Fleiri fréttir Markahæstur í mótlæti Snorri Steinn Guðjónsson er sá leikmaður íslenska handboltalandsliðsins sem hefur skorað flest mörk þegar íslenska landsliðið hefur verið undir í leikjum sínum á HM í handbolta. Óskar Ófeigur Jónsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, hefur tekið saman skemmtilegan tölfræðipakka um framlag Snorra á HM til þessa. 1.2.2007 13:53 Pearce tekur við U-21 árs liði Englendinga Stuart Pearce hefur verið ráðinn þjálfari U-21 árs liðs Englendinga samhliða því að stýra liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsti leikur Pearce verður vináttuleikur liðsins við Spánverja í næstu viku og svo er Evrópumótið á dagskránni í sumar. 1.2.2007 13:46 Mourinho hefur miklar áhyggjur af Cole Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur miklar áhyggjur af hnémeiðslunum sem Ashley Cole varð fyrir í leiknu gegn Blackburn í gær, en Cole lagðist skyndilega í grasið í miklum sársauka án þess að nokkur kæmi við hann. Hann gengur undir ítarlega læknisskoðun í dag. 1.2.2007 13:42 Fjórða tap Denver í röð Fjöldi leikja fór fram í NBA deildinni í nótt. Denver tapaði sínum fjórða leik í röð í nótt þegar liðið lá fyrir Portland á útivelli. Utah skellti San Antonio og Kobe Bryant sneri aftur með látum eftir leikbann og færði Boston 13. tapið í röð. 1.2.2007 13:20 Kyle Chisholm í ökla aðgerð Kawasaki ökumaðurinn Kyle Chisholm undirgekkst aðgerð á hægri ökkla eftir slæma byltu á æfingum fyrir supercrossið í Phoenix. Kyle er nú með stál plötu og átta skrúfur í ökklanum og má hann ekki stíga í fótinn næstu 8 vikurnar. 1.2.2007 11:37 Stjórnarformaður Leicester City segir af sér Andrew Taylor, stjórnarformaður enska knattspyrnuliðisins Leicester City, hefur sagt af sér eftir því sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Þar eru ástæður þess ekki tilgreindar en sagt að afsögnin hafi ekki áhrif á fyrirhuguð kaup Serbans Milans Mandaric á félaginu. 1.2.2007 10:37 Kobe Bryant funheitur gegn Boston Celtics Kobe Bryant skoraði 43 stig, átti átta stoðsendingar og hirti átta fráköst þegar erkifjendurnir Los Angeles Lakers og Boston Celtics mættust í NBA-deildinni í gærkvöld. Lakers fóru með sigur af hólmi, 111-98. 1.2.2007 09:47 Rússar yfir í hálfleik Rússar hafa yfir 16-14 þegar flautað hefur verið til hálfleiks gegn Íslendingum. Rússar náðu að koast í 16-12 en íslenska liðið náði að laga stöðuna aðeins fyrir hlé. Birkir Ívar hefur verið besti maður íslenska liðsins og er kominn með um 10 skot varin. Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið nokkuð brokkgengur í hálfleiknum og væri staðan eflaust mun verri ef ekki væri fyrir fína markvörslu. 1.2.2007 17:08 Rússar yfir eftir 15 mínútur Rússar hafa yfir gegn Íslendingum 9-7 þegar 15 mínútur eru liðnar af leik liðanna í Hamburg. Birkir Ívar hefur verið mjög drjúgur í íslenska liðinu en Rússar náðu að snúa stöðunni úr 5-7 í 9-7 á skömmum tíma. 1.2.2007 16:48 Arnór kemur inn fyrir Einar Örn Arnór Atlason hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn á ný fyrir leikinn gegn Rússum sem hefst í Hamburg klukkan 16:30. Snorri Steinn Guðjónsson er með flensu en kemur þó til með að spila leikinn og heilsufar Roland Vals Eradze er enn spurningamerki. 1.2.2007 16:06 Arsenal í úrslit deildarbikarsins Tottenham þurfti enn og aftur að sætta sig við tap gegn erkifjendum sínum í Arsenal þegar liðin mættust öðru sinni í undanúrslitaviðureignum sínum í deildarbikarnum á Englandi. Arsenal þurfti þó framlengingu að þessu sinni en vann 3-1 og samanlagt 5-3. Liðið mætir Chelsea í úrslitum. 31.1.2007 22:35 Auðvelt hjá toppliðunum Manchester United og Chelsea unnu bæði sannfærandi sigra í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar fjórir leikir voru á dagskrá. Chelsea lagði Blackburn 3-0, Man Utd burstaði Watford 4-0, Newcastle lagði Aston Villa 3-1 og þá skildu Bolton og Charlton jöfn 1-1 þar sem Hermann Hreiðarsson stóð í vörn Charlton. 