leiki sína í kvöld og eru skammt undan Njarðvíkingum í toppbaráttunni. 11.2.2007 21:45 Ólafur og Sigfús létu að sér kveða á Spáni Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar lið hans Ciudad Real burstaði Altea með 30 mörkum gegn 20 í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Sigfús Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Ademar Leon sem vann Logrono, 31-27. 11.2.2007 21:00 Alexander með stórleik Alexander Petersson skoraði níu mörk og var langmarkahæsti leikmaður Grosswallstadt sem vann góðan útisigur á Róbert Sighvatssyni og lærisveinum hans í Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 27-24. Einar Hólmgeirsson lék ekki með Grosswallstadt vegna meiðsla. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í dag. 11.2.2007 20:30 Ronaldinho tryggði Barcelona sigur Barcelona er komið með þriggja stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa lagt Racing Santander vandræðalaust af velli, 2-0, á Nou Camp í kvöld. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho kom aftur inn í lið Evrópumeistaranna og skoraði bæði mörk liðsins. 11.2.2007 19:51 Fara leikmenn Galaxy fram á launahækkun? Fyrirliði LA Galaxy, Peter Vagenas, bandaríska liðsins sem David Beckham mun ganga til liðs við næsta sumar, setur spurningamerki við þær gríðarlegu fjárhæðir sem Beckham mun fá fyrir að spila fyrir liðið. Hann útilokar ekki að einhverjir leikmanna liðsins munu fara fram á launahækkun. 11.2.2007 19:30 Jewell: Dómarinn kostaði okkur sigurinn Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, var allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Philip Dowd í leik sinna manna gegn Arsenal í dag og sagði slæma dómgæslu hafa kostað sitt lið sigurinn. Arsene Wenger hjá Arsenal viðurkenndi að Wigan hefði átt skilið af fá að minnsta kostið annað stigið í leiknum. 11.2.2007 19:13 Eggert: Ég er fæddur bardagamaður Eggert Magnússon segir í löngu og ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian sem birtist í gær að hann sé fæddur bardagamaður. Þess vegna muni West Ham berjast þar til í síðustu umferð ensku deildarkeppninar til að forðast fall úr úrvalsdeildinni. 11.2.2007 19:00 Collazo átti ekki möguleika í Mosley Bandaríkjmaðurinn Shane Mosley tryggði vann öruggan sigur á landa sínum Luis Collazo þegar kapparnir mættust í hringnum í Las Vegas í nótt. Hinn 35 ára gamli Moseley sem er þrefaldur heimsmeistari var mun sneggri og höggfastari þó hann sé 10 árum eldri en Collazo. 11.2.2007 18:49 Cuban ósáttur við ummæli Wade Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni, og Avery Johnson, þjálfari liðsins, verja Dirk Nowitzki af öllum mætti eftir að Dwayne Wade, leikmaður Miami, gagnrýndi þýska leikmanninn fyrir skort á leiðtogahæfileikum. Cuban og Johnson skjóta föstum skotum að Wade og segja honum að líta í eigin barm. 11.2.2007 18:30 Ekkert lát á sigurgöngu Inter Mörk frá Adriano og Hernan Crespo tryggðu Inter Milan auðveldan sigur á Chievo í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag en um var að ræða 15. sigur liðsins í deildinni í röð. Engir áhorfendur voru á leiknum, frekar en í þremur öðrum leikjum á Ítalíu í dag. Ronaldo lék sinn fyrsta leik fyrir AC Milan. 11.2.2007 18:11 Frábær endasprettur færði Arsenal sigur Frábær endasprettur Arsenal tryggði liðinu 2-1 sigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu með öll þrjú stigin af hólmi eftir að Denny Landzaat hafði komið þeim yfir í fyrri hálfleik, en sjálfsmark og mark frá Thomas Rosicky á síðustu 10 mínútum leiksins tryggðu heimamönnum mikilvægan sigur. 11.2.2007 17:57 Valur og HK unnu bæði leiki sína Staða efstu liða í DHL-deild karla í handbolta breyttist ekkert eftir leiki dagsins því Valur og HK unnu bæði leiki sína í dag. Valsarar höfðu betur gegn Íslandsmeisturum Fram í Safamýrinni, 27-26, og í Digranesinu vann HK ungt lið ÍR með sannfærandi hætti, 36-31. 11.2.2007 17:43 Loksins sigraði Lyon Meistarar síðustu fimm ára í franska fótboltanum, Lyon, vann sinn fyrsta deildarleik í ár þegar liðið vann Lorient í gær, 1-0. Þrátt fyrir að allt hafi gengið á afturfótunum hjá liðinu að undanförnu er Lyon ennþá með 14 stiga forystu á toppi deildarinnar. Fyrirliði liðsins segir mikilvægt að hafa náð sigri fyrir leikinn gegn Roma í Meistaradeildinni í næstu viku. 11.2.2007 17:30 Mickelson og Sutherland efstir fyrir lokadaginn Phil Mickelson og Kevin Sutherland frá Bandaríkjunum hafa forystu fyrir lokadaginn á PGA-mótinu sem fram fer í Pebble Beach um helgina. Þeir félagar hafa leikið á 14 höggum undir pari en Jim Furyk, sem hafði forystu ásamt Mickelson í gær, átti skelfilegan dag í gær og er nú sex höggum á eftir efstu mönnum. 11.2.2007 17:15 Carmelo Anthony valinn í stjörnuleikinn Vandræðagemlingurinn Carmelo Anthony hefur verið valinn í lið Vesturdeildarinnar sem tekur þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar þann 18. febrúar næstkomandi. Það var framkvæmdastjóri deildarinnar, sjálfur David Stern, sem valdi Anthony í leikinn vegna meiðsla Carlos Boozer. 11.2.2007 16:45 Rijkaard: Það komast ekki allir í hópinn Eiður Smári Guðjohnsen á ekki við meiðsli eða veikindi að stríða fyrir leik Barcelona gegn Racing Santander í kvöld heldur kemur það einfaldlega í hans hlut að vera utan hóps í þetta skiptið. Þetta segir Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona. 11.2.2007 16:17 Sjá næstu 50 fréttir
Hugo Viana: Ronaldo fer til Spánar í sumar Portúgalski miðjumaðurinn Hugo Viana hjá Valencia fullyrðir að landi hans Cristiano Ronaldo hjá Manchester United muni ganga í raðir Barcelona eða Real Madrid í sumar. 13.2.2007 14:40
Stjörnufans í hátíðarleik á Old Trafford Manchester United mun halda sérstakan hátíðarleik á Old Trafford þann 13. mars nk. þar sem haldið verður upp á 50 ára afmæli fyrsta Evrópuleiks félagsins. Manchester United mætir þar sérstöku Evrópuúrvali sem þjálfað verður af Marcelo Lippi, fyrrum landsliðsþjálfara Ítala. 13.2.2007 14:34
Úrvalsdeildarfélög sektuð Tottenham og Middlesbrough voru í dag sektuð og áminnt af aganefnd enska knattspyrnusambandsins eftir að uppúr sauð í leik liðanna í desember síðastliðinn. Didier Zokora og George Boateng voru þá reknir af velli og fékk Tottenham 8.000 punda sekt og Boro 4.000 punda sekt vegna handalögmála leikmanna. 13.2.2007 14:27
Milan Mandaric kaupir Leicester Milan Mandaric, fyrrum eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, festi í dag kaup á Leicester City. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en Mandaric segir stefnuna setta á að koma liðinu í úrvalsdeildina innan þriggja ára. 13.2.2007 14:21
Dean Olsen á leið til Íslands Hinn þekkti motocross þjálfari hjá MX skóla Gary Semics, Dean Olsen, hefur staðfest komu sína til Íslands nú í sumar. Hann mun þjálfa íslenska motocross ökumenn í allt sumar, alla flokka, og einnig taka þátt í sumum mótum. Þetta er gífurleg lyftistöng fyrir sportið og sennilega hefur jafn þekktur þjálfari á heimsvísu ekki komið áður til Íslands til að þjálfa. 13.2.2007 13:12
