Sport

Nýtt heimsmet í stangarstökki

Rússneska stangarstökkkonan Yelena Isinbayeva sló í kvöld eigið heimsmet í á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Brussel í Belgíu. Isinbayeva bætti heimsmetið um einn sentimetra og stökk 4,93 metra. Stacy Dragila varð önnur, hún stökk 4,60 m og Þórey Edda Elísdóttir varð þriðja á 4,40 m ásamt tveimur öðrum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×