Golf

Mickelson og Sutherland efstir fyrir lokadaginn

Phil Mickelson og Kevin Sutherland frá Bandaríkjunum hafa forystu fyrir lokadaginn á PGA-mótinu sem fram fer í Pebble Beach um helgina. Þeir félagar hafa leikið á 14 höggum undir pari en Jim Furyk, sem hafði forystu ásamt Mickelson í gær, átti skelfilegan dag í gær og er nú sex höggum á eftir efstu mönnum.

John Mallinger, ungur Bandaríkjamaður sem er að stíga sín fyrstu skref á PGA-mótaröðinni, er í þriðja sæti á 13 höggum undir pari og er talið að baráttan um sigur á mótinu muni standa á milli þessara þriggja Bandaríkjamanna. Davis Love III er í fjórða sæti á níu höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×