Fleiri fréttir

Leikur Japan og Króatíu

Nú styttist í leik Japana og Króata, Japanir þurfa nauðsynlega á sigri að hald eftir 3-1 tap fyrir Ástralíu. Sama er að segja um Króatíu sem tapaði 1-0 fyrir Brasilíu.

HM leikir dagsins

Í dag byrjar veislan klukkan 13:00 með viðureign Japan og Króatíu, þau leika í F-riðli ásamt Brasilíu og Ástralíu sem mætast klukkan 16:00. Dagurinn endar svo á leik úr G-riðli milli Frakklands og Suður Kóreu sem hefst klukkan 19:00. Allir leikirnir eru að sjálfsögðu í beinni á Sýn.

Jafntefli í blóðugri orrustu

Það var allt vitlaust í leik Ítala og Bandaríkjamanna á HM í Þýskalandi í gær en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Alberto Gilardino kom Ítölum yfir eftir 23. mínútur en Bandaríkjamenn jöfnuðu nokkrum mínútum síðar þegar Cristian Zaccardo skoraði einkar klaufalegt sjálfsmark.

Zlatan ekki með gegn Englendingum

Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður sænska landsliðsins verður líklega ekki með liði sínu þegar það mætir því enska í lokaleik riðlakeppninnar á HM. Leikurinn er á þriðjudaginn kemur. Zlatan þurfti að fara af velli í leiknum við Paragvæ og eftir rannsókn kom í ljós að hann er meiddur á nára.

Enska liðið getur farið alla leið

Hernan Crespo, leikmaður Argentínu segir að enska liðið eigi góða möguleika að fara alla leið á HM þrátt fyrir að sýna kannski ekki sinn besta leik í þeim tveimur leikjum sem þeir hafa spilað til þessa.

Cole ekki með gegn Svíum?

Ashley Cole, bakvörður enska landsliðsins er meiddur á læri og óvíst um hans þátttöku í leiknum við Svía á þriðjudaginn. Leikmaðurinn á von á því að taka samt sem áður þátt í æfingu liðsins um helgina og sjá hversu langt hann kemst á þessu.

Jafnt í blóðugum leik

Bandaríkin og Ítalía skildu jöfn 1-1 í leik liðanna á HM. Það var mikill hasar í leiknum og rauðu spjöldin urðu þrjú áður en yfir lauk. Þeir Daniele De Rossi leikmaður Ítalíu, Eddie Pope og Pablo Mastroeni leikmenn Bandaríkjanna voru allir reknir af velli. Bandaríkjamenn þóttu standa sig vel í leiknum þrátt fyrir að leika níu á móti tíu undir lokinn.

Svíar ekki með á HM í handbolta í fyrsta sinn

Svíar verða ekki með á HM í handbolta í Þýskalandi í næsta ári eftir að þeir töpuðu fyrir Íslandi í umspilsleikjum um sæti. Þetta er mikið áfall fyrir Svía sem hafa þar með misst af þremur af síðustu fjórum stórmótum (Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, EM í Sviss 2006 og loks HM í Þýskalandi 2007). Þetta er ennfremur söguleg fjarvera sænska handboltalandsliðsins því þetta verður fyrsta heimsmeistaramót sögunnar þar sem Svíar verða ekki meðal þátttakenda.

Blóð, sviti og sjálfsmark

Staðan í hálfleik í leik Bandaríkjanna og Ítalíu er 1-1. Albetro Gilardino skoraði með flugskalla á 22. mínútu eftir Sendingu frá Adrea Pirlo. Fjórum mínútum síðar jöfnuðu Bandaríkjamenn eftir sjálfsmark Cristian Zaccardo. Tvö rauð spjöld hafa farið á loft, eitt á hvort lið. Þeir Daniele De Rossi fyrir Ítalíu og Pablo Mastroeni fyrir Bandaríkin voru reknir af velli.

Styttan af Figo

Alveg frábær grein eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Blaðinu í dag, hún talar um Figo, hún minnir á að það má ekki tala illa um Louis Figo, hann er mubla, stytta, og næg ástæða til þáttöku í hans tilfelli segir Kolbrún, hvað maðurinn er fallegur. Figo fallegi.

Tölfræðin úr leiknum gegn Svíum í Höllinni í kvöld

Ísland er komið inn á HM í Þýskalandi 2007 eftir 25-26 tap fyrir Svíum í troðfullri Laugardalshöll í seinni umspilsleik þjóðanna. Ísland vann fyrri leikinn í Globen með fjórum mörkum, 32-28, og þar með samanlagt 57-54. Ólafur Stefánsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Hér á eftir má sjá tölfræðina úr þessum sögulega leik sem var leikinn undir svakalegri stemmningu í Höllinni í kvöld.

