Sport

Fyrstu verðlaunin í tennis

Íslenska tennisfólkið náði sögulegum árangri á Smáþjóðaleikunum í Andorra þegar tvö bronsverðlaun komu í hús á síðasta degi leikanna í gær. Þetta eru fyrstu verðlaun Íslendinga frá upphafi í tenniskeppninni leikanna en auk þess náðu konurnar líka í 4. sæti í tvíliðaleiknum. Arnar Sigurðsson komst í undanúrslit í einliðaleik karla þar sem að hann tapaði naumlega fyrir Mónakómanni eftir að hafa unnið fyrstu lotuna. Arnar hefur verið við æfingar í Bandaríkjunum og náði glæsilegum árangri í Andorra. Mónakómaðurinn BenjaminBalleret fór síðan alla leið og vann gullið. Arnar vann einnig brons með Raj Bonifcius í tvíliðaleik karla. Þær Sigurlaug Sigurðardóttir og Rebekka Pétursdóttir urðu þar í fjórða sæti í tvíliðaleik kvenna. Þetta er einstakur árangur hjá íslenska tennisfólkinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×