Fleiri fréttir Allardyce: Hvað er málið með Nolan? Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, skilur ekki af hverju fyrirlið liðs síns, Kevin Nolan, sé sífellt skilinn eftir utan enska landsliðsins. Allardyce telur að með sama áframhaldi sjái Nolan sér ekki annað fært en að fara til stærra félags í Englandi. 11.2.2007 14:05 Gerrard heillaður af nýjum eigendum Liverpool Fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, er himinlifandi með kaup bandarísku auðkýfinginanna George Gillett og Tom Hicks á félaginu og kveðst heillaður af framtíðaráætlunum þeirra. Fyrirliðinn hitti nýju eigendurna á fundi fyrir helgi þar sem þeir lýstu fyrir honum hugsjón sinni og framtíðarsýn. 11.2.2007 13:44 Ronaldo og Rooney eru bestu félagar Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur enn einu sinni lýst því yfir að hann og Wayne Rooney séu bestu vinir, þrátt fyrir uppákomuna á HM í Þýskalandi í sumar þar sem Ronaldo virtist eiga þátt í að Rooney var rekinn af leikvelli í viðureign Portúgals og Englands í 8-liða úrslitum. Ronaldo segir vináttu þeirra hafa styrkst eftir atvikið. 11.2.2007 13:17 Capello hrósar Beckham fyrir frammistöðu sína Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hrósaði David Beckham í hástert fyrir frammistöðu sína gegn Real Sociedad í gærkvöldi, en Beckham skoraði fyrra mark liðsins í 2-1 sigri eftir að hafa verið óvænt valinn í byrjunarliðið. Capello segist alltaf borið traust til Beckham. 11.2.2007 12:57 Sjötti sigur Detroit í röð Rasheed Wallace spilaði líklega sinn besta leik á tímabilinu og leiddi Detroit til sigurs gegn Toronto í NBA-deildinni í nótt, 98-92. Þetta var sjötti sigurleikur Detroit í röð en Toronto hefur hins vegar tapað síðustu átta leikjum sínum gegn Detroit. 11.2.2007 12:41 Ferguson hrósar breidd leikmannahópsins Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., segir að sigur sinna manna á Charlton í dag hafi undirstrikað mikilvægi þess að hafa úr stórum hópi leikmanna að velja. Ferguson hvíldi nokkra af sínum bestu mönnum, t.d. Cristiano Ronaldo, en það kom ekki að sök. 10.2.2007 21:00 Beckham sló rækilega í gegn David Beckham kom, sá og sigraði í leik Real Madrid og Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Beckham var öllum að óvörum í byrjunarliði Real eftir að hafa ekki verið í leikmannahóp liðsins síðustu vikur og skoraði fyrra mark Real í 2-1 sigri liðsins. 10.2.2007 20:44 Curbishley segir ekkert falla með sínum mönnum Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, ítrekar að fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni sé síður en svo ráðin, þrátt fyrir að lærisveinar hans og Eggerts Magnússonar hafi beðið lægri hlut gegn Watford á heimavelli í dag. West Ham var miklu betri aðilinn í leiknum en ekkert gekk upp við mark andstæðinganna. 10.2.2007 20:30 Schalke í góðri stöðu í Þýskalandi Schalke er komið með sex stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en í dag vann liðið góðan 2-0 sigur á Hertha Berlín. Á sama tíma máttu helstu keppinautarnir í Werder Bremen þola skell gegn Stuttgart þar sem lokatölur urðu 4-1. 10.2.2007 20:00 Stjarnan upp í 3. sæti eftir sigur á Haukum Stjarnan lagði Hauka af velli, 31-28, í viðureign liðanna í DHL-deild karla í handbolta sem fram fór í Garðabænum í kvöld. Með sigrinum er Stjarnan komið upp í 3. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Síðarnefnda liðið á reyndar leik til góða gegn Fram á morgun. 10.2.2007 19:38 Skiptar skoðanir á Mourinho í Portúgal Fótboltaáhangendur í Portúgal skiptast í tvær andstæðar fylkingar gagnvart Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, ef eitthvað er að marka skoðanakönnun á vegum eins útbreiddasta dagblaðs Portúgals, Correio da Manha. 43,1% vilja sjá Mourinho taka við starfi landsliðsþjálfara eftir að Luiz Felipe Scolari lætur af störfum sumarið 2008 en 42,2% eru á móti ráðningu Mourinho. 10.2.2007 19:30 Jóhannes og Bjarni spiluðu Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley sem gerði 1-1 jafntefli við Sheffield Wednesday í ensku 1. deildinni í dag. Jóhannes Karl fór af velli á 77. mínútu. Þá spilaði Bjarni Þór Viðarsson síðasta hálftímann fyrir Bournemouth í stórsigri liðsins á Layton Orient í ensku 2. deildinni, en þar er hann í láni frá Everton. 10.2.2007 19:15 LA Galaxy í væntanlegum raunveruleikaþætti í Bandaríkjunum Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? 10.2.2007 18:45 Grönholm leiðir fyrir síðasta keppnisdaginn Finnski ökumaðurinn Marcus Grönholm hefur 38,4 sekúndna forskot á heimsmeistarann Sebastian Loeb fyrir síðasta keppnisdaginn í Svíþjóðarrallinu á morgun. Grönholm, sem ekur á Ford Focus, var í miklu stuði í dag og vann alls fjórar sérleiðir. Hann á fimmta sigur sinn á ferlinum í Svíþjóð næsta vísan. 10.2.2007 18:30 Mikilvægur sigur Fylkis Fylkir vann mjög mikilvægan en jafnframt sannfærandi sigur á Akureyri í DHL-deild karla í handbolta í Árbænum í dag, 29-23. Fylkismenn hafa endurheimt Guðlaug Arnarson, Heimi Örn Árnason og Agnar Jón Arnarsson, og munaði miklu um þá í leiknum í dag. 10.2.2007 17:48 Stjarnan heldur sínu striki Stjarnan heldur sínu striki í DHL-deild kvenna í handbolta en í dag vann liðið öruggan sigur á FH, 39-15. Stjarnan hefur fjögurra stiga forskot á Valsstúlkur sem unnu góðan sigur, 24-22, á Haukum. Stjarnan hefur hlotið 24 stig eftir 14 leiki en Valur 20 stig eftir 13 leiki. 10.2.2007 17:33 Íslendingarnir létu fara hægt um sig Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu sitt markið hvor þegar lið þeirra Lemgo sigraði Düsseldorf örugglega í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 35-25. Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað hjá Minden í 30-25 tapi liðsins gegn Göppingen. Alls fóru fjórir leikir fram í Þýskalandi í dag. 10.2.2007 17:30 Geir boðar breytingar hjá KSÍ Geir Þorsteinsson, nýkjörinn formaður KSÍ, boðar breytingar hjá knattspyrnusambandinu nú þegar hann tekur við starfi Eggerts Magnússonar. “Vitanlega munum við sjá breytingar á komandi tímum. Ég er allt annar maður en Eggert Magnússon,” sagði Geir eftir að úrslitin lágu ljós fyrir. Ítarlegt viðtal við Geir, sem og aðra frambjóðendur, verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:50. 10.2.2007 17:09 Man. Utd. og Chelsea halda sínu striki Manchester United heldur sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins en Man. Utd og Chelsea unnu bæði leiki sína í dag. Vonir Liverpool um að blanda sér alvarlega í toppbaráttunni hurfu líklega endanlega með tapi liðsins fyrir Newcastle í dag. 10.2.2007 16:53 Man. Utd. og Chelsea með forystu í hálfleik Manchester United og Chelsea, efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, hafa bæði 1-0 forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureignum liðanna í dag. Staðan í leik Newcastle og Liverpool er 1-1 þar sem Craig Bellamy gæti auðveldlega verið búinn að skora þrennu. 10.2.2007 15:41 Kahn stoltur yfir ummælum Leonard Breski hnefaleikakappinn Amir Kahn kveðst afar stoltur yfir þeim orðum sem goðsögnin Sugar Ray Leonard hafði um hann fyrir skemmstu en þá sagði Leonard að Kahn hefði alla möguleika á að verða sá besti í heimi. Kahn segir sjálstraust sitt hafa aukist mikið við ummælin, þó ekki hafi það verið lítið fyrir. 10.2.2007 15:24 Rúrik ekki í hóp hjá Charlton - Terry byrjar hjá Chelsea Sóknarmaðurinn ungi Rúrik Gíslason er ekki í 16 manna hópi Charlton sem sækir topplið Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni í dag en Rúrik hafði verið valinn í 17 manna hóp liðsins í gær. Hermann Hreiðarsson spilar ekki með vegna meiðsla. John Terry er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Middlesbrough. 10.2.2007 15:00 Reading sigraði Aston Villa Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading sem bar sigurorð af Aston Villa á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag, 2-0. Það var miðjumaðurinn Steve Sidwell sem skoraði bæði mörk Reading, það fyrra á 16. mínútu en það síðara á 92 mínútu. Með sigrinum styrkir Reading stöðu sína í 6. sæti deildarinnar. 