Hasar í leik Ítalíu og Bandaríkjanna, staðan 1-1

Albetro Gilardino skoraði með flugskalla á 22. mínútu eftir Sendingu frá Adrea Pirlo. Fjórum mínútum síðar jöfnuðu Bandaríkjamenn eftir sjálfsmark Cristian Zaccardo . Skömmu eftir það fékk Daniel De Rossi rautt spjald fyrir fólskulega árás á Brian McBride. Ítalir leika því einum færri það sem eftir er.

Ísland kveður niður Svíagrýluna

Íslendingar voru rétt í þessu að tryggja sér þátttökurétt á HM í handbolta sem haldin verður í Þýskalandi, þrátt fyrir 25-26 tap. Það gerðu þeir með mjög góðum lokakafla í leiknum. Á tímabili í seinni hálfleik var útlitið dökkt því þá náðu Svíar mest fimm marka forskoti. Ísland sigrar samanlagt 57-54 í viðureignunum tveimur.

Leikur Bandaríkjamanna og Ítala að hefjast

Ítalir hafa fengið Gianluca Zambrotta aftur inn í byrjunarliðið og Francesco Totti er heill heilsu og byrjar inn á. Bandaríkjamenn gera tvær breytingar á liði sínu Clinton Dempsey og Carlos Bocanegra koma inn fyrir DaMarcus Beasley and Eddie Lewis.

Staðan í hálfleik 10-12 fyrir Svía

Svíar eru yfir 10-12 í hálfleik gegn Íslendingum í Höllinni. Hraðaupphlaup Íslands hafa gengið vel en sóknarleikurinn er stirður.

Ganamenn sigra Tékka 2-0

Ganamenn hafa borið sigurorð af Tékkum 2-0 á HM í Þýskalandi. Asamoah Gyan skoraði strax á annari mínútu og Sulley Muntari bætti seinna markinu við á 82. mínútu. Þetta verða að teljast óvæntustu úrslit HM hingað til en sigurinn var sanngjarn.

Ganamenn klúðra fyrsta vítinu á HM

Asamoah Gyan leikmaður Gana var rétt í þessu að skjóta í stöng úr vítaspyrnu sem hefði komið Gana tveimur mörkum yfir. Tékkar sluppu því með skrekkinn. Tomas Ujfalusi leikmaður Tékka var rekinn af leikvell. Tékkar leika því einum færri.

Styttist í leikinn stóra

Einn mikilvægasti handboltaleikur Íslandssögunnar er nú að hefjast í höllinni. Íslendingar og Svíar berjast um að komast á HM í handbolta sem haldið verður í Þýskalandi árið 2007. Það má reikna með að það verði glæsilegasta handboltamót sem haldið hefur verið.

Óvænt staða í hálfleik

Ganamenn eru óvænt yfir 1-0 í hálfleik gegn Tékkum í leik þjóðanna á HM. Það var Asamoah Gyan sem skoraði á Annari mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Stephen Appiah.

Leikur Tékklands og Gana að hefjast

Þeir Milan Baros og Jan Koller, framherjar Tékka eru báðir meiddir og leika því ekki á móti Gana. Hinn leikreyndi Vratislav Lokvenc sem er 32 ára gamall byrjar líklega inn á og verður þá einn í framlínunni.

Portúgalar komir áfram

Leik Portúgal og Íran er lokið. Portúgalar unnu 2-0 með mörkum frá Deco á 63. mínútu og Cristiano Ronaldo á 80. mínútu leiksins. Portúgalar voru frekar ósannfærandi í leiknum en kláruðu verkefnið og eru því komnir áfram upp úr D riðli.

Portúgalar komnir yfir

Staðan í leik Portúgal og Íran er 1-0 fyrir Portúgal. Það var Deco, samherji Eiðs Smára í Barcelona sem skoraði markið með glæsilegu skoti fyrir utan vítateig.

Eiður Smári samdi við Barcelona

Fremsti knattspyrnumaður Íslands í dag, Eiður Smári Guðjohnsen, hefur samið við spænska stórliðið Barcelona til þriggja ára, en félagið er Spánar- og Evrópumeistari. Þar með lýkur sex ára veru Eiðs Smára hjá Chelsea þar sem hann átti farsælan feril.

HM leikir dagsins

Það eru þrír leikir á dagskrá á HM í dag. Fjörið byrjar klukkan 13.00 en þá leika Portúgal og Íran í D-riðli. Portúgalir tryggja sér áframhaldandi þátttöku með sigir en Íranir jafna þá að stigum með sigri og þá ráðast úrslitin í riðlinum ekki fyrr en á miðvikudag.

Aimar á leið til Zaragoza?

Svo virðist sem Pablo Aimar, leikmaður Valencia sé á leið til Real Zaragoza. Aimar sem er Argentínskur landsliðsmaður og hafa forráðamenn Valencia áhuga að gera nýjan samning við hann. Umboðsmaður hans segir að leikmaðurinn sé spenntur fyrir því að færa sig um set og ganga til liðs við Real Zaragoza.

Bierhoff vill forðast að fá Englendinga

Oliver Bierhoff, aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins vill með öllu forðast að mæta enska liðinu í 16 liða úrslitum. Svo gæti farið að þessar tvær þjóðir geta mæst ef önnur lendir í fyrsta sæti og hin í öðru.

Cruyff ánægður með Van Basten

Hollenska goðsögnin, Johan Cruyff er mjög ánægður með Marco van Basten, landsliðsþjálfara hollendinga, Segir hann að liðið sé á rétti leið og Basten sé að gera hárétta hluti með það.

Jerry Stackhouse verður í banni í fimmta leiknum

Aganefnd NBA-deildarinnar hefur úrskurðað skotbakvörðinn Jerry Stackhouse hjá Dallas í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega villu hans á Shaquille O´Neal í fjórða leik liðanna í gærkvöldi. Þetta þýðir að Stackhouse mun missa af fimmta leik liðanna í Miami á sunnudagskvöld.

Markalaust hjá Mexíkó og Angóla

Angóla krækti í fyrsta stig sitt á HM í sögu landsins þegar því tókst að hanga á markalausu jafntefli við Mexíkó. Einum leikmanni Angóla var vikið af leikvelli þegar tíu mínútur voru til leiksloka, en þó Mexíkóar hafi verið sterkari aðilinn tókst liðinu ekki að skora mark.

Í fyrsta sinn sem allir varamenn skora mark

Argentínumennirnir Esteban Cambiasso, Carlos Tevez og Leo Messi komust í sögubækurnar í dag þegar þeir náðu allir að skora mark eftir að hafa komið inn sem varamenn í leiknum gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Argentína vann leikinn 6-0 og sendi Serbana heim.

Engar afsakanir

Franski þjálfarinn Henri Michel var hundfúll í dag þegar ljóst var að lið hans væri á leið heim af HM eftir tap gegn Hollendingum. Hann segist ekki nenna að bjóða upp á afsakanir eða láta fólk vorkenna liðinu.

Markalaust hjá Angóla og Mexíkó

Enn hefur ekki verið skorað mark í leik Mexíkó og Angóla í D-riðlinum á HM. Mexíkó hefur verið sterkari aðilinn í leiknum, sem hefur verið frekar daufur, en þess verður eflaust ekki langt að bíða að komi mark í leikinn.

Þetta var gríðarlega erfiður leikur

Marco Van Basten viðurkenndi að leikurinn við Fílabeinsstrendinga í dag hefði verið gríðarlega erfiður, en hollenska liðið vann 2-1 sigur og hefur liðið því alltaf komist áfram upp úr riðlakeppni í þeim sex heimsmeistaramótum sem það hefur tekið þátt í. Þjóðverjar eru með hvað glæsilegastan árangur á þessu sviði, en liðið hefur alltaf farið áfram síðan riðlakeppninni var komið á árið 1954.

Meiðsli Rooney voru minni en talið var í fyrstu

Nú hefur skýrsla læknanna sem önnuðust Wayne Rooney á vegum Manchester United og enska landsliðið verið gefin út og í henni kemur margt forvitnilegt í ljós, eins og sú staðreynd að meiðsli Rooney voru alls ekki jafn alvarleg og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum allar götur síðan hann meiddist fyrir rúmum sex vikum.

Mexíkó - Angóla hefst klukkan 19

Leikur Mexíkó og Angóla í D-riðli hefst nú klukkan 19. "Eyðimerkurrefurinn" Jared Borgetti getur ekki spilað með Mexíkóum vegna meiðsla, en stuðningsmenn liðsins eru í miklum meirihluta á leikvanginum í Hannover. Mexíkóar eiga góðar minningar frá þessum velli, þar sem lið þeirra náði að leggja Brasilíumenn í Álfukeppninni í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir