Sport

París líkleg Ólympíuborg árið 2012

Sérstök nefnd á vegum hefur undanfarin misseri skoðað umsóknir þeirra borga sem sótt hafa um að halda Ólympíuleikana árið 2012 og þykja París og London vera líklegustu borgirnar til að hreppa hnossið. Á meðal annara borga sem fengu ágæt meðmæli voru New York og Madrid, en Moskva fékk frekar slaka dóma, því þar þótti vanta mikið upp á skipulagshliðina. Skýrsla nefndarinnar gefur borgunum ekki beinlínis einkunnir, en í henni kemur fram að París sé í sérflokki hvað varðar samgöngur, aðbúnað og sterka fjárstöðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×