Jewell ákærður fyrir ummæli sín Paul Jewell knattspyrnustjóri Wigan hefur verið ákærður fyrir ósæmileg ummæli í garð dómarans Phil Dowd eftir tap Wigan gegn Arsenal á dögunum og hefur til 28. febrúar til að svara fyrir sig hjá aganefndinni. Jewell sagðist sjálfur eiga von á því að verða sektaður fyrir ummæli sín og hefur nú er útlit fyrir að svo verði. 13.2.2007 12:58
Fram tefldi fram ólöglegum leikmanni Það verða Víkingur og Fylkir en ekki Valur og Fylkir sem leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu eftir að Fram tefldi fram ólöglegum leikmanni í leik sínum gegn Víkingi í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Fram vann leikinn 2-1 en Hjálmar Þórarinsson var ekki orðinn löglegur og því vann Víkingur leikinn 3-0. Víkingur fór þar með upp fyrir Val í riðlinum og leikur til úrslita þann 1. mars. 13.2.2007 12:53
Sjöundi sigur Detroit í röð Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og unnust þeir allir á heimavelli. Detroit vann sjöunda sigurinn í röð með því að leggja LA Clippers, Denver skellti Golden State og þá vann Utah fimmta sigurinn í röð þegar það burstaði Atlanta. 13.2.2007 04:27
Pat Riley ætlar að snúa aftur eftir stjörnuleikinn Harðjaxlinn Pat Riley mun snúa aftur í þjálfarastólinn hjá NBA meisturum Miami strax eftir stjörnuhelgi ef marka má fréttir sem láku út í gærkvöldi. Þetta mun verða formlega tilkynnt á blaðamannafundi á miðvikudaginn. Riley hefur verið frá keppni síðan í byrjun janúar þegar hann gekkst undir aðgerð á hné og mjöðm, en engum datt í hug að hann kæmi til baka fyrr en í fyrsta lagi undir vorið. 13.2.2007 02:11
Lites Houston úrslit Enn og aftur kom sá og sigraði Ryan Villopoto í Houston. Ekkert lát virðist vera á því að Kawasaki/Monster ökumaðurinn Ryan Villopoto hætti að vinna í minni flokknum og virðist enginn geta tekið fram úr undrabarninu. 12.2.2007 23:19
Steve Nash verður ekki með í stjörnuleiknum Kanadamaðurinn Steve Nash hjá Phoenix Suns verður ekki með í stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Las Vegas á sunnudaginn. Nash er meiddur á öxl og verður honum því gefið algjört frí frá því að spila þangað til 20. febrúar. 12.2.2007 21:35
Sanngjarn sigur ÍR á Keflavík ÍR-ingar hituðu upp fyrir úrslitaleikinn í bikarnum um helgina með því að leggja Keflvíkinga nokkuð örugglega í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld 97-81. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið lengst af í leiknum og náðu að standa af sér mikið áhlaup gestanna í síðari hálfleik. ÍR er nú í 7. sæti deildarinnar með 12 stig en Keflavík situr í 5. sætinu með 20 stig. Nánari umfjöllun um leikinn verður á Vísi snemma í fyrramálið. 12.2.2007 21:24
Eins og að horfa á U2 tónleika með 10 áhorfendum Blaðamaður Sports Illustrated sem fylgdist með leik Chievo og Inter Milan í ítölsku A-deildinni í gær segir að það hafi verið mjög sérstök upplifun að horfa á margar af skærustu knattspyrnustjörnum heimsins spila leik fyrir luktum dyrum. 12.2.2007 19:15
Detroit - LA Clippers í beinni í kvöld Leikur Detroit Pistons og LA Clippers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf eitt í nótt. Þar gefst NBA áhugamönnum fyrst tækifæri til að sjá Chris Webber spila með Detroit, en liðið hefur unnið sex leiki í röð og tíu af tólf síðan Webber gekk í raðir liðsins. Clippers hefur ekki unnið Detroit síðan árið 2002. 12.2.2007 17:37
Owen byrjaður að hlaupa Enski framherjinn Michael Owen hjá Newcastle er nú farinn að hlaupa á ný eftir löng og erfið meiðsli. Bjartsýnustu menn í herbúðum Newcastle vonast til þess að Owen muni geta spilað á ný í apríl, en leikmaðurinn sjálfur segist ekki ætla að taka neina áhættu með hnéð á sér og útilokar ekki að bíða með endurkomuna fram á næsta haust. 12.2.2007 17:12
Jón Arnór til Rómar Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson sem leikið hefur með Valencia á Spáni í vetur hefur náð samningi við ítalska körfuboltaliðið Lottomatica Roma á Ítalíu og vonir standa til um að hann verði klár í slaginn með liðinu í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. 12.2.2007 16:28
Parlour æfir með Arsenal Gamla brýnið Ray Parlour, sem nýverið gekk í raðir Hull City, ætlar að æfa með gamla liðinu sínu Arsenal á næstu vikum á meðan hann nær sér af meiðslum. Parlour er nú að spila utan efstu deildar í fyrsta sinn á ferlinum og fær aðeins borgað hjá Hull ef hann nær að spila leiki með félaginu. 12.2.2007 16:01
Sögur af árásum stuðningsmanna ýktar Forráðamenn West Ham gáfu það út í dag að sögur sem gengu í bresku blöðunum í dag um að stuðningsmenn liðsins hefðu ráðist að Marlon Harewood eftir leik liðsins um helgina væru stórlega ýktar. Sagt var að 15 manns hefðu ráðist að Harewood og hreytt í hann fúkyrðum voru dregnar til baka og sagði talsmaður West Ham að félagið hefði engar áhyggjur af þessu meinta atviki. 12.2.2007 15:57
Kanchelskis leggur skóna á hilluna Rússneski kantmaðurinn Andrei Kanchelskis hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 38 ára að aldri. Kanchelskis gerði garðinn frægan með Manchester United snemma á síðasta áratug og varð tvisvar Englandsmeistari með liðinu. 12.2.2007 15:50
Grönholm sigraði í sænska rallinu Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford sigraði í sænska rallinu sem fram fór um helgina. Grönholm kom í mark 53 sekúndum á undan heimsmeistaranum Sebastien Loeb á Citroen sem varð í öðru sæti og Finninn Mikko Hirvonen á Ford varð þriðji. Forysta Loeb í stigakeppninni til heimsmeistara er því aðeins tvö stig og stefnir í jafnara mót en á síðasta ári. 12.2.2007 15:19
Samkynhneigð Amaechi veldur fjaðrafoki í NBA Fyrrum NBA leikmaðurinn John Amaechi olli talsverðu fjaðrafoki í heimspressunni fyrir helgina þegar hann tilkynnti um samkynhneigð sína í ævisögu sinni sem kom í hillur á dögunum. Hann varð um leið fyrsti NBA leikmaðurinn til að opinbera samkynhneigð sína, en ekki eru allir jafn hrifnir af yfirlýsingunni. 12.2.2007 13:57
Diarra var nálægt því að fara frá Chelsea í janúar Lassana Diarra, leikmaður Chelsea, hefur nú upplýst að hann hafi verið kominn á fremsta hlunn með að fara frá félaginu í janúar. Diarra hafði ekki fengið mikið að spreyta sig síðan hann kom til Chelsea árið 2005, en hefur staðið sig vel í þeim þremur leikjum í röð sem hann hefur verið í byrjunarliðinu undanfarið. 12.2.2007 13:38
Eto´o neitaði að spila í gær Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona neitaði að fara inná sem varamaður þegar fimm mínútur voru eftir af leik Barcelona og Santander í gærkvöld. Eto´o er hægt og bítandi að ná heilsu eftir hnémeiðsli, en neitaði að fara að hita upp þegar hann var beðinn um það í gær. 12.2.2007 13:31
Stóðhesta TÖLT veisla á fimmtudaginn! Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra. 12.2.2007 07:22
Dwyane Wade kláraði San Antonio Dwyane Wade átti enn einn stjörnuleikinn í gærkvöldi þegar Miami Heat vann góðan sigur á San Antonio Spurs á heimavelli. Cleveland vann góðan sigur á LA Lakers og Boston tapaði enn eina ferðina. 12.2.2007 01:42
Mancini vill flauta tímabilið af Roberto Mancini vill að keppni í ítölsku A-deildinni verði flautuð af og látin hefjast á ný næsta haust á meðan unnið verður að því að koma öryggismálum í lag á Ítalíu. Lið hans Inter er eitt þeirra sem þarf að spila fyrir luktum dyrum um þessar mundir og því vill Mancini að liðið sem er í efsta sæti i dag verið sæmt meistaratitlinum og mótið flautað af. 12.2.2007 01:16
ÍR tekur á móti Keflavík í kvöld Einn leikur er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld en þar tekur ÍR á móti Keflavík í Seljaskóla. Keflvíkingar hafa verið í vandræðum í vetur og hafa enn ekki fundið taktinn, en ÍR-ingar hafa náð að hrista af sér dapra byrjun og eru nú í baráttu um sæti í úrslitakeppninni í vor. Leikurinn hefst klukkan 19:15. 12.2.2007 17:49
Ancelotti ánægður með Ronaldo Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var mjög ánægður með frammistöðu brasilíska framherjans Ronaldo sem lék sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja lið í dag eftir að hafa komið frá Real Madrid í síðasta mánuði. Ronaldo þótti frískur þann tæpa hálftíma sem hann spilaði og gladdi auga þjálfara síns. 11.2.2007 22:00
Njarðvík vann Snæfell í toppslagnum Njarðvík heldur sínu striki í Iceland Express-deild karla í körfubolta og í toppslag kvöldsins vann liðið góðan sigur á Snæfelli, 77-67, í ljónagryfjunni í Reykjanesbæ. KR og Skallagrímur unnu einnig leiki sína í kvöld og eru skammt undan Njarðvíkingum í toppbaráttunni. 11.2.2007 21:45
Ólafur og Sigfús létu að sér kveða á Spáni Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar lið hans Ciudad Real burstaði Altea með 30 mörkum gegn 20 í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Sigfús Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Ademar Leon sem vann Logrono, 31-27. 11.2.2007 21:00
Alexander með stórleik Alexander Petersson skoraði níu mörk og var langmarkahæsti leikmaður Grosswallstadt sem vann góðan útisigur á Róbert Sighvatssyni og lærisveinum hans í Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 27-24. Einar Hólmgeirsson lék ekki með Grosswallstadt vegna meiðsla. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í dag. 11.2.2007 20:30
Ronaldinho tryggði Barcelona sigur Barcelona er komið með þriggja stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa lagt Racing Santander vandræðalaust af velli, 2-0, á Nou Camp í kvöld. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho kom aftur inn í lið Evrópumeistaranna og skoraði bæði mörk liðsins. 11.2.2007 19:51
Fara leikmenn Galaxy fram á launahækkun? Fyrirliði LA Galaxy, Peter Vagenas, bandaríska liðsins sem David Beckham mun ganga til liðs við næsta sumar, setur spurningamerki við þær gríðarlegu fjárhæðir sem Beckham mun fá fyrir að spila fyrir liðið. Hann útilokar ekki að einhverjir leikmanna liðsins munu fara fram á launahækkun. 11.2.2007 19:30
Jewell: Dómarinn kostaði okkur sigurinn Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, var allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Philip Dowd í leik sinna manna gegn Arsenal í dag og sagði slæma dómgæslu hafa kostað sitt lið sigurinn. Arsene Wenger hjá Arsenal viðurkenndi að Wigan hefði átt skilið af fá að minnsta kostið annað stigið í leiknum. 11.2.2007 19:13