31.1.2007 22:02 Góður sigur Haukastúlkna í Grindavík Tveir leikir fóru fram í efstu deild kvenna í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka lögðu Grindavík suður með sjó 84-74 þar sem Tamara Bowie skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Grindavík en Ifeoma Okonkwo skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst og Helena Sverrisdóttir skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hauka. Keflavík valtaði yfir Hamar 95-59 og er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Haukum. 31.1.2007 21:45 Fyrsta umferð í Snocross að hefjast Nú um helgina hefst fyrsta umferð í Snocrossi á Húsavík. Von er á fjölda keppenda þar sem sportið fer sí stækkandi með hverju árinu sem líður. Alexenader Kárason eða Lexi eins og hann er kallaður af sleðamönnum hefur haldið sportinu vel uppi með virkri heimasíðu og á snocrossið það honum að þakka að sportið er orðið það sem það er í dag 31.1.2007 20:27 Boozer úr leik í 4-6 vikur Framherjinn Carlos Boozer hjá Utah Jazz verður frá keppni í 4-6 vikur eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fæti eftir samstuð í leik gegn New Orleans á mánudagskvöldið. Þetta er mikið áfall fyrir lið Utah sem komið hefur verulega á óvart í NBA deildinni í vetur. 31.1.2007 19:25 Pires ákvað að fara eftir úrslitaleikinn Franski miðjumaðurinn Robert Pires hefur nú gefið út af hverju hann ákvað að yfirgefa Arsenal á síðustu leiktíð og ganga í raðir spænska liðsins Villarreal. Hann segir Arsene Wenger hafa komið af fjöllum þegar hann tilkynnti honum ákvörðun sína. 31.1.2007 18:15 West Ham kaupir Matthew Upson Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í kvöld frá kaupum á miðverðinum Matthew Upson frá Birmingham fyrir 6 milljónir punda, en sagt er að kaupverðið gæti hækkaði í 7,5 milljónir punda háð leikjafjölda hans hjá nýja félaginu. Upson hefur skrifað undir fjögurra og hálfs árs samning við Íslendingaliðið og er sjötti leikmaðurinn sem gengur í raðir þess síðan Alan Curbishley var ráðinn knattspyrnustjóri. 31.1.2007 18:07 Michael Ball kominn aftur til Englands Fyrrum landsliðsmaðurinn Michael Ball gekk í dag í raðir Manchester City frá hollenska liðinu PSV Eindhoven. Ball er 27 ára gamall bakvörður og hefur áður spila með Everton og Glasgow Rangers, en hann spilaði á sínum tíma einn landsleik undir stjórn Sven-Göran Eriksson. 31.1.2007 17:30 Meistaradeildin hefst á morgun Meistaradeild Vís í hestaíþróttum hefst á morgun fimmtudaginn 1. febrúar á keppni í fjórgangi. Keppnin hefst tímanlega klukkan 19.30. Meðfylgjandi er ráslisti keppninnar. 31.1.2007 17:03 Tiger Woods: Beckham mun slá í gegn Stjörnukylfingurinn Tiger Woods segir að koma David Beckham muni rífa knattspyrnustemminguna í Los Angeles upp úr öllu valdi og verða til þess að knattspyrnan taki upp hanskann fyrir ruðninginn þar í borg. 31.1.2007 17:01 Minningarmót um Eið Arnarson um næstu helgi Á föstudag og laugardag verður haldið minningarmót í handbolta um Eið Arnarson og fer það fram á Strandgötu og Ásvöllum Fjögur lið taka þátt í mótinu, Haukar, Haukar U, Fylkir og lið Halldórs Ingólfssonar Stavanger frá Noregi. 31.1.2007 16:30 Auðjöfrar frá Dubai hættir við Liverpool Viðskiptajöfrarnir hjá Dubai International Capital hafa dregið sig út úr viðræðum við stjórn Liverpool um fyrirhugaða yfirtöku á félaginu. Fréttir herma að samningaviðræður hafi verið komnar langt á leið en í dag ákváðu forráðamenn DIC að draga sig út úr viðræðum og báru því við að þeir væru ekki tilbúnir til að ofgreiða fyrir félagið. 