Sport

Brian Marshall snýr aftur

Á blaðamannafundi í gær tilkynnti Sundsamband Íslands ráðningu Brians Marshall í stöðu landsliðsþjálfara frá og með fyrsta júlí næstkomandi og mun hann gegna starfinu fram yfir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Marshall hefur verið viðriðinn sundþjálfun hér á landi lengi, en hann hefur bæði þjálfað SH og landsliðið áður, þannig að hann gjörþekkir íslenska sundfólkið. Von hans, sem og annarra í sundforystunni, er að stórbætt aðstaða til sundiðkunar og keppni með tilkomu nýju keppnislaugarinnar í Laugardal og bættur stuðningur við þjálfara og sundfólk verði til þess að bættur árangur náist í greininni á komandi árum. „Ég mun ekki aðeins vinna með landsliðið, heldur vinna náið með þjálfurum félaganna og vinna að stefnumótun fyrir alla sundmenn innan þeirra. Stefnt verður á að koma með nýjar og ferskar áherslur og frumkvæði inn í þjálfun og leitast verður við að bæta stuðning sambandsins við afreksfólk sem er með háleit markmið og skýran metnað," sagði Marshall.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×