Fleiri fréttir

Chelsea vill fund með Tottenham

Forráðamenn Chelsea hafa óskað eftir fundi með kollegum sínum úr herbúðum Tottenham til að reyna að leysa fjaðrafokið í kring um meintar ólöglegar samningaviðræður Chelsea við Frank Arnesen, yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, sem var rekinn frá félaginu eftir að hafa lýst yfir áhuga sínum á að fara til Chelsea.

Cole áfrýjar

Ashley Cole, leikmaður Arsenal hefur áfrýjað dómsúrskurðinum sem gerir honum að greiða 100.000 punda sekt fyrir að hafa átt í ólöglegum viðræðum við Chelsea um hugsanleg félagaskipti.

Houllier vill fá Baros

Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Lyon í Frakklandi, hefur lýst yfir miklum áhuga á að fá Milan Baros til liðs við félagið í sumar. Houllier var maðurinn á bak við kaupin á Tékkanum unga til Liverpool á sínum tíma, en framtíð Baros hjá enska liðinu er talin óljós.

París líkleg Ólympíuborg árið 2012

Sérstök nefnd á vegum hefur undanfarin misseri skoðað umsóknir þeirra borga sem sótt hafa um að halda Ólympíuleikana árið 2012 og þykja París og London vera líklegustu borgirnar til að hreppa hnossið.

Owen fer ekki frá Madrid

David Beckham heldur því fram að félagi sinn í enska landsliðinu og Real Madrid, sé ekki á förum frá félaginu, þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis á síðustu vikum.

Guðmundur fékk heiðursskiptingu

Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, til margra ára, var kvaddur í Kaplakrika í kvöld með 36-32 sigri á Svíum í vináttulandsleik.  Guðmundur lék fyrstu 14 mínútur leiksins en fékk þá sérstaka heiðursskiptingu en þetta var 20. landsliðsár hans. Guðmundur varði 3 skot á þeim rúmu 14 mínútum sem hann lék en hann lék sinn frysta landsleik á Friðarleikunum árið 1986.

Sögulegur sigur á Svíum í kvöld

Íslenska handboltalandsliðið vann sögulegan sigur á Svíum í kvöld en Ísland vann fyrri vináttulandsleik þjóðanna með fjórum mörkum, 36-32, í Kaplakrika. Þetta var í fyrsta sinn í tæp sautján ár sem íslenska landsliðið vinnur fullskpað landslið Svíþjóðar. Einar Hólmgeirsson og Róbert Gunnarsson skoruðu báðir 9 mörk fyrir íslenska liðið í leiknum.

Blikastúlkur unnu toppslaginn

Blikastúlkur eru með fullt hús eftir fjórar umferðir í Landsbankadeild kvenna en Breiðablik vann KR 4-0 á Kópavogsvellinum í kvöld en fyrir leikinn höfðu liðin unnið alla 3 leiki sína í deildinni. Valsstúlkur komust í annað sætið með naumum 3-2 sigri á botnliði ÍA og Stjarnan vann sinn annan 1-0 sigur í röð, nú á FH á útivelli.

Hugsa um leikinn, annað er bónus

„Við erum að gíra okkur upp fyrir leikinn," sagði Ólafur Ingi Skúlason fyrirliði íslenska landsliðsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem mætir Maltverjum í dag, kl. 18 á KR-velli. Liðið lék á föstudaginn gegn Ungverjum og töpuðu, 1–0, en liðið hafði fram að því unnið tvo leiki af fimm og gat jafnað Ungverja að stigum.

Hver var þessi Svíagrýla?

Ísland vann í gær sinn fyrsta sigur á fullskipu liði Svía í 17 ár í vináttulandsleik þjóðanna í Kaplakrika. Guðmundur Hrafnkelsson lék sinn síðasta landsleik. Einar Hólmgeirsson leit á þetta sem hvern annan leik og bauð upp á skotsýningu.

Nína Ósk er hætt hjá Val

Nína Ósk Kristinsdóttir leikur með Keflavík í kvöld gegn ÍBV í Landsbankadeild kvenna. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar.

Brian Marshall snýr aftur

Á blaðamannafundi í gær tilkynnti Sundsamband Íslands ráðningu Brians Marshall í stöðu landsliðsþjálfara frá og með fyrsta júlí næstkomandi og mun hann gegna starfinu fram yfir Ólympíuleikana í Peking árið 2008.

Ásdís fullkomnaði frábæra viku

Ásdís Hjálmsdóttir, tvítug frjálsíþróttakona úr Ármanni, fullkomnaði frábæra viku hjá sér á Smáþjóðaleikunum í Andorra í gær þegar hún tryggði sér gullverðlaun í kringlukasti. Þetta voru þriðju verðlaun Ásdísar á leikunum.

Fyrstu verðlaunin í tennis

Íslenska tennisfólkið náði sögulegum árangri á Smáþjóðaleikunum í Andorra þegar tvö bronsverðlaun komu í hús á síðasta degi leikanna í gær. Þetta eru fyrstu verðlaun Íslendinga frá upphafi í tenniskeppninni leikanna.

Hefur beðið lengi eftir tækifærinu

Þegar Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson sleit krossbönd fyrir nærri tveimur árum ákvað hann að taka málin í eigin hendur. Hann vildi bestu mögulegu læknismeðferðina og stóð því sjálfur straum af kostnaði við tveggja mánaða endurhæfingarferð til Hollands.

Ofurkæti Börsunga brýst út

Einar Logi Vignisson hefur skrifað um boltann í Suður-Evrópu í Fréttablaðinu á sunnudögum í vetur og þessi sinni rennir hann yfir spænsku deildina og gerir upp tímabilið.

Enn ekkert gull í körfuboltanum

Íslenska karlalandsliðið endaði í öðru sæti þriðju Smáþjóðaleikana í röð. Kýpur tryggði sér fimmta gullið í röð með því að vinna stærsta sigurinn á Íslandi í sögu leikanna Körfuboltalandsliðin þurftu bæði að sætta sig við silfur á Smáþjóðaleikunum í Andorra og lengist því biðin eftir gullinu um að minnsta kosti tvö ár í viðbót.

Sex leikmenn frá FH í liðinu

Njáll Eiðsson hefur búið til úrvalslið 1. til 4. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu fyrir Fréttablaðið.  „Þjálfari þessa liðs gæti verið í kaffi allan leikinn og það kæmu margir að horfa á það því það væri stórskemmtilegt," segir Njáll um þetta lið sitt.

Miami 3 - Detroit 3

Larry Brown, þjáfari Detroit Pistons, sýndi leikmönnum sínum vídeóupptökur af leikjum frá í fyrra til að minna þá á hvernig þeir fóru að því að verða meistarar - með baráttu og harðfylgi. Það virðist hafa skilað sér, því meistararnir unnu öruggan 91-66 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu.

Varnarlínan fjarri góðu gamni

Auðun Helgason, FH, og Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson voru í morgun valdir í íslenska landsliðið sem mætir Möltumönnum í undakeppni heimsmeistaramótsins á miðvikudag. Bjarni Ólafur er nýliði en Auðun á að baki fjölmarga landsleiki. Öll varnarlína landsliðsins sem hóf leikinn gegn Ungverjum í gær verður fjarri góðu gamni gegn Möltu.

Hatton sigraði Tszyu óvænt

Englendingurinn Ricky Hatton gerði sér lítið fyrir og lagði andstæðing sinn, Ástralann Kostya Tszyu, í heimsmeistarabardaga í veltivigt í Manchester í gærkvöldi. Kosta Tszyu náði ekki að komast í hringinn fyrir síðustu lotuna. Þetta voru mjög óvænt úrslit en Hatton sem er 26 ára var ekki talinn eiga mikla möguleika í Kosta Tszyu.

Fjórir jafnir á Memorial-mótinu

Fjórir Bandaríkjamenn eru efstir og jafnir fyrir síðasta keppnisdag á Memorial-golfmótinu á Muirfield-vellinum í Ohio. David Toms, Fred Couples, Jeff Sluman og Bart Bryant eru á 12 höggum undir pari. Toms lék á 64 höggum í gær. Jonathan Kaye og Woody Austin eru höggi á eftir. Tiger Woods er í 10. sæti, fjórum höggum á eftir efstu mönnum.

HK sigraði Völsung í gær

HK lagði Völsung að velli með fjórum mörkum gegn tveimur í fyrstu deild karla í fótbolta í gær. Þá skildu Leiftur/Dalvík og Huginn jöfn 1-1 og Fjarðarbyggð vann ÍR 2-0 í annarri deild.

Öruggur sigur Loebs í Tyrklandi

Frakkinn Sebastien Loeb á Citroën, heimsmeistari í rallakstri, vann sannfærandi sigur í Tyrklandsrallinu í morgun. Loeb var 59,6 sekúndum á undan Norðmanninum Petter Solberg en Finninn Marcus Grönholm varð þriðji. Loeb er efstur að stigum í heimsmeistarakeppninni með 55 stig en Solberg er annar með 42 stig.

Arnesen rekinn fráTottenham

Tottenham leysti í gær Danann Frank Arnesen frá störfum. Hann hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu í eitt ár. Arnesen er sakaður um að hafa átt í leynilegum viðræðum við Chelsea og þar af leiðandi brotið reglur enska knattspyrnusambandsins. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem Chelsea er uppvíst að því að falast ólöglega eftir starfsmönnum sem samningsbundnir eru öðrum félögum.

Líklega ekki aftur með Arsenal

Ashley Cole, varnarmaður Arsenal, telur að hann muni aldrei spila fyrir bikarmeistarana á nýjan leik og ásakar varaformann félagsins, David Dein, um samningsdeilurnar sem urðu til þess að hann ræddi við Chelsea án leyfis en fyrir það fékk hann háa fjársekt. Cole er metinn á 20 milljónir punda og talið er að spænsku stórliðin Barcelona og Madrid vilji fá hann í sínar raðir.

Alessandro Tadini efstur í Wales

Ítalinn Alessandro Tadini er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Opna velska meistaramótinu í golfi í Evrópsku mótaröðinni. Tadini er samtals átta höggum undir pari en fjórir kylfingar eru höggi á eftir, m.a. Ian Woosnam og Miguel Angel Jimenez.

Ekki sama varnarlína gegn Möltu

Öll varnarlína íslenska landsliðsins í fótbolta sem hóf leikinn gegn Ungverjum í gær verður ekki með gegn Möltu. Þrír leikmenn eru í leikbanni og Pétur Hafliði Marteinsson ökklabrotnaði og gekkst undir aðgerð í morgun.

Stefán byrjar inn á í fyrsta sinn

Stefán Gíslason verður í fyrsta skipti í byrjunarliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu þegar við mætum Ungverjum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli í dag.

Tap gegn Ungverjum

Íslenska U-21 landsliðið tapaði fyrir Ungverjum 1-0 á Víkingsvelli í gærkvöldi en leikurinn var liður í undankeppni Evrópumótsins. Sigurmarkið kom á 12. mínútu.

Björgvin Páll til Eyjamanna

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, leikur með ÍBV á næstu leiktíð. Hann verður lánaður frá HK þar sem hann er samningsbundinn. Þetta kemur fram á vef Kópavogsliðsins.

Ísland-Ungverjaland í beinni

Landsleik Íslands og Ungverjalands verður lýst beint á úrslitaþjónustu Vísis í dag. Leikurinn hefst kl. 18.05 og geta lesendur Vísis smellt <a href="http://www.visir.is/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000201&st=NS&re=00060&sy=0" target="_blank">HÉR</a> eða á stöðuhnappinn hægra meginn við fréttadálk íþróttasíðunnar. Dómarakvartettinn kemur frá Portúgal og heitir dómarinn Lucilio Cardoso Cortez Batista. Hann er fertugur og dæmdi meðal annars í lokakeppni EM 2004.

Yfir 3000 miðar seldust í forsölu

Á fjórða þúsund miðar seldust í forsölu á leik Íslands og Ungverjalands sem mætast í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvelli í dag. Miðar sem keyptir voru í forsölu gilda á báða leiki Íslands nú í vikunni, gegn Ungverjum í dag og gegn Möltu á miðvikudag.

Federer tapaði fyrir unglingi

Svisslendingurinn Roger Federer, besti tennismaður heims, tapaði fyrir Spánverjanum unga, Rafael Nadal, í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis í gær. Nadal vann í fjórum settum en hann hélt upp á 19 ára afmæli sitt í gær.

Sluman með eins höggs forystu

Bandaríkjamaðurinn Jeff Sluman er með eins höggs forystu eftir tvo keppnisdaga á Memorial-mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Hann er átta höggum undir pari, Tiger Woods er í öðru sæti ásamt Jonathan Kaye, Harrison Frazar, Lucas Glover og Nick O'Hern. Þeir eru aðeins einu höggi á eftir Sluman.

Box og NBA á Sýn í kvöld

Ricky Hatton og Kosta Tsyu berjast um heimsmeistaratitilinn í veltivigt í boxi í kvöld. Bardaginn verður í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan 22. Eftir boxið verður sjötta viðureign Miami Heat og Detroit Pistons í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans sýnd beint.

Tadini setti vallarmet

Ítalinn Alessandro Tadini setti vallarmet, lék á 62 höggum, á Opna velska meistaramótinu í golfi í gær. Tadini hefur aldrei unnið á mótaröðinni. Hann er samtals á ellefu höggum undir pari, Englendingurinn David Lynn er í öðru sæti á níu undir pari og Miguel Angel Jimenez þriðji.

Húsvíkingar í heimsókn í Kópavogi

HK og Völsungur mætast á Kópavogsvelli klukkan tvö í dag í fyrstu deild karla í fótbolta, Fjarðarbyggð tekur á móti ÍR á Eskifjarðarvelli í annarri deild og á Ólafsfjarðarvelli mætast Leiftur/Dalvík og Huginn klukkan fjögur.

Loeb á sigurinn vísan

Heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastian Loeb á Citroen, á sigurinn vísan í Tyrklandsrallinu. Hann er rúmri mínútu á undan Marcusi Grönholm þegar tólf sérleiðir af átján eru að baki.

Henin-Hardenne sigraði í París

Justine Henin-Hardenne frá Belgíu tryggði sér í dag sigur í einliðaleik kvenna á opna franska meiataramótinu í tennis en mótið fer fram í París. Hún vann öruggan sigur á frönsku tenniskonunnni Mary Pierce í úrslitaleik í tveimur settum, 6-1 og 6-1.

Króatar og Svíar unnu sína leiki

Króatar unnu útisigur á Búlgörum, 1-3, í undankeppni HM í knattspyrnu í dag en liðin leika í 8. riðli ásamt Íslandi. Þá unnu Svíar laufléttan heimasigur á Möltu, 6-0 á Nya Ullevi leikvanginum í Gautaborg. Króatar tróna á toppi riðilsins með 16 stig og Svíar fylgja fast á eftir með 15 stig. Ísland mætir Ungverjum á Laugardalsvelli nú kl. 18.05.

Chelsea enn að brjóta lögin?

Enska knattpspyrnufélagið Tottenham sem Emil Hallfreðsson leikur hjá hefur rekið hinn danska Frank Arnesen, yfirmann íþróttamála vegna ásakana um að hann hafi átt í ólöglegum viðræðum við Chelsea. Arnesen viðurkennir að hann vilji fara til Chelsea og er Tottenham að kanna forsendur fyrir lögsókn á hendur Chelsea.

ÍSLAND-UNGVERJALAND Í BEINNI !

<a href="http://www.visir.is/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000201&st=NS&re=00060&sy=0" target="_blank">FYLGIST MEÐ GANGI MÁLA Í LEIK ÍSLANDS OG UNGVERJALANDS Í UNDANKEPPNI HM Í BEINNI ÚTSENDINGU HÉR Á VÍSI.</a>

Sorglegt tap gegn slökum Ungverjum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu er enn án sigurs í undakeppni HM eftir grátlegt tap gegn Ungverjum á Laugardalsvelli, 2-3. Ungverjar fengu tvö víti í leiknum og Ísland missti þrjá menn meidda af velli.

Eiður Smári stóð sig langbest

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk 9 í einkunnagjöf Fréttablaðsins fyrir leikinn gegn Ungverjum í gær og var mörgum klössum fyrir ofan aðra menn á vellinum. Eiður Smári skoraði annað mark Íslands í leiknum og lagði upp hitt.

Sjá næstu 50 fréttir