Sport

Baráttan um Olympíuleikana

Öllu er tjaldað til í lokabaráttunni um hver fær að halda Olympíuleikanna árið 2012. Baráttan stendur á milli fimm borga, London, París, New York, Madríd og Moskvu og á morgun verður tilkynnt í Singapúr hver hreppir hnossið. Tony Blair og Hillary Clinton eru komin til Singapúr, til að heyja lokabaráttuna og Jacques Chirac kemur þangað síðar í dag. Stjórnmálamennirnir eru ekki einir í för því bæði Hillary Clinton og Chirac hafa sér við hlið sérstaka nefnd fyrrverandi íþróttamanna og stjórnmálamanna, sem eiga að hjálpa til við að sannfæra alla um hvar hinn eini sanni olympíuandi er mestur og bestur. Blair vonast hins vegar til þess að skjóta öllum keppinautunum ref fyrir rass með því að hrista sjálfan David Beckham fram úr erminni. Hann kom ásamt konu sinni Viktoríu til Singapúr í gær, í þeim tilgangi að reyna að fá leikana til Lundúna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×