Fleiri fréttir

Grétar kemur KR yfir

Grétar Hjartarson hefur komið KR yfir, 3-2 gegn Víkingi á KR velli. Markið kom á 5. mínútu seinni hálfleiks sem hófst 17 mínútur yfir 8 í kvöld. Staðan í hálfleik var 2-2 en KR-ingar komust yfir 2-0 í seinni hálfleik. Valur er ennþá 2-0 yfir gegn Haukum og Breiðablik er 0-1 yfir gegn ÍA uppi á Skaga.

4 mörk komin á Hlíðarenda

Staðan hjá Val og Haukum í 16 liða úrslitum Visabikarkeppninnar er orðin 3-1 fyrir Val en seinni hálfleikur er nýhafinn. á 51. mínútu jók Baldur Aðalsteinsson forystuna fyrir Val í 3-0 en aðeins mínútu síðar minnkaði Rodney Parry muninn í 3-1. 1. Breiðablik er enn 0-1 yfir gegn ÍA uppi á Skaga og KR er 2-3 yfir gegn Víkingum í Fossvoginum.

Keflavík yfir gegn FH

8. umferð Landsbankadeildar kvenna í fótbolta hófst í kvöld kl. 20 með einum leik. Keflavík er yfir á útivelli, 0-1 gegn FH. Vesna Smiljkovic skoraði markið á 21. mínútu. Í Visa bikar karla var Garðar Gunnlaugsson að koma Val í 4-1 gegn Haukum og hefur hann því skorað tvö marka Valsmanna.

Helgi Sig mætir Ronaldinho

Helgi Sigurðsson og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu AGF Aarhus mæta Spánarmeisturum Barcelona í æfingaleik í knattspyrnu þann 25. júlí næstkomandi. Óhætt er að segja að Atletions Stadion, heimavöllur AGF verði þétt setinn þegar Helgi mætir Ronaldinho, Samuel Etoo og hinum snillingunum.

Víkingur og ÍA jafna

Hörður Bjarnason hefur jafnað fyrir Víking gegn KR 12 mínútum fyrir leikslok á Víkingsvelli þar sem staðan er 3-3. Sigurður Ragnar Eyjólfsson jafnaði fyrir ÍA gegn Breiðabliki 5 mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma uppi á Skaga þar sem staðan er 1-1. Þá er Garðar Gunnlaugsson kominn með þrennu fyrir Val sem er 5-1 yfir gegn Haukum.

Tveir leikir í framlengingu

Leikur Víkings og KR í 16 liða úrslitum Visa bikars karla fer í framlengingu en venjulegum leiktíma er lokið og staðan 3-3. Leikur ÍA og Breiðabliks fer einnig í framlengingu þar sem staðan að loknum 90 mínútum er 1-1. Valur hefur tryggt sér farseðilinn í 8 liða úrslitin með 5-1 sigri á Haukum. Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu fyrir Val.

ÍA kemst yfir í framlengingu

Pálmi Haraldsson hefur komið Skagamönnum yfir gegn Breiðabliki 2-1 í framlengingu uppi á Skaga. Markið kom á 13. mínútu framlengingarinnar en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1. Ennþá er jafnt, 3-3 hjá Víkingi og KR.

Valur og ÍA í 8 liða úrslitin

Landsbankadeildarlið ÍA hefur tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í framlengdum leik uppi á Skaga. Fyrr í kvöld vann Landsbankadeildarlið Vals 1. deildarlið Hauka, 5-1 á Hlíðarenda. Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu fyrir Val. Nú er að hefjast vítaspyrnukeppni hjá Víkingi og KR.

KR áfram eftir bráðabana

KR komst naumlega áfram í 8 liða úrslit VISA bikarkeppni karla eftir sigur á 1. deildarliði Víkings í vítaspyrnukeppni og bráðabana. Gunnar Kristjánsson skoraði úr síðustu vítaspyrnunni fyrir KR eftir að Kristján Finnbogason hafði varið vítaspyrnu frá markverði Víkinga í bráðabana. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 3-3.

Gerrard áfram hjá Liverpool?

