Alfreð ósáttur með vinstri vænginn 1. febrúar 2007 20:36 NordicPhotos/GettyImages Alfreð Gíslason var þokkalega sáttur við varnarleik og markvörslu íslenska liðsins í leiknum gegn Rússum í kvöld, en öfugt við leikinn við Dani var það sóknarleikurinn sem varð liðinu að falli í kvöld. Alfreð sagði íslenska liðið hafa gefið leikinn frá sér og var ósáttur við frammistöðu leikmanna á vinstri vængnum. "Við vorum komnir fjórum mörkum undir á kafla en náðum svo að snúa dæminu við og komast tveimur yfir. Þá fáum við víti en klikkum á því og það sem eftir það gerðist var bara sorglegt. Maður getur auðvitað alltaf klúðrað víti, en svo fara ein fjögur dauðafæri af línu og þeir taka Óla úr umferð. Það var ekkert að koma frá vinstri vængnum hjá okkur og það er bara ekki nógu gott. Snorri var auðvitað ekki alveg á fullu í dag eftir veikindi, en hann var þó að skapa fyrir línunmennina. Við bara hleyptum Rússunum inn í þennan leik með því að klikka á öllum þessum dauðafærum og gáfum þeim leikinn. Varnarleikurinn var mun betri en í síðasta leik og Birkir varði vel með einhverja 17-18 bolta. 6-0 vörnin var lengst af að virka ágætlega ef undan eru skildar nokkrar línusendingar hjá þeim, en það var fyrst og fremst sóknarleikurinn sem var að klikka hjá okkur í dag. Þetta var ekki jafn slæmt og Úkraínuleikurinn en við vorum ekki að fá neina ógnun frá vinstri vængnum og fyrir vikið er línan ekki frí. Óli og Alex hafa báðir spilað vel í þessari keppni en Óli var tekinn úr umferð og Alex orðinn mjög þreyttur - og þá verða þessir menn sem eru að koma ferskir inn að standa sig betur en þeir gerðu í dag. Nú keyrum við til Kölnar og hvílum okkur á morgun, en svo erum við að fara mæta liði Spánverja sem er sterkara lið en Rússarnir og þar verða þeir sem hafa verið að spila vel í keppninni að halda áfram á sama styrk og þeir sem ekki léku vel í dag að sýna á sér hitt andlitið. Við viljum auðvitað klára þessa keppni vel. Hún hefur verið ágæt fram að þessu og við verðum að reyna að ná 7. sætinu," sagði Alfreð í viðtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2 í kvöld. Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Alfreð Gíslason var þokkalega sáttur við varnarleik og markvörslu íslenska liðsins í leiknum gegn Rússum í kvöld, en öfugt við leikinn við Dani var það sóknarleikurinn sem varð liðinu að falli í kvöld. Alfreð sagði íslenska liðið hafa gefið leikinn frá sér og var ósáttur við frammistöðu leikmanna á vinstri vængnum. "Við vorum komnir fjórum mörkum undir á kafla en náðum svo að snúa dæminu við og komast tveimur yfir. Þá fáum við víti en klikkum á því og það sem eftir það gerðist var bara sorglegt. Maður getur auðvitað alltaf klúðrað víti, en svo fara ein fjögur dauðafæri af línu og þeir taka Óla úr umferð. Það var ekkert að koma frá vinstri vængnum hjá okkur og það er bara ekki nógu gott. Snorri var auðvitað ekki alveg á fullu í dag eftir veikindi, en hann var þó að skapa fyrir línunmennina. Við bara hleyptum Rússunum inn í þennan leik með því að klikka á öllum þessum dauðafærum og gáfum þeim leikinn. Varnarleikurinn var mun betri en í síðasta leik og Birkir varði vel með einhverja 17-18 bolta. 6-0 vörnin var lengst af að virka ágætlega ef undan eru skildar nokkrar línusendingar hjá þeim, en það var fyrst og fremst sóknarleikurinn sem var að klikka hjá okkur í dag. Þetta var ekki jafn slæmt og Úkraínuleikurinn en við vorum ekki að fá neina ógnun frá vinstri vængnum og fyrir vikið er línan ekki frí. Óli og Alex hafa báðir spilað vel í þessari keppni en Óli var tekinn úr umferð og Alex orðinn mjög þreyttur - og þá verða þessir menn sem eru að koma ferskir inn að standa sig betur en þeir gerðu í dag. Nú keyrum við til Kölnar og hvílum okkur á morgun, en svo erum við að fara mæta liði Spánverja sem er sterkara lið en Rússarnir og þar verða þeir sem hafa verið að spila vel í keppninni að halda áfram á sama styrk og þeir sem ekki léku vel í dag að sýna á sér hitt andlitið. Við viljum auðvitað klára þessa keppni vel. Hún hefur verið ágæt fram að þessu og við verðum að reyna að ná 7. sætinu," sagði Alfreð í viðtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2 í kvöld.
Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira