Sport

Hver heldur Ólympíuleikana 2012?

Rétt fyrir hádegi verður tilkynnt hvar Ólympíuleikarnir árið 2012 fara fram. Borgirnar fimm sem keppa um að halda leikana héldu í nótt lokakynningu fyrir Alþjóða ólympíunefndina í Singapúr. Kynningarnar voru allar hinar glæsilegustu og var öllu tjaldað til. Frakkar og Bretar tefldu fram leiðtogum sínum til að kynna París og London en Hillary Clinton og Mouhammed Ali færðu rök fyrir ágæti þess að leikarnir færu fram í New York. Flestir hallast að því að París verði fyrir valinu, enda hefur henni í tvígang verið hafnað undanfarið, bæði fyrir leikana árið 1992 og eins fyrir árið 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×