Sport

Kristján tekur sökina á sig

Markvörðurinn Kristján Finnbogason, fyrirliði KR, var að vonum ekki sáttur við leik liðsins gegn ÍA á fimmtudagskvöldið. Hann var súr og svekktur enda fékk hann á sig mark af um 60 metra færi sem má að stærstum hluta skrifa á hann. Í spjalli við blaðamann eftir leikinn tók hann á sig sökina fyrir tapinu. "Þetta var lélegt hjá okkur og ég tek þetta á mig. Við fórum ekki að taka á fyrr en við urðum manni færri og það er spurning hvort við eigum ekki bara að spila tíu í næstu leikjum?" sagði Kristján en þegar mótið er hálfnað er KR aðeins fjórum stigum frá fallsæti.  "Þetta verður mjög erfitt sumar og við verðum að fara að næla okkur í stig til þess að lenda ekki í tómu tjóni" sagði Kristján.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×