Sport

Federer tapaði fyrir unglingi

Svisslendingurinn Roger Federer, besti tennismaður heims, tapaði fyrir Spánverjanum unga, Rafael Nadal, í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis í gær. Nadal vann í fjórum settum en hann hélt upp á 19 ára afmæli sitt í gær. Framganga Nadals hefur vakið gríðarlega athygli en þetta er í fyrsta skipti sem hann leikur á þessu móti sem er annað risamót ársins. Federer hefur nánast verið ósigrandi á tennisvellinum á síðustu misserum. Nadal mætir Mariano Puerta frá Argentínu í úrslitum á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×