Óstaðfestar fréttir frá Liverpool herma að Steven Gerrard fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins verði eftir allt saman um kyrrt hjá félaginu. Gerrard fundaði með Rafael Benitez knattspyrnustjóra og Rick Parry stjórnarformanni Liverpool fyrr í kvöld og sást yfirgefa Anfield um klukkustund síðar.

6 marka sigur Keflvíkinga

Keflavík lagði FH 0-6 í fyrsta leik 8. umferðar Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Vesna Smiljkovic og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu tvö mörk hvor en Ágústa Jóna Heiðdal og Hrefna Magnea Guðmundsdóttir eitt hvor. Nýliðar Keflavíkur eru nú með 12 stig en ennþá í 5. sæti með jafnmörg stig og ÍBV og KR.

Mourinho byrjaður

Það fer ekki á milli mála að undirbúningstímabilið í ensku knattspyrnunni er að byrja, því Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea er byrjaður að gefa út yfirlýsingar.

Young Boys kjöldró Lokeren

Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrir svissneska liðið Young Boys þegar liðið kjöldró Íslendingaliðið Lokeren, 4-1, á útivelli í annarri umferð Intertoto keppninnar í knattspyrnu í gærkvöld. Grétar Rafn, sem áður lék með Skagamönnum, skoraði fyrsta mark leiksins.

Stefnir í æsispennandi lokahring

Það stefnir í æsispennandi lokahring á Opna Chialis Western mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Ben Curtis eru efstir og jafnir á tólf höggum undir pari eftir 54 holur.

Björn lék á 69 höggum

Daninn Thomas Björn er með fjögurra högga forystu á Opna evrópska mótinu í golfi. Björn lék þriðja hringinn í gær á 69 höggum en leikið er á Írlandi á sama velli og næsta Ryder-keppni verður haldin á næsta ári.

Ægir með góða forystu

Ægir hefur góða forystu í bikarkeppninni í sundi fyrir lokadaginn í dag. Eitt Íslandsmet var sett í gær þegar Anja Ríkey Jakobsdóttir, Ægi, synti 100 metra baksund á einni mínútu 4, 91 sekúndu.

Þriðji sigur Williams á Wimbledon

Venus Williams frá Bandaríkjunum vann landa sinn, Lindsay Davenport, í úrslitum Wimbledon-mótsins í tennis í gær. Þetta var þriðji sigur hennar á Wimbledon en hún hafði tapað fimm úrslitaleikjum á risamóti áður en kom að sigri hennar í gær. Svisslendingurinn Roger Federer og Bandaríkjamaðurinn Andy Roddick mætast í úrslitum í karlaflokki í dag.

Andri og Arnar féllu úr keppni

Tennisköppunum Andra Jónssyni og Arnari Sigurðssyni tókst ekki að fylgja eftir góðum sigri í fjórðungsúrslitum í tvíliðaleik á tennismóti atvinnumanna í Trier í Þýskalandi á föstudag og urðu að láta í minnipokann í undanúrslitum í gær. Andri og Arnar kepptu á móti Jamaíkamanni og Þjóðverja og töpuðu í tveimur settum, 2-6 og 4-6.

Armstrong varð annar

Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, hófust í gær með 19 kílómetra tímaþraut. Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong varð annar, tveimur sekúndum á eftir landa sínum David Zabriskie. Armstrong freistar þess að vinna keppnina sjöunda árið í röð.

Viðræður Gerrards strandaðar?

Ensku slúðurblöðin eru uppfull af því að Chelsea muni gera Liverpool tilboð í Steven Gerrard. Blöðin segja að viðræður Gerrards og Liverpool hafi siglt í strand í gærkvöldi og að Rafael Benitez knattspyrnustjóri vilji selja fyrirliðann til að fjármagna kaup á nýjum leikmönnum.

Dregið í Evrópukeppninni í körfu

Karlalið Keflavíkur og kvennalið Hauka eiga erfið verkefni fyrir höndum í haust, en um helgina var dregið í riðla í Evrópukeppni félagsliða í körfubolta.

Jörundur spáir Blikasigri

Í öllum þremur leikjunum í VISA-bikarnum í kvöld leika lið úr Landsbankadeildinni gegn liðum úr 1.deild. Toppliðin tvö í 1.deildinni kljást bæði við lið sem eru um miðja Landsbankadeildina og því gæti fólk séð í þeim leikjum hver munurinn milli deildanna tveggja er.

Jón Símon fyrstur í 1500 m

Bikarkeppnin í sundi hófst í gærkvöldi með tveimur greinum í fystu deild en keppt er í nýju Laugardalslauginni. Jón Símon Gíslason, Ægi, kom fyrstur í mark í 1500 metra skriðsundi á 17 mínútum 13,23 sekúndum, Svavar Skúli Stefánsson, SH, var annar og Ólafur Marteinsson, Ægi, þriðji.

Zenden kominn til Liverpool

Boudewijn Zenden stóðst læknisskoðun hjá Evrópumeisturum Liverpool og gengur til liðs við félagið á mánudag. Zenden kemur á frjálsri sölu frá Middlesbrough. Hann er 28 ára miðjumaður og á að baki fjölmarga landsleiki fyrir Hollendinga. Hann lék áður með Barcelona og Chelsea.

Leika við Finna um 15. sætið

Karlalandsliðið í golfi leikur nú gegn Finnum á Evrópumóti áhugamanna á Hillside-strandvellinum í Southport á Englandi en leikið er um 15. sætið á mótinu. Rétt fyrir hádegi var búið að leika sex holur. Stefán Már Stefánsson er tveimur holum yfir í sínum leik, Finnarnir eru yfir í tveimur leikjum og jafnt er í tveimur viðureignum.

Couch hefur óvænt forystu

Bandaríkjamaðurinn Chris Couch hefur óvænt forystu á Opna Chialis Western mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi en leikið er í Lemont í Illinois. Couch var boðið á mótið eftir tvo sigra á áskorendamótaröðinni. Hann lék á 67 höggum í gær og er samtals á níu höggum undir pari eftir 36 holur.

Golf: Sigur gegn Finnum

Karlalandsliðið í golfi var rétt í þessu að leggja Finna, 3-2, á Evrópumóti áhugamanna á Hillside-strandvellinum á Englandi. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér 15. sætið á mótinu af tuttugu. Sigmundur Einar Másson, Stefán Már Stefánsson og Heiðar Davíð Bragason unnu leiki sína.

Blikar sigla hraðbyri upp um deild

Breiðablik siglir hraðbyri í átt að Landsbankadeild karla í knattspyrnu eftir sjöunda sigurinn í átta leikjum í fyrstu deildinni. Kópavogsliðið vann dýrmætan 2-0 útisigur á KA í gærkvöldi. Víkingur Reykjavík er með 15 stig í öðru sæti, sjö stigum á eftir Blikum, eftir 3-0 sigur á Haukum á heimavelli í gærkvöld.

Fylkismenn kljást við Eyjapeyja

ÍBV og Fylkir mætast í Eyjum í dag í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. ÍBV er í níunda sæti með sex stig en liðið hefur lagt KR og Val að velli á heimavelli. Fylkismenn hafa verið misjafnir í deildinni og er liðið með ellefu stig í fjórða sæti.

Fjórði besti tími sögunnar

Fyrsta gullmótið í frjálsum íþróttum fór fram í París í gær. Kenenisa Bekele frá Eþíópíu náði fjórða besta tíma sögunnar og bestia tíma ársins í 5.000 metra hlaupi þegar hann kom langfyrstur í mark á tímanum 12 mínútur 40,18 sekúndur.

Robinho sektaður fyrir að skrópa

Brasilíski landsliðsmaðurinn Robinho hjá Santos var sektaður af félagi sínu fyrir að mæta ekki á æfingu í gær. Framtíð hins stórefnilega sóknarmanns er í mikilli óvissu en hann kvaddi stuðningsmenn Santos í sjónvarpsviðtali í vikunni.

Fylkir vann öruggan sigur á ÍBV

Fylkismenn lögðu ÍBV, 3-0, í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í Eyjum í dag. Björgólfur Takefusa skoraði tvö marka Fylkis og Viktor Bjarki Arnarson eitt. Staðan í hálfleik var 1-0. Páll Hjarðar, varnarmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik.

Savic fór á kostum í markinu

Völlurin í Keflavík var blautur og þungur þegar Keflavík og Grindavík gerðu jafntefli í Bítlabænum, 1-1. Þrátt fyrir þyngslin var fjör í leiknum og bæði lið gerðu sitt besta til að spila sóknarbolta.

FH sigraði á seiglunni

Leikur FH og Fram fór mjög rólega af stað og var fyrsta mark FH einnig fyrsta skot þeirra að marki.

Baráttusigur Valsmanna

Valsarar sigruðu Þróttarar í Laugardalnum í gærkvöldi og fylgja FH-ingum eins og skugginn

Tyson ekki á því að hætta

Umboðsmaður hnefaleikarans Mikes Tyson, sem nýlega hét því að stíga aldrei fæti inn í hringinn aftur, hefur sagt frá því að hann sé að undirbúa sérstaka mótaröð þar sem fyrrum stórstjörnur í þungavigtinni munu leiða saman hesta sína.

Spilað við Svía um 13.-16. sætið

Íslenska landsliðið í golfi er núna að spila við Svía um 13.-16. sætið á Evrópumóti áhugamanna í golfi. Otto Sigurðsson tapaði þremur fyrstu holunum gegn Niclas Lemke. Jafnt var í leik Arnar Ævars Hjartarsonar og Stefáns Más Stefánssonar gegn Alex Noren og Kalle Edberg eftir fyrstu þrjár holurnar.

HK og Þór skildu jöfn

HK og Þór gerðu 1-1 jafntefli í 1. deild karla á Kópavogsvelli í gær. Hörður Magnússon skoraði fyrir HK en Páll Viðar Gíslason jafnaði metin með síðustu spyrnu leiksins. 

Bikarkeppnin í sundi um helgina

Um helgina verður keppt í bikarkeppninni í sundi. Sex lið keppa í 1. deild en þau eru Ægir, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, Sundfélag Hafnarfjarðar, KR, Íþróttabandalag Akraness og Sundfélagið Óðinn á Akureyri. Níu lið keppa í 2. deild.

Samningi Vieris rift

Ítalska knattspyrnuliðið Internazionale hefur rift samningi við framherjann Christian Vieri. Vieri átti ár eftir af samningi en það varð að samkomulagi milli leikmannsins og félagsins að leiðir myndu skilja.

Þrír kylfingar efstir

Þrír kylfingar eru jafnir eftir fyrsta keppnisdag á Cialis-mótinu í golfi í Illinois í Bandaríkjunum. Bandaríkjamennirnir Ben Curtis, Jim Furyk og Todd Fischer léku allir á sjö höggum undir pari. Þremenningarnir hafa tveggja högga forystu á Ástralann Robert Allenby og Bandaríkjamennina Chad Campbell og Harrison Frazar.

Roma má ekki kaupa í eitt ár

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur bannað ítalska liðinu Roma að kaupa leikmenn í eitt ár. Romaliðið braut reglur þegar það keypti franska leikmanninn Philp Mexes í fyrra. Mexes var búinn að ganga frá samningi við franska liðið Auxerre en forráðamenn Roma settu sig í samband við leikmanninn og hvöttu hann til þess að hætta við félagaskiptin.

Ramsey til Grindavíkur

Scott Ramsey hefur gengið frá félagaskiptum úr Keflavík í Grindavík. Ásmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri Keflvíkinga, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og Sýnar. Ramsey lék sautján leiki á síðustu leiktíð fyrir Keflvíkinga og skoraði eitt mark en hann hefur ekkert leikið með liðinu á þessari leiktíð.

Guðjón ræður sér aðstoðarmann

Guðjón Þórðarson hefur ráðið sér aðstoðarmann hjá Notts County. Ross McLaren heitir hann og hefur verið aðstoðarstjóri hjá Derby og Aston Villa.

Ferguson fær peninga til að kaupa

Joel Glazer, einn hinna nýju stjórnarmanna Manchester United, hefur fullvissað stuðningsmenn liðsins um að knattspyrnustjórinn, Alex Ferguson, fái peninga til þess að kaupa leikmenn. Joel Glazer er sonur Bills Glazer, bandaríska auðkýfingsins sem borgaði 92 milljarða króna þegar hann keypti félagið fyrr í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir