Sport

FH-ingar yfir í hálfleik

Ólafur Páll Snorrason skoraði eina mark fyrri hálfleiks í leik FH og Keflavíkur í fyrsta leik 10. umferðar Landsbankadeildar karla sem fer nú fram í Kaplakrika. Markið skorað Ólafur Páll eftir eina mínútu þegar hann slapp í gegn eftir sendingu Allans Borgvardt. Leikurinn hefur verið opinn og skemmtilegur og bæði lið hafa fengið góð færi til þess að bæta við mörkum og það má búast við fleiri mörkum í seinni hálfleik. FH-ingar urðu fyrir áfalli um miðjan hálfleikinn þegar Auðun Helgason tognaði að því virtist aftan í læri og var síðan skipt útaf eftir 35 mínútur. Auðun hefur leikið frábærlega með FH í sumar og nú þegar liðið er að fara í mikla leikjatörn væri mjög slæmt fyrir Íslandsmeistarana að missa miðvörðinn sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×