31.1.2007 16:20 Rodman í raunveruleikasjónvarp (myndbrot) Villingurinn og fyrrum NBA leikmaðurinn Dennis Rodman er nú kominn með sinn eigin raunveruleikasjónvarpsþátt sem framleiddur er af Mark Cuban, eiganda Dallas Mavericks. Þátturinn hefur fengið nafnið Geak to Freak og fjallar um það hvernig Rodman hjálpar venjulegu fólki að sleppa fram af sér beislinu. Smelltu á hlekkinn í fréttinni til að sjá brot úr þættinum. 31.1.2007 15:30 Zlatan ekki í hóp Svía Zlatan Ibrahimovic er ekki í leikmannahópi Lars Lagerback sem mætir Egyptum í Kaíró í næsta mánuði, þrátt fyrir að vera búinn að ná sáttum við þjálfarann. Freddy Ljungberg er ekki heldur í sænska hópnum að þessu sinni. Lagerback segist hafa rætt við Zlatan og segir leikmanninn hafa gefið þau svör að hann vildi ekki vera í hópnum að svo búnu, en hann hefur ekki spilað með Svíum síðan hann var settur í bann fyrir að brjóta reglur sænska liðsins í sumar. 31.1.2007 14:45 Xavi staðfestir áhuga Manchester United Miðjumaðurinn knái Xavi hjá Barcelona hefur staðfest að Manchester United hafi verið í reglulegu sambandi við umboðsmann sinn. Hann tekur það fram að hann sé samningsbundinn Barcelona og ítrekar að ef United hafi raunverulegan áhuga, verði félagið að setja sig í samband við forráðamenn Barcelona. 31.1.2007 14:29 Magath rekinn frá Bayern Munchen Það er ekki tekið út með sældinni að vera knattspyrnustjóri Bayern Munchen, en þýskir fjölmiðlar greina frá því nú eftir hádegið að félagið hafi rekið þjálfarann Felix Magath úr starfi í kjölfar lélegs gengis liðsins í undanförnum leikjum. Magath hafði stýrt liði Bayern til sigurs í deild og bikar bæði árin sín hjá félaginu. Það verður fyrrum þjálfari liðsins, Ottmar Hitzfeltd, sem tekur við það sem eftir lifir leiktíðar. 31.1.2007 13:59 Bale fer hvergi Hinn 17 ára gamli og eftirsótti Gareth Bale verður hjá Southampton út leiktíðina. Bale hafnaði tækifæri til að ganga í raðir Tottenham eftir að Southampton samþykkti 10 milljón punda tilboð í leikmanninn á dögunum og ljóst er að hann fer ekki frá félaginu fyrr en í fyrsta lagi í sumar. Bale á 18 mánuði eftir af samningi sínum. 31.1.2007 13:55 Arsenal ætlar að sækja í kvöld Varnarmaðurinn Kolo Toure hjá Arsenal segir að sókn verði besta vörnin í kvöld þegar liðið tekur á móti Tottenham í síðari leik liðanna í enska deildarbikarnum. Fyrri leiknum á White Hart Lane lauk með jafntefli 2-2 og verður síðari leikurinn sýndur beint á Sýn í kvöld. 31.1.2007 12:10 Eddie Jones á leið til Miami á ný Hinn fjölhæfi Eddie Jones hjá Memphis Grizzlies er nú að ganga frá því að verða keyptur út úr samningi sínum við félagið og fregnir herma að hann muni ganga í raðir meistara Miami Heat á morgun. Jones, sem bæði getur spilað sem bakvörður og framherji, spilaði í sex ár með Miami á sínum tíma. 31.1.2007 11:59 Þriðja tap Lakers í röð LA Lakers tapaði í nótt þriðja leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir New York Knicks á útivelli 99-94, en liðið var án Kobe Bryant sem tók út leikbann. Miami þurfti hinsvegar ekki á Shaquille O´Neal að halda til að bursta Milwaukee og Dallas fékk góða hjálp úr óvæntri átt til að vinna Seattle. 31.1.2007 11:30 Íslendingar eru með besta sóknarliðið á HM Dönsku landsliðsmennirnir í handknattleik sem rætt er við í dönskum fjölmiðlum í dag viðurkenna að heppnin hafi verið á bandi Dana í leiknum gegn Íslendingum í gær. Þá er Íslendingum hrósað fyrir baráttu sína og segir Kasper Hvidt, markvörður Dana, í samtali við Poitiken að Íslendingar spili besta sóknarleikinn á HM. 31.1.2007 10:53 Mascherano fær leyfi til að ganga til liðs við Liverpool Allt útlit er fyrir að að argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano gangi til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool eftir að alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, gaf honum sérstakt leyfi til þess að fara frá West Ham. 31.1.2007 10:44 Íslendingar með besta sóknarliðið á HM Dönsku landsliðsmennirnir í handknattleik sem rætt er við í dönskum fjölmiðlum í dag viðurkenna að heppnin hafi verið á bandi Dana í leiknum gegn Íslendingum í gær. Þá er Íslendingum hrósað fyrir baráttu sína og segir Kasper Hvidt, markvörður Dana, í samtali við Poitiken að Íslendingar spili besta sóknarleikinn á HM. 31.1.2007 09:45 1200 hestafla mótorhjól Fyrrum ofurtrukkabílstjórinn Nick Argyle hætti nýlega í "monster truck" bransanum og seldi bílinn sinn. Einhverjar leifar voru þó eftir af bílnum hans og þar á meðal vélin. Karlinn tók sig til og smíðaði eitt stykki mótorhjól, 1200 hestöfl. 31.1.2007 00:43 Eiður markalaus í 455 mínútur Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna. 31.1.2007 00:01 Muhammad lék aðeins sex leiki Bandaríski leikmaðurinn Ismail Muhammad er á heimleið eftir að hafa spilað aðeins sex leiki með Keflavík. Keflavík hafði aðeins unnið 2 af þessum 6 leikjum og Muhammad var með 17,0 stig og 6,3 fráköst að meðaltali í fjórum leikjum sínum í Iceland Express-deildinni. 31.1.2007 00:01 Íslenski draumurinn úti Danir sigruðu með marki á lokasekúndu framlengingar í átta liða úrslitum á HM í handbolta, lokastaðan 42-41 fyrir Dönum. Íslendingar voru með pálmann í höndunum þegar um hálf mínúta var eftir, staðan jöfn og Íslendingar með boltann en glopruðu tækifærinu og því fór sem fór. Íslendingar leika því um 5-8 sætið á HM. 30.1.2007 20:57 Snorri Steinn: Það er enginn stórleikur ef þú tapar Snorri Steinn Guðjónsson vildi ekki hlusta á neitt tal um frábæra frammistöðu sína eftir tapið gegn Dönum í kvöld og sagði góðan leik sinn litlu máli skipta ef ekki næðist sigur. Snorri sagðist vonsvikinn yfir tapinu, en sagði þó enn möguleika á að gera gott úr mótinu í keppninni um fimmta sætið. 30.1.2007 22:39 Logi Geirsson: Líklega versta reynsla okkar allra Logi Geirsson sagði að tapið fyrir Dönum í kvöld væri líklega versta reynsla allra leikmanna íslenska landsliðsins á ferlinum. Hann vill meina að brotið hafi verið á Alexander Petersson í síðustu sókn íslenska liðsins og var súr yfir þeim mistökum sem íslenska liðið gerði á lokasprettinum - ekki síst sínum eigin. 30.1.2007 22:34 Guðjón Valur: Tvö síðustu mörkin voru skandall Guðjón Valur Sigurðsson átti vart orð þegar Arnar Björnsson ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. Guðjón sagði vörn og markvörslu hafa brugðist og var hundsvekktur með að tapa leiknum, því íslenska liðið væri að hans mati betra en það danska. 30.1.2007 22:32 Birkir Ívar: Gríðarleg vonbrigði Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson sagði tapið fyrir Dönum í kvöld gríðarleg vonbrigði og sagði vörnina og markvörsluna ekki hafa brugðist í leiknum. 30.1.2007 22:25 Oechsler: Réðum ekkert við Snorra Stein Anders Oechsler, leikmaður danska landsliðsins átti frábæran leik gegn íslendingum í kvöld en skrifaði sigurinn skuldlaust á dönsku liðsheildina. Hann viðurkenndi að liðið hefði ekki átt eitt einasta svar við stórleik Snorra Steins Guðjónssonar. 30.1.2007 23:22 Mundi ekki eftir framlengingunni Markvörðurinn sterki Kasper Hvidt var bæði raunsær og afar glaður eftir sigurinn á Íslendingum. „Þetta var alveg frábært. Mann langar bara að fara á handahlaupum um salinn, þetta var svo mikil snilld", sagði Hvidt í samtali við TV2. 30.1.2007 23:11 Wilbek drjúgur með sig Landsliðsþjálfari Dana, Ulrik Wilbek var glaður og reifur eftir 42-41 sigurinn á Íslendingum í kvöld. „Það er bara eitt að gera í leikjum sem þessum; þó að vörnin virki illa verður að halda ró sinni og nýta hverja sókn", sagði Wilbek við TV2. 30.1.2007 23:03 Ívar skoraði í sigri Reading Ívar Ingimarsson var á skotskónum hjá Reading í kvöld þegar liðið lagði Wigan 3-2 í ensku úrvalsdeildinni. Wigan komst í 1-0 í leiknum en Ívar jafnaði með góðum skalla eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Þá tapaði West Ham enn einum leiknum. 30.1.2007 21:50 Sjá næstu 50 fréttir
Markahæstur í mótlæti Snorri Steinn Guðjónsson er sá leikmaður íslenska handboltalandsliðsins sem hefur skorað flest mörk þegar íslenska landsliðið hefur verið undir í leikjum sínum á HM í handbolta. Óskar Ófeigur Jónsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, hefur tekið saman skemmtilegan tölfræðipakka um framlag Snorra á HM til þessa. 1.2.2007 13:53
Pearce tekur við U-21 árs liði Englendinga Stuart Pearce hefur verið ráðinn þjálfari U-21 árs liðs Englendinga samhliða því að stýra liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsti leikur Pearce verður vináttuleikur liðsins við Spánverja í næstu viku og svo er Evrópumótið á dagskránni í sumar. 1.2.2007 13:46
Mourinho hefur miklar áhyggjur af Cole Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur miklar áhyggjur af hnémeiðslunum sem Ashley Cole varð fyrir í leiknu gegn Blackburn í gær, en Cole lagðist skyndilega í grasið í miklum sársauka án þess að nokkur kæmi við hann. Hann gengur undir ítarlega læknisskoðun í dag. 1.2.2007 13:42
Fjórða tap Denver í röð Fjöldi leikja fór fram í NBA deildinni í nótt. Denver tapaði sínum fjórða leik í röð í nótt þegar liðið lá fyrir Portland á útivelli. Utah skellti San Antonio og Kobe Bryant sneri aftur með látum eftir leikbann og færði Boston 13. tapið í röð. 1.2.2007 13:20
Kyle Chisholm í ökla aðgerð Kawasaki ökumaðurinn Kyle Chisholm undirgekkst aðgerð á hægri ökkla eftir slæma byltu á æfingum fyrir supercrossið í Phoenix. Kyle er nú með stál plötu og átta skrúfur í ökklanum og má hann ekki stíga í fótinn næstu 8 vikurnar. 1.2.2007 11:37
Stjórnarformaður Leicester City segir af sér Andrew Taylor, stjórnarformaður enska knattspyrnuliðisins Leicester City, hefur sagt af sér eftir því sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Þar eru ástæður þess ekki tilgreindar en sagt að afsögnin hafi ekki áhrif á fyrirhuguð kaup Serbans Milans Mandaric á félaginu. 1.2.2007 10:37
Kobe Bryant funheitur gegn Boston Celtics Kobe Bryant skoraði 43 stig, átti átta stoðsendingar og hirti átta fráköst þegar erkifjendurnir Los Angeles Lakers og Boston Celtics mættust í NBA-deildinni í gærkvöld. Lakers fóru með sigur af hólmi, 111-98. 1.2.2007 09:47
Rússar yfir í hálfleik Rússar hafa yfir 16-14 þegar flautað hefur verið til hálfleiks gegn Íslendingum. Rússar náðu að koast í 16-12 en íslenska liðið náði að laga stöðuna aðeins fyrir hlé. Birkir Ívar hefur verið besti maður íslenska liðsins og er kominn með um 10 skot varin. Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið nokkuð brokkgengur í hálfleiknum og væri staðan eflaust mun verri ef ekki væri fyrir fína markvörslu. 1.2.2007 17:08
Rússar yfir eftir 15 mínútur Rússar hafa yfir gegn Íslendingum 9-7 þegar 15 mínútur eru liðnar af leik liðanna í Hamburg. Birkir Ívar hefur verið mjög drjúgur í íslenska liðinu en Rússar náðu að snúa stöðunni úr 5-7 í 9-7 á skömmum tíma. 1.2.2007 16:48
Arnór kemur inn fyrir Einar Örn Arnór Atlason hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn á ný fyrir leikinn gegn Rússum sem hefst í Hamburg klukkan 16:30. Snorri Steinn Guðjónsson er með flensu en kemur þó til með að spila leikinn og heilsufar Roland Vals Eradze er enn spurningamerki. 1.2.2007 16:06
Arsenal í úrslit deildarbikarsins Tottenham þurfti enn og aftur að sætta sig við tap gegn erkifjendum sínum í Arsenal þegar liðin mættust öðru sinni í undanúrslitaviðureignum sínum í deildarbikarnum á Englandi. Arsenal þurfti þó framlengingu að þessu sinni en vann 3-1 og samanlagt 5-3. Liðið mætir Chelsea í úrslitum. 31.1.2007 22:35
Auðvelt hjá toppliðunum Manchester United og Chelsea unnu bæði sannfærandi sigra í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar fjórir leikir voru á dagskrá. Chelsea lagði Blackburn 3-0, Man Utd burstaði Watford 4-0, Newcastle lagði Aston Villa 3-1 og þá skildu Bolton og Charlton jöfn 1-1 þar sem Hermann Hreiðarsson stóð í vörn Charlton. 31.1.2007 22:02
Góður sigur Haukastúlkna í Grindavík Tveir leikir fóru fram í efstu deild kvenna í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka lögðu Grindavík suður með sjó 84-74 þar sem Tamara Bowie skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Grindavík en Ifeoma Okonkwo skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst og Helena Sverrisdóttir skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hauka. Keflavík valtaði yfir Hamar 95-59 og er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Haukum. 31.1.2007 21:45
Fyrsta umferð í Snocross að hefjast Nú um helgina hefst fyrsta umferð í Snocrossi á Húsavík. Von er á fjölda keppenda þar sem sportið fer sí stækkandi með hverju árinu sem líður. Alexenader Kárason eða Lexi eins og hann er kallaður af sleðamönnum hefur haldið sportinu vel uppi með virkri heimasíðu og á snocrossið það honum að þakka að sportið er orðið það sem það er í dag 31.1.2007 20:27
Boozer úr leik í 4-6 vikur Framherjinn Carlos Boozer hjá Utah Jazz verður frá keppni í 4-6 vikur eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fæti eftir samstuð í leik gegn New Orleans á mánudagskvöldið. Þetta er mikið áfall fyrir lið Utah sem komið hefur verulega á óvart í NBA deildinni í vetur. 31.1.2007 19:25
Pires ákvað að fara eftir úrslitaleikinn Franski miðjumaðurinn Robert Pires hefur nú gefið út af hverju hann ákvað að yfirgefa Arsenal á síðustu leiktíð og ganga í raðir spænska liðsins Villarreal. Hann segir Arsene Wenger hafa komið af fjöllum þegar hann tilkynnti honum ákvörðun sína. 31.1.2007 18:15
West Ham kaupir Matthew Upson Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í kvöld frá kaupum á miðverðinum Matthew Upson frá Birmingham fyrir 6 milljónir punda, en sagt er að kaupverðið gæti hækkaði í 7,5 milljónir punda háð leikjafjölda hans hjá nýja félaginu. Upson hefur skrifað undir fjögurra og hálfs árs samning við Íslendingaliðið og er sjötti leikmaðurinn sem gengur í raðir þess síðan Alan Curbishley var ráðinn knattspyrnustjóri. 31.1.2007 18:07
Michael Ball kominn aftur til Englands Fyrrum landsliðsmaðurinn Michael Ball gekk í dag í raðir Manchester City frá hollenska liðinu PSV Eindhoven. Ball er 27 ára gamall bakvörður og hefur áður spila með Everton og Glasgow Rangers, en hann spilaði á sínum tíma einn landsleik undir stjórn Sven-Göran Eriksson. 31.1.2007 17:30
Meistaradeildin hefst á morgun Meistaradeild Vís í hestaíþróttum hefst á morgun fimmtudaginn 1. febrúar á keppni í fjórgangi. Keppnin hefst tímanlega klukkan 19.30. Meðfylgjandi er ráslisti keppninnar. 31.1.2007 17:03
Tiger Woods: Beckham mun slá í gegn Stjörnukylfingurinn Tiger Woods segir að koma David Beckham muni rífa knattspyrnustemminguna í Los Angeles upp úr öllu valdi og verða til þess að knattspyrnan taki upp hanskann fyrir ruðninginn þar í borg. 31.1.2007 17:01
Minningarmót um Eið Arnarson um næstu helgi Á föstudag og laugardag verður haldið minningarmót í handbolta um Eið Arnarson og fer það fram á Strandgötu og Ásvöllum Fjögur lið taka þátt í mótinu, Haukar, Haukar U, Fylkir og lið Halldórs Ingólfssonar Stavanger frá Noregi. 31.1.2007 16:30
Auðjöfrar frá Dubai hættir við Liverpool Viðskiptajöfrarnir hjá Dubai International Capital hafa dregið sig út úr viðræðum við stjórn Liverpool um fyrirhugaða yfirtöku á félaginu. Fréttir herma að samningaviðræður hafi verið komnar langt á leið en í dag ákváðu forráðamenn DIC að draga sig út úr viðræðum og báru því við að þeir væru ekki tilbúnir til að ofgreiða fyrir félagið. 31.1.2007 16:20
Rodman í raunveruleikasjónvarp (myndbrot) Villingurinn og fyrrum NBA leikmaðurinn Dennis Rodman er nú kominn með sinn eigin raunveruleikasjónvarpsþátt sem framleiddur er af Mark Cuban, eiganda Dallas Mavericks. Þátturinn hefur fengið nafnið Geak to Freak og fjallar um það hvernig Rodman hjálpar venjulegu fólki að sleppa fram af sér beislinu. Smelltu á hlekkinn í fréttinni til að sjá brot úr þættinum. 31.1.2007 15:30
Zlatan ekki í hóp Svía Zlatan Ibrahimovic er ekki í leikmannahópi Lars Lagerback sem mætir Egyptum í Kaíró í næsta mánuði, þrátt fyrir að vera búinn að ná sáttum við þjálfarann. Freddy Ljungberg er ekki heldur í sænska hópnum að þessu sinni. Lagerback segist hafa rætt við Zlatan og segir leikmanninn hafa gefið þau svör að hann vildi ekki vera í hópnum að svo búnu, en hann hefur ekki spilað með Svíum síðan hann var settur í bann fyrir að brjóta reglur sænska liðsins í sumar. 31.1.2007 14:45
Xavi staðfestir áhuga Manchester United Miðjumaðurinn knái Xavi hjá Barcelona hefur staðfest að Manchester United hafi verið í reglulegu sambandi við umboðsmann sinn. Hann tekur það fram að hann sé samningsbundinn Barcelona og ítrekar að ef United hafi raunverulegan áhuga, verði félagið að setja sig í samband við forráðamenn Barcelona. 31.1.2007 14:29
Magath rekinn frá Bayern Munchen Það er ekki tekið út með sældinni að vera knattspyrnustjóri Bayern Munchen, en þýskir fjölmiðlar greina frá því nú eftir hádegið að félagið hafi rekið þjálfarann Felix Magath úr starfi í kjölfar lélegs gengis liðsins í undanförnum leikjum. Magath hafði stýrt liði Bayern til sigurs í deild og bikar bæði árin sín hjá félaginu. Það verður fyrrum þjálfari liðsins, Ottmar Hitzfeltd, sem tekur við það sem eftir lifir leiktíðar. 31.1.2007 13:59
Bale fer hvergi Hinn 17 ára gamli og eftirsótti Gareth Bale verður hjá Southampton út leiktíðina. Bale hafnaði tækifæri til að ganga í raðir Tottenham eftir að Southampton samþykkti 10 milljón punda tilboð í leikmanninn á dögunum og ljóst er að hann fer ekki frá félaginu fyrr en í fyrsta lagi í sumar. Bale á 18 mánuði eftir af samningi sínum. 31.1.2007 13:55
Arsenal ætlar að sækja í kvöld Varnarmaðurinn Kolo Toure hjá Arsenal segir að sókn verði besta vörnin í kvöld þegar liðið tekur á móti Tottenham í síðari leik liðanna í enska deildarbikarnum. Fyrri leiknum á White Hart Lane lauk með jafntefli 2-2 og verður síðari leikurinn sýndur beint á Sýn í kvöld. 31.1.2007 12:10
Eddie Jones á leið til Miami á ný Hinn fjölhæfi Eddie Jones hjá Memphis Grizzlies er nú að ganga frá því að verða keyptur út úr samningi sínum við félagið og fregnir herma að hann muni ganga í raðir meistara Miami Heat á morgun. Jones, sem bæði getur spilað sem bakvörður og framherji, spilaði í sex ár með Miami á sínum tíma. 31.1.2007 11:59
Þriðja tap Lakers í röð LA Lakers tapaði í nótt þriðja leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir New York Knicks á útivelli 99-94, en liðið var án Kobe Bryant sem tók út leikbann. Miami þurfti hinsvegar ekki á Shaquille O´Neal að halda til að bursta Milwaukee og Dallas fékk góða hjálp úr óvæntri átt til að vinna Seattle. 31.1.2007 11:30
Íslendingar eru með besta sóknarliðið á HM Dönsku landsliðsmennirnir í handknattleik sem rætt er við í dönskum fjölmiðlum í dag viðurkenna að heppnin hafi verið á bandi Dana í leiknum gegn Íslendingum í gær. Þá er Íslendingum hrósað fyrir baráttu sína og segir Kasper Hvidt, markvörður Dana, í samtali við Poitiken að Íslendingar spili besta sóknarleikinn á HM. 31.1.2007 10:53
Mascherano fær leyfi til að ganga til liðs við Liverpool Allt útlit er fyrir að að argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano gangi til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool eftir að alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, gaf honum sérstakt leyfi til þess að fara frá West Ham. 31.1.2007 10:44
Íslendingar með besta sóknarliðið á HM Dönsku landsliðsmennirnir í handknattleik sem rætt er við í dönskum fjölmiðlum í dag viðurkenna að heppnin hafi verið á bandi Dana í leiknum gegn Íslendingum í gær. Þá er Íslendingum hrósað fyrir baráttu sína og segir Kasper Hvidt, markvörður Dana, í samtali við Poitiken að Íslendingar spili besta sóknarleikinn á HM. 31.1.2007 09:45
1200 hestafla mótorhjól Fyrrum ofurtrukkabílstjórinn Nick Argyle hætti nýlega í "monster truck" bransanum og seldi bílinn sinn. Einhverjar leifar voru þó eftir af bílnum hans og þar á meðal vélin. Karlinn tók sig til og smíðaði eitt stykki mótorhjól, 1200 hestöfl. 31.1.2007 00:43
Eiður markalaus í 455 mínútur Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna. 31.1.2007 00:01
Muhammad lék aðeins sex leiki Bandaríski leikmaðurinn Ismail Muhammad er á heimleið eftir að hafa spilað aðeins sex leiki með Keflavík. Keflavík hafði aðeins unnið 2 af þessum 6 leikjum og Muhammad var með 17,0 stig og 6,3 fráköst að meðaltali í fjórum leikjum sínum í Iceland Express-deildinni. 31.1.2007 00:01
Íslenski draumurinn úti Danir sigruðu með marki á lokasekúndu framlengingar í átta liða úrslitum á HM í handbolta, lokastaðan 42-41 fyrir Dönum. Íslendingar voru með pálmann í höndunum þegar um hálf mínúta var eftir, staðan jöfn og Íslendingar með boltann en glopruðu tækifærinu og því fór sem fór. Íslendingar leika því um 5-8 sætið á HM. 30.1.2007 20:57
Snorri Steinn: Það er enginn stórleikur ef þú tapar Snorri Steinn Guðjónsson vildi ekki hlusta á neitt tal um frábæra frammistöðu sína eftir tapið gegn Dönum í kvöld og sagði góðan leik sinn litlu máli skipta ef ekki næðist sigur. Snorri sagðist vonsvikinn yfir tapinu, en sagði þó enn möguleika á að gera gott úr mótinu í keppninni um fimmta sætið. 30.1.2007 22:39
Logi Geirsson: Líklega versta reynsla okkar allra Logi Geirsson sagði að tapið fyrir Dönum í kvöld væri líklega versta reynsla allra leikmanna íslenska landsliðsins á ferlinum. Hann vill meina að brotið hafi verið á Alexander Petersson í síðustu sókn íslenska liðsins og var súr yfir þeim mistökum sem íslenska liðið gerði á lokasprettinum - ekki síst sínum eigin. 30.1.2007 22:34
Guðjón Valur: Tvö síðustu mörkin voru skandall Guðjón Valur Sigurðsson átti vart orð þegar Arnar Björnsson ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. Guðjón sagði vörn og markvörslu hafa brugðist og var hundsvekktur með að tapa leiknum, því íslenska liðið væri að hans mati betra en það danska. 30.1.2007 22:32
Birkir Ívar: Gríðarleg vonbrigði Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson sagði tapið fyrir Dönum í kvöld gríðarleg vonbrigði og sagði vörnina og markvörsluna ekki hafa brugðist í leiknum. 30.1.2007 22:25
Oechsler: Réðum ekkert við Snorra Stein Anders Oechsler, leikmaður danska landsliðsins átti frábæran leik gegn íslendingum í kvöld en skrifaði sigurinn skuldlaust á dönsku liðsheildina. Hann viðurkenndi að liðið hefði ekki átt eitt einasta svar við stórleik Snorra Steins Guðjónssonar. 30.1.2007 23:22
Mundi ekki eftir framlengingunni Markvörðurinn sterki Kasper Hvidt var bæði raunsær og afar glaður eftir sigurinn á Íslendingum. „Þetta var alveg frábært. Mann langar bara að fara á handahlaupum um salinn, þetta var svo mikil snilld", sagði Hvidt í samtali við TV2. 30.1.2007 23:11
Wilbek drjúgur með sig Landsliðsþjálfari Dana, Ulrik Wilbek var glaður og reifur eftir 42-41 sigurinn á Íslendingum í kvöld. „Það er bara eitt að gera í leikjum sem þessum; þó að vörnin virki illa verður að halda ró sinni og nýta hverja sókn", sagði Wilbek við TV2. 30.1.2007 23:03
Ívar skoraði í sigri Reading Ívar Ingimarsson var á skotskónum hjá Reading í kvöld þegar liðið lagði Wigan 3-2 í ensku úrvalsdeildinni. Wigan komst í 1-0 í leiknum en Ívar jafnaði með góðum skalla eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Þá tapaði West Ham enn einum leiknum. 30.1.2007 21:50