Fleiri fréttir

Viljum gjarnan forðast að mæta Englendingum

Oliver Bierhoff segir að þýska liðið vilji gera allt sem í valdi þess stendur til að vinna lokaleik sinn í A-riðlinum gegn Ekvador, því ef liðið hafnar í öðru sæti síns riðils, bendir allt til þess að það muni mæta Englendingum í 16-liða úrslitum.

Hollendingar í stuði

Hollendingar eru heldur betur í stuði gegn Fílabeinsströndinni í leik liðanna í C-riðli sem nú stendur yfir. Þegar hálftími er liðinn af leiknum hafa þeir hollensku náð 2-0 forystu. Robin Van Persie skoraði fyrsta markið beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu og aðeins 4 mínútum síðar bætti Ruud Van Nistelrooy við góðu marki eftir frábæran undirbúning Arjen Robben.

Eitt versta tap í sögu okkar

Þjálfari Serba var skiljanlega eyðilagður eftir tapið stóra gegn Argentínumönnum í C-riðlinum á HM í dag. Hann segir að tap sinna manna verði lengi í minnum haft og sé eitt það versta á knattspyrnuvellinum í sögu þjóðarinnar.

Það er heiður að spila með svona liði

Hinn ungi framherji argentínska landsliðsins, Carlos Tevez, segir að liðsandinn hafi verið lykillinn að 6-0 stórsigri liðsins á Serbum og Svartfellingum í dag. Tevez kom inná sem varamaður í leiknum og skoraði ótrúlegt mark eftir einstaklingsframtak.

Holland - Fílabeinsströndin næstur á dagskrá

Hollendingar mæta með óbreytt lið til leiks í Stuttgart í dag frá sigurleiknum gegn Serbum í upphafi móts, en þrjár breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði Strandamanna. Arouna Kone kemur inn í framlínu liðsins við hlið Didier Drogba, en liðið verður að vinna í dag til að eiga möguleika á að komast upp úr þessum ógnarsterka riðli. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður að sjálfssögðu í beinni á Sýn.

Zlatan tæpur fyrir leikinn gegn Englendingum

Mikil óvissa ríkir um það hvort framherjinn sterki Zlatan Ibrahimovic geti spilað lokaleik Svía í riðlakeppninni á HM þar sem sænska liðið mætir Englendingum. Zlatan tognaði á nára í upphitun fyrir leikinn gegn Paragvæ en spilaði hálfan leikinn engu að síður. Læknar sænska vonast til að fá niðurstöðu í málið í dag, en segja að meiðslin gætu jafnað sig á 24 tímum - en í versta falli á tveimur vikum.

Tango nuevo

Hér er enn einn snilldarleikurinn, Argentína, hvað er hægt að segja við svona sýningu, ljóðrænni, töfrandi fegurð einsog í útsetningu Astor Piazzolla á gamla argentíska tangóinum, þetta er hinn nýi tangó í fótboltanum, hinn hreini tónn. Ég fann sömu tilfinningu og þegar ég horfði á Spánverjana í fyrsta leik, þetta eru töfrar, auðvitað er fótbolti líka barátta, taktík og allt það, en þetta er hrein snilld, ekkert minna.

Argentínumenn rótburstuðu Serba

Argentínumenn sýndu úr hverju þeir eru gerðir á HM í dag þegar liðið valtaði yfir Serba og Svartfellinga 6-0 í viðureign liðanna í C-riðli og ljóst að ekkert lið verður öfundsvert af því að mæta Suður-Ameríkuliðinu í framhaldinu.

Við eigum ekki möguleika á titlinum

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og leikmaður enska landsliðsins, viðurkennir að liðið eigi ekki nokkurn möguleika á að verða heimsmeistari ef það spilar ekki betur en það hefur gert hingað til í keppninni.

Cisse fer að láni til Marseille

Franska dagblaðið L´Equipe greindi frá því í dag að Liverpool hafi samþykkt að lána franska framherjann Djibril Cisse til liðs Marseille í heimalandi hans út næstu leiktíð. Cisse fótbrotnaði á dögunum og er ekki væntanlegur í slaginn aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir um fimm mánuði.

Vinsæll hjá samkynhneigðum í Hollandi

Cristiano Ronaldo, landsliðsmaður Portúgal hefur verið valinn af samtökum samkynhneigðra í Hollandi fallegasti og mest kynæsandi leikmaðurinn á HM. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem samkynhneigðir velja nafnbót á leikmanninn en hann er sagður mjög vinsæll meðal homma og hefur tekið við hlutverki David Beckham.

Argentínumenn að valta yfir Serba

Argentínumenn eru að sýna sínar bestu hliðar í leik sínum gegn Serbum og Svartfellingum í C-riðli og staðan er orðin 3-0 fyrir Argentínu þegar flautað hefur verið til leikhlés. Maxi Rodrigues hefur skorað tvívegis og varamaðurinn Esteban Cambiasso hefur skorað eitt mark.

Blikarnir hafa tapað flestum stigum

Nýliðar Breiðabliks töpuðu niður forskoti fjórða leikinn í röð í Landsbankadeild karla á Akranesi í gær og eru það lið í deildinni sem hefur tapað langflestum stigum í fyrstu sjö umferðunum. Að tapa stigum telst það þegar lið tapa eða gera jafntefli í leikjum sem þau hafa haft forustu í. Grindvíkingar koma þeim næstir en þeir eru líka það lið sem hefur unnið sér inn flest stig eftir að hafa verið undir í leikjum sínum.

Willum Þór ósigraður í Grindavík

Willum Þór Þórssyni hefur gengið vel með sín lið þegar hann hefur heimsótt Grindvíkinga þótt ekki hafi Valsmönnum tekist að koma með öll stigin heim úr leik sínum þar í gær. Þetta var sjötti leikur liðs undir stjórn Willums Þór á Grindavíkurvelli og hans lið hafa náð í 14 af 18 stigum í boði eða 78% stiganna. Markatalan er, 7-2, liðum Willums í vil.

Van Basten segir fjölmiðla blása sögur upp

Marco van Basten, þjálfari hollenska landsliðsins segir að fjölmiðlar hafi blásið upp og búið til sögur um að Arjen Robben og Robin van Persie hafi lent saman eftir leikinn gegn Serbíu. Van Basten segir þetta vera rangt.

Owen á von að vera settur á bekkinn

Micheal Owen, leikmaður enska landsliðsins segir að hann eigi allt eins von á því að verma bekkinn í síðasta leiknum í riðlakeppninni en þá leikur England gegn Svíum.

HM leikir dagsins:

Þrír leikir eru á dagskrá á HM í dag en nú er vika liðin af mótinu. Þeir leikir sem þegar hafa verið leiknir lofa mjög góðu fyrir framhaldið. Argentína og Serbía mætast klukkan 13.00 og verður þetta án efa mjög harður og spennandi leikur, enda báðar þjóðir þekktar fyrir hörku og meiri hörku.

Stjörnur Juventus munu halda til Englands

Ítalski umboðsmaðurinn, Silvano Martina segir að bestu leikmenn Juventus muni fara til Englands, verði félagið dæmt niður um deild. Félagið hefur verið sakað um að hafa haft áhrif á úrslit leikja á Ítalíu en rannsókn er í fullum gangi um þessar mundir.

Miami ætlar í sögubækurnar

Miami Heat stefnir hraðbyri á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að lenda undir 2-0, því í nótt vann liðið auðveldan 98-74 sigur á heillum horfnu liði Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna. Næsti leikur fer einnig fram í Miami á sunnudagskvöldið og einvígið, sem margir héldu að væri nánast búið, er skyndilega orðið æsispennandi á ný.

Michael Jordan snýr aftur

Michael Jordan hefur hingað til ekki séð sér fært um að vera lengi í einu frá körfuboltanum og í gærdag eignaðist hann umtalsverðan hlut í Charlotte Bobcats. Liðið er það yngsta í deildinni og er staðsett skammt frá þeim stað þar sem Jordan tók fyrstu skrefin í átt til þess að verða þekktasti körfuboltamaður allra tíma, þegar hann lék með háskólaliði Norður-Karólínu.

FH lagði ÍBV

Íslandsmeistarar FH lögðu ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í Landsbankadeildinni í kvöld. KR lagði Víking 1-0, Skagamenn lögðu Blika 2-1 og Grindavík og Valur skildu jöfn 1-1 í Grindavík.

Ljungberg tryggði Svíum sigur á elleftu stundu

Svíar unnu í kvöld baráttusigur á Paragvæum 1-0 í B-riðli HM og eru því komnir í ágæt mál í öðru sæti riðilsins. Það var Arsenal-leikmaðurinn Freddy Ljungberg sem skoraði mark sænska liðsins með skalla á 89. mínútu eftir laglega sókn. Bæði lið hefðu í raun geta stolið sigrinum í kvöld, en hungur Svíanna var einfaldlega meira í þettta sinn. England hefur 6 stig á toppi riðilsins, Svíar 4 stig, Trínídad 1 og Paragvæ er úr leik með 0 stig.

