Sport

Sex leikmenn frá FH í liðinu

Njáll Eiðsson hefur búið til úrvalslið 1. til 4. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu fyrir Fréttablaðið.  „Þjálfari þessa liðs gæti verið í kaffi allan leikinn og það kæmu margir að horfa á það því það væri stórskemmtilegt," segir Njáll um þetta lið sitt. Daði Lárusson, FH: Hefur fengið fæst mörk á sig. Traustur og reyndur markvörður. Guðmundur Sævarsson, FH: Skemmtilegasti bakvörðurinn í deildinni. Fljótur og góður sóknarlega. Auðun Helgason, FH: Mjörg sterkur í návígjum og mikill keppnismaður. Tommy Nielsen, FH: Les leikinn vel og gefur góðar sendingar. Góður stjórnandi. Bjarni Ólafur Eiríksson, Val: Líkamlega sterkur leikmaður. Er með góðar sendingar og getur auðveldlega skorað mörk. Helgi Valur Daníelsson, Fylki: Duglegur og skynsamur leikmaður. Heldur bolta vel. Dennis Siim, FH: Mjög sterkur í loftinu, góðar sendingar og hefur batnað með hverjum leik. Guðmundur Benediktsson, Val: Hugmyndaríkur og óútreiknanlegur. Skorari og leggur auk þess upp mörkin. Tryggvi Guðmundsson, FH: Fæddur markaskorari. Klókur og keppnismaður mikill. Guðmundur Steinarsson, Keflavík: Frábær skotmaður, grimmur og fljótur að framkvæma hlutina. Matthías Guðmundsson, Val: Fljótur, vinnusamur og hefur bætt sig í markaskorun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×