Sport

Tap gegn Ungverjum

Íslenska U-21 landsliðið tapaði fyrir Ungverjum 1-0 á Víkingsvelli í gærkvöldi en leikurinn var liður í undankeppni Evrópumótsins. Sigurmarkið kom á 12. mínútu. Strákarnir léku illa í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik. KR-ingurinn Tryggvi Bjarnason fékk að líta rauða spjaldið undir lokin og verður í leikbanni gegn Möltumönnum á þriðjudag. Útsendarar frá Coventry og Sheffield Wednesday fylgdust með Ólafi Inga Skúlasyni í leiknum en hann er laus allra mála frá Arsenal. Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, var á meðal áhorfenda og fylgdist vel með KA-manninum Pálma Rafni Pálmasyni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×