10.2.2007 14:33 Geir sigraði með miklum yfirburðum Geir Þorsteinsson var í dag kjörinn nýr formaður KSÍ. Geir hlaut yfirburðakosningu í kjörinu eða alls 86 atkvæði. Jafet Ólafsson hlaut 29 atkvæði en Halla Gunnarsdóttir hlaut 3 atkvæði. Geir tekur við starfi formanns af Eggerti Magnússyni, sem nú stígur af stóli eftir 18 ára langa setu. 10.2.2007 14:12 Liðum fjölgar í efstu deild karla og kvenna 12 lið verða í Landsbankadeild karla og 10 lið verða í Landsbankadeild kvenna frá og með tímabilinu 2008, en breytingartillaga þess efnis var samþykkt á ársþingi KSÍ í dag. Þá var Eggert Magnússon kosinn heiðursforseti KSÍ. 10.2.2007 13:58 Eggert: Þakklæti er mér efst í huga Eggert Magnússon, fráfarandi formaður KSÍ, fór um víðan völl í upphafsræðu sinni á ársþingi KSÍ sem sett var á Hótel Loftleiðum í morgun. Eggert sagði að sér væri fyrst og fremst þakklæti í huga að hafa fengið að starfa að sínu stóra áhugamáli í þau 18 ár sem hann hefur gegnt starfi formanns. 10.2.2007 13:47 Eiður Smári ekki í hópnum hjá Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið skilinn eftir utan leikmannahópsins hjá Barcelona fyrir viðureign liðsins gegn Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Samkvæmt fréttum frá Spáni á Eiður Smári ekki við meiðsli eða veikindi að stríða - hann þarf einfaldlega að víkja fyrir Lionel Messi, sem er aftur orðinn leikfær eftir þriggja mánaða legu á hliðarlínunni vegna meiðsla. 10.2.2007 13:36 Furyk og Mickelson með forystu Bandarísku kylfingarnir Jim Furyk og Phil Mickelson hafa leikið á 12 höggum undir pari og hafa þriggja högga forskot á aðra keppendur þegar tveimur keppnisdögum er lokið á Pebble Beach mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum. 10.2.2007 13:15 Arsenal í samstarf við Colorado Rapids Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal og bandaríska atvinnumannaliðið Colorado Rapids tilkynntu opinberlega í morgun að félögin hyggðust hefja samstarf sín á milli. Samstarfið felst í því að styrkja vörumerkið Arsenal í Bandaríkjunum ásamt því að liðin munu koma til með að skiptast á efnilegum leikmönnum. 10.2.2007 13:12 Mikel var neyddur til að spila landsleikinn Nígeríski miðjumaðurinn hjá Chelsea, John Obi Mikel, kveðst hafa neyðst til að spila fyrir landsliðið sitt sl. þriðjudag þegar Nígería mætti Ghana í vináttuleik. Ástæðan voru hótanir í garð fjölskyldu sinnar sem búsett er í Nígeríu. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hafði bannað Mikel að spila landsleikinn þar sem hann var lítillega meiddur. 10.2.2007 12:51 Roeder ánægður með að hafa valið Martins Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle, kveðst alls ekki sjá eftir því að hafa keypt Obafemi Martins frá Nígeríu til félagsins í sumar, fremur en hollenska framherjann Dirk Kuyt sem fór stuttu síðar til Liverpool. Roeder segir að Martins hafi vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. 10.2.2007 12:45 Boston Celtics sett nýtt félagsmet Boston Celtics setti nýtt félagsmet í NBA-deildinni í nótt með því að tapa 17. leik sínum í röð. Í þetta sinn steinlá liðið á heimavelli fyrir New Jersey, 92-78, þrátt fyrir að Paul Pierce, helsta stjarna liðsins, hafi spilað með liðinu á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt. 10.2.2007 12:10 Haukar steinláu í Vesturbænum KR-ingar unnu yfirburðasigur á Haukum í kvöld, 105-67, og komust þannig við hlið Njarðvíkur á toppi Iceland-Express deildar karla á ný. Einn annar leikur var á dagskrá í kvöld, Skallagrímur vann Fjölni með 100 stigum gegn 89. 9.2.2007 20:57 Öruggur sigur hjá Gummersbach Íslendingaliðið Gummersbach komst upp að hlið Flensburg og Kiel á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan sigur á Wilhelmshavener í kvöld, 39-26. Liðin þrjú hafa öll hlotið 31 stig en Gummersbach hefur leikið einum leik fleiri, eða alls 19 talsins. 9.2.2007 19:51 Saviola vill helst fara til Ítalíu Javier Saviola, félaga Eiðs Smára Guðjohsen hjá Barcelona, langar mest að fara til Ítalíu fari svo að spænska félagið bjóði honum ekki nýjan samning eftir núverandi tímabil. Saviola kveðst aldrei munu svíkja Barcelona með því að ganga til liðs við Real Madrid en hann útilokar ekki að vera áfram hjá Barca. 9.2.2007 19:49 Benitez og Fabregas menn mánaðarins í Englandi Rafael Benitez hjá Liverpool hefur verið valinn þjálfari mánaðarins og Cesc Fabregas hjá Arsenal leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en greint var frá þessum tíðindum nú undir kvöld. 9.2.2007 18:49 Wenger: Landsleikir eru leiðinlegir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að landsleikir í fótbolta séu hundleiðinlegir nú á dögum. Ástæðan sé einföld; gæði félagsliða hafi aukist á síðustu árum en gæði landsliða hafi þvert á móti farið minnkandi. 9.2.2007 18:45 Fimm leikja bann fyrir að hóta dómara lífláti Aleksandar Rankovic, serbneskur leikmaður sem spilar með ADO Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að hafa hótað dómaranum Kevin Blom lífláti í leik gegn Grétari Rafni Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar þann 19. janúar síðastliðinn. 9.2.2007 18:32 Dunga hefur mikið álit á Ronaldinho Dunga, þjálfari brasilíska landsliðsins í fótbolta, segir að Ronaldinho sé vissulega í áætlunum sínum með liðið þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað nema einn leik fyrir þjóð sína frá HM í Þýskalandi síðasta sumar. Fjölmiðlar og almenningur í Brasilíu höfðu haft áhyggjur af því að Dunga og Ronaldinho ættu ekki samleið en þjálfarinn hefur nú vísað því algjörlega á bug. 9.2.2007 18:15 Thorpe snýr ekki aftur í sundlaugina Hinn ástralski Ian Thorpe segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé í þann mund að taka sundhettuna af hillunni og hefja keppni að nýju. Thorpe, einn sigursælasti sundmaður allra tíma, tilkynnti fyrir þremur mánuðum að hann væri hættur að keppa í sundi vegna þrátlátra meiðsla. 9.2.2007 17:30 Getum ekki verið án stuðningsmannanna verið Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan í ítalska boltanum, er ekki sammála yfirvöldum þar í landi sem fyrr í vikunni ákváðu að ákveðnir leikvangar fengju ekki að taka á móti áhorfendum í leikjum helgarinnar. Gattuso segir að leikmenn og stuðningsmenn geti ekki þrifist án hvors annars. 9.2.2007 16:30 Ronaldo fer ekki fet Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo er ekki á förum frá Man. Utd. í bráð, að því er knattspyrnustjórinn Alex Ferguson segir. Ferguson ræddi við fjölmiðla í morgun í þeim tilgangi að binda enda á þær sögusagnir sem bendla Ronaldo við sölu til Barcelona eða Real Madrid í sumar. 9.2.2007 15:57 Alonso segir bílinn ekki tilbúinn Ökuþórinn Fernando Alonso, heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1 kappakstrinum, reynir sitt besta til að draga úr væntingum til sín fyrir komandi tímabil í formúlunni með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af keppnisbíl McLaren. Hinn 25 ára gamli Alonso yfirgaf herbúðir Renault í haust og gekk í raðir McLaren. 9.2.2007 15:32 Fetar Zidane í fótspor Beckham? Franski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Zidedine Zidane er þessa stundina staddur í New York þar sem hann hefur meðal annars sótt NBA-leiki og tískusýningar – og vakið mikla athygli. Ýmsir fjölmiðlar í Bandaríkjunum gera að því skóna að Zidane hafi hitt forráðamenn bandaríska liðsins New York Red Bulls með mögulegan samning í huga. 9.2.2007 15:15 Alex Ferguson: Gefið McLaren vinnufrið Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd, hefur hefur beðið fjölmiðla í Englandi að gefa landsliðsþjálfaranum Steve McLaren frið til að sinna starfi sínu. McLaren, sem hefur verið harðlega gagnrýndur eftir tap Englendinga gegn Spánverjum á miðvikudag, er fyrrum aðstoðarmaður Ferguson hjá Man. Utd. 9.2.2007 14:46 Sjá næstu 50 fréttir
Allardyce: Hvað er málið með Nolan? Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, skilur ekki af hverju fyrirlið liðs síns, Kevin Nolan, sé sífellt skilinn eftir utan enska landsliðsins. Allardyce telur að með sama áframhaldi sjái Nolan sér ekki annað fært en að fara til stærra félags í Englandi. 11.2.2007 14:05
Gerrard heillaður af nýjum eigendum Liverpool Fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, er himinlifandi með kaup bandarísku auðkýfinginanna George Gillett og Tom Hicks á félaginu og kveðst heillaður af framtíðaráætlunum þeirra. Fyrirliðinn hitti nýju eigendurna á fundi fyrir helgi þar sem þeir lýstu fyrir honum hugsjón sinni og framtíðarsýn. 11.2.2007 13:44
Ronaldo og Rooney eru bestu félagar Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur enn einu sinni lýst því yfir að hann og Wayne Rooney séu bestu vinir, þrátt fyrir uppákomuna á HM í Þýskalandi í sumar þar sem Ronaldo virtist eiga þátt í að Rooney var rekinn af leikvelli í viðureign Portúgals og Englands í 8-liða úrslitum. Ronaldo segir vináttu þeirra hafa styrkst eftir atvikið. 11.2.2007 13:17
Capello hrósar Beckham fyrir frammistöðu sína Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hrósaði David Beckham í hástert fyrir frammistöðu sína gegn Real Sociedad í gærkvöldi, en Beckham skoraði fyrra mark liðsins í 2-1 sigri eftir að hafa verið óvænt valinn í byrjunarliðið. Capello segist alltaf borið traust til Beckham. 11.2.2007 12:57
Sjötti sigur Detroit í röð Rasheed Wallace spilaði líklega sinn besta leik á tímabilinu og leiddi Detroit til sigurs gegn Toronto í NBA-deildinni í nótt, 98-92. Þetta var sjötti sigurleikur Detroit í röð en Toronto hefur hins vegar tapað síðustu átta leikjum sínum gegn Detroit. 11.2.2007 12:41
Ferguson hrósar breidd leikmannahópsins Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., segir að sigur sinna manna á Charlton í dag hafi undirstrikað mikilvægi þess að hafa úr stórum hópi leikmanna að velja. Ferguson hvíldi nokkra af sínum bestu mönnum, t.d. Cristiano Ronaldo, en það kom ekki að sök. 10.2.2007 21:00
Beckham sló rækilega í gegn David Beckham kom, sá og sigraði í leik Real Madrid og Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Beckham var öllum að óvörum í byrjunarliði Real eftir að hafa ekki verið í leikmannahóp liðsins síðustu vikur og skoraði fyrra mark Real í 2-1 sigri liðsins. 10.2.2007 20:44
Curbishley segir ekkert falla með sínum mönnum Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, ítrekar að fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni sé síður en svo ráðin, þrátt fyrir að lærisveinar hans og Eggerts Magnússonar hafi beðið lægri hlut gegn Watford á heimavelli í dag. West Ham var miklu betri aðilinn í leiknum en ekkert gekk upp við mark andstæðinganna. 10.2.2007 20:30
Schalke í góðri stöðu í Þýskalandi Schalke er komið með sex stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en í dag vann liðið góðan 2-0 sigur á Hertha Berlín. Á sama tíma máttu helstu keppinautarnir í Werder Bremen þola skell gegn Stuttgart þar sem lokatölur urðu 4-1. 10.2.2007 20:00
Stjarnan upp í 3. sæti eftir sigur á Haukum Stjarnan lagði Hauka af velli, 31-28, í viðureign liðanna í DHL-deild karla í handbolta sem fram fór í Garðabænum í kvöld. Með sigrinum er Stjarnan komið upp í 3. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Síðarnefnda liðið á reyndar leik til góða gegn Fram á morgun. 10.2.2007 19:38
Skiptar skoðanir á Mourinho í Portúgal Fótboltaáhangendur í Portúgal skiptast í tvær andstæðar fylkingar gagnvart Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, ef eitthvað er að marka skoðanakönnun á vegum eins útbreiddasta dagblaðs Portúgals, Correio da Manha. 43,1% vilja sjá Mourinho taka við starfi landsliðsþjálfara eftir að Luiz Felipe Scolari lætur af störfum sumarið 2008 en 42,2% eru á móti ráðningu Mourinho. 10.2.2007 19:30
Jóhannes og Bjarni spiluðu Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley sem gerði 1-1 jafntefli við Sheffield Wednesday í ensku 1. deildinni í dag. Jóhannes Karl fór af velli á 77. mínútu. Þá spilaði Bjarni Þór Viðarsson síðasta hálftímann fyrir Bournemouth í stórsigri liðsins á Layton Orient í ensku 2. deildinni, en þar er hann í láni frá Everton. 10.2.2007 19:15
LA Galaxy í væntanlegum raunveruleikaþætti í Bandaríkjunum Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? 10.2.2007 18:45
Grönholm leiðir fyrir síðasta keppnisdaginn Finnski ökumaðurinn Marcus Grönholm hefur 38,4 sekúndna forskot á heimsmeistarann Sebastian Loeb fyrir síðasta keppnisdaginn í Svíþjóðarrallinu á morgun. Grönholm, sem ekur á Ford Focus, var í miklu stuði í dag og vann alls fjórar sérleiðir. Hann á fimmta sigur sinn á ferlinum í Svíþjóð næsta vísan. 10.2.2007 18:30
Mikilvægur sigur Fylkis Fylkir vann mjög mikilvægan en jafnframt sannfærandi sigur á Akureyri í DHL-deild karla í handbolta í Árbænum í dag, 29-23. Fylkismenn hafa endurheimt Guðlaug Arnarson, Heimi Örn Árnason og Agnar Jón Arnarsson, og munaði miklu um þá í leiknum í dag. 10.2.2007 17:48
Stjarnan heldur sínu striki Stjarnan heldur sínu striki í DHL-deild kvenna í handbolta en í dag vann liðið öruggan sigur á FH, 39-15. Stjarnan hefur fjögurra stiga forskot á Valsstúlkur sem unnu góðan sigur, 24-22, á Haukum. Stjarnan hefur hlotið 24 stig eftir 14 leiki en Valur 20 stig eftir 13 leiki. 10.2.2007 17:33
Íslendingarnir létu fara hægt um sig Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu sitt markið hvor þegar lið þeirra Lemgo sigraði Düsseldorf örugglega í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 35-25. Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað hjá Minden í 30-25 tapi liðsins gegn Göppingen. Alls fóru fjórir leikir fram í Þýskalandi í dag. 10.2.2007 17:30
Geir boðar breytingar hjá KSÍ Geir Þorsteinsson, nýkjörinn formaður KSÍ, boðar breytingar hjá knattspyrnusambandinu nú þegar hann tekur við starfi Eggerts Magnússonar. “Vitanlega munum við sjá breytingar á komandi tímum. Ég er allt annar maður en Eggert Magnússon,” sagði Geir eftir að úrslitin lágu ljós fyrir. Ítarlegt viðtal við Geir, sem og aðra frambjóðendur, verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:50. 10.2.2007 17:09
Man. Utd. og Chelsea halda sínu striki Manchester United heldur sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins en Man. Utd og Chelsea unnu bæði leiki sína í dag. Vonir Liverpool um að blanda sér alvarlega í toppbaráttunni hurfu líklega endanlega með tapi liðsins fyrir Newcastle í dag. 10.2.2007 16:53
Man. Utd. og Chelsea með forystu í hálfleik Manchester United og Chelsea, efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, hafa bæði 1-0 forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureignum liðanna í dag. Staðan í leik Newcastle og Liverpool er 1-1 þar sem Craig Bellamy gæti auðveldlega verið búinn að skora þrennu. 10.2.2007 15:41
Kahn stoltur yfir ummælum Leonard Breski hnefaleikakappinn Amir Kahn kveðst afar stoltur yfir þeim orðum sem goðsögnin Sugar Ray Leonard hafði um hann fyrir skemmstu en þá sagði Leonard að Kahn hefði alla möguleika á að verða sá besti í heimi. Kahn segir sjálstraust sitt hafa aukist mikið við ummælin, þó ekki hafi það verið lítið fyrir. 10.2.2007 15:24
Rúrik ekki í hóp hjá Charlton - Terry byrjar hjá Chelsea Sóknarmaðurinn ungi Rúrik Gíslason er ekki í 16 manna hópi Charlton sem sækir topplið Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni í dag en Rúrik hafði verið valinn í 17 manna hóp liðsins í gær. Hermann Hreiðarsson spilar ekki með vegna meiðsla. John Terry er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Middlesbrough. 10.2.2007 15:00
Reading sigraði Aston Villa Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading sem bar sigurorð af Aston Villa á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag, 2-0. Það var miðjumaðurinn Steve Sidwell sem skoraði bæði mörk Reading, það fyrra á 16. mínútu en það síðara á 92 mínútu. Með sigrinum styrkir Reading stöðu sína í 6. sæti deildarinnar. 10.2.2007 14:33
Geir sigraði með miklum yfirburðum Geir Þorsteinsson var í dag kjörinn nýr formaður KSÍ. Geir hlaut yfirburðakosningu í kjörinu eða alls 86 atkvæði. Jafet Ólafsson hlaut 29 atkvæði en Halla Gunnarsdóttir hlaut 3 atkvæði. Geir tekur við starfi formanns af Eggerti Magnússyni, sem nú stígur af stóli eftir 18 ára langa setu. 10.2.2007 14:12
Liðum fjölgar í efstu deild karla og kvenna 12 lið verða í Landsbankadeild karla og 10 lið verða í Landsbankadeild kvenna frá og með tímabilinu 2008, en breytingartillaga þess efnis var samþykkt á ársþingi KSÍ í dag. Þá var Eggert Magnússon kosinn heiðursforseti KSÍ. 10.2.2007 13:58
Eggert: Þakklæti er mér efst í huga Eggert Magnússon, fráfarandi formaður KSÍ, fór um víðan völl í upphafsræðu sinni á ársþingi KSÍ sem sett var á Hótel Loftleiðum í morgun. Eggert sagði að sér væri fyrst og fremst þakklæti í huga að hafa fengið að starfa að sínu stóra áhugamáli í þau 18 ár sem hann hefur gegnt starfi formanns. 10.2.2007 13:47
Eiður Smári ekki í hópnum hjá Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið skilinn eftir utan leikmannahópsins hjá Barcelona fyrir viðureign liðsins gegn Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Samkvæmt fréttum frá Spáni á Eiður Smári ekki við meiðsli eða veikindi að stríða - hann þarf einfaldlega að víkja fyrir Lionel Messi, sem er aftur orðinn leikfær eftir þriggja mánaða legu á hliðarlínunni vegna meiðsla. 10.2.2007 13:36
Furyk og Mickelson með forystu Bandarísku kylfingarnir Jim Furyk og Phil Mickelson hafa leikið á 12 höggum undir pari og hafa þriggja högga forskot á aðra keppendur þegar tveimur keppnisdögum er lokið á Pebble Beach mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum. 10.2.2007 13:15
Arsenal í samstarf við Colorado Rapids Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal og bandaríska atvinnumannaliðið Colorado Rapids tilkynntu opinberlega í morgun að félögin hyggðust hefja samstarf sín á milli. Samstarfið felst í því að styrkja vörumerkið Arsenal í Bandaríkjunum ásamt því að liðin munu koma til með að skiptast á efnilegum leikmönnum. 10.2.2007 13:12
Mikel var neyddur til að spila landsleikinn Nígeríski miðjumaðurinn hjá Chelsea, John Obi Mikel, kveðst hafa neyðst til að spila fyrir landsliðið sitt sl. þriðjudag þegar Nígería mætti Ghana í vináttuleik. Ástæðan voru hótanir í garð fjölskyldu sinnar sem búsett er í Nígeríu. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hafði bannað Mikel að spila landsleikinn þar sem hann var lítillega meiddur. 10.2.2007 12:51
Roeder ánægður með að hafa valið Martins Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle, kveðst alls ekki sjá eftir því að hafa keypt Obafemi Martins frá Nígeríu til félagsins í sumar, fremur en hollenska framherjann Dirk Kuyt sem fór stuttu síðar til Liverpool. Roeder segir að Martins hafi vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. 10.2.2007 12:45
Boston Celtics sett nýtt félagsmet Boston Celtics setti nýtt félagsmet í NBA-deildinni í nótt með því að tapa 17. leik sínum í röð. Í þetta sinn steinlá liðið á heimavelli fyrir New Jersey, 92-78, þrátt fyrir að Paul Pierce, helsta stjarna liðsins, hafi spilað með liðinu á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt. 10.2.2007 12:10
Haukar steinláu í Vesturbænum KR-ingar unnu yfirburðasigur á Haukum í kvöld, 105-67, og komust þannig við hlið Njarðvíkur á toppi Iceland-Express deildar karla á ný. Einn annar leikur var á dagskrá í kvöld, Skallagrímur vann Fjölni með 100 stigum gegn 89. 9.2.2007 20:57
Öruggur sigur hjá Gummersbach Íslendingaliðið Gummersbach komst upp að hlið Flensburg og Kiel á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan sigur á Wilhelmshavener í kvöld, 39-26. Liðin þrjú hafa öll hlotið 31 stig en Gummersbach hefur leikið einum leik fleiri, eða alls 19 talsins. 9.2.2007 19:51
Saviola vill helst fara til Ítalíu Javier Saviola, félaga Eiðs Smára Guðjohsen hjá Barcelona, langar mest að fara til Ítalíu fari svo að spænska félagið bjóði honum ekki nýjan samning eftir núverandi tímabil. Saviola kveðst aldrei munu svíkja Barcelona með því að ganga til liðs við Real Madrid en hann útilokar ekki að vera áfram hjá Barca. 9.2.2007 19:49
Benitez og Fabregas menn mánaðarins í Englandi Rafael Benitez hjá Liverpool hefur verið valinn þjálfari mánaðarins og Cesc Fabregas hjá Arsenal leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en greint var frá þessum tíðindum nú undir kvöld. 9.2.2007 18:49
Wenger: Landsleikir eru leiðinlegir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að landsleikir í fótbolta séu hundleiðinlegir nú á dögum. Ástæðan sé einföld; gæði félagsliða hafi aukist á síðustu árum en gæði landsliða hafi þvert á móti farið minnkandi. 9.2.2007 18:45
Fimm leikja bann fyrir að hóta dómara lífláti Aleksandar Rankovic, serbneskur leikmaður sem spilar með ADO Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að hafa hótað dómaranum Kevin Blom lífláti í leik gegn Grétari Rafni Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar þann 19. janúar síðastliðinn. 9.2.2007 18:32
Dunga hefur mikið álit á Ronaldinho Dunga, þjálfari brasilíska landsliðsins í fótbolta, segir að Ronaldinho sé vissulega í áætlunum sínum með liðið þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað nema einn leik fyrir þjóð sína frá HM í Þýskalandi síðasta sumar. Fjölmiðlar og almenningur í Brasilíu höfðu haft áhyggjur af því að Dunga og Ronaldinho ættu ekki samleið en þjálfarinn hefur nú vísað því algjörlega á bug. 9.2.2007 18:15
Thorpe snýr ekki aftur í sundlaugina Hinn ástralski Ian Thorpe segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé í þann mund að taka sundhettuna af hillunni og hefja keppni að nýju. Thorpe, einn sigursælasti sundmaður allra tíma, tilkynnti fyrir þremur mánuðum að hann væri hættur að keppa í sundi vegna þrátlátra meiðsla. 9.2.2007 17:30
Getum ekki verið án stuðningsmannanna verið Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan í ítalska boltanum, er ekki sammála yfirvöldum þar í landi sem fyrr í vikunni ákváðu að ákveðnir leikvangar fengju ekki að taka á móti áhorfendum í leikjum helgarinnar. Gattuso segir að leikmenn og stuðningsmenn geti ekki þrifist án hvors annars. 9.2.2007 16:30
Ronaldo fer ekki fet Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo er ekki á förum frá Man. Utd. í bráð, að því er knattspyrnustjórinn Alex Ferguson segir. Ferguson ræddi við fjölmiðla í morgun í þeim tilgangi að binda enda á þær sögusagnir sem bendla Ronaldo við sölu til Barcelona eða Real Madrid í sumar. 9.2.2007 15:57
Alonso segir bílinn ekki tilbúinn Ökuþórinn Fernando Alonso, heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1 kappakstrinum, reynir sitt besta til að draga úr væntingum til sín fyrir komandi tímabil í formúlunni með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af keppnisbíl McLaren. Hinn 25 ára gamli Alonso yfirgaf herbúðir Renault í haust og gekk í raðir McLaren. 9.2.2007 15:32
Fetar Zidane í fótspor Beckham? Franski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Zidedine Zidane er þessa stundina staddur í New York þar sem hann hefur meðal annars sótt NBA-leiki og tískusýningar – og vakið mikla athygli. Ýmsir fjölmiðlar í Bandaríkjunum gera að því skóna að Zidane hafi hitt forráðamenn bandaríska liðsins New York Red Bulls með mögulegan samning í huga. 9.2.2007 15:15
Alex Ferguson: Gefið McLaren vinnufrið Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd, hefur hefur beðið fjölmiðla í Englandi að gefa landsliðsþjálfaranum Steve McLaren frið til að sinna starfi sínu. McLaren, sem hefur verið harðlega gagnrýndur eftir tap Englendinga gegn Spánverjum á miðvikudag, er fyrrum aðstoðarmaður Ferguson hjá Man. Utd. 9.2.2007 14:46