Golf

Fisher í forystu á Dubai mótinu

AFP
Breski kylfingurinn Ross Fisher hefur tveggja högga forystu á Earnie Els þegar tveimur hringjum er nú að verða lokið á Dubai Desert Classic mótinu í golfi. Fisher lék annan hringinn í röð á 65 höggum í dag og er samtals á 14 undir pari. Els á eftir að ljúka tveimur holum á öðrum hringnum, en gat ekki klárað vegna veðurs. Tiger Woods er á 9 höggum undir pari en Sýn verður með beinar útsendingar frá þessu sterka móti um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×