Fleiri fréttir

Dani til reynslu hjá Fylki

Danskur knattspyrnumaður Peter Tranberg er nú staddur hjá Fylkismönnum og verður til reynslu hjá félaginu næstu daga.Ef af því verður að Fylkir semji við leikmanninn verður hann þriðji danski leikmaðurinn í herbúðum liðsins.

Kristján tekur sökina á sig

Markvörðurinn Kristján Finnbogason, fyrirliði KR, var að vonum ekki sáttur við leik liðsins gegn ÍA á fimmtudagskvöldið. Hann var súr og svekktur enda fékk hann á sig mark af um 60 metra færi sem má að stærstum hluta skrifa á hann.

FH-ingar yfir í hálfleik

Ólafur Páll Snorrason skoraði eina mark fyrri hálfleiks í leik FH og Keflavíkur í fyrsta leik 10. umferðar Landsbankadeildar karla sem fer nú fram í Kaplakrika. Markið skorað Ólafur Páll eftir eina mínútu þegar hann slapp í gegn eftir sendingu Allans Borgvardt.

FH-ingar með 30 stig úr 10 leikjum

FH-ingar unnu Keflvíkinga 2-0 í fyrsta leik 10. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Ólafur Páll Snorrason og Tryggvi Guðmundsson skoruðu mörkin á upphafsmínútu sitthvors hálfleiksins.

Margrét Lára skoraði fimm mörk

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Val sem vann ÍA 0-9 upp á Akranesi í kvöld. Margrét Lára skoraði tvö fyrstu mörk sín úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik en skoraði síðan þrjú mörk til viðbótar utan af velli.

FH-ingar áfram á sigurbrautinni

Leiðindaveður í Hafnarfirðinum í gær setti mark sitt á leikinn í gær, þegar FH vann verðskuldaðan sigur á Keflavík með tveimur mörkum gegn engu. Leiðindaveður var í gær áttu leikmenn beggja liða í töluverðum erfiðleikum með að hemja boltann á blautum vellinum, nema þá helst leikmenn FH sem sýndu góða spilamennsku í seinni hálfleik í gær.

Andri Steinn farinn í Víking

Miðjumaðurinn Andri Steinn Birgisson er á leið til Víkings Reykjavík sem er í öðru sæti 1. deildarinnar. Andri tók þá ákvörðun að hætta hjá Fram í Landsbankadeildinni en hann missti sæti sitt í liðinu eftir að hafa verið í byrjunarliðinu í fyrstu fjórum umferðunum.

Þurfti ekki að hugsa sig um

Síðara mark Skagamanna á KR-vellinum í fyrrakvöld verður lengi í minnum haft og margir eru farnir að tala um það sem mark ársins. Igor Pesic, miðjumaður ÍA, fékk boltann á eigin vallarhelmingi eftir að Kristján Finnbogason, markvörður KR, átti misheppnaða aukaspyrnu framarlega á vellinum og skoraði að yfir 50 metra færi.

Keppt um Suðurlandströllið 2005

Það verða hrikaleg átök á Selfossi og í Hveragerði í dag þegar öflugustu kraftajötnar landsins etja kappi um titilinn "Suðurlandströllið 2005".

Atli tekur við Þrótti

Ásgeir Elíasson og stjórn knattspyrnudeildar Þróttar komust að þeirri niðurstöðu í gær að Ásgeir léti af stjórn sem þjálfari liðsins.

Stórleikur KR og Vals í bikarnum

Dregið var í gær í fjórðungsúrslit í Visa-bikarkeppni karla. Tvö stærstu liðin í pottinum, FH og Valur, mætast ekki nú en Valsmenn fá það erfiða verkefni að heimsækja KR í Vesturbæinn á meðan að FH-ingar taka á móti bikarstemningsliðinu ÍA. </font /></b />

GERRARD HÆTTUR VIÐ AÐ HÆTTA !

Sápuóperan um fyrirliða Liverpool, Steven Gerrard tók heldur betur óvænta stefnu í morgunsárið í morgun þegar Rick Parry stjórnarformaður Liverpool tilkynnti að Gerrard sé hættur við að yfirgefa félagið. Steven Gerrard verður sem sagt áfram hjá Liverpool og mun skrifa undir nýjan samning sem færir honum 100.000 pund í vikulaun.

Hver heldur Ólympíuleikana 2012?

Rétt fyrir hádegi verður tilkynnt hvar Ólympíuleikarnir árið 2012 fara fram. Borgirnar fimm sem keppa um að halda leikana héldu í nótt lokakynningu fyrir Alþjóða ólympíunefndina í Singapúr. Kynningarnar voru allar hinar glæsilegustu og var öllu tjaldað til.

París eða Lundúnir fær leikana

Ólympíuleikarnir verða haldnir í París eða Lundúnum árið 2012. New York, Moskva og Madríd, sem einnig sóttu um að halda leikana, koma ekki lengur til greina eftir fyrstu umferðir atkvæðagreiðslunnar í Singapúr í morgun.

KR fær Valsmenn í heimsókn

Dregið var í fjórðungsúrslit Visa-bikarkeppni karla í hádeginu á Hótel Loftleiðum í dag. Stórleikur umferðarinnar er væntanlega leikur KR og Vals þar sem Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, mætir sínu gamla liði í Frostaskjólinu. 1. deildarlið HK fékk heimaleik gegn Fylki.

Ólympíuleikarnir 2012 í Lundúnum

Ólympíuleikarnir verða haldnir í Lundúnum árið 2012. Þetta var tilkynnt í Singapúr fyrir nokkrum mínútum. Gríðarleg gleði braust út í miðborg Lundúna þar sem tugþúsundir manna höfðu safnast saman þegar Jaques Rogge, formaður Alþjóða ólympíunefndarinnar, kynnti niðurstöðuna.

Gerrard biðst fyrirgefningar

Steven Gerrard gaf út yfirlýsingu í morgun þar sem hann lýsir ást sinni á Liverpool og biðst fyrirgefningar á hringli sínu varðandi hugsanleg félagaskipti. Hann segir einnig að félagið hafi beðið hann afsökunar á að bjóða honum ekki samning strax eftir sigurinn í Meistaradeildinni í lok maí.

Crespo spilar með Chelsea

Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo verður í herbúðum Englandsmeistara Chelsea á næstu leiktíð en hann var í láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð. Milan keypti Christian Vieri á dögunum en hann lék með Inter á síðasta tímabili.

Armstrong með gott forskot

Sexfaldur meistari Frakklandshjólreiðanna, Lance Armstrong, er kominn með tæplega mínútu forskot eftir fjóra áfanga í keppninni. Kapparnir hjóla rúmlega 180 kílómetra í dag frá Chambord til Montargis.

Saviola ekki áfram hjá Barcelona

Argentínski sóknarmaðurinn Javier Saviola leikur ekki með Barcelona á næstu leiktíð en leikmaðurinn var lánaður til Mónakó á síðustu leiktíð. Það er ekki pláss fyrir Saviola í herbúðum Spánarmeistarana en hann lék mjög vel með argentínska landsliðinu í Álfukeppninni.

Ásgeir hættur - Atli tekur við

Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar og Ásgeir Elíasson hafa komist að samkomulagi um að Ásgeir láti af þjálfun liðsins. Þetta er sameiginleg niðurstaða Þróttar og Ásgeirs sem tekin er í ljósi stöðu liðsins í Landsbankadeildinni. Við starfi Ásgeirs tekur Atli Eðvaldsson. Þetta segir í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Þróttar.

Baráttan um Olympíuleikana

Öllu er tjaldað til í lokabaráttunni um hver fær að halda Olympíuleikanna árið 2012. Baráttan stendur á milli fimm borga, London, París, New York, Madríd og Moskvu og á morgun verður tilkynnt í Singapúr hver hreppir hnossið.

Liverpool hafnar tilboði í Gerard

Liverpool hafnaði í morgun tilboði frá Chelsea í Steven Gerard.  Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að tilboð Chelsea hafi numið 32 milljónum punda auk þess ætlaði Chelsea að borga þrjár milljónir í viðbót ef liðið næði ákveðnum markmiðum.  Heildarupphæðin fyrir Gerard er því rúmir 4 milljarðar íslenskra króna. 

Visa-bikarkeppnin 4. júlí

KR, Valur og Akranes komust í gærkvöldi í 8-liða úrslit Visa-bikarkeppni karla í knattspyrnu.  KR-ingar mörðu sigur á 1. deildarliði Víkings í vítaspyrnukeppni. Eftir 90 mínútna leik var staðan jöfn, 3-3. 

Visa-bikarinn í kvöld 5. júlí

Fimm leikir verða í Visa-bikarnum í kvöld.  Þá keppa Grindavík og Fylkir, ÍBV og Njarðvík, HK og Keflavík, Þór og Fram, og FH og KA.  Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. 

Landsbankadeild kvenna 5. júlí

Þrír leikir verða í Landsbankadeild kvenna í kvöld.  Stórleikurinn er viðureign efstu liðanna Breiðabliks og Vals sem mætast á heimavelli Vals að Hlíðarenda.  Breiðablik hefur unnið alla 7 leikina í deildinni í sumar.

Olympíumót æskunnar

Áttunda Olympíumót æskunnar hófst á Lignano á Ítalíu í gær.  Íslendingar senda 21 keppanda á mótið og keppa þeir í fjálsum íþróttum, fimleikum, júdó og sundi. 

Norska úrvalsdeildin

Árni Gautur Arason og félagar hans í Voleringa sigruðu Odd Grenland 3-0 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Voleringa er ásamt Brann og Viking með 24 stig, 6 á eftir Start í Kristjánssandi sem hefur forystu í deildinni. Norski landsliðsmaðurinn Tore Andre Flo gekk í gær til liðs við Voleringa.

Tveir Mexíkóar í árs leikbann

Mexikóska knattspyrnusambandið hefur dæmt tvo landsliðsmenn í árs keppnisbann.  Salvador Carmona og Aron Galindo voru reknir heim úr álfukeppninni í knattspyrnu í Þýskalandi í síðasta mánuði eftir að þeir höfðu fallið á lyfjaprófi.

Gerrard: Ég vil fara frá Liverpool

Nú er orðið endanlega ljóst að fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, er á förum frá félaginu en þetta staðfesti hann í yfirlýsingu nú síðdegis. Gerrard hafnaði launatilboði frá Liverpool upp á 100.000 pund gærkvöldi. Í yfirlýsingu frá Liverpool í dag segir að Gerrard hafi nú þegar óskað eftir því að fara frá félaginu.

Enskar stjörnur til Íslands

Fjöldi stórstjarna úr ensku knattspyrnunni á árum áður er væntanlegur til landsins í byrjun nóvember til að taka þátt í alþjóðlegu knattspyrnumóti í Egilshöll. Það er gamla markamaskínan og Íslandsvinurinn Ian Rush sem stendur fyrir mótinu.

FH að ganga frá KA í bikarnum

FH er 3-0 yfir í hálfleik gegn KA í 16 liða úrslitum Visa bikarkeppni karla í knattspyrnu en 5 leikir eru á dagaksrá í kvöld. Fram er 1-0 yfir gegn 1. deildarliði Þórs á Akureyri, ÍBV er 2-0 yfir gegn 1. deildarliði Njarðvíkur og það er markalaust hjá bikarmeisturum Keflavíkur gegn HK og sömuleiðis hjá Grindavík og Fylki.

AC Milan fær Christian Vieri

AC Milan gerði í dag 2 ára samning við ítalska landsliðssóknarmanninn Christian Vieri en aðeins nokkrir dagar eru síðan hann fékk sig lausan undan samningi hjá erkifjendunum í Inter Milan.

HK yfir gegn bikarmeisturunum

Ólafur Júlíusson hefur komið HK 1-0 yfir gegn bikarmeisturum Keflavíkur í 16 liða úrslitum Visa bikarkeppni karla. Þá hefur KA minnkað muninn gegn FH í Kaplakrika þar sem staðan er 3-1. Jóhann Þórahallsson skoraði markið eftir undirbúning Hreins Hringssonar. Víðir Leifsson hefur bætt við marki fyrir Fram sem er 2-0 yfir gegn Þór.

Blikastúlkur yfir gegn Val

Breiðablik er 0-1 yfir gegn Val á Hlíarenda í stórleik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Guðlaug Jónsdóttir skoraði markið á 8. mínútu. Þrír leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og er einum þeirra lokið. ÍBV sigraði ÍA uppi á Skaga, 0-3. Þá er KR 0-3 yfir gegn Stjörnunni í Garðabæ.

HK sló bikarmeistarana út

Óvænt tíðindi urðu í 16 liða úrslitum Visa bikarkeppni karla í kvöld þegar bikarmeistarar Keflavíkur töpuðu fyrir 1. deildarliði HK, 1-0 á Kópavogsvelli. Ólafur Júlíusson skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik. Þá vann Fylkir dramatískan sigur á Grindavík þar sem Guðni Rúnar Helgason skoraði sigurmarkið á 90. mínútu í Grindavík. Enginn leikur fór í framlengingu.

Nýtt heimsmet í stangarstökki

Rússneska stangarstökkkonan Yelena Isinbayeva sló í kvöld eigið heimsmet í á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Brussel í Belgíu. Isinbayeva bætti heimsmetið um einn sentimetra og stökk 4,93 metra. Stacy Dragila varð önnur, hún stökk 4,60 m og Þórey Edda Elísdóttir varð þriðja á 4,40 m ásamt tveimur öðrum.

Figo sagður semja við Liverpool

Netmiðillinn squarefootball.net greinir frá því í kvöld að portúgalski landsliðsmaðurinn Luis Figo sé genginn til liðs við Evrópumeistara Liverpool en hann hefur fengið leyfi frá Real Madrid til að yfirgefa félagið. Netmiðillinn kveðst hafa heimildir fyrir því frá innanbúðarmanni á Anfield að Figo hafi gert eins árs samning.

Blikastúlkur lögðu Val í toppslag

Íslandsmeistarar Vals töpuðu fyrir toppliði Breiðabliks í stórleik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna en lokatölur urðu 1-2 á Hlíðarenda. Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði sigurmark Kópavogsstúlkna á lokamínútunni.

Davíð Viðarsson áfram hjá FH

FH-ingar keyptu í morgun Davíð Viðarsson frá norska liðinu Lilleström.  Davíð var samningsbundinn Lilleström en var í láni hjá FH.  Viðar Halldórsson staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild nú fyrir hádegi. 

Steven Gerard yfirgefur Liverpool

Umboðsmaður Steven Gerard fyrirliða Liverpool hefur staðfest í samtali við enska fjölmiðla að slitnaði hafi uppúr viðræðum um nýjan samning milli leikmannsins og félagsins.

Sundfélagið Ægir vann bikarkeppni

Sundfélagið Ægir sigraði í bikarkeppni Sundsambandsins sem lauk í Laugardalslaug í gær. Ægir fékk 27,923 stig og varð tæpum þrjú þúsund stigum á undan Sundfélagi Hafnarfjarðar sem varð í öðru sæti.

Bætti sveinamet í 200 metra hlaupi

Sveinn Elías Elíasson Fjölni í Grafarvogi bætti sveinametið í 200 metra hlaupi á Gautaborgarleikunum í gær þegar hann hljóp á 22,45 sekúndum. Þorsteinn Ingvarsson HSÞ bætti eigið drengjamet í þrístökki um 26 sentimetra þegar hann stökk 14 metra og 69 sentimetra. Þorsteinn sigraði í sínum aldursflokki.

Keflavík til Úkraínu og Finnlands

Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik leika í riðli með Lappeenranta frá Finnlandi og Sumihimprom frá Úkraínu í áskorendakeppni Evrópu í haust. Keflvíkingar leika fyrri leikina ytra.

Visa-bikarkeppnin karla í kvöld

Sextán liða úrslit í Visa-bikarkeppni karla í knattspyrnu hefjast í kvöld en þá verða þrír leikir. Skagamenn fá Breiðablik í heimsókn. Breiðablik er í fyrsta sæti 1. deildar og hefur ekki tapað leik á Íslandsmótinu.

Sjá næstu 50 fréttir