Ólöf úr leik á BMW-mótinu

Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er úr leik á BMW-mótinu á Ítalíu, en mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Ólöf lék skelfilega í dag og lauk keppni á 11 höggum yfir pari vallar - 83 höggum. Í gær lék hún á þremur höggum yfir pari og lýkur því keppni á 14 yfir pari og var fjarri því að komast í geng um niðurskurðinn á mótinu.

Pétur skoraði eftir 30 sekúndur í Kaplakrika

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem fara fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Staðan í leik FH og ÍBV í Kaplakrika er 1-1. Pétur Runólfsson kom gestunum yfir eftir aðeins 30 sekúndur, en Atli Viðar Björnsson jafnaði á 31. mínútu. Grindvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Val í Grindavík þar sem Jóhann Þórhallsson skoraði mark heimamanna. Þá er markalaust hjá KR og Víkingi í vesturbænum, eins og hjá ÍA og Blikum á Skaganum.

Við hefðum átt að vinna stærra

Sven-Göran Eriksson, landliðsþjálfari Englendinga, var mjög ánægður með spilamennsku sinna manna gegn Trinidad í kvöld, en sagðist hafa viljað fá fleiri mörk. Sigur enska liðsins þýðir að það hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Markalaust í hálfleik í Berlín

Staðan í leik Svía og Paragvæa í B-riðli HM er markalaus í hálfleik. Leikurinn hefur verið sæmilega fjörugur þrátt fyrir markaleysið, en bæði lið tjalda öllu til að ná í sigur til að eiga möguleika á að fylgja Englendingum í 16-liða úrslitin. Zlatan Ibrahimovic fór meiddur af leikvelli í hálfleik eftir að hafa alls ekki náð sér á strik og Marcus Allback er kominn inn í stað hans.

Kekic hættur hjá Grindavík

Hinn fjölhæfi leikmaður Sinisa Kekic, sem leikið hefur með Grindvíkingum í Landsbankadeildinni undanfarin ár, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Kekic lenti í deilum við þjálfarann Sigurð Jónsson á dögunum, en Sigurður staðfesti þessi tíðindi á fréttavef Víkurfrétta síðdegis í dag.

Rosalega sárt að tapa fyrir Englendingum

Leo Beenhakker sagði tapið fyrir Englendingum í dag hafa verið gríðarlega sárt, en um tíma leit út fyrir að spútniklið hans næði að stela stigi af enska liðinu og setja þar með allt upp í loft í B-riðlinum.

Við höfum alls ekki sagt okkar síðasta

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, segir að liðið eigi mikið inni og lofar að það muni spila betur eftir því sem líður á heimsmeistaramótið. Englendingar lögðu Trinidad og Tobago 2-0 í dag, en enska liðið var fjarri því að vera sannfærandi.

Kallström og Isaksson í byrjunarliði Svía

Leikur Svía og Paragvæa í B-riðli hefst klukkan 19 og búið er að tilkynna byrjunarliðin. Kim Kallström kemur inn í sænska liðið í stað Anders Svensson og þá er Andreas Isaksson á ný í markinu eftir meiðsli. Miðjumaðurinn Jorge Nunez er kominn í byrjunarlið Paragvæ í stað Delio Toledo.

Englendingar mörðu sigur

Englendingar höfðu sigur 2-0 gegn Trinidad og Tobago í B-riðli HM í dag og eru komnir áfram í keppninni þrátt fyrir að hafa ekki sýnt nein glæsitilþrif. Peter Crouch náði loks að brjóta ísinn fyrir enska liðið á 83. mínútu þegar hann skoraði með laglegum skalla eftir fyrirgjöf David Beckham og Steven Gerrard innsiglaði sigur enska liðsins með laglegu skoti í uppbótartíma.

Wayne Rooney mættur til leiks

Staðan í leik Englands og Trínídad er enn markalaus og því hefur Sven-Göran Eriksson ákveðið að tefla djarft og er búinn að skipta þeim Wayne Rooney og Aaron Lennon inn á völlinn fyrir þá Michael Owen og Jamie Carragher á 57. mínútu.

Englendingar í bullandi vandræðum

Staðan í leik Trínidad og Englands er markalaus í hálfleik. Enska liðið hefur alls ekki verið sannfærandi og John Terry bjargaði enska liðinu frá því að lenda undir með því að verja skot Trínidada á marklínunni með glæsilegum tilþrifum skömmu fyrir hlé. Enska liðið hefur átt sín færi sömuleiðis, en þau hafa runnið út í sandinn og ljóst að Eriksson verður að blanda sterkt te handa sínum mönnum í hálfleik.

Lahm er ekki til sölu

Bayern Munchen hefur ekki í hyggju að selja þýska landsliðsbakvörðinn Philipp Lahm þrátt fyrir mikinn áhuga Chelsea á að kaupa leikmanninn.

Mér líður vel í landi Adidas

Ofurstjarnan David Beckham hefur aldrei verið í vandræðum með að koma fyrir sig orði og í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í gær, sagði hann að sér liði mjög vel í Þýskalandi af því Þýskaland væri "land Adidas."

Lætur blaðamenn heyra það

Thierry Henry, fyrirliði Arsenal og framherji franska landsliðsins, lét blaðamenn heyra það í dag fyrir að gagnrýna félaga sinn Franck Ribery fyrir frammistöðu sína í jafnteflinu gegn Sviss. Henry á von á mjög erfiðum næsta leik gegn Suður-Kóreu.

Carragher byrjar í stað Neville

Leikur Englands og Trinidad í B-riðli er næstur á dagskrá á HM og hefst klukkan 16. Hinn fjölhæfi varnarmaður Liverpool, Jamie Carragher, kemur inn í stöðu hægri bakvarðar í stað Gary Neville sem er meiddur. Þá er jafnvel búist við að Wayne Rooney fái að spreyta sig í leiknum. Búið er að tilkynna byrjunarliðin og þau má sjá hér fyrir neðan.

Ekvador í 16-liða úrslitin

Ekvador vann í dag auðveldan sigur á Kosta Ríka 3-0 í dag og er því búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit keppninnar. Carlos Tenorio kom Ekvador yfir á 8. mínútu leiksins, Agustin Delgado bætti við öðru marki á þeirri 54. og Ivan Kaviedes innsiglaði öruggan sigurinn í uppbótartíma. Ekvador hefur því unnið báða leiki sína til þessa með nokkuð sannfærandi hætti og er liðið til alls líklegt í keppninni.

Fisichella áfram hjá Renault

Ökuþórinn Giancarlo Fisichella hefur framlengt samning sinn við lið Renault í Formúlu 1út næsta keppnisár, en gamli samningurinn hefði runnið út að loknu yfirstandandi tímabili. Nokkur óvissa hafði ríkt um framtíð ítalans hjá liðinu og höfðu þeirKimi Raikkönen, Juan Pablo Montoya og Mark Webber allir verið orðaðir við Renault. Heimsmeistarinn Fernando Alonso fer sem kunnugt er frá liðinu til McLaren á næsta tímabili.

Ekvador yfir í hálfleik

Ekvador hefur yfir 1-0 í hálfleik í viðureign sinni við Kosta Ríka í A-riðlinum á HM. Carlos Tenorio skoraði mark Ekvadora á 22. mínútu leiksins og ljóst að liðið getur komið sér í ágæt mál í riðlinum með sigri í dag.

39 mörk voru skoruð í 1 umferðinni

Alls voru skoruð 39 mörk í 1 umfer HM sem fram fer í Þýskalandi. Það gerir að meðaltali 2,44 mörk eru gerð í leik. Þetta eru ívið fleiri mörk en skoruð voru fyrir fjórum árum. Á HM 2002 voru skoruð að meðaltali 2,19 mörk í leik. Á HM í Frakklandi voru skoruð 2,63 mörk í leikjum fyrstu umferðar.

Ronaldo fluttur á sjúkrahús

Brasilíski framherjinn Ronaldo var fluttur á sjúkrahús í gærkvöld vegna höfuðverks og svima. Ekkert óeðlilegt kom fram við skoðun lækna á sjúkrahúsinu, sem sendu kappann aftur á hótel Brasilíumanna í nótt.

Messi með gegn Serbíu

Ungstirni Barcelona, Lionel Messi, er búinn að ná sér af þeim meiðslum sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu. Fjölmiðlar greindu frá því í dag að Messi verði í leikmannahópi Argentínu á morgun þegar lið hans mætir Serbíu/Svartfjallalandi.

Fyrirsagnir og fyrrverandi stjörnur

Ég held að ein besta fyrirsögn í heimi hafi komið í heimsblöðunum í dag, Eiður til Barcelona, komin sjálfsagt hátt í tuttugu ár síðan ég sat niðri við hliðarlínu á Nou Camp vellinum og tók ljósmyndir af Framliðinu í leik, þá var ég hættur að spila sjálfur, þá var ég ungur.

Buffon mundi spila með Juve í Seríu B

Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og landsliðs Ítalíu segist fylgja sínu liði niður í Seríu C ef þannig ber undir. Eins og flestir vita er í gangi lögreglurannsókn á Ítalíu vegna Juventus þar sem talið er að forráðamenn félagins hafi hagrætt úrslitum í leikjum.

Sjá næstu 50 fréttir