Fleiri fréttir Miami 3 - Detroit 2 Það voru öðru fremur varamenn Miami Heat sem lögðu grunninn að góðum 88-76 sigri á Detroit Pistons í fimmta leik liðanna í gær og nú er Flórídaliðið komið í afar vænlega stöðu í einvíginu og nægir einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins. 3.6.2005 00:01 Kveðjuleikur Guðmundar gegn Svíum Merkilegum kafla í íslenskri handboltasögu lýkur á mánudaginn þegar Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður Íslands, spilar kveðjuleik sinn með landsliðinu gegn Svíum í Kaplakrika. Hann hefur spilað á þrennum Ólympíuleikum og alls 13 stórkeppnum þá tvo áratugi sem hann hefur spilað fyrir Íslands hönd. 3.6.2005 00:01 Búið að selja 3000 miða Búið er að selja um þrjú þúsund aðgöngumiða á landsleik Íslendinga og Ungverja á Laugardalsvelli á morgun að sögn Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra KSÍ. Forsölunni lýkur í kvöld og er hægt að nálgast miða á bensínstöðvum Esso. 3.6.2005 00:01 21 árs leikurinn í kvöld 21 árs landslið Íslands og Ungverjalands mætast á Víkingsvelli í kvöld klukkan 18. Búast má við hörkuleik en Ungverjar eru í 2. sæti riðilsins ásamt Svíum með níu stig en Ísland er í 4. sæti með sex stig. Króatar eru langefstir með 15 stig eða fullt hús stiga. 3.6.2005 00:01 West Ham á eftir Heiðari Enn harðnar samkeppni úrvalsdeildarliðanna um Heiðar Helguson því samkvæmt fréttavef BBC í morgun vill West Ham fá Heiðar í sínar raðir. Watford hafnaði á dögunum 120 milljón króna tilboði frá Sunderland og er talið að West Ham, sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, ætli að bjóða betur. 3.6.2005 00:01 Sammer rekinn frá Stuttgart Matthias Sammer var rekinn sem þjálfari Stuttgart eftir aðeins eitt ár í starfi. Þetta var tilkynnt í morgun en Stuttgart varð í 5. sæti og rétt missti af sæti í Meistaradeild Evrópu. 3.6.2005 00:01 Kluivert til Valencia Hollenski landsliðsframherjinn Patrick Kluivert, sem leikið hefur með Newcastle undanfarin misseri, hefur samþykkt að skrifa undir þriggja ára samning við spænska liðið Valencia. Samningur Kluiverts við Newcastle rennur út í sumar. 3.6.2005 00:01 Breiðablik með fullt hús Breiðablik sigraði Þór á Akureyri 3-1 í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Olgeir Sigurgeirsson skoraði tvö síðustu mörk Breiðabliks úr vítaspyrnum undir lok leiksins. Breiðablik er með fullt hús stiga eða tólf stig en Þór hefur fjögur stig. 3.6.2005 00:01 Þjálfari Genk tók poka sinn Belgíska liðið Genk, sem Indriði Sigurðsson leikur með, rak í morgun Rene Vanderceycken eftir aðeins eitt ár í starfi. Brottvikning hans kemur á óvart þar sem Genk kom verulega á óvart og tryggði sér sæti í Evrópukeppni félagsliða. 3.6.2005 00:01 Boltavakt Vísis - Dregið í leiknum Dregið hefur verið í leik sem Vísir efndi til í tilefni opnunar Boltavaktarinnar. Tveir heppnir þátttalendur fengu miða fyrir tvo á landsleiki Íslands í undankeppni HM 2006, við Ungverjaland og Möltu. Fyrri leikurinn er á laugardag, 4. júní en sá síðari á miðvikudag, 8.júní. Vísir óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar öllum þátttökuna í leiknum. 3.6.2005 00:01 Phoenix 1 - San Antonio 4 San Antonio eru eflaust dauðfegnir að hafa lagt Phoenix Suns í þriðja sinn í röð á útivelli í nótt, 101-95. Ekki aðeins vegna þess að sigurinn tryggði þeim farseðilinn í þriðja úrslitaeinvígið á sjö árum, heldur líka vegna þess að þeir eru lausir við Amare Stoudemire hjá Phoenix. 2.6.2005 00:01 Björgvin og Þórey Edda unnu gull Björgvin Víkingsson og Þórey Edda Elísdóttir unnu bæði gull á Smáþjóðaleikunum í Andorra í dag á öðrum keppnisdegi frjálsra íþrótta, Björgvin vann 400 metra grindarhlaup á 53,49 sekúndum og Þórey Edda vann stangarstökkið mjög örugglega þegar hún stökk 4,40 metra. 2.6.2005 00:01 Með tvöfalt hærri laun en Woudstra Jakob Örn Sigurðarson, sem hefur gert það gott með háskólaliðinu sínu Birmingham Southern undanfarin ár, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið BayerGiants Leverkusen um að leika með því næsta vetur. 2.6.2005 00:01 Við erum sterkari en Ungverjar Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari segir að Ísland eigi að leggja Ungverjaland að velli á góðum degi. Hann segir að í versta falli þurfi liðið að fá fjögur stig úr næstu tveimur leikjum en krafan er sex stig. 2.6.2005 00:01 Við föllum vel inn í þennan hóp Þeir Tryggvi Guðmundsson úr FH, Kristján Finnbogason úr KR og Helgi Valur Daníelsson úr Fylki eru nokkuð sér á báti í íslenska landsliðinu því þeir eru einu leikmennirnir í hópnum sem leika með knattspyrnuliðum hérlendis. Fréttablaðið spurði þá félaga hvernig tilfinning það væri að vera einu heimamennirnir í hópnum. 2.6.2005 00:01 Fjögur gull í frjálsum í gær Íslenska íþróttafólkið hélt áfram að safna að sér verðlaunum á þriðja keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. Ísland vann alls 17 verðlaun í gær og hafa því 18 gull og alls 49 verðlaun komið í hlut Íslendinga á leikunum. 2.6.2005 00:01 Vísir býður á landsleikina Í tilefni af opnun Boltavaktarinnar á vísi.is býður Vísir notendum sínum fjóra tvennumiða á landsleiki Íslands við Ungverjaland og Möltu. Það eina sem þarf að gera er að fara inn á visi.is, svara laufléttri spurningu úr Boltavaktinni og þá kemst fólk í pott sem síðar verður dregið úr. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn er bent á að hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni á boltavakt Vísis. 2.6.2005 00:01 Snorri Steinn semur við Minden Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur náð munnlegu samkomulagi við þýska liðið Minden og mun líklegast skrifa undir tveggja ára saming við liðið á allra næstu dögum. 2.6.2005 00:01 Heimir Snær frá FH út í Eyjar Botnlið ÍBV í Landsbankadeildinni hefur bætt við sig leikmanni en Heimir Snær Guðmundsson fer til liðsins á lánssamningi frá FH og verður út þetta sumar. 2.6.2005 00:01 Miami-Detroit í beinni í kvöld Fimmti leikur Miami Heat og Detroit Pistons verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan tólf á miðnætti. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 og því má gera ráð fyrir hörkuleik í kvöld, þegar bestu lið austurdeildarinnar keppa um að tryggja sér sæti í úrslitunum gegn San Antonio Spurs. 2.6.2005 00:01 Miami 2 - Detroit 2 Meistarar Detroit Pistons létu ekki fjölmiðlafárið í kring um yfirvofandi brotthvarf þjálfara síns á sig fá í gær og jöfnuðu metin í einvíginu við Miami Heat með 106-96 sigri í nótt. Richard Hamilton fór mikinn á báðum endum vallarins og heimamenn nýttu sér villuvandræði Shaquille O´Neal. 1.6.2005 00:01 Heiðar Davíð í úrslit Heiðar Davíð Bragason kylfingur úr GKJ komst áfram í 64-manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu í golfi í gær og hafnaði í 3.-7. sæti eftir hringina tvo. Heiðar tryggði sig þar með áfram í 64-manna holukeppni með útsláttarfyrirkomulagi og hefur leik kl. 11:17 í dag. 1.6.2005 00:01 Helgi Valur inn í stað Hjálmars Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, var í gær valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Ungverjum í undankeppni heimsmeistaramótsins á laugardag. Helgi Valur kemur inn fyrir Hjálmar Jónsson, leikmann IFK Gautaborgar í Svíþjóð, sem á við meiðsli að stríða. 1.6.2005 00:01 Ólafur ekki með í vikunni Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður kemur ekki til liðs við íslenska landsliðið í handknattleik fyrr en á sunnudag, en liðið undirbýr sig fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Svíum hér heima í næstu viku og fyrri leikinn gegn Hvít-Rússum í undankeppni Evrópumótsins 12. júní. 1.6.2005 00:01 Tíu marka sigur Svía á Dönum Svíar burstuðu Dani 33-23 í landsleik í handknattleik í Lanskrona í gærkvöld. Jonas Larholm var markahæstur Svía með níu mörk. Liðin léku í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld og þá höfðu Danir sigur, 23-21. 1.6.2005 00:01 Ungverjar töpuðu fyrir Frökkum Frakkar unnu Ungverja með tveimur mörkum gegn einu í vináttulandsleik í knattspyrnu í gær, en Ungverjar mæta Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli á laugardag. 1.6.2005 00:01 Fritz valinn bestur í Þýskalandi Hennig Fritz, markvörður Kiel, var í gær valinn handknattleikmaður ársins í Þýskalandi. Þetta var kunngjört þegar þýska landsliðið sigraði stjörnulið þýsku úrvalsdeildarinnar 39-37 í Braunswig. Marcus Alm frá Svíþjóð og Oleg Veleky, Essen, urðu í öðru og þriðja sæti í kjörinu. 1.6.2005 00:01 KSÍ safnar fyrir húsi í Úkraínu SOS-barnaþorpin og KSÍ hafa hrundið af stað samstarfi sem miðar að því að taka þátt í alþjóðlegu verkefni með FIFA, Alþjóðlega knattspyrnusambandinu. Markmiðið er að byggja 6 ný SOS-barnaþorp í heiminum fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006. Hlutverk Íslendinga er að safna fyrir að minnsta kosti einu húsi í barnaþorpi í Brovary í Úkraníu. 1.6.2005 00:01 Chelsea, Mourinho og Cole fá sekt Englandsmeistarafélag Chelsea, knattspyrnustjórinn þess Jose Mourinho og Ashley Cole leikmaður Arsenal fengu nú undir kvöldið hæstu peningasektir sem sögur fara af hjá enska knattspyrnusambandinu. Sektirnar eru refsing fyrir að halda ólöglegan fund sín á milli og var Chelsea í dag fundið sekt um að ræða við samningsbundinn leikmann án leyfis. 1.6.2005 00:01 Heiðar Davíð úr leik á opna breska Heiðar Davíð Bragason kylfingur úr GKJ féll úr leik í 64 manna úrslitum á Opna Breska áhugamannamótinu í golfi í dag. Heiðar féll út í holukeppninni sam leikin er með útsláttarfyrirkomulagi. Heiðar Davíð mætti Skotanum Jonathan King sem hafnaði í 81. sæti í niðurskurðinum en Heiðar náði 4. sæti svo úrslitin koma talsvert á óvart. 1.6.2005 00:01 VISA bikar karla í kvöld Síðustu leikir forkeppni Visa bikars karla í knattspyrnu fara fram í kvöld og hófust allir kl. 20:00. Lið úr öllum deildum landsins verða í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslitin í hádeginu á morgun fimmtudag. 1.6.2005 00:01 Freddy Adu til PSV? Eftirsóttasti knattspyrnumaður í heimi, hinn 15 ára Freddy Adu er að öllum líkindum á leið til hollenska liðsins PSV Eindhoven ef marka má fréttir frá Hollandi og Bandaríkjunum. Adu sem leikur með DC United er gæddur undraverðum knattspyrnuhæfileikum. Kærasta hans býr í Eindhoven og hefur styrktaraðili félagsins, Philips, boðið pabba hans vinnu. 1.6.2005 00:01 Yfirlýsing frá Arsenal ! Arsenal sendi frá sér yfirlýsingu upp úr kl. 20 í kvöld þar sem félagið opinberar afstöðu sína til dómsins yfir Ashley Cole varnarmanns enska knattspyrnuliðsins. Þar segir að hjá félaginu séu menn ánægðir með niðurstöðuna og taka fram að Arsenal vilji fyrir alla muni halda í leikmanninn. 1.6.2005 00:01 Valur kynnir breytingar Knattspyrnufélagið Valur, hverfisráð Miðborgar og hverfisráð Hlíða efna til kynningarfundar annað kvöld þar sem kynna á fyrir íbúum Hlíðasvæðis og fólki tengdu íþróttafélaginu, væntanlegar framkvæmdir á næstu vikum í nágrenninu vegna yfirstandandi uppbyggingu að Hlíðarenda. 1.6.2005 00:01 Ísland með 11 gull í Andorra Ísland hefur hlotið næst flest gullverðlaun á eftir Kýpurmönnum á Smáþjóðaleikunum sem nú standa yfir í Andorra. Íslensku keppendurnir stóðu sig vel í dag. Borðtenniskappinn Guðmundur Stephensen sigraði Marco Vannucci frá San Marínó, 3-0 í einliðaleik karla og íslenska karlalandsliðið í körfubolta fór létt með heimamenn í Andorra og vann 30 stiga sigur. 1.6.2005 00:01 Eyðir sinni síðustu orku Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen er uppgefinn eftir erfitt og langt tímabil með Chelsea. Hann hefur leikið 57 leiki í öllum keppnum í vetur en ætlar samt að gefa allt það sem hann á eftir í leikina gegn Ungverjalandi og Möltu.<font face="Helv"></font> 1.6.2005 00:01 Grótta sló Skallagrím úr bikarnum Í kvöld lauk forkeppni Visa bikars karla í knattspyrnu með sex leikjum en dregið verður í 32 liða úrslit í hádeginu á morgun fimmtudag. Óvænt úrslit voru ekki stórvægileg en Grótta sló út Borgnesingana í Skallagrími. 1.6.2005 00:01 Sundfólkið mjög sigursælt Íslenska sundfólkið var mjög sigursælt á öðrum degi Smáþjóðaleikanna í Andorra en Ísland vann alls til þrettán verðlauna í sundlauginni í gær. 1.6.2005 00:01 Makedóni semur við Skallagrím Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi hefur samið við 22 ára gamlan makedónskan leikstjórnanda að nafni Dimitar Karadjovski um að leika með liðinu næsta vetur. Karadjoski er í landsliðshóp Makedóníu og er sagður sterkur alhliða leikmaður sem á einnig að geta leikið sem skotbakvörður. 1.6.2005 00:01 Helgi Jónas verður með Körfuknattleiksdeild Grindvíkinga hefur ekki setið auðum höndum í sumarfríinu og nú er að verða komin mynd á hóp liðsins fyrir næsta vetur. Friðrik Ingi Rúnarsson mun stýra liðinu á næstu leiktíð, þeir fengu Pál Kristinsson til liðs við sig frá Njarðvík og hafa nú samið við skyttuna Guðlaug Eyjólfsson um að snúa aftur til liðsins eftir hálfs árs fjarveru. 1.6.2005 00:01 Ólafur kemur á sunnudag Ólafur Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, mun koma til móts við félaga sína í liðinu á sunnudag vegna kveðjuleiks Talant Dujshebaev við heimsliðið á laugardag. 1.6.2005 00:01 Greiðslan er hrikalega flott Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. 1.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Miami 3 - Detroit 2 Það voru öðru fremur varamenn Miami Heat sem lögðu grunninn að góðum 88-76 sigri á Detroit Pistons í fimmta leik liðanna í gær og nú er Flórídaliðið komið í afar vænlega stöðu í einvíginu og nægir einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins. 3.6.2005 00:01
Kveðjuleikur Guðmundar gegn Svíum Merkilegum kafla í íslenskri handboltasögu lýkur á mánudaginn þegar Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður Íslands, spilar kveðjuleik sinn með landsliðinu gegn Svíum í Kaplakrika. Hann hefur spilað á þrennum Ólympíuleikum og alls 13 stórkeppnum þá tvo áratugi sem hann hefur spilað fyrir Íslands hönd. 3.6.2005 00:01
Búið að selja 3000 miða Búið er að selja um þrjú þúsund aðgöngumiða á landsleik Íslendinga og Ungverja á Laugardalsvelli á morgun að sögn Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra KSÍ. Forsölunni lýkur í kvöld og er hægt að nálgast miða á bensínstöðvum Esso. 3.6.2005 00:01
21 árs leikurinn í kvöld 21 árs landslið Íslands og Ungverjalands mætast á Víkingsvelli í kvöld klukkan 18. Búast má við hörkuleik en Ungverjar eru í 2. sæti riðilsins ásamt Svíum með níu stig en Ísland er í 4. sæti með sex stig. Króatar eru langefstir með 15 stig eða fullt hús stiga. 3.6.2005 00:01
West Ham á eftir Heiðari Enn harðnar samkeppni úrvalsdeildarliðanna um Heiðar Helguson því samkvæmt fréttavef BBC í morgun vill West Ham fá Heiðar í sínar raðir. Watford hafnaði á dögunum 120 milljón króna tilboði frá Sunderland og er talið að West Ham, sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, ætli að bjóða betur. 3.6.2005 00:01
Sammer rekinn frá Stuttgart Matthias Sammer var rekinn sem þjálfari Stuttgart eftir aðeins eitt ár í starfi. Þetta var tilkynnt í morgun en Stuttgart varð í 5. sæti og rétt missti af sæti í Meistaradeild Evrópu. 3.6.2005 00:01
Kluivert til Valencia Hollenski landsliðsframherjinn Patrick Kluivert, sem leikið hefur með Newcastle undanfarin misseri, hefur samþykkt að skrifa undir þriggja ára samning við spænska liðið Valencia. Samningur Kluiverts við Newcastle rennur út í sumar. 3.6.2005 00:01
Breiðablik með fullt hús Breiðablik sigraði Þór á Akureyri 3-1 í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Olgeir Sigurgeirsson skoraði tvö síðustu mörk Breiðabliks úr vítaspyrnum undir lok leiksins. Breiðablik er með fullt hús stiga eða tólf stig en Þór hefur fjögur stig. 3.6.2005 00:01
Þjálfari Genk tók poka sinn Belgíska liðið Genk, sem Indriði Sigurðsson leikur með, rak í morgun Rene Vanderceycken eftir aðeins eitt ár í starfi. Brottvikning hans kemur á óvart þar sem Genk kom verulega á óvart og tryggði sér sæti í Evrópukeppni félagsliða. 3.6.2005 00:01
Boltavakt Vísis - Dregið í leiknum Dregið hefur verið í leik sem Vísir efndi til í tilefni opnunar Boltavaktarinnar. Tveir heppnir þátttalendur fengu miða fyrir tvo á landsleiki Íslands í undankeppni HM 2006, við Ungverjaland og Möltu. Fyrri leikurinn er á laugardag, 4. júní en sá síðari á miðvikudag, 8.júní. Vísir óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar öllum þátttökuna í leiknum. 3.6.2005 00:01
Phoenix 1 - San Antonio 4 San Antonio eru eflaust dauðfegnir að hafa lagt Phoenix Suns í þriðja sinn í röð á útivelli í nótt, 101-95. Ekki aðeins vegna þess að sigurinn tryggði þeim farseðilinn í þriðja úrslitaeinvígið á sjö árum, heldur líka vegna þess að þeir eru lausir við Amare Stoudemire hjá Phoenix. 2.6.2005 00:01
Björgvin og Þórey Edda unnu gull Björgvin Víkingsson og Þórey Edda Elísdóttir unnu bæði gull á Smáþjóðaleikunum í Andorra í dag á öðrum keppnisdegi frjálsra íþrótta, Björgvin vann 400 metra grindarhlaup á 53,49 sekúndum og Þórey Edda vann stangarstökkið mjög örugglega þegar hún stökk 4,40 metra. 2.6.2005 00:01
Með tvöfalt hærri laun en Woudstra Jakob Örn Sigurðarson, sem hefur gert það gott með háskólaliðinu sínu Birmingham Southern undanfarin ár, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið BayerGiants Leverkusen um að leika með því næsta vetur. 2.6.2005 00:01
Við erum sterkari en Ungverjar Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari segir að Ísland eigi að leggja Ungverjaland að velli á góðum degi. Hann segir að í versta falli þurfi liðið að fá fjögur stig úr næstu tveimur leikjum en krafan er sex stig. 2.6.2005 00:01
Við föllum vel inn í þennan hóp Þeir Tryggvi Guðmundsson úr FH, Kristján Finnbogason úr KR og Helgi Valur Daníelsson úr Fylki eru nokkuð sér á báti í íslenska landsliðinu því þeir eru einu leikmennirnir í hópnum sem leika með knattspyrnuliðum hérlendis. Fréttablaðið spurði þá félaga hvernig tilfinning það væri að vera einu heimamennirnir í hópnum. 2.6.2005 00:01
Fjögur gull í frjálsum í gær Íslenska íþróttafólkið hélt áfram að safna að sér verðlaunum á þriðja keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. Ísland vann alls 17 verðlaun í gær og hafa því 18 gull og alls 49 verðlaun komið í hlut Íslendinga á leikunum. 2.6.2005 00:01
Vísir býður á landsleikina Í tilefni af opnun Boltavaktarinnar á vísi.is býður Vísir notendum sínum fjóra tvennumiða á landsleiki Íslands við Ungverjaland og Möltu. Það eina sem þarf að gera er að fara inn á visi.is, svara laufléttri spurningu úr Boltavaktinni og þá kemst fólk í pott sem síðar verður dregið úr. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn er bent á að hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni á boltavakt Vísis. 2.6.2005 00:01
Snorri Steinn semur við Minden Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur náð munnlegu samkomulagi við þýska liðið Minden og mun líklegast skrifa undir tveggja ára saming við liðið á allra næstu dögum. 2.6.2005 00:01
Heimir Snær frá FH út í Eyjar Botnlið ÍBV í Landsbankadeildinni hefur bætt við sig leikmanni en Heimir Snær Guðmundsson fer til liðsins á lánssamningi frá FH og verður út þetta sumar. 2.6.2005 00:01
Miami-Detroit í beinni í kvöld Fimmti leikur Miami Heat og Detroit Pistons verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan tólf á miðnætti. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 og því má gera ráð fyrir hörkuleik í kvöld, þegar bestu lið austurdeildarinnar keppa um að tryggja sér sæti í úrslitunum gegn San Antonio Spurs. 2.6.2005 00:01
Miami 2 - Detroit 2 Meistarar Detroit Pistons létu ekki fjölmiðlafárið í kring um yfirvofandi brotthvarf þjálfara síns á sig fá í gær og jöfnuðu metin í einvíginu við Miami Heat með 106-96 sigri í nótt. Richard Hamilton fór mikinn á báðum endum vallarins og heimamenn nýttu sér villuvandræði Shaquille O´Neal. 1.6.2005 00:01
Heiðar Davíð í úrslit Heiðar Davíð Bragason kylfingur úr GKJ komst áfram í 64-manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu í golfi í gær og hafnaði í 3.-7. sæti eftir hringina tvo. Heiðar tryggði sig þar með áfram í 64-manna holukeppni með útsláttarfyrirkomulagi og hefur leik kl. 11:17 í dag. 1.6.2005 00:01
Helgi Valur inn í stað Hjálmars Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, var í gær valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Ungverjum í undankeppni heimsmeistaramótsins á laugardag. Helgi Valur kemur inn fyrir Hjálmar Jónsson, leikmann IFK Gautaborgar í Svíþjóð, sem á við meiðsli að stríða. 1.6.2005 00:01
Ólafur ekki með í vikunni Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður kemur ekki til liðs við íslenska landsliðið í handknattleik fyrr en á sunnudag, en liðið undirbýr sig fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Svíum hér heima í næstu viku og fyrri leikinn gegn Hvít-Rússum í undankeppni Evrópumótsins 12. júní. 1.6.2005 00:01
Tíu marka sigur Svía á Dönum Svíar burstuðu Dani 33-23 í landsleik í handknattleik í Lanskrona í gærkvöld. Jonas Larholm var markahæstur Svía með níu mörk. Liðin léku í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld og þá höfðu Danir sigur, 23-21. 1.6.2005 00:01
Ungverjar töpuðu fyrir Frökkum Frakkar unnu Ungverja með tveimur mörkum gegn einu í vináttulandsleik í knattspyrnu í gær, en Ungverjar mæta Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli á laugardag. 1.6.2005 00:01
Fritz valinn bestur í Þýskalandi Hennig Fritz, markvörður Kiel, var í gær valinn handknattleikmaður ársins í Þýskalandi. Þetta var kunngjört þegar þýska landsliðið sigraði stjörnulið þýsku úrvalsdeildarinnar 39-37 í Braunswig. Marcus Alm frá Svíþjóð og Oleg Veleky, Essen, urðu í öðru og þriðja sæti í kjörinu. 1.6.2005 00:01
KSÍ safnar fyrir húsi í Úkraínu SOS-barnaþorpin og KSÍ hafa hrundið af stað samstarfi sem miðar að því að taka þátt í alþjóðlegu verkefni með FIFA, Alþjóðlega knattspyrnusambandinu. Markmiðið er að byggja 6 ný SOS-barnaþorp í heiminum fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006. Hlutverk Íslendinga er að safna fyrir að minnsta kosti einu húsi í barnaþorpi í Brovary í Úkraníu. 1.6.2005 00:01
Chelsea, Mourinho og Cole fá sekt Englandsmeistarafélag Chelsea, knattspyrnustjórinn þess Jose Mourinho og Ashley Cole leikmaður Arsenal fengu nú undir kvöldið hæstu peningasektir sem sögur fara af hjá enska knattspyrnusambandinu. Sektirnar eru refsing fyrir að halda ólöglegan fund sín á milli og var Chelsea í dag fundið sekt um að ræða við samningsbundinn leikmann án leyfis. 1.6.2005 00:01
Heiðar Davíð úr leik á opna breska Heiðar Davíð Bragason kylfingur úr GKJ féll úr leik í 64 manna úrslitum á Opna Breska áhugamannamótinu í golfi í dag. Heiðar féll út í holukeppninni sam leikin er með útsláttarfyrirkomulagi. Heiðar Davíð mætti Skotanum Jonathan King sem hafnaði í 81. sæti í niðurskurðinum en Heiðar náði 4. sæti svo úrslitin koma talsvert á óvart. 1.6.2005 00:01
VISA bikar karla í kvöld Síðustu leikir forkeppni Visa bikars karla í knattspyrnu fara fram í kvöld og hófust allir kl. 20:00. Lið úr öllum deildum landsins verða í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslitin í hádeginu á morgun fimmtudag. 1.6.2005 00:01
Freddy Adu til PSV? Eftirsóttasti knattspyrnumaður í heimi, hinn 15 ára Freddy Adu er að öllum líkindum á leið til hollenska liðsins PSV Eindhoven ef marka má fréttir frá Hollandi og Bandaríkjunum. Adu sem leikur með DC United er gæddur undraverðum knattspyrnuhæfileikum. Kærasta hans býr í Eindhoven og hefur styrktaraðili félagsins, Philips, boðið pabba hans vinnu. 1.6.2005 00:01
Yfirlýsing frá Arsenal ! Arsenal sendi frá sér yfirlýsingu upp úr kl. 20 í kvöld þar sem félagið opinberar afstöðu sína til dómsins yfir Ashley Cole varnarmanns enska knattspyrnuliðsins. Þar segir að hjá félaginu séu menn ánægðir með niðurstöðuna og taka fram að Arsenal vilji fyrir alla muni halda í leikmanninn. 1.6.2005 00:01
Valur kynnir breytingar Knattspyrnufélagið Valur, hverfisráð Miðborgar og hverfisráð Hlíða efna til kynningarfundar annað kvöld þar sem kynna á fyrir íbúum Hlíðasvæðis og fólki tengdu íþróttafélaginu, væntanlegar framkvæmdir á næstu vikum í nágrenninu vegna yfirstandandi uppbyggingu að Hlíðarenda. 1.6.2005 00:01
Ísland með 11 gull í Andorra Ísland hefur hlotið næst flest gullverðlaun á eftir Kýpurmönnum á Smáþjóðaleikunum sem nú standa yfir í Andorra. Íslensku keppendurnir stóðu sig vel í dag. Borðtenniskappinn Guðmundur Stephensen sigraði Marco Vannucci frá San Marínó, 3-0 í einliðaleik karla og íslenska karlalandsliðið í körfubolta fór létt með heimamenn í Andorra og vann 30 stiga sigur. 1.6.2005 00:01
Eyðir sinni síðustu orku Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen er uppgefinn eftir erfitt og langt tímabil með Chelsea. Hann hefur leikið 57 leiki í öllum keppnum í vetur en ætlar samt að gefa allt það sem hann á eftir í leikina gegn Ungverjalandi og Möltu.<font face="Helv"></font> 1.6.2005 00:01
Grótta sló Skallagrím úr bikarnum Í kvöld lauk forkeppni Visa bikars karla í knattspyrnu með sex leikjum en dregið verður í 32 liða úrslit í hádeginu á morgun fimmtudag. Óvænt úrslit voru ekki stórvægileg en Grótta sló út Borgnesingana í Skallagrími. 1.6.2005 00:01
Sundfólkið mjög sigursælt Íslenska sundfólkið var mjög sigursælt á öðrum degi Smáþjóðaleikanna í Andorra en Ísland vann alls til þrettán verðlauna í sundlauginni í gær. 1.6.2005 00:01
Makedóni semur við Skallagrím Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi hefur samið við 22 ára gamlan makedónskan leikstjórnanda að nafni Dimitar Karadjovski um að leika með liðinu næsta vetur. Karadjoski er í landsliðshóp Makedóníu og er sagður sterkur alhliða leikmaður sem á einnig að geta leikið sem skotbakvörður. 1.6.2005 00:01
Helgi Jónas verður með Körfuknattleiksdeild Grindvíkinga hefur ekki setið auðum höndum í sumarfríinu og nú er að verða komin mynd á hóp liðsins fyrir næsta vetur. Friðrik Ingi Rúnarsson mun stýra liðinu á næstu leiktíð, þeir fengu Pál Kristinsson til liðs við sig frá Njarðvík og hafa nú samið við skyttuna Guðlaug Eyjólfsson um að snúa aftur til liðsins eftir hálfs árs fjarveru. 1.6.2005 00:01
Ólafur kemur á sunnudag Ólafur Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, mun koma til móts við félaga sína í liðinu á sunnudag vegna kveðjuleiks Talant Dujshebaev við heimsliðið á laugardag. 1.6.2005 00:01
Greiðslan er hrikalega flott Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. 1.6.2005 00:01