Eggert: Ég er fæddur bardagamaður Eggert Magnússon segir í löngu og ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian sem birtist í gær að hann sé fæddur bardagamaður. Þess vegna muni West Ham berjast þar til í síðustu umferð ensku deildarkeppninar til að forðast fall úr úrvalsdeildinni. 11.2.2007 19:00
Collazo átti ekki möguleika í Mosley Bandaríkjmaðurinn Shane Mosley tryggði vann öruggan sigur á landa sínum Luis Collazo þegar kapparnir mættust í hringnum í Las Vegas í nótt. Hinn 35 ára gamli Moseley sem er þrefaldur heimsmeistari var mun sneggri og höggfastari þó hann sé 10 árum eldri en Collazo. 11.2.2007 18:49
Cuban ósáttur við ummæli Wade Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA-deildinni, og Avery Johnson, þjálfari liðsins, verja Dirk Nowitzki af öllum mætti eftir að Dwayne Wade, leikmaður Miami, gagnrýndi þýska leikmanninn fyrir skort á leiðtogahæfileikum. Cuban og Johnson skjóta föstum skotum að Wade og segja honum að líta í eigin barm. 11.2.2007 18:30
Ekkert lát á sigurgöngu Inter Mörk frá Adriano og Hernan Crespo tryggðu Inter Milan auðveldan sigur á Chievo í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag en um var að ræða 15. sigur liðsins í deildinni í röð. Engir áhorfendur voru á leiknum, frekar en í þremur öðrum leikjum á Ítalíu í dag. Ronaldo lék sinn fyrsta leik fyrir AC Milan. 11.2.2007 18:11
Frábær endasprettur færði Arsenal sigur Frábær endasprettur Arsenal tryggði liðinu 2-1 sigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu með öll þrjú stigin af hólmi eftir að Denny Landzaat hafði komið þeim yfir í fyrri hálfleik, en sjálfsmark og mark frá Thomas Rosicky á síðustu 10 mínútum leiksins tryggðu heimamönnum mikilvægan sigur. 11.2.2007 17:57
Valur og HK unnu bæði leiki sína Staða efstu liða í DHL-deild karla í handbolta breyttist ekkert eftir leiki dagsins því Valur og HK unnu bæði leiki sína í dag. Valsarar höfðu betur gegn Íslandsmeisturum Fram í Safamýrinni, 27-26, og í Digranesinu vann HK ungt lið ÍR með sannfærandi hætti, 36-31. 11.2.2007 17:43
Loksins sigraði Lyon Meistarar síðustu fimm ára í franska fótboltanum, Lyon, vann sinn fyrsta deildarleik í ár þegar liðið vann Lorient í gær, 1-0. Þrátt fyrir að allt hafi gengið á afturfótunum hjá liðinu að undanförnu er Lyon ennþá með 14 stiga forystu á toppi deildarinnar. Fyrirliði liðsins segir mikilvægt að hafa náð sigri fyrir leikinn gegn Roma í Meistaradeildinni í næstu viku. 11.2.2007 17:30
Mickelson og Sutherland efstir fyrir lokadaginn Phil Mickelson og Kevin Sutherland frá Bandaríkjunum hafa forystu fyrir lokadaginn á PGA-mótinu sem fram fer í Pebble Beach um helgina. Þeir félagar hafa leikið á 14 höggum undir pari en Jim Furyk, sem hafði forystu ásamt Mickelson í gær, átti skelfilegan dag í gær og er nú sex höggum á eftir efstu mönnum. 11.2.2007 17:15
Carmelo Anthony valinn í stjörnuleikinn Vandræðagemlingurinn Carmelo Anthony hefur verið valinn í lið Vesturdeildarinnar sem tekur þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar þann 18. febrúar næstkomandi. Það var framkvæmdastjóri deildarinnar, sjálfur David Stern, sem valdi Anthony í leikinn vegna meiðsla Carlos Boozer. 11.2.2007 16:45
Rijkaard: Það komast ekki allir í hópinn Eiður Smári Guðjohnsen á ekki við meiðsli eða veikindi að stríða fyrir leik Barcelona gegn Racing Santander í kvöld heldur kemur það einfaldlega í hans hlut að vera utan hóps í þetta skiptið. Þetta segir Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona. 11.2.2007 16:17
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti